Morgunblaðið - 14.05.2015, Side 8

Morgunblaðið - 14.05.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Flott í ferðalagið König spjaldtölvufesting USB hleðslutækiGenius HS-970BT Bluetooth heyrnartól Sweex gæðatöskur fyrir spjaldtölvur Hægt að festa aftan á höfuðpúða eða með sogskál á rúðu Styður m.a. snjallsíma og spjaldtölvur Þráðlaust yfir í snjalltæki með Bluetooth eða með snúru Þrjár stærðir: 7, 8 og 10 tommu Virkar einnig sem standur Verð 3.990 kr. Verð 2.190 kr.Verð 9.990 kr. Verð frá 1.490 kr. Sumir þingmenn virðast telja þaðsitt helsta verkefni að draga úr trú almennings á störfum Alþingis og hafa til þess hin ýmsu ráð. Eitt helsta vopnið í þessari baráttu hefur verið misnotkun á því sem kallað er fundarstjórn forseta en hefur í seinni tíð orðið málþófi og vit- leysisgangi að bráð.    Vigdís Hauks-dóttir lét taka saman upplýsingar um þann tíma sem þingmenn hefðu só- að í þennan dag- skrárlið og hún upp- lýsti í gær að meira en heill vinnudagur hefði farið í tilgangs- laust tal undir þessum lið á árinu.    Guðmundur Steingrímsson, for-maður Bjartrar framtíðar, sem hefur á stefnuskrá sinni að gera „störf Alþingis uppbyggilegri“ og vill „breyta stjórnmálunum“ auk þess að „vinna að friði“, gekkst við glæpnum og sagði þingmenn „nota þennan lið til að koma mótmælum á framfæri“.    Og hann bætti við: „Það þarf aðgera það þannig að eftir því sé tekið.“    Þingmenn stjórnarandstöðunnarfundu að því að Vigdís hefði upplýst um vaðalinn undir liðnum fundarstjórn forseta, en það var óheppilegt fyrir þá að formaður Bjartrar framtíðar skyldi upplýsa að þær tölur eiga fullan rétt á sér.    Stjórnarandstaðan hefur ákveðiðað tala þar til eftir er tekið og hún getur glaðst yfir því að nú eru líkur á að almenningur hafi tekið eftir þessari misnotkun þingskap- anna. Vigdís Hauksdóttir „Þannig að eftir því er tekið“ STAKSTEINAR Guðmundur Steingrímsson Veður víða um heim 13.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 alskýjað Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 9 léttskýjað Nuuk 0 snjóél Þórshöfn 6 heiðskírt Ósló 13 skýjað Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 8 skúrir Helsinki 7 skúrir Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 18 heiðskírt Dublin 12 léttskýjað Glasgow 12 skýjað London 18 heiðskírt París 21 skýjað Amsterdam 15 heiðskírt Hamborg 13 léttskýjað Berlín 17 heiðskírt Vín 22 léttskýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 32 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 25 heiðskírt Róm 23 heiðskírt Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 7 skúrir Montreal 12 léttskýjað New York 18 alskýjað Chicago 10 léttskýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:17 22:33 ÍSAFJÖRÐUR 3:57 23:02 SIGLUFJÖRÐUR 3:39 22:45 DJÚPIVOGUR 3:40 22:08 Á síðastliðnum árum og áratugum hafa orðið miklar breytingar á út- breiðslu ferskvatnslífvera á norður- hveli jarðar. Er áætlað að í náinni framtíð verði breytingarnar jafnvel mun hraðari og víðtækari en til þessa. Hér á landi hafa tegundir hörfað norðar og aðrar látið undan fyrir nýjum landnemum. Í þessu samhengi má nefna bleikju sem hefur hnignað, nýr landnemi í ferskvatni er flundra sem hefur tek- ið sér bólfestu í ám víða um land. Þá hefur borið á nýjum tegundum þör- unga og háplantna í ám og vötnum sem hafa breiðst út með miklum hraða. Vísindavika norðursins Þetta kemur fram á heimasíðu Veiðimálastofnunar þar sem greint er frá ráðstefnu um stöðu og framtíð vísindarannsókna á norðurslóðum. Ráðstefnan var haldin í tengslum við árlega Vísindaviku norðursins sem að þessu sinni var haldin í Toyama í Japan 23.–30. apríl sl. Hluti vísinda- vikunnar fór í að ræða áherslur og framtíðarskipulag norðurslóða- rannsókna. Veiðimálastofnun tók virkan þátt í að skipuleggja þessa ráðstefnu, m.a. með skipulagningu á sérstakri málstofu þar sem athygl- inni var beint að rannsóknum á ferskvatni á norðurslóðum. „Ef til vill höfum við ekki gefið því nægjanlegan gaum fram til þessa hve breytingar á lífríki áa og vatna, tjarna og lækja eru hraðar samfara hlýnun og hvaða áhrif þessar breyt- ingar munu hafa til framtíðar,“ seg- ir á veidi.is aij@mbl.is Tegundir víkja fyrir landnemum Morgunblaðið/Golli Við Fljótaá Bleikja hefur víða gefið eftir í ám og vötnum hér á landi. Undirritað hefur verið samkomu- lag milli Byggðastofnunar, Íslensks sjávarfangs ehf. SE ehf, Bergs ehf. og heimaútgerða á Þingeyri um nýtingu á 400 þorskígildis- tonnum af afla- marki Byggða- stofnunar auk mótframlags samningsaðila. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu til eins árs. Íslenskt sjávarfang skuldbindur sig til að vinna úr að minnsta kosti tvö þúsund þorskígildistonnum á ári í fiskvinnslu félagsins á Þing- eyri og veita a.m.k. 30 manns heils- ársvinnu. Fyrirtækið festi í vetur kaup á eignum Vísis hf. á Þingeyri og hefur þegar hafið vinnslu á staðnum. Vonir standa til að með þessu samkomulagi sé lagður grunnur að aukinni byggðafestu á Þingeyri og að stöðugleiki komist á eftir brott- hvarf Vísis hf. af staðnum, segir á vef Byggðastofnunar. Samkomulag um aflamark Byggðastofnunar er nú í gildi á eftirtöldum Níu stöðum: Bakka- firði, Breiðdalsvík, Djúpavogi, Drangsnesi, Hrísey, Raufarhöfn, Suðureyri, Tálknafirði og Þingeyri. aij@mbl.is Tryggja þrjátíu manns heilsárs- vinnu á Þingeyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.