Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 58
21. apríl 2015 ÞRIÐJUDAGUR30 Auðvitað kemur upp ótti og hræðsla í fólkinu í kringum mann þegar liðið er 2-0 undir. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. visir.is Meira um leik gærkvöldsins HANDBOLTI „Allar klisjurnar eiga við og þær eru allar réttar. Við verðum bara að vinna þennan leik, ekkert annað dugir til,“ segir línumaðurinn Kári Kristján Krist- jánsson hjá Val en annað árið í röð er deildarmeistarinn 2-0 undir í undan úrslitunum. Í fyrra voru Haukar í þeirri stöðu en þeir náðu að snúa stöðunni sér í vil og fara í úrslitin með því að vinna næstu þrjá leiki gegn FH. Valsmenn þurfa því að leika þennan sama leik, einmitt gegn Haukum, og byrja á því á heima- velli í kvöld. Haukar hafa 2-0 forystu í einvígi liðanna og hafa komið deildarmeisturunum í mikil vandræði. Haukar urðu af Íslands- meistaratitlinum í fyrra eftir æsi- lega rimmu gegn ÍBV og ætla sér alla leið í ár – það er augljóst á leik þeirra. „Ég er ekkert að spá í hvað þeir eru að hugsa. Ég er meira að hugsa um okkur. Við vitum að möguleik- arnir eru til staðar og við vitum að við eigum í fullu tré við þetta lið,“ bætir Kári Kristján við. Hann hrósar liði Haukanna og segir að liðið hafi verið einna best í deild- inni eftir áramót. En Valsmenn geta engu að síður sjálfum sér um kennt að stórum hluta. „Fyrsti leikurinn var skelfi- legur. Svo einfalt var það. En við fórum illa að ráði okkar í næsta leik. Bæði var skotnýting- in léleg og einnig nýttum við illa þau hraðaupphlaup sem við feng- um. Haukar töpuðu átta boltum í leiknum og það verðum við að nýta okkur.“ 35 prósenta skotnýting Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tekur undir þetta. „Við hefð- um getað klárað leikinn með því að nýta hraðaupphlaupin betur,“ sagði hann. „Það er sérstaklega mikilvægt þegar sóknarleikurinn gengur jafn illa og í þeim leik.“ Valsmenn skoruðu aðeins nítján mörk á Ásvöllum um helgina og skotnýting liðsins var 35%. Lykil- menn eins og Guðmundur Hólmar Helgason voru langt frá sínu besta en hann nýtti aðeins tvö af fjórtán skotum sínum í leiknum. „Við vorum að taka ákvarðan- ir of snemma og koma of hægt á vörnina þeirra. Það var ekki gott „flot“ í leiknum okkar og þeir náðu að stýra okkur í að taka þægileg skot fyrir vörnina þeirra og mark- vörðinn – sem hefur verið frá- bær. En þó svo að hann sé góður er hægt að gera mun betur gegn honum.“ Þjáningin er yndisleg Óskar Bjarni hefur þrátt fyrir allt ekki áhyggjur – það er að minnsta kosti ekki að heyra á honum. „Þessi þjáning er yndisleg. Úrslitakeppnin er jól og hátíð fyrir okkur þjálfarana og bara gaman. Þetta er erfið staða en við verð- um að vinna úr henni. Við þurfum bara að vinna einn leik og þá er þetta orðið að einvígi á ný,“ segir hann og segir að það sé engin krísa á Hlíðarenda. „Auðvitað kemur upp ótti og hræðsla í fólkinu í kringum mann þegar liðið er 2-0 undir. En leik- menn hafa statt og stöðugt trú á því að þeir geta klárað þetta. Það er engin þörf á hallarbyltingu – við verðum bara að vinna rétt úr hlutunum. Auðvitað er það svo að við þurfum að athuga vel okkar gang, skoða leik okkar og vinna úr vandamálunum. Ekkert gerist af sjálfu sér.“ Drottning og „burger“ Kári Kristján er ánægður með þann stuðning sem Valsmenn hafa fengið og á von á enn betri mæt- ingu í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. „Eurovision-drottning- in kemur meira að segja og þenur raddböndin fyrir okkur. Er hægt að biðja um meira en að fá borgara og Maríu Ólafs?“ spyr línumaður- inn í léttum tón. Í hinni undanúrslitarimmunni eigast við nýliðar Aftureldingar og ÍR. Þar er staðan 1-1 en liðin mætast í Mosfellsbæ í kvöld. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30. eirikur@frettabladid.is Förum ekki í sumarfrí í apríl Deildarmeistarar Vals eru komnir út í horn í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Haukum í Olís-deildinni. Liðið er 2-0 undir og eitt tap enn markar endalok tímabilsins. „Einn sigur og þá er allt hægt,“ segir þjálfarinn. HLUSTIÐ Á MIG Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, leggur línurnar fyrir sína menn. Valsmenn verða að vinna Hauka í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið slapp við tvö erfið lið þegar dregið var í undankeppni EM í gær. Íslenska liðið lenti í riðli með Skotlandi, Hvíta-Rússlandi, Slóv eníu og Makedóníu. „Það getur vel verið að þetta líti vel út á einhverjum pappír- um. Kvennafótboltinn er bara á svo mikilli uppleið og þessi lið eru alltaf að styrkjast. Þetta verður erfiðara og erfiðara með hverju árinu,“ sagði Margrét Lára Við- arsdóttir, fyrirliði íslenska liðs- ins. Það er búist við að baráttan um efsta sætið í riðlinum verði á milli Íslands og Skotlands. „Skotar eru með hörkulið og þær eru líka að koma upp með marga efnilega leikmenn. Þær eru því sýnd veiði en ekki gefin og eru með hrikalega sterkt lið,“ sagði Margrét Lára. Ísland gat lent í riðli með tveimur sterkum þjóð- um sem voru með liðinu í undan- keppni HM 2015. „Það er hægt að segja að við séum aðallega heppnar að sleppa við Danmörku og Sviss úr öðrum styrkleikaflokki. Þrátt fyrir það þá tel ég að við fáum þriðja sterkasta liðið úr þeim flokki. Þetta verður mjög erfitt en það er líka skemmti- legt að fá ný lið. Við höfum mikið verið að spila á móti þessum sömu liðum endalaust. Það er því gaman að fá nýjar áskoranir og ný verk- efni,“ sagði Margrét Lára. Íslenska liðið var í fyrsta sinn í fyrsta styrkleikaflokki í þessum drætti og öll liðin í riðlinum voru því neðar á styrkleikalistanum. „Það er magnað afrek og ég held að fólk átti sig ekki á því hvaða lið við erum að skilja eftir í öðrum styrkleikaflokki. Við erum klár- lega að njóta góðs að því núna. Við verðum að nýta okkur þenn- an meðbyr, vinna þennan riðil og fara beint á EM. Það er markmið- ið,“ segir Margrét Lára. Hún hefur tekið þátt í tveimur úrslitakeppum EM, bæði í Finnlandi 2009 og í Sví- þjóð 2013. „Það hefur tekist tvisvar að komast á EM en það væri samt óneitanlega gaman að brjóta blað í sögunni og komast beint á EM,“ segir Margrét Lára að lokum en íslenska liðið sló Írland út í umspili fyrir EM 2009 og Úkraínu í umspili fyrir EM 2013. - óój Þær skosku eru sýnd veiði en ekki gefi n Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta slapp við Dani og Svisslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2017. Í ÞRIÐJA SINN Á EM? Margrét Lára Viðarsdóttir er komin aftur í landsliðið eftir fæðingarorlof. Hér fagnar hún með Söru Björk Gunnarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DJOROVIC FÓTBOLTI Stórliðin Barcelona og Bayern eru í ólíkri stöðu í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæði eru reyndar á heimavelli en Barca vann 3-1 sigur á Pars Saint-German á útivelli í fyrri leiknum á sama tíma og Bayern tapaði 3-1 fyrir Porto. „Þegar þú vinnur hjá stóru félagi þá ertu snillingur og súper taktíker. Þegar þú tapar þá ertu með fullt af vandamálum. Þetta er eins og úrslitaleikur og verður mjög erfiður. Ég hef samt trú á mínum leikmönnum,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Bayern. „Þetta er ekki ómögulegt. Við erum að spila á heimavelli og þurfum ekki að vera stressaðir. Við höfum 90 mínútur til þess að snúa þessu við,“ sagði Philipp Lahm, fyrirliði liðsins. Thomas