Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 4
21. apríl 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 DÓMSMÁL Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaup- þings hófst í gær. Alls eru níu ákærðir í málinu og er áætlað að aðalmeðferð taki 22 daga eða fimm vikur, þar sem 17 dagar fara í vitnaleiðslur en yfir 50 manns verða kallaðir til sem vitni, fyrir utan skýrslutöku af ákærðu. Um er að ræða eitt viðamesta mál sem sérstakur saksókn- ari hefur tekið til rannsóknar og ákært í. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir umfangsmikla markaðs- misnotkun sem lykilstarfs- menn Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Í ákæru segir að brotin séu umfangsmikil, hafi verið þaul- skipulögð og staðið yfir í langan tíma. Þau hafi varðað gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu eru sagðir hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Kaup- þingi og aukið seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelld- um kaupum í krafti fjárhags- legs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi verið sýndarviðskipti. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármagnaðir af bank- anum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku. Al Thani-viðskiptin, sem Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guð- mundsson hlutu þunga fangelsis- dóma fyrir, voru hluti af þessu máli. Þannig má segja að ákæran sé í raun tvíþætt. Þannig er annars vegar talið að þessi miklu kaup bankans á eigin hlutabréfum, bæði í kauphöllum á Íslandi og í Svíþjóð, feli í sér markaðsmisnotkun, þar sem þau tryggðu óeðlilegt verð á bréfunum. Hins vegar er ákært fyrir markaðsmisnotkun í viðskiptum utan kauphalla, þar sem hlutabréf í bankanum voru seld ýmsum eignar- haldsfélögum. Þar að auki er ákært fyrir tilteknar lánveitingar vegna viðskiptanna við eignarhaldsfélögin. Allir ákærðu neita sök í málinu. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin við- skiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til, gaf skýrslu í málinu í gær. Gert er ráð fyrir að skýrslu- taka þessi muni standa yfir í tvo og hálfan dag. Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is ÁKÆRÐU Af þeim níu sem eru ákærðir í Kaupþingsmálinu mættu þeir Pétur Kristinn Guðmarssonar, Birnir Snær Björnsson, Ingólfur Helgason og Einar Pálmi Sigmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Sigurður Einarsson, fyrr- verandi stjórnarformaður bankans Ingólfur Helgason, fyrr- verandi forstjóri Kaupþings á Íslandi Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta í bankanum Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings í Lúxemborg Bjarki H. Diego, fyrr- verandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Pétur Kristinn Guðmars- son, fyrrverandi verð- bréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Björk Þórarinsdóttir, sem sat í lánanefnd Kaup- þings og starfaði á fyrir- tækjasviði ÁKÆRÐU Í MARKAÐSMISNOTKUNARMÁLINU DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær Aurláka ehf. til að greiða þrotabúi Milestone 970 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna sölu á Lyfjum og heilsu. Lyfjaverslunin var seld úr Mile- stone-samsteypunni, sem var í eigu bræðranna Karls og Stein- gríms Wernerssona, í mars árið 2008 yfir í félagið Aurláka ehf. Félagið, sem er í eigu Karls, á enn þann dag í dag Lyf og heilsu. Þrotabú Milestone taldi að til- gangurinn með sölunni hefði verið að koma verslununum undan gjald- þroti félagsins sem stjórnendum átti að vera ljóst að í stefndi. Mile- stone varð gjaldþrota árið 2009. Héraðsdómur féllst á kröfuna og taldi að um gjafagerning hefði verið að ræða og gerði Aurláka að greiða 970 milljónir króna með dráttarvöxtum frá 11. maí 2012. Lögmaður Aurláka og Karls hélt því fram að endurgjald hefði komið fyrir verslanirnar með yfir- töku skulda. Þá var því hafnað að Milestone hafi verið ógjaldfært þann 31. mars 2008 og að tilteknar ráðstaf- anir þann dag hafi þar með verið riftanlegar. Til vara í málinu stefndi þrotabú Milestone-bræðrunum Karli Emil og Steingrími Wernerssonum og Friðriki Arnari Bjarnasyni pers- ónulega til greiðslu á kröfunni, en til þess kom ekki. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins verður málinu áfrýjað til Hæstaréttar. - fbj Aurláka gert með dómi að greiða þrotabúi Milestone 970 milljónir króna: Þarf að greiða fyrir Lyf og heilsu GJAFAGERNINGUR Héraðsdómur Reykjavíkur gerði Aurláka að greiða þrotabúi Milestone 970 milljónir vegna sölu á Lyfjum og heilsu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS Uniq 4202 Glæsilega hannaður og vandaður sturtuklefi. Auðveldur í uppsettningu FRÁBÆR GÆÐI / GOTT VERÐ Marín, óttist þið ekki að fólk gangi of langt? „Ekki ef við göngum saman.“ Hafnfirðingar ætla að koma fyrir Hafnar- fjarðarbröndurum á gönguleiðinni á Strand- stígnum. FERÐALÖG Ferðaskrifstofur auka framboð á áningar- stöðum í sólarlöndum og þá hefur ferðatímabilið lengst. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa sem rætt var við eru sammála um að kuldatíðin hafi leitt til allt að tíu pró- senta aukningar. „Það er talsverð aukning í sölu á milli ára,“ segir fram- kvæmdastjóri Plúsferða, Skarphéðinn Berg Steinarsson. „Það er aukning á framboði á markaðnum ár eftir ár og ætli það megi ekki rekja til kuldatíðarinnar. Flestir eru með fleiri áfangastaði og bjóða ferðir á lengra tímabili.“ Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, forstöðumaður hjá Sumarferðum, tekur undir með Skarphéðni og segist svo sannarlega finna mun. „Markaðurinn er að vaxa um svona sex prósent og ég myndi segja að tímabilið sé alltaf að lengjast. Íslendingar eru í auknum mæli að fara út um miðjan vetur, í vetrar- fríum með börnin,“ segir hún. Steinþóra Sigurðardóttir, sölustjóri hjá Vita, segist taka eftir mikilli eftirspurn hjá yngra fólki og barnafjöl- skyldum sem hafi ekki mikið á milli handanna. „Við höfum ákveðið að koma til móts við þennan hóp og bjóða vaxtalaus lán til árs. Það er okkar framlag í kjara- málin þessa dagana eftir þennan kalda vetur.“ - kbg Mikil aukning er sögð vera í sölu á utanlandsferðum í hlýrra loftslag: Landinn flýr til heitari landa Í LEIFSSTÖÐ Á LEIÐ ÚR LANDI Í ljósi veðurfarsins síðustu misseri þarf líklega engan að undra að Íslendingar hópist á sólarstrendur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HÚSNÆÐISMÁL Vegna verkfalls lög- fræðinga hjá sýslumanninum á höfuð borgarsvæðinu var engum kaupsamningum þinglýst í síðustu viku. Þuríður Árnadóttir, sviðs- stjóri hjá sýslumanninum á höfuð- borgar svæðinu, segir verkfallið hafa heilmikil áhrif. „Á flestum fagsviðum embættisins eru engar fyrir tökur eða afgreiðslur. Það er engum skjölum þinglýst eða aflýst, það eru engar fyrirtökur í fullnustugerð- um, fjárnám eða uppboð og engar fyrirtökur í skilnaðarmálum eða hjá dánarbúum, engin ættleið ingar- mál afgreidd og svo framvegis,“ segir Þuríður. - fbj Verkföll hafa mikil áhrif: Engum samn- ingum þinglýst MIKIL ÁHRIF Engar fyrirtökur eða afgreiðslur eru hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls lögfræðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞINGLÝSINGAR Innlögð skjöl óþinglýst 2.378 FJÖLSKYLDUSVIÐ Fyrirhuguðum fyrirtökum sem frestað hefur verið 188 Dánarbú Innlögð mál sem ekki hafa fengið nánari skoðun 35 Sifjamál* Innlögð mál sem ekki hafa fengið nánari skoðun 87 * Sifjamál eru einkum hjónaskilnaðarmál, sambúðarslitamál, meðlagsmál, umgengnismál, faðernismál, forsjárbreytingar og hjónavígslur. FULLNUSTUGERÐIR Nauðungarsölur Fasteignir Frestaðar fyrirtökur/sölur 202 Fjárnám fyrirhugaðar fyrirtökur sem frestað hefur verið 898 FRESTUÐ MÁL 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 1 -6 4 8 C 1 7 6 1 -6 3 5 0 1 7 6 1 -6 2 1 4 1 7 6 1 -6 0 D 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.