Morgunblaðið - 14.05.2015, Side 12

Morgunblaðið - 14.05.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum Frábært úrval af útskriftar jakkafötum frá Bertoni og JAY-PI herraskór Oban Tanton Taddley Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ofmenntun á Íslandi er 19,3% sem er svipað og annars staðar á Norð- urlöndum. Fólk sem er ofmenntað í starfi virðist fá lægri laun, vera óánægðara í starfi og hafa skipt oft- ar um vinnu á síðustu fimm árum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í meistara- ritgerð Jasonar Más Bergsteins- sonar í mann- auðsstjórnun við Háskóla Íslands sem nefnist „Of- menntun á ís- lenskum vinnu- markaði: Sam- ræmi á milli menntunar og starfa háskóla- menntaðs fólks“. Þetta er í fyrsta skipti sem ofmenntun á íslenskum vinnumarkaði er rannsökuð. Jason bendir á að fræðimenn séu ekki allir sammála um skilgreiningu á ofmenntun en notast var við þá skilgreiningu að ofmenntun ráðist af því hvort viðkomandi hafi öðlast meiri menntun en krafist er af hon- um í núverandi starfi. Þegar heildarmyndin er skoðuð virðist offramboð á menntuðu starfsafli skýra ofmenntun að miklu leyti, segir Jason. Lögð var fyrir rannsókn sem byggð var á hentugleikaúrtaki 739 einstaklinga sem voru með háskóla- menntun og í launaðri vinnu á Ís- landi. Eftir hreinsun gagna voru þátttakendur 710, þar af 143 karlar og 562 konur. Þeir sem eru líklegastir til að vera ofmenntaðir eru þeir sem eru yngstir og ekki í sambúð. Eins eru þeir sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu líklegri til að vera ofmenntaðir en þeir sem búa utan þess. Eðli málsins samkvæmt ættu lík- ur starfsmanna á að vera ofmennt- aðir að aukast með meiri menntun en þó eru ýmsar vísbendingar um að starfsmenn með doktorspróf séu ólíklegri en aðrir háskólamenntaðir til að vera ofmenntaðir. Hugvísindafólk líklegra til að vera ofmenntað Fleiri konur en karlar útskrifast úr háskólanámi og í ljósi þess taldi Jason líklegt að greina mætti mun á ofmenntun milli kynjanna en sú var ekki raunin. Þeir sem hafa útskrifast af félagsvísinda- og hugvísindasviði eru líklegri til að vera ofmenntaðir en þátttakendur af öðrum vís- indasviðum. Tegund menntunar virðist einnig tengjast ofmenntun þar sem útskrifaðir úr raunvísinda- greinum eru ólíklegri til að vera of- menntaðir en útskrifaðir úr fyrr- greindum hópi. Á sama tíma hefur ásókn í raunvísindanám minnkað. „Þarna sést vel samskiptaleysi milli atvinnulífsins og skólakerf- isins. Það þarf að upplýsa fólk um hvernig staðan er í raun og veru, eins að benda fólki á að bóklegt nám er ekki endilega alltaf lausnin og er ekki fyrir alla. Það er áber- andi að margir sækja í sama námið og þá verður samkeppni um störfin og fólk fær ekki vinnu. Það þarf að dreifa þessu betur,“ segir Jason. Hann segir að þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti sem of- menntun á íslenskum vinnumarkaði hafi verið könnuð gefi þetta góða vísbendingu um stöðuna. Þá bendir hann á að þar sem um tengslarann- sókn sé að ræða spili margir þættir inn í. „Það væri frábært ef t.d. Hag- stofa Íslands myndi endurtaka þessa rannsókn og jafnvel hafa hana inni í árlegri vinnumarkaðs- rannsókn til að fá samanburð milli ára,“ segir hann og bætir við: „Fólk skynjar að það er ofmenntað og það vill ekki vera það því það getur ekki verið markmiðið með mennt- uninni.