Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGHlaupaskór & íþróttafatnaður ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 20158
Við höfum einbeitt okkur að hlaupamarkaðnum síðustu ár og okkar merki eru RON-
HILL-hlaupafatnaður og Saucony-
hlaupaskór,“ segir Berglind Stein-
arsdóttir, sölumaður hjá heildversl-
uninni DanSport.
Útilíf í Glæsibæ hefur opnað
deild með RONHILL-fatnaði fyrir
herra og dömur ásamt fylgihlutum.
Í vor og sumar verður lögð áhersla á
fatnað þar sem hugsað er um þarf-
ir þeirra sem hlaupa náttúruhlaup.
„Við mælum með því að fólk komi við
í Útilífi í Glæsibæ og líti á þær lausnir
sem RONHILL hefur þróað á hlaupa-
fatnaðinn fyrir drykki, gel og annað
sem við þurfum að hafa meðferð-
is þegar við tökumst á við náttúru-
hlaup.“
Fislétt hlaupaföt fyrir kröfuharða
hlaupara
„ADVANCE-herra- og ASPIRATION-
dömulínan frá RONHILL eru fislétt
hlaupaföt, hugsuð í grömmum fyrir
þá sem eru mjög kröfuharðir í götu-
hlaupunum,“ útskýrir Berglind.
„Hlaupabolir í þessum línu eru frá
69 grömmum og hægt að fá buxur,
sokka og bol samtals 199 grömm að
þyngd.“
Saucony leiðandi í hlaupaskóm
„Saucony-hlaupaskórnir hafa svo
sannarlega komið sterkir inn á ís-
lenskan markað,“ segir Berglind en á
síðustu árum hefur framleiðandinn
Saucony verið leiðandi í tækniþró-
un hlaupaskóa og komið til móts við
hámarkskröfur sem metnaðarfullir
hlauparar gera. „Saucony Triumph 12
ISO skórinn var kosinn besti hlaupa-
skórinn vorið 2015 (EditorsChoice)
af RunnersWorld. Hann hefur há-
marksdempun, PowerGrid-miðsóla
og mjúka yfirbyggingu, ISO fit.
Við bjóðum einnig upp á utan-
vega skó en allar upplýsingar er að
finna á heimasíðu okkar www.dan-
sport.is. Til að fá fréttir af öllu því
nýjasta ætti líka að fylgjast með
DanSport á Facebook.“
DanSport
DanSport ehf. hefur frá árinu 2001
verið leiðandi fyrirtæki á íslenska
íþrótta- og lífsstílsmarkaðnum.
Fyrst með sölu og markaðssetningu
á Hummel-íþróttavörum og nú hafa
RONHILL-hlaupafatnaður og Sau-
cony-hlaupaskór bæst við flóruna og
þar að auki ENDURANCE-lífsstíls-
fatnaður sem er á mjög góðu verði.
DanSport ehf. er einnig stoltur stuðn-
ingsaðili margra íþrótta félaga á Ís-
landi. Nánar á www.dansport.is
Sérhönnuð merki fyrir hlaupara
RONHILL-hlaupafatnaður og Saucony-hlaupaskór mæta kröfum metnaðarfullra hlaupara. DanSport ehf. er umboðsaðili varanna hér á landi en
sérdeild hefur verið opnuð í Útilífi í Glæsibæ með RONHILL. SauconyTriumph 12 ISO hlaupaskórinn var valinn besti hlaupaskórinn vorið 2015.
Berglind Steinarsdóttir, sölumaður hjá DanSport, heldur á Saucony Triumph 12 ISO skónum en hann var kosinn besti hlaupaskórinn
vorið 2015. MYND/VALLI
ADVANCE- og ASPIRATION-hlaupafötin frá
RONHILL eru fislétt og hugsuð fyrir kröfu-
harða hlaupara. Sokkar, bolur og buxur
eru aðeins 199 grömm að þyngd.
