Morgunblaðið - 14.05.2015, Síða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015
Furðuveröld Lísu: Ævintýraheimur óperunn-
ar nefnist sýning sem opnuð verður í dag kl.
13 í Listasafni Einars Jónssonar. Furðuver-
öldin er verkefni í vinnslu, unnið í samstarfi
við Myndlistaskólann í Reykjavík og Landa-
kotsskóla og innblásið af nýrri óperu eftir
John A. Speight, tónskáld og Böðvar Guð-
mundsson, rithöfund sem nefnist Furðuver-
öld Lísu: Ævintýraópera. Markmið verkefn-
isins er að skapa eins konar verkefnasmiðju
þar sem ungir nemendur vinna með eigið
ímyndunarafl og sköpunarkraft í tengslum
við persónur sögunnar og texta Böðvars.
Nemendur þróa gjörningasýningu og lista-
smiðju í höggmyndagarði og Listasafni Ein-
ars Jónssonar.
Ljósmynd/Rafael Pinho
Furðuveröld Lísu
Kristín Helga Káradóttir opnar í dag kl. 18
sýninguna Vorverk / Spring Task í sýningar-
sal Nýlistasafnsins við Völvufell í Breiðholti
og er hún sú síðasta í sýningaröðinni Hring-
himinn. „Með draumkenndum raunsæistón
fagnar listakonan komu vorsins með tilheyr-
andi togstreitu við hið innra og hið ytra.
Veturinn hefur losað tök sín og umbreyting
árstíðanna birtist í hráum sýningarsal í
manngerðu umhverfi fjarri náttúrunni. Jarð-
veg sýningarinnar skapaði listakonan út frá
samfélaginu í kringum Nýlistasafnið í Fella-
hverfi en jafnframt út frá veruleika lista-
mannsins, einyrkjans í sýningarsalnum,“ seg-
ir m.a. um sýninguna á vef Listhátíðar í
Reykjavík.
Ljósmynd/Kristín Káradóttir
Vorverk í Nýlistasafninu
Sýningin Frenjur og fórnarlömb verður opn-
uð í dag kl. 12 í Listasafni ASÍ. Á henni fjalla
konur um konur í tilefni af 100 ára afmæli
kosningaréttar kvenna á Íslandi. Verk eiga
Anna Hallin, Eirún Sigurðardóttir, Elín Pjet.
Bjarnason, Eva Ísleifsdóttir, Kristín Jóns-
dóttir frá Munkaþverá, Lóa Hjálmtýsdóttir,
Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Rakel
McMahon, Róska, Sigrid Valtingojer og Val-
gerður Guðlaugsdóttir. „Aldur, efnistök og
efniviður listamannanna eru mismunandi en
umfjöllunarefnið er það sama; frenjan og
fórnarlambið sem umhverfið heldur áfram að
slípa í erfðaefni hverrar konum,“ segir um
sýninguna. Sýningarstjórar eru Kristín G.
Guðnadóttir og Steinunn G. Helgadóttir.
Konur fjalla um konur
Ljósmynd/Rakel McMahon
Sýning á innsetningu svissnesku myndlistar-
konunnar Alexöndru Navratil verður opnuð í
Mengi í dag kl. 14. Navratil vinnur með kvik-
myndir og ljósmyndir og kannar jöfnum
höndum miðlana sem slíka og séreiginleika
og kosti efniviðar þeirra, eins og segir á vef
Listahátíðar. Verk hennar byggi á sjón-
rænum heimildum og meðferð þeirra í sögu-
legu- samfélagslegu samhengi. Sýnd verða
verkin „Resurrections“ og „Views (This
Formless Thing)“ og er sýningin hluti af sýn-
ingunni Formið endurheimt í Galleríi i8 þar
sem teflt er saman verkum Navratil, Erin
Shirreff og Löru Viana en verk þeirra eiga
það sameiginlegt að byggjast á uppbroti og
endurbyggingu arkíva og minninga.
Navratil í Mengi
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00
Fös 15/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00
Sun 17/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00
Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00
Fim 21/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00
Fös 22/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00
Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl
13
Fös 5/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 17/5 kl. 13:00
Síðustu sýningar leikársins
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Fim 21/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00
Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Fös 22/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 16/5 kl. 20:00
Síðasta sýning!
Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið)
Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00
Fim 21/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00
Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu
Hystory (Litla sviðið)
Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka.
Fös 15/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 20:00 auka.
Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur
Blæði: obsidian pieces (Stóra sviðið)
Þri 19/5 kl. 20:00 Mán 25/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00
Íslenski dansflokkurinn - Aðeins þessar þrjár sýningar
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Eldhúsið (Salurinn)
Lau 23/5 kl. 14:00
Síðbúin rannsókn (Aðalsalur)
Fös 15/5 kl. 20:00
Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn)
Lau 30/5 kl. 20:00
The Border (Salurinn)
Mán 18/5 kl. 20:00 Þri 19/5 kl. 20:00
Endatafl (Salurinn)
Fim 14/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00
Lau 16/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Hávamál (Salurinn)
Mið 27/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 16:00 Sun 31/5 kl. 20:00
Á annarri hæð í Þingholtsstræti 27
verður í dag klukkan 15 opnuð sýn-
ingin Í tíma og ótíma, með verkum
fimm listamanna sem tengjast hver
öðrum óljósum böndum. Það eru þau
Svava Björnsdóttir, Ívar Valgarðs-
son, Ragnar Axelsson (Rax), Kristin
Hrafnsson og Þór Vigfússon. Þau
koma saman á heimili sameig-
inlegrar vinkonu og leitast á sýning-
unni við að afhjúpa möguleg merk-
ingartengsl verka sinna, og um leið
samband áhorfandans við listaverk-
in innan veggja heimilisins.
Vinkona listamannanna er Klara
Stephensen sem jafnframt býr í
íbúðinni og er sýningarstjórinn.
„Jú, þetta er mikið rask en af-
skaplega gaman,“ segir Klara þegar
hún er spurð að því hvernig sé að fá
þennan hóp listamanna inn í íbúðina,
að setja upp verk sín.
„Ég hef unnið með öllum þessum
listamönnum gegnum árin og met
þau mikils. Þau fengu frjálsar hend-
ur, vinna öll hér saman á skapandi
hátt, og hafa alltaf komist að sam-
komulagi. Ég fékk fyrirfram lítið að
vita hvað þau hygðust gera hér en
treysti þeim fullkomlega, og útkom-
an er mjög ánægjuleg.“
Klara segir að Hanna Styrmis-
dóttir, listrænn stjórnandi Lista-
hátíðar, hafi boðið henni að taka þátt
í hátíðinni með þessum hætti eftir að
hafa séð í haust sem leið sýningu á
verkum Kees Visser í íbúðinni.
„Ég sagði já takk og sá strax fyrir
mér að þessi hópur hefði frjálsar
hendur við að vinna hér inn verk,
sem þau hafa gert,“segir Klara.
Og listamennirnir vinna í ýmsa
miðla. „Já, hér er járn, steinn, gifs,
gler og pappír í verkum, skúlptúrar
og veggverk. Sum verkin eru
splunkuný og afar forvitnileg.
Það er svo algengt að fólk og
fyrirtæki fái listamennina ekki í lið
með sér, á réttum tíma og á réttum
stað, og vinna með þeim. Iðulega eru
keypt listaverk þegar allt annað í
húsnæðinu er tilbúið. Mér finnst
áríðandi að það breytist, samstarfið
er svo mikilvægt. Ég myndi ekki
þrífast á mínu heimili án þess að
hafa verk sem mér finnast falleg og
áhugaverð og hafa einhverja sögu.“
Samsýning á heimili
Fimm lista-
menn í íbúð við
Þingholtsstræti
Morgunblaðið/Eggert
Hjá vinkonu Ragnar Axelsson, Ívar Valgarðsson, sýningarstjórinn og vin-
konan Klara Stephensen, Svava Björnsdóttir og Kristinn E. Hrafnsson.
Í listhúsinu Tveimur hröfnum að Baldursgötu 12 verður í
dag klukkan 13 opnuð sýning á verkum Huldu Hákon.
Björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar kallar hún
sýninguna.
Hulda Hákon á nú um þriggja áratuga myndlistarferil
að baki og er meðal vinsælustu myndlistarmanna þjóðar-
innar. Hún hefur iðulega fjallað um hvunndagshetjur í
verkum sínum, lágmyndum þar sem koma fyrir litlir
sigrar, óhöpp og forvitnileg atvik, myndir og textar, og
er verk hennar að finna í opinberum söfnum og einka-
eigu víða um lönd.
„Eitt hið ánægjulega við þessa sýningu er að á henni
er meðal annars verk frá 1986, verk sem ég sýndi þá á
einkasýningu í New York en verkin mín hafa líklega
breyst það lítið að það smellpassar nú inn með nýju verk-
unum,“ segir Hulda. Hún sýnir nokkur málverk og lág-
myndir og eru flest frá síðustu tveimur árum. Hún segir
þau tala skemmtilega saman í þessu rými í Tveimur
hröfnum sem henti þeim mjög vel.
„Mér er svo illa við það hvernig fór fyrir landinu í
hruninu að ég var að reyna að tala ekkert um það. En
einhvernveginn skín það samt alltaf í gegn í verkunum,“
segir hún og segir málverk af leitarhundasveit til dæmis
kallast á við verk sem sýnir skipbrotsmannaskýlið á
Faxaskeri við Vestmannaeyjar, og málverk af Hvamms-
tanga upplýstum í næturhúmi kallast á við verk sem sýn-
ir nýtískulegt fjölveiðiskip í svörtum sjó. efi@mbl.is
Fjölbreytilegt
samtal verka
Morgunblaðið/Golli
Listakonan Hulda Hákon á sýningunni með hundinum
Heiðu. Hún sýnir bæði lágmyndir og málverk.