Morgunblaðið - 14.05.2015, Page 26

Morgunblaðið - 14.05.2015, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Ámundi Ámundason rekur útgáfufélagið Fótspor ásamt syni sín-um Ámunda Steinari. Þeir eru með tólf blöð á sínum snærum,m.a. Reykjavík vikublað og Akureyri vikublað. „Ég hafði ver- ið á Fréttablaðinu í sex og hálft ár þegar ég stofnaði Fótspor 2008 en hélt ekki að Ísland myndi hrynja þótt ég hætti á 365. Ég sit einnig heima við og skrifa ævisögu mína sem á að heita Í námunda við Ámunda. Svo hefur lengi verið draumur minn að vinna á auglýs- ingadeild Morgunblaðsins og ætla að sækja um starf þar í janúar 2016.“ Ámundi hefur komið víða við, byrjaði níu ára að gamall að vinna hjá Pétri Péturssyni útvarpsþul en hann rak fjórar sjoppur á sínum tíma. Ámundi var síðan fyrsti umboðsmaðurinn hér á landi sem hafði ein- göngu starfa af því. „Ég var að halda böll fyrir Hljóma þegar ég var á sjónum en þegar ég sá að ég græddi meira á landlegunni en sjó- mennskunni þá sneri ég mér alfarið að umboðsmennskunni. Ég fór með Hljóma í fræga hringferð um landið þar sem þeir spiluðu á hverju einasta kvöldi 105 daga í röð og héldum ball í KEA þar sem var uppselt þrettán daga í röð.“ Síðar var Ámundi framkvæmda- og kosn- ingastjóri Alþýðuflokksins og framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins. „Ég ætla að hafa það huggulegt í dag með börnum og barnabörnum og fara út að borða á einhverjum rándýrum veitingastað. Vinir mínir buðust til að sjá um að halda upp á afmælið en ég vildi það ekki. Þeir sem vilja halda upp á það geta farið í Blóðbankann og gefið blóð. Ég er samt mjög stoltur af að hafa náð þessum aldri og lít á þetta sem „stórustu“ stundina í mínu lífi og fæ núna góðan afslátt í strætó og sundlaugarnar.“ Ámundi Ámundason er sjötugur í dag Fyrir fáeinum árum „Þarna er ég bráðmyndarlegur og langstærsti umboðsmaður landsins. Þetta voru gullaldartímar.“ Markað spor í mannlífinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Akranes Áróra Líf Guðmunds- dóttir fæddist 14. maí 2014 kl. 13.40. Hún vó 2.905 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðmundur Antonsson og Ástrós S. Jóhannesdóttir. Nýr borgari K Kristján Pétur Þórðar- son fæddist á Innri- Múla á Barðaströnd 14.5. 1925 og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykjanesi við Djúp 1948-49. Eftir að Kristján kvæntist konu sinni reistu þau hjónin nýbýlið Breiðalæk á Barðaströnd 1955 þar sem þau hafa stundað búskap síðan. Auk þess stundaði Kristján útgerð á trillu, ásamt sonum sínum og son- arbörnum, allt fram til 2009. Kristján stofnaði, ásamt fleirum, fyrsta unglingaskólann í Barða- strandarhreppi og sá um rekstur hans, var formaður Ungmennafélags Barðstrendinga 1948-68, formaður skólanefndar Barðastrandarskóla- hverfis 1962-78, sat í stjórn Rækt- unarsambands Vestur-Barðstrend- Kristján Þórðarson, fyrrv. bóndi og oddviti á Breiðalæk – 90 ára Heima á Breiðalæk Kristján og Valgerður með börnunum, f.v. Snæbirni, Finnboga, Gísla, Þórhildi, Steinunni og Erlu. Aldinn eldhugi í sínum innansveitarmálefnum Bæjarhúsin Á Breiðalæk eru einstaklega formfögur og vel hönnuð hús, teiknuð af Teiknistofu landbúnaðarins á sínum tíma. Hagakirkja í baksýn. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. frá TORMEK Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is ▲ Tormek T-4 er uppfærsla á T-3 og er nú kominn með málmhaus sem eykur nákvæmni um 300% Fylgihlutir sjást á mynd. Verð: 63.950 ▼ Tormek T-7 er hannaður fyrir látlausa notkun og mikil afköst. Fylgihlutir sjást á mynd. Verð: 113.500 Nýtt Opið virka daga frá 9-18 lau frá 10-16 Allar stýringar fyrirliggjandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.