Morgunblaðið - 14.05.2015, Page 11

Morgunblaðið - 14.05.2015, Page 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári Allt þetta fína frá Kína Nanna Hlíf og Elfa Lilja nota meðal annars kínverska prjóna til að slá taktinn í kennslunni. flugvellinum í Peking var tekið á móti okkur eins og við værum þjóðhöfð- ingjar og allt gert til að greiða götu okkar.“ Sviðsskjálfti í fyrstu Þau hjónin voru í góðu yfirlæti í Peking í þrjá daga áður en þau flugu til Kunming og síðan Shanghai þar sem námskeiðin voru haldin. „Ég varð fyrir hálfgerðu áfalli þegar ég kom inn í risastóran sal þar sem rúm- lega þrjú hundruð leikskóla- og grunnskólakennarar biðu eftir mér. Svo komu barnahópar til að ég gæti sýnt kennurunum hvernig hægt væri að virkja þá í tónlist og hreyfingu – gegnum túlk auðvitað, öðruvísi hefði þetta ekki verið hægt, þó svo ég byggði námskeiðin ekki á fyrir- lestrum,“ segir Nanna Hlíf, sem gekk ljómandi vel á námskeiðinu þrátt fyr- ir sviðsskjálfta í byrjun. Hjá Elfu Lilju var tilhögun nám- skeiðanna áþekk, nema þau voru haldin í Peking og Jinan sem er 200 km suður af Peking þar sem hún og eiginmaður hennar, Einar Sigurðs- son, dvöldu. Móttökunefndin var líka mætt á flugvöllinn. Eftir sex þétta námskeiðsdaga gátu þau hjónin farið í „topp tíu túristaprógrömmin“ eins og hún segir. „Námskeiðin voru í senn hörkupúl og mikil áskorun. Ég þurfti að nýta mér alla mína reynslu, sem er orðin þó nokkur eftir 20 ára kennslu,“ segir hún. Aðstæður voru enda ekki alveg eins og þær áttu að venjast á námskeiðunum hér heima, mikill hiti og óhentug teppi á gólfum þar sem 200 manna hópur klappaði og stappaði. „Svitinn bókstaflega bogaði af manni allan tímann og við höfðum ekki einu sinni tíma til að skipta um föt allan daginn,“segir Nanna Hlíf. Þrátt fyrir ytri aðstæður af þeim toga, einstaka óþekkan barnahóp og til að mynda tæknimann sem sífellt var að lækka í græjunum vegna ráð- stefnu í næsta sal við salinn þar sem Elfa Lilja hélt uppi fjörinu voru nám- skeiðin afar skemmtileg og lærdóms- rík að mati beggja. Elfa Lilja viðurkennir að hún hafi að sumu leyti upplifað sig eins og frumkvöðul að kynna nýstárlegan og spennandi möguleika fyrir skólafólk- inu. Þótt þeim hafi í fyrstu brugðið í brún að vera miðpunktur athygli alls þessa fólks bráði feimnin af þeim um leið og þær skrúfuðu upp í tónlistinni og fengu börn og kennara til að dansa og syngja. Tónlistin alltumlykjandi Þær hrifust af landi og þjóð og ekki síst iðandi borgarlífinu þar sem þeim kom á óvart hve tónlistin var alltumlykjandi og friðsældin víða mikil þrátt fyrir mannmergðina. „Fólk var alls staðar að syngja, leika á hljóðfæri, dansa, skokka, hjóla og jafnvel syngja saman í kór í görðum og úti á götum,“ segja þær. Hvorug kippti sér upp við þótt fólk vildi stilla sér upp með þeim og taka „selfies“ eða skellti litlum börn- um í fang þeirra í sama tilgangi. „Fólkið kom fram á svo kurteisan og alúðlegan hátt að okkur fannst ástæðulaust að malda í móinn,“ út- skýra þær. Aðspurðar segja þær að samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, standi fyrir Orff-námskeiðunum, en markmiðið sé að auðga tónlistarlíf í skólastarfinu. „Þrátt fyrir mikla gróska virðist sú leið ekki hafa verið farin í skólunum að tengja tónlist og hreyfingu með sama hætti og gert er samkvæmt Orff-nálguninni. Við fund- um fyrir gríðarlegum áhuga á að inn- leiða í auknum mæli samspil tónlistar og hreyfingar í kennsluna. Eiginlega gætum við bara lagt Kína að fótum okkar,“ segja þær bæði í gamni og al- vöru. „Miðað við fyrirspurnirnar sem við fengum,“ bæta þær við. Að „Orff-væða“ skólana í Kína er tæpast tveggja kvenna verk, en þær Elfa Lilja og Nanna Hlíf eru reiðu- búnar að leggja sitt af mörkum – aft- ur. Þeim fannst svo gaman í Kína.Þriðjungur hópsins Elfa Lilja ásamt þriðjungi hópsins á fyrra þriggja daga námskeiðinu í Peking. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.