Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 8
21. apríl 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
EN
N
EM
M
/
S
IA
•
N
M
68
13
8
Frá kr.113.900
Frábært verð
Frá kr. 156.900
m/morgunmat
Netverð á mann frá kr. 156.900
m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
herbergi. Netverð á mann frá
kr. 185.900 m.v. 2 fullorðna í
herbergi.
Frábært verð
Frá kr. 119.900
m/hálfu fæði
Netverð á mann frá kr. 119.900
m.v. 2 fullorðna og 1 barn í
herbergi. Netverð á mann frá
kr. 149.900 m.v. 2 fullorðna í
herbergi.
Frábært verð
Frá kr. 156.900
m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 156.900
m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
herbergi. Netverð á mann frá
kr. 208.900 m.v. 2 fullorðna í
herbergi.
Frábært verð
Frá kr. 113.900
m/hálfu fæði
Netverð á mann frá kr. 113.900
m.v. 2 fullorðna og 1 barn í
herbergi. Netverð á mann frá
kr. 125.900 m.v. 2 fullorðna í
herbergi.
10. maí í 13 nætur
Stærsti sólstrandarstaður Marokkó
Agadir
Upplifðu
Agadir er einn af þessum einstöku áfangastöðum sem
maður verður að upplifa. Agadir er fyrst og fremst
áfangastaður sóldýrkenda og aðalaðdráttaraflið er auð-
vitað hin breiða og framúrskarandi hreina gullna strönd.
Hingað kemur fólk til að njóta sólarinnar og skyggnast
inn í einstaka menningu þessarar yndislegu og stoltu
þjóðar. Ekki þarf að fara langt til þess að upplifa menn-
ingu heimamanna, sem gjarnan er gjörólík því sem við
þekkjum. Agadir er staður andstæðna þar sem víst er
að ferðamaðurinn mun upplifa eitthvað nýtt og áður
óþekkt.
Royal Atlas
Iberostar Founty Bay
SÉRTILBOÐ
Kenzi Europa
SÉRTILBOÐ
Best Western Odyssee
BJÖRGUN „Við höfum verið með
okkar fólki að skoða þetta síðan
þetta alvarlega slys átti sér stað,“
segir Haraldur L. Haraldsson,
bæjar stjóri í Hafnarfirði.
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ætla
nú að leggja allt kapp á að breyta
svæðinu í kringum Reykdalsstíflu
þar sem tveir ungir drengir lentu í
lífsháska í síðustu viku. Markmiðið
er að tryggja að slys af þessum toga
komi ekki fyrir aftur.
„Þeir starfsmenn sem hafa
verið að vinna að þessu munu
leggja fram til-
l ö g u r f y r i r
framkvæmda-
ráð, væntanlega
á miðvikudag-
inn. Í framhaldi
af því munum
við væntanlega
grípa til þeirra
aðgerða sem
lagt er til að
verði farið í til að reyna að tryggja
það að svona lagað geti ekki gerst
aftur,“ segir Haraldur.
Lónið við stífluna hefur nú
verið tæmt og það verður ekki
fyllt aftur fyrr en búið er að
bæta öryggisaðstæður svæðis-
ins.
Þá er Haraldur þakklátur
öllum þeim sem komu að björg-
unaraðgerðum. „Mig langar til
að þakka öllum þeim sem komu
að þessari björgun og gátu séð
til þess að þetta varð þó ekki
verra heldur en varð,“ segir
hann.
- þþ / srs
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir bæinn ætla sér að koma í veg fyrir fleiri slys:
Ætla að bæta svæðið við stífluna
HARALDUR L.
HARALDSSON
SAMFÉLAGSMÁL „Við brýnum fyrir
þeim sem koma á námskeið til
okkar að skrifa ekki undir neitt ef
þau eru ekki viss um hvað það er.
Hafa fyrst samband og fá aðstoð,“
segir Anna Katarzyna Wozniczka,
formaður Samtaka kvenna af
erlendum uppruna. Dæmi eru um
mál þar sem konur af erlendum
uppruna hafa skrifað undir lána-
ábyrgðir á röngum forsendum,
þar sem þeim hefur verið sagt,
af aðilum sem þær hafa treyst,
að þær hafi verið að votta undir-
skrift en séu hins vegar að gang-
ast í ábyrgð fyrir lánum og hafa
lent í talsverðum fjárhagsvand-
ræðum vegna þess.
