Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 16
21. apríl 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16
Ég vil þakka Jóni Gnarr
fyrir að opna umræðuna
um mikilvægustu spurn-
ingu lífsins um hvort Guð
er til eða ekki.
Svarið við þeirri spurn-
ingu hlýtur að gefa okkur
forsendur sem við byggj-
um líf okkar á og mótar
lífsgönguna á einn eða
annan hátt.
Ég met hreinskilni þína
og heiðar leika þegar þú
deilir reynslu þinni með þjóðinni
og trú þinni að Guð sé ekki til.
Ég dáist líka að leit þinni að Guði
á árum áður því af vitnisburði
þínum að dæma hefur þú virki-
lega lagt þig fram um að finna
eða nálgast Guð. Þess vegna
finnst mér líka afar sorglegt að
sjá að eftir alla leit þína kemstu
að þeirri niðurstöðu að
Guð sé ekki til.
Mig langar að deila
með þér reynslu fjöl-
skyldu minnar. Afi minn
lá á Vífilsstöðum fár-
sjúkur af berklum þegar
mamma fór að leita Guðs
og fyrir henni var bati
hans í kjölfarið sönn-
un þess að Guð væri til.
Pabbi var hins vegar
algjörlega andsnúinn
trúnni á Guð. Eitt sinn er hann
var í laxveiði og hafði ekki orðið
var þá datt honum það snjallræði
í hug að gera tilraun um hvort
Guð væri til. Hann kastaði fær-
inu og sagði um leið: Guð, ef þú
ert til, gefðu mér þá lax. Hann
hafði ekki fyrr sleppt orðinu en
lax stökk upp úr ánni og lenti við
fætur hans. Guð þurfti ekki einu
sinni veiðistöngina til að gefa
honum laxinn sem hann bað um.
Pabba varð svo mikið um þetta
að hann brunaði í bæinn og tók
á móti Jesú sem frelsara sínum.
Þessi reynsla mótaði allt hans líf.
Ég naut því þeirra forréttinda
að alast upp við þá vissu að Guð
væri til.
Ekki missa af því besta
En maður lifir ekki á trú foreldr-
anna. Ég þurfti að taka ákvörðun
eins og allir um það hvort ég ætl-
aði að gefa Guði líf mitt. Þegar ég
lít til baka eftir yfir 40 ára göngu
með Guði þá er ekki vottur af efa
í hjarta mínu um að Guð sé til. Ég
finn oft nærveru hans áþreifan-
lega. Ég hef ótal oft fengið bæna-
svör og Guð er besti vinur minn.
Hann er það sem ég vildi síst
vera án í lífinu.
Það er ekki samasemmerki á
milli þess að hafa ekki fundið
Guð og hann sé ekki til. Þótt ég
sjái ekki vindinn er það engin
sönnun fyrir því að hann sé ekki
til. Ég get fundið hann og séð
kraft hans. Sama á við um ástina
og einnig Guð, ég sé hann ekki en
ég finn fyrir honum og sé verk
hans.
Ég skora á þig að prófa að fara
með litla bæn í einlægni og vita
hvað gerist. Hún gæti hljómað
svona: Drottinn Jesús, ef þú ert
til þá tek ég við þér sem frelsara
mínum og bið þig um að hreinsa
mig með blóði þínu úthelltu á
krossinum. Gefðu mér trú og
fylltu mig af krafti Heilags anda.
Ef Guð er ekki til þá gerist
nákvæmlega ekkert við þessa
bæn svo áhættan er engin. Ef
Guð er hins vegar til gætirðu
ekki tekið betra skref til að nálg-
ast hann. Þú munt þá komast að
því að hann er lifandi og pers-
ónulegur Guð. Í framhaldi af
því væri sterkur leikur að finna
Biblíuna og biðja Guð að tala til
þín í gegnum hana.
Ég hvet þig, kæri Jón, til að
gefast ekki upp því sá finnur sem
leitar af öllu hjarta. Ekki missa
af því besta í lífinu.
