Morgunblaðið - 14.05.2015, Síða 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015
inga 1962-79, var einn stofnenda og
formaður stjórnar undirbúnings-
nefndar Mjólkursamlags Vestur-
Barðstrendinga og sat í stjórn þess
um árabil, var formaður bygging-
arnefndar Félagsheimilisins Birki-
mels og fyrsti formaður húsnefndar,
var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn á
Vestfjörðum, sat í sýslunefnd Vest-
ur-Barðastrandarsýslu 1966-70, í
hreppsnefnd Barðastrandarhrepps
1970-82 og jafnframt oddviti, var
fulltrúi á þingi Sambands íslenskra
sveitarfélaga 1970-82, fulltrúi á
Fjórðungsþingi Vestfjarða og á aðal-
fundum Orkubús Vestfjarða, sat í
stjórn Eyrasparisjóðs á Patreksfirði
í nokkur ár frá 1996, var einn stofn-
enda Kaupfélags Barðastrandar og
formaður þess, einn af stofnendum
Saumastofunnar Strandar ehf., og
var umsjónarmaður hennar 1977-
2005 og var varamaður í stjórn
Landnáms ríkisins og í Sauðfjár-
sjúkdómanefnd 1981-90.
Kristján hefur sent frá sér tvær
bækur: Sú kemur tíð, endurminn-
ingar, útg. 2005, og Vegir og vegleys-
ur, útg. 2006.
Fjölskylda
Kristján kvæntist 23.10. 1954 Val-
gerði Kristjánsdóttur, f. 5.11. 1932,
húsfreyju. Hún er dóttir Kristjáns
Finnbogasonar, sem var bóndi á
Litlabæ í Ögurhreppi við Djúp, og
Guðbjargar Jensdóttur húsfreyju.
Börn Kristjáns og Valgerðar eru
Snæbjörn, f. 29.8 1954, rafiðnfræð-
ingur í Reykjavík, kvæntur Sig-
urlaugu Sigurðardóttur skrifstofu-
manni en þau eiga tvö börn og fjögur
barnabörn; Finnbogi Sævar, f. 21.6.
1956, bóndi og búfræðingur á
Breiðalæk, kvæntur Ólöfu Páls-
dóttur bónda, frá Hamri á Barða-
strönd, en þau eiga fjögur börn og
sex barnabörn; Gísli, f. 16.9. 1957,
cand. mag. í sagnfræði og blaðamað-
ur í Osló, kvæntur Anne Ånstad
fréttastjóra og eiga þau tvö börn;
Þórhildur Guðbjörg, f. 27.4. 1964, rá-
gjafarþroskaþjálfi á Höfn í Horna-
firði, gift Sigurði Mar Halldórssyni,
ljósmyndara og framhaldsskóla-
kennara, en þau eiga tvær dætur; dr.
Steinunn Jóna, f. 13.10. 1965, pró-
fessor í fornleifafræði við Háskóla
Íslands og Þjóðminjasafn en hún á
tvö börn; Erla Bryndís, f. 16.4. 1968,
landslagsarkitekt á Ísafirði og eig-
andi teiknistofunnar Eikar, gift Jóni
Gíslasyni trésmíðameistara en þau
eiga tvö börn.
Systkini Kristjáns: Björg Þórðar-
dóttir, f. 10.10. 1916, d. 15.6. 1998,
bóndi í Tungumúla á Barðaströnd;
Ólafur Kristinn Þórðarson, f. 21.8.
1918, d. 14.6. 2010, kennari í Reykja-
vík; Jóhanna Þórðardóttir, f. 4.1.
1920, d. 9.9. 2011, húsfreyja á Pat-
reksfirði; Júlíus Óskar Þórðarson, f.
29.4. 1921, d. 11.4. 2010, bóndi á
Skorrastað í Norðfirði; Björgvin
Þórðarson, f. 9.9. 1922, d. 17.4. 1997,
leigubílstjóri og sjómaður í Hafn-
arfirði; Karl Þórðarson, f. 16.10.
1923, d. 17.12. 1991, verkamaður og
sjómaður í Reykjavík; Steinþór
Þórðarson, f. 13.7. 1924, d. 7.4. 1995,
bóndi í Skuggahlíð í Norðfirði;
Sveinn Jóhann Þórðarson, f. 13.12.
1927, fyrrv. kaupmaður og bóndi á
Innri-Múla á Barðaströnd.
