Morgunblaðið - 14.05.2015, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015
Litadýrð Ævintýri líkast er að koma inn í listagalleríið Skúmaskot í bak-
húsi við Laugaveg, sem 10 konur reka saman, hönnuðir og listakonur.
Eggert
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti ársreikning borgarinnar
fyrir árið 2014 við síðari umræðu á
fundi sínum 12. maí. Reikningur-
inn sýnir mikið tap á A-hluta
Reykjavíkurborgar þrátt fyrir að
rekstrartekjur A-hluta vaxi um 2,3
milljarða króna milli 2013 og 2014.
Útgjaldaaukning er 9,3 milljarðar
á milli sömu ára þannig að tap að-
alsjóðs er 7,1 milljarður króna og
er bætt upp með jákvæðri afkomu
Eignasjóðs og Bílastæðasjóðs
þannig að niðurstaðan verður 2,8
milljarðar króna í tap. Borgin tap-
aði því tæpum átta milljónum
króna hvern dag ársins 2014 eða
sem nemur andvirði tveggja góðra
fólksbíla daglega.
Fjármálaskrifstofan varar við
Í skýrslu Fjármálaskrifstofu
borgarinnar segir um þennan tap-
rekstur að mikilvægt sé að bregð-
ast við þessum aðstæðum. Þar
segir einnig um veltufé frá rekstri
sem er einungis 5% að lágmarkið
vegna skuldastöðu A-hluta borgar-
innar sé 9%. Í ljósi þess hversu
mikils hlutleysis er almennt gætt í
orðavali Fjármálaskrifstofu verður
að líta svo á að þarna sé um þung
viðvörunarorð til meirihlutans að
ræða. Á mælaborði vinstrimeiri-
hlutans í Reykjavík loga því öll
viðvörunarljós en áhyggjurnar af
því eru ekki meiri en svo að þessi
meirihluti afgreiddi fjárhags-
áætlun ársins 2015 með 5 milljarða
kr. halla á aðalsjóði borgarinnar.
Vinstri taprekstur en
hægri jákvæð afkoma
Þegar rekstur A-hluta er skoð-
aður frá 2002 til 2014 á meðfylgj-
andi mynd má sjá að í tíð vinstri
meirihluta 2002-2006 er taprekstur
öll árin. Árin 2007-2010 er Sjálf-
stæðisflokkurinn í meirihluta og
þá er jákvæð afkoma öll árin.
Vinstri meirihluti tekur svo við
vorið 2010 og eftir það er aftur
taprekstur á A-hluta að frátöldu
árinu 2013 sem verður að segjast
að sé undantekningin sem sannar
þá reglu að í tíð vinstri meirihluta
við stjórn Reykjavíkurborgar er
taprekstur á A-hluta. Skýringin á
jákvæðri afkomu 2013 er reyndar
einföld. Gjaldfærsla lífeyr-
isskuldbindinga er allt í einu 159
milljónir kr. það ár þrátt fyrir að
yfirleitt sé gjaldfærslan 2-3 millj-
arðar á ári.
Útsvarið í hæstu hæðum
Þannig er rekstur Reykjavík-
urborgar þrátt fyrir að útsvari sé
haldið í hæstu löglegu hæðum sem
þýðir ein auka vika fyrir borg-
arbúa í vinnu miðað við sveitarfé-
lag sem er með lágmarksútsvar.
Borgarstjórn samþykkti að vísa
tillögu okkar borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins til borgarráðs. Til-
lagan gengur út á að nú þegar
verði hafin rekstrarhagræðing A-
hluta borgarinnar með það að
markmiði að rekstur verði í jafn-
vægi þannig að skatttekjur dugi
fyrir rekstrarútgjöldum. Í fram-
haldi af hagræðingaraðgerðum
verði hafist handa við að lækka út-
svar í áföngum. Fyrsti áfangi verði
0,25% lækkun útsvars. Lang-
stærsta sveitarfélag landsins á
ekki að þurfa að vera með útsvarið
í hæsta leyfilega hámarki en þann-
ig verður það ef rekstrarhagræð-
ing næst ekki.