Margir velta vöngum yfir hvað þeir ættu að borða þegar þeir auka hreyf-
ingu til muna. Það þarf að borða
reglulega yfir daginn og ekki
sleppa morgunverði. Hlaupari
gæti til dæmis fengið sér morgun-
verð sem samanstendur af sam-
loku með skinku, kotasælu, osti
eða kæfu eftir smekk. Skál af léttri
jógúrt, eitt glas af hreinum appels-
ínusafa og kaffi.
Nasl á milli mála ætti að vera
handfylli af hnetum eða möndl-
um að eigin vali.
Hádegismatur gæti verið pasta
með túnfiski, grænu salati og lár-
peru.
Nasl fyrir hlaup getur verið skál
af jógúrt eða súrmjólk með smá-
vegis prótíndufti, hnetum, kanil
og jafnvel örlitlu af berjasultu.
Eftir hlaup er gott að fá sér einn
þroskaðan banana eða handfylli
af rúsínum.
Kvöldmatur gæti verið grillað-
ur kjúklingur með salati, hökkuð-
um valhnetum, kirsuberjatómöt-
um og fetaosti.
Matur sem hentar vel fyrir
hlaupara og þeir geta gripið til
er til dæmis egg en þau eru mjög
prótínrík. Eitt soðið egg eftir hlaup
er ágætis magafylli. Eggjakaka er
fínn morgunverður og hrökkbrauð
með eggjasneiðum er bæði hollt
og gott millimál. Spergilkál er afar
hollt og ætti alltaf að hafa á disk-
inum með kjöti eða fiski. Þá er lax
talinn ofurfæði og ætti því að hafa
hann oft á borðum.
Uppskriftir fyrir hlaupara
Pasta með túnfisk
Þetta er einfaldur, ódýr og hollur
réttur. Hann miðast við einn. Það
tekur ekki nema nokkrar mínútur
að útbúa réttinn og hann er bragð-
góður.
50 g spagettí
1-2 vorlaukar, fínt saxaðir
1 hvítlauksrif, fínt saxað
2-3 msk. pestó (helst heimagert)
1 msk. ólífuolía
1 dós túnfiskur í vatni
2 msk. furuhnetur, ristaðar á pönnu
1 msk. parmesanostur
fersk basilíka
pipar og salt
Sjóðið pasta samkvæmt leið-
beiningum á umbúðum. Vatninu er
hellt af túnfiskinum og laukur skor-
inn niður. Þegar pastað er tilbúið
er það sett í skál og túnfiski, pestói,
lauk og ólífuolíu hrært saman við.
Stráið furuhnetum, parmesan og
basilíku yfir. Bragðbætið með salti
og pipar. Svartar ólífur gera heil-
mikið fyrir þennan rétt.
Eggjakaka með kalkún
Hér er ágætisuppskrift fyrir þá
sem stunda hlaup og þurfa að fá
sér eitthvað í snatri.
2 egg
2 msk. vatn
4 sneiðar kalkúnaálegg
1 vorlaukur
1 msk. salsa
olía
salt
Þeytið saman egg, vatn og salt.
Skerið kalkúnaáleggið í bita. Setj-
ið ólífuolíu á pönnu og hellið eggj-
unum út í og dreifið um pönnuna.
Setjið kalkúnaálegg, salsa og vor-
lauk út í. Bíðið þar til eggjakak-
an hefur stífnað en passið að hafa
ekki of mikinn hita.
Hlauparar þurfa að borða reglulega
Hlauparar brenna miklu. Fólk sem byrjar að hlaupa finnur fljótt fyrir því að vigtin breytist. Hins vegar er nauðsynlegt að hugsa vel
um mataræðið samhliða hlaupunum og setja sér reglur um að fá nægilegt magn af vítamínum og steinefnum.
Auðvelt er að henda í eggjaköku, það tekur stutta stund en hún er holl og saðsöm. Pasta með túnfiski gefur góða næringu fyrir hlaupara.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
1
-0
1
C
C
1
7
6
1
-0
0
9
0
1
7
6
0
-F
F
5
4
1
7
6
0
-F
E
1
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K