Foreldrar Kristjáns voru Þórður
Ólafsson, f. 24.8. 1887, d. 10.4. 1984,
bóndi á Innri-Múla, og k.h., Steinunn
Björg Júlíusardóttir, f. 20.3. 1895, d.
13.2. 1984, húsfreyja á Innri-Múla.
Úr frændgarði Kristjáns Þórðarsonar
Kristján
Þórðarson
Valgerður Jónsdóttir
húsfr. á Efra-Vaðli
Jón Einarsson
b. á Efra-Vaðli á Barðastönd
Jóna Jóhanna Jónsdóttir
húsfr. á Hlíðarfæti
Júlíus Ólafsson
b. á Hlíðarfæti á Barðastönd
Steinunn Björg Júlíusardóttir
húsfr. á Innri-Múla
Guðrún Bjarnadóttir
húsfr. í Haga
Ólafur Bjarnason
b. á Ytri-Múla og Skriðnafelli á Barðastönd
Guðrún Einarsdóttir
húsfr. í Hrísnesi
Ólafur Helgason
b. í Hrísnesi á Barðastönd
Kristín Ólafsdóttir
húsfr. í Miðhlíð
Ólafur Sveinsson
b. í Miðhlíð á Barðaströnd
Þórður Ólafsson
b. á Innri-Múla á Barðaströnd
Jóhanna Oddgeirsdóttir
húsfr. á Innri-Múla og
Neðra-Vaðli
Sveinn Ólafsson
b. á Innri-Múla og Neðra-Vaðli á Barðastönd
Afmælisbarnið Nýleg mynd af
Kristjáni, tilbúnum á mannamót.
Bjarki fæddist á Dalvík 15.5.1923 og ólst þar upp. For-eldrar hans voru Elías Hall-
dórsson, vélsmiður, trésmíðameist-
ari og úr- og gullsmiður á Dalvík, og
k.h., Friðrika Jónsdóttir húsfreyja.
Bróðir Elíasar var Jón Lyngstað
Halldórsson, skipstjóri á Dalvík, fað-
ir Ottós menntaskólakennara. Hálf-
bróðir Elíasar var Ingimar Óskars-
son náttúrufræðingur, faðir Óskars
þýðanda og Magnúsar hljómlistar-
manns.
Móðursystkini Bjarka voru Zóph-
anías, bóndi á Hóli í Svarfaðardal,
Kristín, húsfreyja á Akureyri, og
Björn, bóndi á Ölduhrygg í Svarf-
aðardal.
Eftirlifandi eiginkona Bjarka er
Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir
kennari og eignuðust þau eina dótt-
ur en með fyrri konu sinni eignaðist
hann þrjú börn.
Bjarki lauk unglingaprófi frá
Unglingaskóla Svarfdæla 1940, vél-
skólaprófi frá Akureyri 1943, stýri-
mannsprófi frá Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík 1949, prófi frá
Lögregluskólanum 1954 og stundaði
lögreglufræðinám við Michigan
State University 1959, við Univers-
ity of Louisville 1960 og var við lög-
reglustarfsþjálfun hjá Scotland
Yard í London 1961 og 1962.
Bjarki var sjómaður á fiskiskipum
til 1953 og stýrimaður og skipstjóri á
síldarskipum til 1976 í sumarleyfum.
Bjarki hóf störf hjá lögreglunni í
Reykjavík 1953 og starfaði þar til
1988. Hann var aðalvarðstjóri 1962-
66, yfirlögregluþjónn almennrar lög-
gæslu 1966-88 og skólastjóri Lög-
regluskóla ríkisins 1988-93.
Bjarki var formaður Bygginga-
samvinnufélags lögreglumanna í
Reykjavík, ritstjóri Lögreglublaðs-
ins, formaður Lögreglukórsins, sat í
stjórn SÁÁ, sat í framkvæmdastjórn
og var varaformaður Verndar í ald-
arfjórðung.
Bjarki hafði einstakt lag á æstum
mótmælendum og fólki á skemmti-
samkomum, oft í annarlegu ástandi,
enda stilltur maður og yfirvegaður
og einstakt ljúfmenni.
Bjarki lést 21.1. 2013.
