Morgunblaðið - 14.05.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 14.05.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fyrstu skemmtiferðaskip sumars- ins fara að streyma til landsins. Amadea kemur fyrst að landi á Ak- ureyri á morgun og siglir síðan til Reykjavíkur þar sem áætluð koma er við Skarfabakka á sunnudag. Þetta eru þó ekki fyrstu skip ársins en sem kunnugt er komu fjögur hingað í mars sl. í tengslum við sólmyrkvasiglingar með ferða- menn. Að þeim frátöldum eru 100 skipakomur áætlaðar til Reykjavík- ur í sumar og haust, borið saman við 91 heimsókn í fyrra. Þar verða á ferðinni um 105 þúsund farþegar í 56 skipum, sem er aðeins meira en á síðustu vertíð. Að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðastjóra Faxaflóahafna, er meira um smærri skip en áður, sem sigla jafnvel nokkrar ferðir í kring- um landið og hafa skipti á farþeg- um í Reykjavík, sem flogið er með til og frá landinu. Ágúst segir hafn- ir á landsbyggðinni njóta þess að smærri skipunum fjölgi, staðir eins og Grundarfjörður, Stykkishólmur, Ísafjörður, Siglufjörður, Akureyri, Grímsey, Djúpivogur og Vest- mannaeyjar. „Um borð í þessum skipum eru öðruvísi farþegar en í þeim stóru, sem sækjast eftir annars konar af- þreyingu og upplifun. Þetta er mjög ánægjuleg þróun,“ segir Ágúst, en einnig er þeim skipum að fjölga sem stoppa hér yfir nótt, eða jafnvel tvær nætur. Stærsta skip sumarsins verður MSC Splendida, sem er um 138 þús- und brúttótonn að stærð og kemur tvisvar til Reykjavíkur; 25. júní og 21. júlí. Af sögufrægum og stórum skipum má nefna Queen Elizabeth, sem kemur 19. júlí, og Disney Ma- gic, sem kemur hingað 25. maí frá Flórída og er í eigu Disney-risans. Ágúst segir tímabilið einnig vera að lengjast en síðasta skip árs- ins er áætlað í lok október. Vöxt- urinn í þessari ferðaþjónustu er mikill en könnun fyrir samtökin Cruise Iceland sýndi að skipin voru á síðasta ári að skapa um 6 millj- arða króna, í beinar og óbeinar tekjur. Þá er greinin farin að skapa hátt í 240 heilsárstörf hér á landi. Ágúst segir þetta ánægjulega þróun, og sér í lagi að Ísland haldi sjó á þessum markaði milli ára, sem annars sé að dragast saman í Evr- ópu vegna aukinnar eftirspurnar í Asíu. Eru evrópsk skipafélög í meira mæli að fara með skipin til Kína. Rómantík í bæjunum Pétur Ólafsson, markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands, hefur svipaða sögu að segja og Ágúst. Þar fjölgar skipakomum í sumar, sér- staklega með smærri skipum. Von er á 100 heimsóknum, þar af 82 til Akureyrar og 18 til Grímseyjar. „Það er búbót fyrir minni hafn- irnar að fá þessi smærri skip. Þau stoppa lengur og skapa meiri tekjur í landi. Landsbyggðin hefur orðið dálítið útundan í ferðaþjónustunni og þetta er orðin mikil rómantík á litlu stöðunum. Við finnum mikla tilhlökkun hjá bæjarbúum sem finnst sumarið koma með skemmti- ferðaskipunum,“ segir Pétur. Sigla allt að tíu sinnum í kringum landið  Von á ríflega 105 þúsund farþegum í sumar  Fyrsta skipið kemur á morgun Komud. Skip Lega Komud. SkipStærð brt. Lega Stærð brt. 2015Komur skemmtiferðaskipatil Reykjavíkur í sumar Queen ElizabethMSC Splendida Komur alls: 100 Heimild: Faxaflóahafnir 17. maí AMADEA Skarfabakki 29.008 23.maí FRAM Miðbakki 11.647 25.maí SAGAPEARL II Miðbakki 18.627 25.maí DISNEYMAGIC Skarfabakki 