Eftir Halldór
Halldórsson
» Borgin tapaði því
tæpum átta millj-
ónum króna hvern dag
ársins 2014 eða sem
nemur andvirði tveggja
góðra fólksbíla daglega.
Halldór Halldórsson
Höfundur er oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Viðvörunarljósin loga hjá
vinstri meirihlutanum í borginni
Rekstrarafkoma A-hluta
2500
1500
500
0
-500
-1.500
-2.500
-3.500
20
02
20
06
20
10
20
04
20
08
20
12
20
03
20
07
20
11
20
05
20
09
20
13
20
14
Það á ekki af Evr-
ópusambandinu að
ganga. Á sama tíma
og haldinn er hver
neyðarfundurinn af
öðrum um stöðu
Grikklands er allt í
uppnámi vegna að-
streymis fólks sem
smyglað er á yfirfull-
um bátkænum norður
yfir Miðjarðarhaf og
margir farast á leið-
inni. Til aprílloka í ár komust
þannig um 40 þúsund manns yfir
hafið, meirihluti þeirra til Ítalíu,
en þúsundir týndust á leiðinni,
stærsti hópurinn þegar yfirfullur
bátur með allt að 900 manns fórst
hinn 19. apríl sl. Í kjölfarið var
kallaður saman neyðarfundur for-
ystumanna ESB sem sendi frá sér
áætlun um viðbrögð í 10 liðum.
Fela þeir meðal annars í sér aukn-
ar fjárveitingar til landamæraeft-
irlits ESB, aðgerðir gegn smygl-
urum og fleytum þeirra, jafnvel
með því að beita hervaldi, mót-
tökubúðir Afríkumegin fyrir
flóttafólk og síðast en ekki síst að
aðildarríkjum ESB verði gert að
taka við flóttamönnum eftir nánar
útfærðu kerfi. Hugmyndir þessar
hafa fengið misjafnar undirtektir
og mikil óvissa ríkir um afdrif
þeirra.
Rætur vandans
margþættar
Flóttamanna-
straumur frá Afríku
og Austurlöndum nær
til ESB-ríkja er ekki
nýr af nálinni, en leið-
irnar hafa verið
breytilegar í tímans
rás. Styrjaldir og vax-
andi pólitísk óöld í
þessum heimshlutum
frá síðustu aldamót-
um á þar drjúgan
þátt og Bandaríkin og
stuðningsríki þeirra innan Evr-
ópusambandsins og NATO bera
þar ríka ábyrgð. Þáttur Írakstr-
íðsins og átakanna í Afganistan er
ósmár og síðan hafa bæst við
borgarastyrjöldin í Sýrlandi og
herförin gegn Gaddafi í Líbíu þar
sem síðan ríkir stjórnleysi. Ein-
ræðisstjórn Sádi-Arabíu sem
Bandaríkin styðja staðfastlega
hefur lengi neitað að veita viðtöku
flóttamönnum frá grannríkjunum
og lætur nú sprengjum rigna yfir
Jemen. Drjúgur hluti flóttafólks-
ins sem leitar til Evrópu er þol-
endur grimmilegra stríðsátaka, en
aðrir eru fátæklingar í leit að
skárra lífi og lífsbjörg fyrir sig og
sína. Misréttið og mismunurinn á
lífskjörum blasir nú við fólki óháð
búsetu langtum skýrar en áður, og
þeim fjölgar stöðugt sem láta ekki
lífsháska aftra sér frá að freista
gæfunnar. Fólksfjölgun er nú
hvergi meiri en í Afríku sunnan
Sahara, þar sem íbúafjöldi mun
tvöfaldast á næstu 30 árum.