“ Ofmenntað fólk óánægðara í starfi  Ofmenntun á Íslandi svipuð og annars staðar á Norðurlöndum Morgunblaðið/Ómar Háskólamenntun Vísbendingar eru um að starfsmenn með doktorspróf séu ólíklegri en aðrir háskólamenntaðir til að vera ofmenntaðir. Jason Már Bergsteinsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við tökum undir með þeim sem lýst hafa áhyggjum sínum og erum að leggja okkur fram um að ná fullri fjár- mögnun þessa mikilvæga málaflokks,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um hallarekstur sveitarfélaga vegna auk- ins kostnaðar við rekstur málefna fatl- aðra. Fréttir hafa borist af auknum út- gjöldum sveitarfélaga vegna málefna fatlaðra. Á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði kom til dæmis fram að mála- flokkurinn væri kominn 30 milljónir fram úr áætlun hjá Ísafjarðarbæ og stefndi í 80 milljóna króna halla á árinu. Fleiri sveitarstjórnarmenn hafa látið í sér heyra á undanförnum miss- erum. Sveitarfélög vilja losna Þegar sveitarfélögin tóku við mála- flokknum af ríkinu 2011 var útsvar hækkað um 1,2% og tekjuskattur lækkaður samsvarandi. Síðar var bætt við 0,04%. Sveitarfélögin hafa kvartað undan því að ríkið hafi gert auknar kröfur, eftir að yfirfærslan var ákveðin, sem kallað hafi á út- gjöld umfram það sem gert var ráð fyrir. Í samning- unum er ákvæði um úttekt á fag- legum og fjárhags- legum þáttum yf- irfærslunnar. Sú vinna stendur yfir og takast fulltrúar ríkis og sveitarfé- laga á um efnið. Átti henni að ljúka fyr- ir lok apríl. Það tókst ekki en Halldór segir stefnt að því að ljúka verkinu fyr- ir lok maí. Enn er verið að safna saman og vinna úr fjárhagsupplýsingum sveitarfélaganna vegna ársins 2014. „Þegar niðurstaða liggur fyrir för- um við á fund fjármálaráðherra og rík- isstjórnar til að tryggja að málaflokk- urinn verði að fullu fjármagnaður,“ segir Halldór. Stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hefur gefið það út að ef ekki næst ásættanleg niður- staða verði að horfa til þess að skila málaflokknum aftur til ríkisins. Slíkar raddir hafa einnig heyrst frá ein- stökum sveitarfélögum en það gerist ekki nema með lagabreytingu. „Við vonum að til þess þurfi ekki að koma,“ segir Halldór. Verði að fullu fjármagnað Halldór Halldórsson  Úttekt á rekstri málefna fatlaðra dregst Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg hyggst verja 685 milljónum króna til stækkunar Gróf- arhúss – Borgarbókasafns með 1.465 fermetra viðbyggingu. Þær upplýsingar fengust hjá Reykjavíkurborg að áhersla væri lögð á að vinna verkið „samhliða og í samvinnu við framkvæmdir við Tryggvagötu 13 þannig að báðir að- ilar njóti þeirra samlegðaráhrifa sem slíkt færir með sér“. „Gert er ráð fyrir að ganga frá samstarfssamn- ingi um þá þætti og jafnvel bjóða verkið út sameiginlega ef það er talið fýsilegt,“ sagði í svari upplýsinga- fulltrúa borgarinnar um stöðu máls- ins. Útlitið ekki verið ákveðið Eins og fjallað var um í Morgun- blaðinu í gær eru framkvæmdir við sex hæða fjölbýlishús á Tryggvagötu 13 að hefjast og er mynd af húsinu sýnd hér til hliðar. Allt að 40 íbúðir verða í húsinu. Bruttóflatarmálið verður 4.906 fermetrar með kjallara. Drög að stækkun Grófarhúss – Borgarbókasafns eru hins vegar sýnd hér fyrir ofan og skal ítrekað að þetta er ekki endanlegt útlit. Stórt skarð hefur lengi verið í Tryggvagötu á þessum reit og mun viðbyggingin og Tryggvagata 13 fylla upp í það. Með því víkur bíla- stæði sem var á lóðinni. „Uppi hafa verið hugmyndir um samkeppni að útliti húsanna, þ.e. Tryggvagötu 13 og viðbyggingar við Borgarbóka- safnið í Grófarhúsi, en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin. Inn í þá mynd gæti þá komið nýtt útlit á Grófarhúsi,“ sagði í svarinu. Tölvuteikning/Arkþing/Birt með leyfi borgarinnar Tryggvagata 15 Hér eru drög að útliti viðbyggingar safnsins til vesturs. Borgarbókasafn stækkað í vestur  Borgin ver 685 milljónum til verksins Tölvuteikning/Helena Björnsdóttir Tryggvagata 13 Hér verða íbúðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.