83.338 31.maí MARCO POLO Skarfabakki 22.080 2. júní SEASPIRIT Faxagarður 4.200 2. júní AZORES Skarfabakki 16.144 2. júní FRAM Miðbakki 11.647 3. júní SEAEXPLORER Faxagarður 4.200 3. júní OCEANDIAMOND Miðbakki 8.282 9. júní AIDAcara Skarfabakki 38.557 10. júní OCEANDREAM Skarfabakki 35.265 11. júní AMADEA Skarfabakki 29.008 12. júní OCEANDIAMOND Miðbakki 8.282 12. júní SEASPIRIT Faxagarður 4.200 13. júní SEAEXPLORER Miðbakki 4.200 15. júní AIDAluna Skarfabakki 69.203 17. júní BREMEN Skarfabakki 6.752 17. júní ALBATROS Skarfabakki 28.518 21. júní CRYSTALSYMPHONY Skarfabakki 51.044 21. júní OCEANDIAMOND Faxagarður 8.282 21. júní AZORES Miðbakki 16.144 23. júní SEAEXPLORER Miðbakki 4.200 23. júní AIDAcara Skarfabakki 38.557 25. júní MSCSPLENDIDA Skarfabakki 137.936 26. júní RYNDAM Skarfabakki 55.819 26. júní COSTAFORTUNA Skarfabakki 102.587 27. júní HAMBURG Miðbakki 15.067 29. júní ORIANA Skarfabakki 69.153 29. júní NAUTICA Skarfabakki 30.277 30. júní HANSEATIC Faxagarður 8.378 30. júní OCEANDIAMOND Miðbakki 8.282 30. júní MARCO POLO Sundabakki 22.080 30. júní CELEBRITYECLIPSE Skarfabakki 121.878 2. júlí AIDAluna Skarfabakki 69.203 3. júlí ASTOR Skarfabakki 20.606 5. júlí ALBATROS Skarfabakki 28.518 5. júlí DISNEYMAGIC Skarfabakki 83.338 7. júlí CRYSTALSYMPHONY Skarfabakki 51.044 7. júlí BERLIN Miðbakki 9.570 7. júlí AIDAcara Skarfabakki 38.557 8. júlí NG EXPLORER Faxagarður 6.471 9. júlí OCEANDIAMOND Faxagarður 8.282 9. júlí ARTANIA Skarfabakki 44.588 12. júlí OCEAN PRINCESS Skarfabakki 30.277 12. júlí Mein Schiff 1 Skarfabakki 76.998 14. júlí FRAM Miðbakki 11.647 15. júlí BLACKWATCH Skarfabakki 28.613 17. júlí NG EXPLORER Miðbakki 6.471 17. júlí HORIZON Skarfabakki 47.427 18. júlí OCEANDIAMOND Miðbakki 8.282 18. júlí SEAPRINCESS Skarfabakki 77.499 19. júlí QUEEN ELIZABETH Skarfabakki 90.901 19. júlí AIDAluna Skarfabakki 69.203 20. júlí NG EXPLORER Miðbakki 6.471 21. júlí AIDAcara Skarfabakki 38.557 21. júlí MSCSPLENDIDA Skarfabakki 137.936 23. júlí BRAEMAR Skarfabakki 24.344 23. júlí HAMBURG Miðbakki 15.067 24. júlí ADONIA Skarfabakki 30.277 24. júlí SAGAPEARL II Miðbakki 18.627 26. júlí OCEAN PRINCESS Skarfabakki 30.277 27. júlí OCEANDIAMOND Miðbakki 8.282 29. júlí MARCO POLO Skarfabakki 22.080 30. júlí COSTAFORTUNA Skarfabakki 102.587 31. júlí EUROPA Skarfabakki 28.890 1. ágúst MAGELLAN Skarfabakki 46.052 3. ágúst VEENDAM Skarfabakki 57.092 3. ágúst OCEANMAJESTY Miðbakki 10.417 4. ágúst AIDAcara Skarfabakki 38.557 5. ágúst INSIGNIA Skarfabakki 30.277 6. ágúst BRILLIANCE OFTHE SEAS Skarfabakki 90.090 6. ágúst OCEANDIAMOND Faxagarður 8.282 6. ágúst AZORES Miðbakki 16.144 7. ágúst RYNDAM Skarfabakki 55.819 12. ágúst PRINSENDAM Skarfabakki 38.848 13. ágúst BREMEN Skarfabakki 6.752 13. ágúst STAR LEGEND Miðbakki 9.961 14. ágúst ROTTERDAM Skarfabakki 61.849 15. ágúst SILVER EXPLORER Miðbakki 6.072 16. ágúst OCEANDIAMOND Miðbakki 8.282 16. ágúst SEABOURNQUEST Skarfabakki 32.346 17. ágúst BOUDICCA Skarfabakki 28.372 20. ágúst ARCADIA Skarfabakki 84.342 21. ágúst THEWORLD Skarfabakki 43.188 24. ágúst HAMBURG Miðbakki 15.067 1. sept. AIDAluna Skarfabakki 69.203 5. sept. CRYSTALSYMPHONY Skarfabakki 51.044 5. sept. SERENADE OFTHE SEAS Skarfabakki 90.090 6. sept. ARTANIA Korngarður 44.588 6. sept. AMADEA Sundabakki 29.008 7. sept. OCEANDIAMOND Miðbakki 