Morgunblaðið - 14.05.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.05.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Háaleitisbraut 68 Nýtt frá Miss Juliette Bot Nýr litur: Bambou/Souris Miss Juliette Duo Litur:Marino/Noir Náttúrulegt gúmmí Stærðir 36–41 Hólmaslóð 2 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Rúm fjögur ár eru liðin frá því að PIP-brjóstafyllingamálið komst í hámæli þegar í ljós kom að franska fyrirtækið Poly Implant Prothése hafði notað svo- kallað iðnaðarsíli- kon í brjóstafyll- ingar sem það framleiddi. Um 440 íslenskar konur fengu ígræddar PIP- brjóstafyllingar. Af þeim hafa 204 höfðað mál á hendur TÜV Rhein- land sem sá um eftirlit með fram- leiðslunni í Frakklandi. Hópmál Ís- lendinganna er annað í röðinni á hendur eftirlitsaðilanum og verður tekið fyrir í undirrétti í Frakklandi hinn 24. júlí nk. Dómur áfrýjunar- réttar í fyrri hópmálsókninni í Frakklandi mun liggja fyrir hinn 2. júlí nk. Áður en mál íslensku kvennanna verður tekið fyrir mun liggja fyrir dómur áfrýjunarréttar Frakklands (Court of appeal of Aix- en-Provence) í fyrstu hópmálsókn- inni. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður ís- lensku kvennanna, segir dóm sem kveðinn verður upp 2. júlí nk. gefa góðar vísbendingar um það hvernig mál íslensku kvennanna muni fara. „Hafa verður þó þann fyrirvara á að málin eru ekki öll eins þar sem ís- lenski hópurinn mun láta reyna á þætti sem ekki var reynt á í fyrri málsókn, t.d. ná mál íslensku kvennanna lengra aftur í tímann,“ segir Saga. Hún bendir á að allt ferlið í þessu máli í Frakklandi sé frekar einfalt. Í því felst m.a. minni kostnaður við að sækja málið, ekki eru gerðar jafn- strangar kröfur til framlagðra gagna og mörg dæmi eru um að kon- ur leggi einungis fram svokallað PIP-brjóstafyllingakort og aðgerð- arskýrslu þegar PIP-brjóstafylling- arnar voru græddar í og síðan fjar- lægðar. Ef litið er til fyrri hópmálsóknar þá var TÜV Rheinland gert að greiða hverri konu innborgun upp á þrjú þúsund evrur. Auk þess leggur hópur sérfræðinga mat á mál hverr- ar konu til þess að ákvarða endan- legar bætur í hverju tilviki. „Ég vona að þetta fari vel og að ís- lenskar konur fái fullar bætur,“ seg- ir Saga. Eins og staðan er núna er Saga ekki að skoða hvort höfðuð verði mál á Íslandi en hún vonast til þess að dómur undirréttar í máli ís- lenskra kvenna í Frakklandi verði kveðinn upp í september á þessu ári. Dómur í PIP-málinu í haust  Hópmálsókn 204 íslenskra kvenna, sem fengu PIP-brjóstapúða sem láku, á hendur eftirlitsaðila verður tekin fyrir í Frakklandi 24. júlí næstkomandi Morgunblaðið/Golli Fegrunaraðgerð Um 440 íslenskar konur fengu PIP-brjóstapúða. Saga Ýrr Jónsdóttir Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um hádegi í gær neyðarkall frá bátnum Gottlieb 2622 sem varð vél- arvana við Hópsnes á Reykjanesi. Rak bátinn hratt að landi með fjóra skipverja um borð. Þegar í stað var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út sem og björgunarsveitir á Suður- nesjum og björgunarskip Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Strekkingsvindur var á svæðinu og aðstæður á staðnum erfiðar. Skip- verjar á bátnum Gulltoppi brugðust fljótt við neyðarkallinu og komu taug í bátinn. Taugin slitnaði og rak bát- inn hratt að landi, segir Björgvin Arnarson, skipverji á Gulltoppi. Báturinn lagðist á hliðina „Hann var kominn of nálægt landi og rak hratt að. Við komumst ekki nógu nálægt til að setja í almennilegt tog,“ segir Björgvin. Skömmu eftir að útkallið barst var báturinn kom- inn upp í kletta og lagðist þar á hlið- ina. Nærstaddir bátar á svæðinu komust ekki að til aðstoðar. Skipverjarnir óðu sjálfir í land og um hálftíma eftir að útkallið barst lenti þyrla Landhelgisgæslunnar í fjörukambinum og flutti þá til Grindavíkur til skýrslutöku. Sam- kvæmt upplýsingum var áhöfnin nokkuð vel á sig komin miðað við að- stæður. Ekki var búið að ná bátnum á flot þegar blaðið fór í prent. Gottlieb vélarvana við Hópsnes á Reykjanesi Ljósmynd/Haraldur Björn Björnsson Brugðið Vitni segir mennina hafa gengið í land. Þeim hafi þó verið verulega brugðið, sérstaklega skipstjóranum.  