Morgunblaðið - 14.05.2015, Side 15

Morgunblaðið - 14.05.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 VerðlaunahönnunfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Framúrskarandi tækni íOticonheyrnartækjumskilar þérbestumöguleguhljómgæðumíólíkumaðstæðum. NýjudesignRITEtækinerueinstakleganettoghafa hlotiðalþjóðleghönnunarverðlaun.Njóttuþessað heyraskýrtogáreynslulaustmeðheyrnartækisem hentarþínumpersónuleguþörfum. Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Fullkomin þráðlaus tækni Engir hnappar Auðvelt að handleika Vatnshelt Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuheyrnartækitilprufuívikutíma Sími5686880 Stórviðrin á liðnum vetri eru lík- legasta skýringin á auknum sand- burði við suðurströndina, að mati Sigurðar Sigurðarsonar, strand- verkfræðings hjá Vegagerðinni. „Það eru töluverðar sveiflur í veð- urfari og þær hafa áhrif á sand- burð, hvort sem það er sandburður með öldum eða vindi,“ sagði Sig- urður. Óvenjumikið áfok af sandi varð í vetur vestan við Óseyrarbrú og að Þorlákshöfn, í Vogsósum og í Vík í Mýrdal. Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag að menn hefðu velt því fyrir sér hvort þetta benti til þess að óvenjumikill sandur hefði verið á ferðinni í sjónum við suðurströndina. Sigurður sagði að við Þorláks- höfn fyki sandurinn úr fjörunni, aðallega í austlægum og suðaust- lægum áttum. Hvað varðar Vík í Mýrdal benti hann á að þar væri kominn sandfangari sem héldi í sandinn en tilgangurinn með því er að stöðva rof og það virkar vel á hluta af ströndinni. Hins vegar er þá meiri sandur sem getur fokið og því þarf að huga að uppgræðslu þar. Í vetur minnkaði dýpið á Grynnslunum, sandrifi utan við Hornafjarðarós, um tvo metra frá því í janúar og fram til 1. maí sl. „Við eigum eldri mælingar sem sýna svipað dýpi og nú er á Grynnslunum. Skipin eru orðin stærri og djúpristari en þau voru og það skapast vandræði þegar menn þurfa að komast en komast ekki,“ sagði Sigurður. Veðurfarið, sjólagið og sand- burðurinn ollu því einnig að ekki var hægt að opna Landeyjahöfn fyrr en töluvert seinna í vor en ár- in þar á undan. Dæla þurfti heldur meiri sandi af rifinu utan við Land- eyjahöfn þegar höfnin var opnuð en áður. Auk þess var mikill sand- ur í sjálfri höfninni. gudni@mbl.is Óvenjumikill sandburður var í vetur vestan við Óseyrarbrú, í Vogsósum og Vík í Mýrdal Morgunblaðið/RAX Sandfok Mikill sandur fauk úr fjörunni við Óseyrarbrú í vetur og yfir gróið land. Sandur er víða til vandræða. Meiri sandburður vegna stórviðra Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lögfræðingur í forsætisrásráðu- neytinu segir að við skráningu þjóð- lendna í fasteignaskrá sé notað verk- lag sem ákveðið var í samstarfi sveitarfélaga landsins. Það myndi taka áratugi og kosta hundruð millj- óna ef ganga ætti á landamerki þjóð- lendna til að hnitsetja þau með þeim hætti. Hægt hefur gengið að stofna þjóð- lendur formlega sem fasteignir og þinglýsa. Stíflur hafa myndast í kerf- inu af ýmsum ástæðum. Skarphéð- inn S. Þórhallsson, landfræðingur hjá Mannviti á Egilsstöðum, gagn- rýnir kortin sem notuð eru til að af- marka þjóðlendurnar og hefur hvatt sveitarfélög til að biðja um betri gögn. Segir ekki miklu skeika Sigurður Örn Guðleifsson, lög- fræðingur í forsætisráðuneytinu og formaður samstarfsnefndar um mál- efni þjóðlendna, tekur fram að úr- skurðir óbyggðarnefndar og dómar Hæstaréttar gildi alltaf við úrvinnslu málanna. Til stuðnings þeim séu gerð yfirlitskort þar sem landamerk- in eru hnitsett eftir örnefnunum í kortagrunni Landmælinga. Ávallt sé tekið fram að viss ónákvæmni geti verið og það sé textinn sem gildi. Hann segir að þar sem gengið hafi verið á landamerkin, eins og til dæm- is í Fljótsdalshreppi, hafi ekki skeik- að miklu á þessum aðferðum. Sig- urður telur ekki raunhæft að ganga á merki allra þjóðlendna, það tæki áratugi og kostaði hundruð milljóna. Samkvæmt starfsreglum ráðu- neytisins gengur stofnun þjóðlendna þannig fyrir sig að sveitarstjórnir þurfa fyrst að samþykkja beiðni for- sætisráðuneytisins um stofnun þjóð- lendu. Í framhaldinu á skipulags- og byggingarfulltrúi að skrá eignina í landsskrá fasteigna hjá þjóðskrá. Þjóðskrá sendir umsóknina til sýslu- manns sem þinglýsir úrskurði óbyggðanefndar eða dómi Hæsta- réttar. Gögn hafa ekki borist Aðeins 17 þjóðlendur hafa farið alla leið, tæplega áttatíu eru þá í bið hjá sveitarfélögum, þjóðskrá eða sýslumönnum. Sigurður segist ekki hafa skýringar á biðinni í öllum til- vikum en vekur athygli á því að margir komi að málinu. Ferlið sé eins og keðja sem þurfi að hanga vel saman. Sjö þjóðlendur á svæði embættis sýslumannsins á Austurlandi eru í bið í vinnugrunni Landsskrár fast- eigna. Lárus Bjarnason sýslumaður vekur athygli á því að samkvæmt lögum skuli Óbyggðanefnd hafa frumkvæði að því að þinglýsa úr- skurðum sem fela í sér eignarheim- ildir. Samkvæmt upplýsingum hans hafi ekki borist til þinglýsingar gögn varðandi þær þjóðlendur sem eru í biðskrá. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kerlingarfjöll Ókláruð þjóðlendumál geta hamlað uppbyggingu. Texti úrskurða og dóma gildir  Of tímafrekt að hnitsetja þjóðlendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.