Müller sagði líka að Bayern þyrfti ekki kraftaverk til þess að vinna 2-0. „Við værum að gera mistök ef við ætlum bara að verjast í 90 mínútur. Við munum aldrei lifa það af,“ sagði Jackson Martinez, fyrirliði og markahæsti maður Porto, en mikill áhugi er á Porto- liðinu í heimalandinu. Leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir beint á sport- stöðvum Stöðvar 2. - óój Þetta er ekki ómögulegt 1-0 Pavel Ermolinskij og félagar í KR unnu stórsigur á Stólunum í fyrstu orrustu liðanna um titilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT Gengið síðustu sex tímabil | 2009 10. sæti | 2010 3. sæti | 2011 3. sæti | 2012 3. sæti | 2013 6. sæti | 2014 10. sæti ● Íslandsmeistarar 3 (síðast 1998) ● Bikarmeistarar 4 (síðast 1998). PEPSI DEILDIN 2015 Hefst 3. maí 1. SÆTI ? 2. SÆTI ? 3. SÆTI ? 4. SÆTI ? 5. SÆTI ? 6. SÆTI ? Spá Fréttablaðsins 7. SÆTI ? 8. SÆTI ? 9. SÆTI ? 10. SÆTI ? 11. ÍBV 12. Leiknir EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★ ★★ SÓKNIN ★★★ ★★ ÞJÁLFARINN ★★★ ★★ BREIDDIN ★★★ ★★ LIÐSSTYRKURINN ★★★ ★★ HEFÐIN ★★★ ★★ ÍBV HAFNAR Í 11. SÆTI ➜ Binni bjartsýni ➜ Nýju andlitin Eyjamenn falla úr Pepsi-deildinni eftir sjö ára dvöl á meðal þeirra bestu. ÍBV var ekki langt frá því að falla í fyrra þegar liðið endaði í tíunda sæti en mikill manna- missir í vetur verður liðinu alltof dýrkeyptur. Allir bestu leikmenn liðsins eru farnir og breiddin er mjög lítil. Heimavöllurinn er vanalega sterkur og karakterinn í liðinu en það verður bara ekki nóg til að bjarga sér að þessu sinni. Ef Eyjamenn ættu að geta treyst á eitthvað í sumar þá eru það mörk frá Jonathan Glenn. Hann sýndi í fyrra að hann er úrvals marka- skorari sem hleypur á eftir öllum sendingu í gegnum vörnina og klárar færin sín ágætlega. Hann er hugrakkur og setur hausinn í alla bolta ef hann getur skorað. Það er honum að þakka að ÍBV er enn í efstu deild og ábyrgðin er ekki minni núna. Erum alltaf bestir í mótlæti Við erum að búa til nýtt lið og höfum misst mikið en ef við verjum bara Hásteinsvöllinn og stöndum saman þá verðum við áfram á meðal þeirra bestu. Aron Bjarnason Fram Benedikt O. Bjarnas. Fram Hafsteinn Briem Fram Avni Pepa Albaníu Mees Siers SönderjyskE Tom Evan Skogsrud Kongsv. Fylgstu með þessum Aron Bjarnason er einn af þeim leikmönnum sem náðu aðeins að skína í slöku liði Fram í fyrra. Teknískur og skemmtilegur kantmaður sem getur skorað nokkur mörk. ➜ Siggi svartsýni Nú förum við niður Síðasta árið okkar í deildinni í bili. Við höfum þokast neðar í töflunni á hverju ári og vorum heppnir að bjarga okkur í fyrra. ÚRSLIT DOMINO’S-DEILD KARLA LOKAÚRSLIT, FYRSTI LEIKUR KR - TINDASTÓLL 94-74 KR: Brynjar Þór Björnsson 22/12 fráköst, Michael Craion 21/16 fráköst/7 varin skot, Helgi Már Magnússon 14/4 fráköst, Darri Hilmarsson 13/6 fráköst, Björn Kristjánsson 6/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 5/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 4, Pavel Ermolinskij 3/6 fráköst/7 stoðsendingar, Þorgeir Kristinn Blöndal 2, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2. Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 18/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/9 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 8, Ingvi Rafn Ingvarsson 8, Sigurður Páll Stefánsson 6, Helgi Freyr Margeirsson 6, Darrel Keith Lewis 6/7 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Darrell Flake 4. NÆSTI LEIKUR TINDASTÓLL - KR FIM. KL. 19.15 ➜ Lykilmaðurinn í sumar 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 2 -B 4 4 C 1 7 6 2 -B 3 1 0 1 7 6 2 -B 1 D 4 1 7 6 2 -B 0 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.