Skipverjar Gottlieb 2622 óðu sjálfir í land eftir vélarbilun Samiðn, Rafiðn- aðarsamband Ís- lands, Félag vél- stjóra- og málm- tæknimanna, Matvís, Grafía – stéttarfélag í prent- og miðl- unargreinum og Félag hársnyrti- sveina hafa ákveðið að boða til kosninga um verkfall meðal fé- lagsmanna sinna. Verði verkfalls- boðun samþykkt verður tímabundið verkfall dagana 10.-16. júní og ótímabundið verkfall mun svo hefj- ast 24. ágúst. Viðræður félaganna við Samtök atvinnulífsins hafa engu skilað, segir í fréttatilkynningu frá félögunum. Iðnaðar- menn kjósa um verkfall Iðnaður Kosið verð- ur um verkföll. „Ég vona það. Aðalhagsmunir íbú- anna felast í því að geta búið þarna áfram,“ segir Helgi Jóhannesson lögmaður sem aðstoðar stjórn Búmanna við fjárhagslega endurskipulagn- ingu húsnæðis- samvinnufélags- ins. Hugmyndir eru uppi um að setja innlausnar- íbúðir tímabund- ið í leigufélag. Héraðsdómur Reykjavíkur tekur á föstudag fyrir beiðni Búmanna um greiðslustöðv- un. Helgi segir lítið hægt að segja um áætlanir félagsins fyrr en það liggur fyrir hvort heimild fáist til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðv- unartíminn verður notaður til að reyna að ná samningum við Íbúða- lánasjóð um lánasafn Búmanna og hugsanlega nauðasamninga gagn- vart öðrum kröfuhöfum. Búmenn hafa átt í vandræðum frá því eftir hrun. Þá hækkuðu skuldir mjög. Vanskil búseturétt- arhafa jukust og uppsögnum fjölg- aði. Félagið hefur kaupskyldu á hluta íbúðanna og komið hefur fram að það hefur meðal annars gengið á viðhaldssjóði til að borga út hlut íbúanna. Samþykkt var á fé- lagsfundi í byrjun ársins heimild til stjórnar til að fresta endurgreiðslu búseturéttargjalds. Óheimilt verð- ur að greiða út búseturéttargjaldið á meðan greiðslustöðvun varir. Sett í leigufélag Fram kemur á heimasíðu Bú- manna að í tillögum um fjárhags- lega endurskipulagningu Búmanna sem unnið hefur verið að með Íbúðalánasjóði er gert ráð fyrir því að þær íbúðir sem Búmenn hafa þurft að innleysa verði færðar tímabundið inn í leigufélag. Leigu- félagið verður að fullu í eigu Bú- manna og verða lán á íbúðunum færð niður í matsverð. Áætlað er að afskrift nemi samtals um 500 milljónum. Þegar markaðsaðstæð- ur vænkast mun fólki bjóðast að kaupa búseturétt í íbúðunum og þá verða þær færðar aftur yfir í Bú- menn. Við sölu á búseturétti þess- ara íbúða endurgreiðast peningarn- ir sem nýttir voru til uppkaupa á búseturéttinum. helgi@mbl.is Innlausn sett inn í leigufélag  Búmenn endurskipuleggja sig Eign Búmenn eiga 540 íbúðir. Töluverður hiti var í þingmönnum í gær þegar rammaáætlun og breyt- ingartillögur meirihlutans á Alþingi um fimm nýja virkjunarkosti í nýt- ingarflokk voru ræddar á Alþingi. Krafðist minnihlutinn þess meðal annars að málið yrði tekið af dagskrá þingsins. Þá sögðu þingmenn stjórnarand- stöðunnar að málið væri ekki þing- tækt og stæðist ekki lög. Um er að ræða virkjanir í neðri- hluta Þjórsár, uppi á hálendinu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Haga- vatn sunnan Langjökuls. Samorka, samtök orku- og veitu- fyrirtækja, segir að fimm virkjanir séu ekki nóg og vill færa átta virkj- unarkosti í nýtingarflokk. Nokkur fjöldi mótmælti með Land- vernd á Austurvelli í gær til að lýsa andstöðu sinni á tillögu meirihluta at- vinnuveganefndar um ramma- áætlunina. Í yfirlýsingu Landverndar segir að ekki hafi verið nægilega fag- lega staðið að málum. benedikt@mbl.is Mótmæli gegn virkjunarkostum Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Nokkur fjöldi mótmælti rammaáætlun á Austurvelli í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.