Að leita og fi nna ekki – opið bréf til Jóns Gnarr
Menntastofnanir teljast til grunnstoða
samfélagsins og gott skólastarf er undir-
staða velferðar hverrar þjóðar. Meginhlut-
verk skóla er að sjá um almenna menntun
þegnanna eins og fram kemur í aðalnám-
skrám. Menntun barna og ungmenna
innan veggja skóla felur ekki einungis í sér
þá þekkingu og færni sem nútímafólki er
nauðsynleg, skólar eiga jafnframt ríkan
þátt í að móta viðhorf og gildi samfélags-
ins. Keðja samverkandi þátta hefur áhrif
á gæði skólastarfs og eru kennarar mikil-
vægir hlekkir í þeirri keðju.
Síðastliðið vor stóð Mennta vísindasvið
Háskóla Íslands fyrir átakinu „Hafðu
áhrif“ í þeim tilgangi að vekja athygli á kenn-
arastarfinu. Almenningi gafst kostur á að
tilnefna góða kennara og barst mikill fjöldi
tilnefninga frá fólki á öllum aldri. Um 500
kennarar voru tilnefndir og voru fimm heiðr-
aðir sérstaklega. Nokkrir þættir stóðu upp
úr þegar góðum kennurum var lýst:
Ástríða og metnaður í starfi
Margir minntust kennara sem höfðu ástríðu
og metnað fyrir starfinu. Þeir vönduðu til
kennslu og kennslugagna og höfðu mikinn
áhuga og víðtæka þekkingu á því sem þeir
voru að kenna. Þessu fylgdi einlægur áhugi
á að nemendur tileinkuðu sér efnið og næðu
árangri.
Fjölbreyttar kennsluaðferðir
Mörg ummæli voru um kennara sem tókst
að vekja áhuga nemenda á náminu og gera
kennslustundirnar áhugaverðar. Góðir kenn-
arar voru nefndir sem notuðu skemmtilegar
og óhefðbundnar kennsluaðferðir.
Vinátta og virðing
Þeirra kennara sem fengu hvað flestar til-
nefningar var ekki síst minnst fyrir vin-
áttu og virðingu sem þeir sýndu nemendum
sínum. Margir minntust kennara sem höfðu
reynst þeim vel utan skólastofunnar. Þeir
gáfu sér tíma til þess að hlusta, voru óeigin-
gjarnir á tíma sinn og tilbúnir að aðstoða
innan skóla sem utan.
Sanngirni og réttlæti
Umhyggja og réttlæti voru ein-
kenni góðra kennara að mati margra. Kenn-
arar sem gera ekki upp á milli nemenda og
koma fram við alla á jafnréttisgrundvelli
eru góðir kennarar.
Hvatning og stuðningur
Hvetjandi og styðjandi voru algeng ummæli
um þá kennara sem fengu margar tilnefn-
ingar. Fólk minntist kennara sem vöktu
athygli á styrkleikum þeirra og hrósuðu
þeim fyrir það sem vel var gert.
Varanleg áhrif á líf nemenda
Fólk á ýmsum aldri lýsti því hvernig kenn-
arinn þeirra og kennslan varð kveikjan að
nýjum hugmyndum, framtíðaráformum og
námsáhuga. Sumir töldu að kennarinn hafi
breytt sýn þeirra á heiminn og haft áhrif á
líf þeirra.
Hafðu áhrif
Þegar rýnt er í þau ummæli sem góðir
kennarar fengu frá núverandi og fyrrver-
andi nemendum sínum má ljóst vera að þar
fer áhrifamikið fólk. Einstaklingar sem
hafa haft áhrif á æsku og lífshlaup fjöl-
margra.
Ég hvet það unga fólk, sem nú er að huga
að framtíðarstarfi og vill hafa áhrif á
mótun íslensks samfélags, til að kynna sér
fjölbreytt nám á sviði kennslu, uppeldis og
þjálfunar við Menntavísindasvið Háskóla
Íslands.
Góðir kennarar –
Hvað einkennir þá?
TRÚMÁL
Guðrún Margrét
Pálsdóttir
hjúkrunarfræðingur
MENNTUN
Jóhanna
Einarsdóttir
forseti Mennta-
vísindasviðs
Háskóla Íslands
Það er frábært að hjóla til og
frá vinnu. Þetta er þægileg-
ur fararmáti og bætir þrek og
hreysti. Á síðustu árum hefur
verið mikil fjölgun hjólreiða-
stíga og almennra göngustíga
sem henta vel til hjólreiða
og víða hefur hámarkshraði
í íbúðahverfum verið lækk-
aður í 30 km hraða til að auka
umferðaröryggi. Aðstæður til
hjólreiða eru í raun orðnar frá-
bærar á mörgum stöðum, bíl-
stjórar eru farnir að gera ráð
fyrir hjólreiðamönnum og kurteisi í
umferðinni er með góðu móti.