Elín Hrefna Ólafsdóttir, lög-
maður hjá Bonafide lögmönnum,
hefur haft tvö slík mál á sinni
könnu þar sem þrjár konur koma
við sögu. „Þær héldu að þær
væru að undirrita sem vitundar-
vottar. Í öðru málinu var það gert
í banka og í hinu voru pappír-
arnir undirritaðir heima,“ segir
Elín. Í báðum tilfellum var verið
að undir rita persónulega ábyrgð
fyrir skyldmenni en konurnar
stóðu í þeirri trú að þær væru
að undirrita sem vitundarvottar
en ekki að ganga í ábyrgð fyrir
skuldum. Síðan hafi aðalskuldari
lánsins hætt að borga og ábyrgð-
in fallið á þær. „Bankinn fór fram
á fjárnám í öðru málinu og ætl-
aði að bjóða ofan af þeim 37 fer-
metra íbúð sem þær bjuggu báðar
í. Þarna var sótt af ótrúlegum
krafti að konum sem ekkert eiga,“
segir Elín en henni tókst að semja
um málið fyrir þeirra hönd. „Það
tók ár að koma í veg fyrir frek-
ara tjón. Það eru örugglega miklu
fleiri í þessari stöðu en þær sem
tengjast þeim málum sem ég hef
verið með því þær voru heppnar
að hafa einhvern sem benti þeim
á að þær gætu leitað sér aðstoð-
ar,“ segir Elín og telur brýnt að
fjármálastofnanir upplýsi þá sem
skrifa undir slíkt að upplýsa við-
komandi um hvað sé verið að
skrifa undir.
Anna segir Samtökin hafa bar-
ist fyrir bættri túlkaþjónustu.
Þær hafi heyrt dæmi um að fólk
skrifi undir eitthvað sem það
skilji ekki fyllilega og oft sé erfitt
að fá aðstoð túlks. „Það er oft
þannig að þær eru ekki að koma
til okkar eða lögfræðings fyrr en
þær eru búnar að skrifa undir,“
segir Anna. Hún segir brýnt að
opinberar stofnanir og fyrirtæki
fræði fólk og upplýsi hvað það sé
að skrifa undir.
Margrét
Steinarsdóttir,
framkvæmda-
stjóri og lög-
fræðingur hjá
Mannrétt-
indaskrifstofu
Íslands, segist
einnig þekkja
dæmi þess að
fólk hafi skrif-
að undir eitthvað sem það hafi
ekki fyllilega skilning á. Víða sé
misbrestur á túlkaþjónustu. „Ég
man ekki eftir að fólk hafi sagt
mér að það hafi fengið túlkun
um það hvað þetta raunverulega
þýddi sem það var að skrifa undir,
oft hefur það verið sá sem er að
taka lánið sem hefur sagt hvað
það þýddi að skrifa undir. Ég hef
dæmi um fólk þar sem á einhvern
hátt er búið að notfæra sér van-
þekkingu þeirra á tungumálinu
eða kerfinu, bága aðstöðu eða því-
umlíkt,“ segir Margrét.
viktoria@frettabladid.is
Blekktar til að ger-
ast ábyrgðarmenn
Dæmi eru um að konur af erlendum uppruna hafi gengist í ábyrgðir fyrir lán í
þeirri trú að þær væru að votta undirskrift. Formaður Samtaka kvenna af er-
lendum uppruna segir mikilvægt að efla túlkaþjónustu og upplýsa fólk betur.
BLEKKTAR Konurnar skrifuðu undir í þeirri trú að þær væru að gerast vottar en ekki að þær væru í persónulegri ábyrgð fyrir
lánunum. NORDICPHOTOS/GETTY
MARGRÉT
STEINARSDÓTTIR
Það er
oft þannig að
þær eru ekki
að koma til
okkar eða
lögfræðings
fyrr en þær
eru búnar að skrifa undir.
Anna Katarzyna Wozniczka, formaður
Samtaka kvenna af erlendum uppruna.
Þær héldu
að þær væru
að undirrita
sem vitundar-
vottar. Í öðru
málinu var það
gert í banka og
í hinu voru pappírarnir
undirritaðir heima.
Elín Hrefna Ólafsdóttir,
lögmaður.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
2
-E
5
A
C
1
7
6
2
-E
4
7
0
1
7
6
2
-E
3
3
4
1
7
6
2
-E
1
F
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K