Reglukerfi ESB í uppnámi
Fjórfrelsið svonefnda er kjarn-
inn í regluverki Evrópusambands-
ins, þar á meðal um frjálsa för
fólks á sambandssvæðinu. Um
þann þátt gildir svonefnt Schen-
gen-samstarf sem síðan 1999 hef-
ur lotið stofnanavaldi ESB. Utan
við það standa þrjú ESB-ríki,
Bretland, Írland og Króatía. Ís-
land og Noregur gerðust 2001 að-
ilar að Schengen-fyrirkomulaginu,
en sem valdalausir fylgihnettir.
Var látið svo heita að með því
væru menn að bjarga norræna
vegabréfasambandinu frá 1954.
Innan Schengen-svæðisins er ekki
vegabréfaeftirlit á landamærum
ríkja, en það skal vera þeim mun
strangara á ytri landamærum
ESB. Hefur ytra landamæraeft-
irlitinu verið líkt við múr eða virk-
isvegg, á þýsku kallað „Festung
Europa“. Vegabréfaeftirlit fer
fram við fyrstu innkomu á svæðið
og ber viðkomandi ríki ábyrgð á
að hleypa aðeins inn þeim sem
hafa gild skilríki. Sé um að ræða
flóttamenn sem sætt hafa ofsókn-
um fer um mál þeirra samkvæmt
ákvæðum svonefnds Dyflinnar-
samnings. Ber m.a. við innkomu
að taka fingraför af viðkomandi
(Eurodac-kerfið) og sé dvalar-
heimild veitt gildir hún aðeins fyr-
ir viðkomandi land sem ber
ábyrgð á henni, en felur ekki í sér
frjálsa för innan Schengen-
svæðisins. Um stöðu flóttamanna
og hælisleitenda gilda annars al-
þjóðasamningar, en kvartað er
undan breytilegri málsmeðferð
milli ESB-landa.
Mismunandi álag
á aðildarríkin
Augljóst er að álag vegna
flóttamanna inn á ESB-svæðið er
afar misjafnt og þar skera Mið-
jarðarhafsríkin sig úr með þung-
um straumi aðkomufólks og til-
heyrandi skriffinnsku, en einnig
vegna björgunar flóttamanna. Síð-
ustu árin hefur þetta mætt mest á
Grikkjum og Ítölum, t.d. báru
þeir síðarnefndu einir mikinn
kostnað af björgun „bátafólksins“
í nafni Mare Nostrum, áður en
ESB hljóp í skarðið á síðasta ári,
en skar um leið rækilega niður
fjárveitingar í þessu skyni. Var
það rökstutt með því að eftir því
sem spyrðist um vaxandi fjölda
þeirra sem færist á leið yfir hafið
myndi ásóknin minnka! – Álagið á
ítölsk stjórnvöld er hins vegar tal-
ið hafa leitt til undanbragða af
þeirra hálfu við eftirlit og úr-
vinnslu dvalarleyfa, m.a. verið
horft fram hjá kröfunni um
fingraför, og viðkomandi þannig
átt greiðari leið norður á bóginn.
Ljóst er að sá stóri hópur fólks úr
suðri, sem er fyrst og fremst að
leita skárri lífskjara, fellur ekki
undir skilgreininguna flóttamenn
og á samkvæmt reglunum að vísa
þeim til baka.
Ísland endurmeti
Schengen-aðild
Ekki voru nein sannfærandi rök
á sínum tíma fyrir aðild Íslands
að Schengen-kerfinu. Þeirri
blekkingu var beitt að með slíkri
aðild þyrftu menn ekki að hafa
meðferðis vegabréf í ferðum til
meginlands Evrópu. Aðstæður
Norðmanna voru aðrar, m.a.
vegna langra landamæra að Sví-
þjóð, en nú eru uppi kröfur í Nor-
egi um að segja sig frá Schengen.
Komi til breytinga á Schengen-
samstarfinu og Dyflinnarregl-
unum, eins og rætt er um, er eðli-
legt að Ísland meti stöðu sína upp
á nýtt.
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Ljóst er að sá stóri
hópur fólks úr suðri,
sem er fyrst og fremst
að leita skárri lífskjara,
fellur ekki undir skil-
greininguna flótta-
menn.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Innflytjendastefna ESB
og Schengen-kerfið í uppnámi