Samgöngustyrkir hvetja til hjólreiða
Það eru margar leiðir til að hvetja
til hjólreiða. Ein af þeim er inn-
leiðing samgöngustyrkja en skv.
reglum í skattmati er launagreið-
endum gert kleift að borga laun-
þegum að hámarki 7.000.- krónur
á mánuði, skattfrjálst, vegna ferða
milli heimilis og vinnustaðar að
því gefnu að undirritaður sé form-
legur samningur um að launþegi nýti
almenningssamgöngur eða vistvæn-
an ferðamáta. Það er heimilt að hafa
upphæðina hærri og semja má um
vistvænar ferðir í þágu vinnuveit-
anda.
Elstu samningarnir eru sex ára og
í dag eru a.m.k. 50 vinnustaðir sem
hafa hvatt starfsfólk sitt til notkunar
vistvænna samgöngumáta með slík-
um samgöngustyrkjum. Í óformlegri
fésbókarkönnun reyndist meðalupp-
hæð samgöngustyrkja vera 55 þús-
und krónur en það væri afar fróð-
legt ef ríkisskattstjóri skoðaði reit
410 á launamiða og greindi okkur
frá fjölda þeirra sem slíkra styrkja
njóta.
Ef upphæð samgöngustyrks er
lág er óvíst að hún sé nægur hvati
til að starfsmenn sem nota óvist-
vænan ferðamáta hætti því. Það
hefur einnig letjandi áhrif ef starfs-
menn hafa nánast ótakmörkuð
og sem stendur skattfrjáls afnot
af bílastæðum. Það væri einnig
æskilegt að gefa fólki kost á tíma-
bundnum samgöngustyrkjum enda
margir sem eru óvanir vetrarhjól-
reiðum. Í dag er hvatinn til að taka
upp samgöngustyrki einkum hjá
fyrirtækjum þar sem skortur er á
bílastæðum en lýðheilsuáhrifin og
umhverfissjónarmiðin ættu ekki
síður að vera nægir hvatar.
Stéttarfélögin gætu tekið þátt
Stéttarfélögin ættu einnig að sjá sér
hag í því að efla vistvænar samgöng-
ur t.d. með því að gera fólki kleift
að kaupa hjól með íþróttastyrk eða
nýjum samgöngustyrk sem mætti
ræða í kjaraviðræðum. Það er jú oft
drjúgur hluti tekna heimilanna sem
fer í reksturs heimilisbílsins. Hver
hjólaður kílómetri sparar þjóðfélag-
inu pening. Hluti af þeim sparnaði
felst m.a.s. í því að biðraðir á ljósum
minnka og bensín og tími hjá þeim
sem kjósa að nota bíl áfram sparast.
Það græða allir.
Á heimasíðu Landssamtaka hjól-
reiðamanna, lhm.is og Wikipedia er
hægt að finna fróðleik og dæmi um
samgöngusamninga, best er að slá
samgöngusamningur inn í leitarvél.
Ert þú búinn að hvetja fyrirtækið
þitt til að taka upp samgöngustyrki?
Samgöngustyrkur
Stærsta verkefni emb-
ættis umboðsmanns
skuldara frá stofn-
un þess hefur verið að
a n nast fra mkvæmd
greiðsluaðlögunar fyrir
einstaklinga. Þá hefur
embættið jafnframt sinnt
ráðgjöf fyrir einstaklinga
í greiðsluerfiðleikum,
tekið á móti erindum er
snerta málefni skuldara,
annast eftirlit með end-
urútreikningi ólögmætra
gengistryggðra lána o.fl. Nýjasta
verkefni umboðsmanns skuldara
er að taka á móti umsóknum um
fjárhagsaðstoð til greiðslu trygg-
ingar fyrir kostnaði vegna gjald-
þrotaskipta.
