Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 38
Hlaupaskór & íþróttafatnaður ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 201512 ÞRÍR TÍMAR FRÁ MÁLTÍÐ AÐ HLAUPI Síðasta hálfa sólarhringinn fyrir hlaup er ráð að forðast þungmelta fæðu. Í maraþon- undirbúningi er kolvetnarík fæða meginuppistaðan síðustu dagana en það skiptir minna máli ef um styttri vegalengdir er að ræða. Hvort sem hlaupa á styttri eða lengri leið þarf að gæta þess að borða ekki of mikið rétt fyrir hlaup. Það getur leitt til magaverkja og ónota á leiðinni sem draga úr hlaupagleðinni. Best er að miða við að borða eitthvað létt um þremur tímum fyrir keppni. Gjarnan er mælt með 1-2 rist- uðum brauðsneiðum með sultu eða marmelaði, djúsglasi, kaffi eða tei og banana. GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR SKIPTIR MIKLU MÁLI Undirbúningur fyrir keppni í lang- hlaupi er mikilvægur eins og margir vita. Þegar tekin er ákvörðun um að taka þátt í maraþonhlaupi ætti fólk fyrst af öllu að panta tíma hjá lækni og fá allsherjar ástandsskoðun til að vera visst um að líkaminn muni þola álagið. Allir (vonandi) vita að það er ekki góð hugmynd að mæta í maraþon- hlaup án þess að hafa áður hlaupið vegalengdina. Því er mikilvægt að fylgja góðri æfingaáætlun mánuðina og vikurnar fyrir hlaupið. Gott er að læra hlaupaleiðina áður en farið er af stað, þannig verður auðveldara að skipuleggja hraða og tíma og hægt að gera áætlanir um hlaupið. Fyrir hlaupadag er mikilvægt að athuga veðurspána svo hægt sé að klæðast eftir veðri. Skipuleggið líka klæðnað þannig að auðvelt sé að fara í eða úr flíkum. Að lokum ætti alltaf að huga vel að mataræðinu dagana fyrir hlaup og á keppnisdegi.REGLULEGAR TEYGJUR, HVÍLD OG TILBREYTING Draga má úr hættu á meiðslum og auka liðleika með reglu- legum teygjum þótt ekki sé nauðsynlegt að teygja fyrir eða eftir hverja æfingu. Fyrir rólega hlaupaæfingu er gott að teygja aftan á lærum og kálfum. Til að fá góða teygju aftan á læri er gott að leggja fótinn upp á stól eða borð og halla sér fram og yfir fótlegg- inn. Til að teygja á kálfum má styðja táberginu við vegg og ýta líkamanum að veggnum. Fyrir hraða hlaupaæfingu ætti að teygja meira, svo sem innan á lærum og á framanverðu læri og á efri hluta líkamans. Ekki ætti að fara of geyst af stað í æfingarnar og taka tillit til skilaboða líkamans. Ef eymsli gera vart við sig ætti að hvíla sig og leita til læknis eða sjúkra- þjálfara ef eymslin hverfa ekki á nokkrum dögum. Breytið öðru hvoru til og hvílið líkamann á hlaupunum með því að hjóla eða synda inn á milli. Leiðbeiningar teknar af stjarnanhlaup.wordpress.com Eirberg Heilsa Stórhöfða 25 Sími 569 3100 eirberg.is Genutrain® hnéhlíf Einstakur stuðningur við hnéliðinn og hnéskelina Dregur úr verkjum og bólgu Við álagseinkennum, liðþófa- vandamálum, tognunum og sliti Verð: 11.750 kr. ErgoPad® run & walk innlegg Góð dempun í tábergi og hæl Einstakur stuðningur við fótbogann Minnka þreytu og draga úr álagseinkennum í ökklum og fótum Verð: 10.750 kr. Compression íþróttasokkar Ný og endurbætt útgáfa af vinsælu Bauerfeind íþróttasokkunum Örva blóðflæði og súrefnisupptöku Minnka þreytuverki í kálfum Hraða endurheimt eftir langar æfingar Verð 8.950 kr. HLAUPTU LENGRA með Bauerfeind stuðningshlífum 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 2 -8 2 E C 1 7 6 2 -8 1 B 0 1 7 6 2 -8 0 7 4 1 7 6 2 -7 F 3 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.