8.282 10. sept. FRAM Miðbakki 11.647 10. sept. BRILLIANCE OFTHE SEAS Skarfabakki 90.090 11. sept. AIDAdiva Skarfabakki 69.203 12. sept. CARIBBEAN PRINCESS Skarfabakki 112.894 14. sept. EURODAM Skarfabakki 86.273 15. sept. SILVERWHISPER Skarfabakki 28.258 27. sept. SEASPIRIT Miðbakki 4.200 25. okt. AIDAmar Skarfabakki 71.304 100 heimsóknir skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur og Hafnasamlags Norðurlands í sumar – fleiri minni skip sem koma oftar Ágúst Ágústsson Pétur Ólafsson „Þurrkurinn getum við sagt að hafi byrjað frá og með sumardeginum fyrsta og hefur verið mjög lítil úr- koma síðan,“ sagði Trausti Jónsson, veðurfræðingur, í gær um þriggja vikna þurrkatímabil á höfuðborg- arsvæðinu. Þurrkinum átti að ljúka í nótt, samkvæmt veðurspá. Talsvert rigndi í síðustu viku vetr- ar á höfuðborgarsvæðinu, samtals um 8 mm, sem dreifðist á dagana. Aldrei var þó mikil rigning. Síðasta „alvöru rigningin“ var 13. og 14. apr- íl sl. eða fyrir mánuði. Úrkoman í höfuðborginni frá sum- arbyrjun var orðin einungis 2,6 mm í gær. Sú úrkoma féll í maí. Þrátt fyr- ir þessa litlu úrkomu var ekki slegið þurrkamet. Trausti sagði það stundum gerast að það kæmu svona þurrir kaflar að vori. Hann sagði að þurrt hefði verið eiginlega um allt land það sem af er maí, að undanskildum bletti á Aust- urlandi þar sem snjóaði. Einnig var dálítil úrkoma í Vestur-Skaftafells- sýslu. Þá var úrkoma upp á fáeina millimetra sums staðar fyrir norðan. Heita má að það hafi verið þurrt fyrstu tvær vikur maí á Vesturlandi. Engin úrkoma mældist t.d. í Stykk- ishólmi þótt þar hefði orðið vart úr- komu það sem af var mánuðinum. Á Akureyri var úrkoman ekki orðin nema 2,8 mm það sem af var maí. Töluverð úrkoma var þar hins vegar í síðustu viku apríl og snjóaði tals- vert á Akureyri í fyrstu viku sumars. gudni@mbl.is Þriggja vikna þurrkatíma- bili í sumarbyrjun lokið  Lítil úrkoma var í höfuðborginni og á Vesturlandi Morgunblaðið/Styrmir Kári Skraufþurr sumarbyrjun Samkvæmt spánni átti að fara að rigna í nótt. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að heimilt hefði verið að taka fjár- nám í eignarhluta Gunnars Engil- bertssonar í fasteign við Lækjargötu í Reykjavík vegna verðtryggðs láns í Glitni banka sem tekið var árið 2007. Lánið var síðar tekið yfir af Íslands- banka. Verðtryggð lán ekki bönnuð Málið snerist einkum um lögmæti þess að miða greiðsluáætlun við 0% verðbólgu þegar lánið var tekið og lántökukostnað lántaka. Héraðs- dómur komst að þeirri niðurstöðu, eftir að fengið hafði verið ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum, að ekki hefði komið fram að vanræksla bankans á að veita lántaka fullnægj- andi greiðsluáætlun hefði haft slíkar afleiðingar fyrir hagsmuni hans að það gæti leitt til ógildis verðbóta- ákvæðis lánssamningsins. Þá hefði lántakanda ekki dulist að lánið hefði verið verðtryggt og bundið við vísi- tölu neysluverðs. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að verðtryggð lán væru ekki bönnuð samkvæmt lög- gjöf Evrópusambandsins en það væri dómstóla í hverju landi fyrir sig að meta hvort skilmálar lána væru sanngjarnir og samrýmdust lögum. davidmar@mbl.is Verðtryggingin var ekki ólögleg  Hæstiréttur sagði fjárnám heimilt Lögleg Hæstiréttur staðfesti úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.