Í almennri umræðu um emb-
ættið hefur undirrituð
orðið vör við þann mis-
skilning að það verði ein-
göngu starfandi tíma-
bundið, líkt og embætti
sérstaks saksóknara.
Enginn slíkur tímarammi
hefur verið settur á emb-
ættið með lögum. Jafn-
vel þótt embættið tæki á
sig breytta mynd er ljóst
að úrræði greiðsluaðlög-
unar þarf að vera í boði
fyrir almenning þar sem
það hefur margsannað mikil-
vægi sitt. Í greiðsluaðlögun ein-
staklinga er leitast við að ná
frjálsum samningum við kröfu-
hafa, með það að markmiði að
koma á jafnvægi milli skulda
og greiðslugetu, sbr. lög um
greiðsluaðlögun frá árinu 2010.
Með úrræðinu fá einstaklingar
í verulegum greiðsluerfiðleikum
þá aðstoð sem þeir þarfnast í stað
þess að lenda á vanskilaskrá eða
bú þeirra sé tekið til gjaldþrota-
skipta. Endurskipulagning fjár-
hags getur þannig veitt heimilum
lausn undan þungum klyfjum og
veitt von til framtíðar.
Úrræðið í stöðugri þróun
Vakin skal athygli á því að
úrræði greiðsluaðlögunar hefur
staðið almenningi til boða á
Norðurlöndum um langa hríð,
t.d. komu lög um greiðsluaðlög-
un til framkvæmda í Noregi árið
1993. Íslendingar eru því seinast-
ir Norðurlandaþjóða til að inn-
leiða slíkt úrræði. Íslenskt laga-
umhverfi þarfnast engu að síður
endurskoðunar þar sem úrræð-
ið er í stöðugri þróun og ýmsir
vankantar hafa komið upp í ferl-
inu frá því lögin tóku gildi fyrir
tæpum fimm árum.
Úrræði greiðsluaðlögunar er
opið öllum þeim sem uppfylla
ákveðin lagaleg skilyrði og berast
nú að meðaltali um 30 umsóknir í
mánuði hverjum. Þess skal getið
að tímabundin frestun greiðslna,
svokallað greiðsluskjól, hefst
þegar umboðsmaður skuldara
hefur samþykkt umsókn, en ekki
við móttöku umsóknar líkt og gilti
fyrir 1. júlí 2011. Greiðsluskjól er
ekki úrræði í sjálfu sér og varir
þar til samningur um greiðslu-
aðlögun hefur tekið gildi eða
umsókn fellur úr gildi. Rúmlega
2.700 greiðsluaðlögunarsamning-
ar hafa verið samþykktir og í 97%
þeirra hefur verið samið um hlut-
fallslega eða fulla eftirgjöf samn-
ingskrafna. Umboðsmaður skuld-
ara hvetur þá sem vilja kynna sér
úrræðið að lesa sér til um það á
heimasíðu embættisins, www.
ums.is en þar er jafnframt hægt
að sækja um greiðsluaðlögun sem
og önnur úrræði sem hafa verið
nefnd hér að ofan.
Greiðsluaðlögun einstaklinga er komin til að vera
FJÁRMÁL
Ásta S.
Helgadóttir
umboðsmaður
skuldara
➜Keðja samverkandi þátta
hefur áhrif á gæði skólastarfs
og eru kennarar mikilvægir
hlekkir í þeirri keðju.
➜Í dag er hvatinn til að
taka upp samgöngustyrki
einkum hjá fyrirtækjum
þar sem skortur er á
bílastæðum en lýðheilsu-
áhrifi n og umhverfi s-
sjónarmiðin ættu ekki
síður að vera nægir
hvatar.
SAMGÖNGUR
Ásbjörn Ólafsson
formaður Lands-
samtaka hjólreiða-
manna
➜ Það er ekki samasem-
merki á milli þess að hafa
ekki fundið Guð og hann sé
ekki til.
➜ Úrræði greiðsluaðlögun-
ar er opið öllum þeim sem
uppfylla ákveðin lagaleg
skilyrði og berast nú að
meðaltali um 30 umsóknir í
mánuði hverjum.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
0
-5
E
D
C
1
7
6
0
-5
D
A
0
1
7
6
0
-5
C
6
4
1
7
6
0
-5
B
2
8
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K