Merkir Íslendingar
Bjarki
Elíasson
95 ára
Auður Sólmundsdóttir
90 ára
Garðar Sveinbjörnsson
85 ára
Anna Pálína
Magnúsdóttir
Jóhanna Guðjónsdóttir
Ármann
Kristín Guðjónsdóttir
Sigríður Árnadóttir
Sólveig Pálsdóttir
80 ára
Fjóla Gunnarsdóttir
Jón Guðmundsson
Kristín Jónsdóttir
Sólveig Sigfúsdóttir
Steinar Jónasson
75 ára
Baldur Ólafsson
Guðbjörg R. Jónsdóttir
Snjólaug Benediktsdóttir
Steingerður Halldórsdóttir
70 ára
Benedikt Þórðarson
Borgar Ólafsson
Dóra S. Juliussen
Guðmundur
Benediktsson
Kristín H. Pálsdóttir
Magnús B. Ásgeirsson
60 ára
Edda Sjöfn Smáradóttir
Erla Skarphéðinsdóttir
Eyjólfur Rósmundsson
Guðmundur Eiríksson
Guðmundur Gísli Egilsson
Helga Björk Magnúsd.
Grétudóttir
Hjörtur Bergþór
Hjartarson
Ingibjörg Jóna
Baldursdóttir
Óskar Fannberg
Jóhannsson
Regína Eiríksdóttir
Reynaldo Cabana
Rosario
Svala Gunnarsdóttir
Tómas Björn Ólafsson
Unnur Snorradóttir
Þórir Baldursson
50 ára
Ágústa Haraldsdóttir
Björn Drengsson
Jolanta Krawczyk
Lovísa Þórðardóttir
Sigurbjörg Erna Jónsdóttir
40 ára
Auður Daníelsdóttir
Einar Örn Einarsson
Emsale Morina
Júlíus Þór Gunnarsson
Kiril Nikolov Chakarov
Leiknir Fannar
Thoroddsen
Linda Guðríður
Sigurjónsdóttir
Lísa Hue Nguyen
Ninja Ómarsdóttir
Sigríður Halldóra
Gunnarsdóttir
Sindri Svavarsson
Skúli Örn Sigurðsson
Svavar Þór Einarsson
Unnar Þór Reynisson
30 ára
Andri Þorláksson
Birna Margrét
Halldórsdóttir
Björgvin Guðmundsson
Björk Guðmundsdóttir
Einar Hreinsson
Elín Heiða Ólafsdóttir
Járnbrá Ólafsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Ösp ólst upp á
Tjörn í Svarfaðardal, lauk
BA-prófi í tónsköpum í
London, sinnir þar tónlist
og verður með sína fyrstu
sólótónleika á Rósenberg
á afmælisdaginn kl. 21.
Systkini: Örn Eldjárn, f.
1983, tónskáld, og Björk,
f. 1990, textílhönnuður og
þjóðfræðinemi.
Foreldrar: Kristján Eld-
járn Hjartarson, f. 1956,
og Kristjana Arngríms-
dóttir, f. 1961.
Ösp Eldjárn
Kristjánsdóttir
30 ára Daði ólst upp á
Selfossi, býr þar, lauk
prófum í kerfisfræði frá
HR og er kerfisfræðingur
hjá TRS á Selfossi.
Maki: Margrét Anna Guð-
mundsdóttir, f. 1987, í
MA-námi í félagsráðgjöf
við HÍ.
Börn: Mikael Þór Daða-
son, f. 2009, og Eva Katr-
ín Daðadóttir, f. 2013.
Foreldrar: Sigurður Jóns-
son, f. 1948, og Esther
Óskarsdóttir, f. 1949.
Daði Már
Sigurðsson
30 ára Óðinn Daniel ólst
upp í Kaupmannahöfn,
býr í Reykjavík, stundaði
nám í dönsku og íslensku
við FB og hefur starfað
við tölvur hjá Kísildölum.
Dóttir: Helena Marý, f.
2012.
Bróðir: Oliver Skov, f.
1998, grunnskólanemi.
Foreldrar: Sussi Skov, f.
1964, húsfreyja, og Kim
Ravn, f. 1959, starfs-
maður við Kastrupflugvöll
í Kaupmannahöfn.
Óðinn Daniel
Skov Holm
Fæst hjá Jóni & Óskari.
Laugavegi 61 // Kringlunni // Smáralind.
Tel.+354 552 4910 // www.jonogoskar.is.
Norðurljós
Nýjasta hönnun úr Icecold silfurlínunni
er innblásin af hinum töfrandi Norðurljósum.
Tilvalin gjöf til vina og vandamanna erlendis.
Northern lights
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
14
39
8
9
Men frá 16.900
Lokkar 15.900 kr.