Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 24
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 MÁLSTOFA Nanna Guðný er ein þeirra sem taka til máls á málstofu í hreyfivísindum sem haldin verður miðvikudaginn 22. apríl á Háskóla- torgi HT-101 klukk- an 8.30. Málstofan er á vegum náms- brautar í sjúkra- þjálfun. Endurhæfing aldraðra hefur ekki verið mikið rannsökuð hér heima en það er að verða æ mikilvægari þáttur í starfi sjúkraþjálfara og annars heilbrigðisstarfsfólks að sinna öldr- uðum,“ segir Nanna sem hefur starfað í fimm ár á endurhæfingardeild Hrafnistu í Reykjavík og er gæðastjóri Hrafn- istuheimilanna. Hún leggur nú einnig lokahönd á rannsókn sem er hluti af meistaranámi hennar í hreyfivísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Rann- sóknin ber heitið: „Áhrif endurhæfingar á hjúkrunarheimili, afturvirk rannsókn.“ „Við eigum mikið gagnasafn hér á Hrafnistu sem var tilvalið að nýta til að gera rannsókn sem hefur einnig klínískt notagildi,“ segir Nanna en mark- mið rannsóknar hennar var að kanna árangur endurhæfingarinnlagna á jafn- vægi, gönguhraða, styrk og almenna hreyfigetu þeirra sem dvöldu í endur- hæfingarinnlögn. „Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl gönguhraða við almenna líkamlega færni aldraðra og sjálfsbjargargetu þeirra auk færni til að búa heima,“ segir Nanna. Þar sem gönguhraði hefur því sterkt spágildi fékk Nanna gögn frá þjóðskrá til að kanna hvort þeir sem bættu gönguhraða marktækt í endur- hæfingu byggju heima tólf mánuðum eftir útskrift frá endurhæfingardeildinni. Úr þeim gögnum er hún enn að vinna og verður forvitnilegt að sjá hvort niður- staðan sé sú sama hér á landi og víða annars staðar. ENDURHÆFING KEMUR AÐ GAGNI Nanna er að kanna gögn frá árunum 2011, 2012 og 2013. Hún kannar árang- ur endurhæfingarinnlagnanna út frá árangursmælingum sjúkraþjálfara á rúm- lega 470 manns eins og t.d. jafn vægis-, göngu- og gönguhraðapróf. „Ég er enn að vinna úr gögnunum og og því eru niðurstöðurnar ekki komnar en erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem fær þverfaglega endur- hæfingu líkt og hér á Hrafnistu þar sem teymi sjúkraþjálfara, lækna, hjúkrunar- fræðinga og iðjuþjálfa leggur hönd á plóg, sé líklegra til að búa heima 6-12 mánuðum seinna, það flytji seinna á hjúkrunarheimili og sjúkrahúss- innlögnum fækki,“ segir Nanna. FLESTIR VILJA BÚA HEIMA Nanna segir alltaf koma betur og betur í ljós að endurhæfingarmöguleikar aldraðra séu oft vanmetnir. „Það er hægt að endurhæfa aldraða til að auka möguleika þeirra á sjálfstæðri búsetu og veita þeim betri lífsgæði þrátt fyrir sína færniskerðingu,“ segir hún og bendir á mikilvægi þess að halda áfram hreyfingu þegar endurhæfingarinnlögn lýkur. „Sýnt hefur verið að endurhæf- ing er áhrifaríkust þegar færni fólks er metin í upphafi, það fær ákveðna með- ferð og síðan útskriftaráætlun. Í henni felast viðeigandi úrræði, til dæmis áframhaldandi sjúkraþjálfun, ávísun á félagslega virkni eða með heimilis- athugun en þá er t.d. gerð úttekt á þörf á hjálpartækjum til að auðvelda sjálf- stæða búsetu.“ Nanna segir sífellt mikilvægara að huga að heilsu aldraðra enda fjölgi þeim hlutfallslega mikið. „Þjóðin er alltaf að verða eldri og flestir kjósa að geta búið sem lengst heima. Því er mikilvægt að aldraðir haldi hreyfifærni sinni eins lengi og hægt er með ýmsum ráðum.“ ÓVÍST MEÐ FRAMHALDIÐ Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við Hrafnistu um endurhæfingarinnlögn aldraðra sem enn búa í sjálfstæðri búsetu. „Ég er formaður Félags sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu og við sendum frá okkur tilkynningu í febrúar þar sem félagið harmaði þessa ákvörðun,“ segir Nanna. Félagið lagði í fréttatilkynn- ingunni inn fyrirspurn til stjórnvalda um hvort boðið yrði upp á sams konar úrræði í endurhæfingu aldraðra annars staðar en Nanna segir engin svör hafa borist. „Í skýrslu stýrihóps um málefni aldraðra til ársins 2015 kemur fram sá vilji stjórnvalda að aldraðir haldi sem lengst sjálfstæði á eigin heimili og fái til þess nauðsynlega hjálp til sjálfs- hjálpar. Unnið hefur verið markvisst að því að seinka flutningi á hjúkrunar- heimili og koma í veg fyrir sjúkra- hússdvöl með ýmsum úrræðum, þar á meðal endurhæfingarinnlögn í skamm- an tíma. Þessi ákvörðun stjórnvalda um að endurnýja ekki samninginn um endurhæfingarinnlagnir aldraðra virð- ist því stangast á við þessa stefnu.“ GÓÐUR ÁRANGUR AF ENDURHÆFINGU HEILSA ALDRAÐRA Nanna Guðný Sigurðardóttir sjúkraþjálfari greinir frá fyrstu niðurstöðum rannsóknar sinnar á árangri endurhæfingar á Hrafnistu á málstofu í hreyfivísindum sem haldin verður á Háskólatorgi Háskóla Íslands á morgun. SJÚKRAÞJÁLFARI Nanna Guðný hefur starfað fimm ár á endur- hæfingardeild Hrafnistu í Reykjavík. HREYFING ER MIKILVÆG „Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem fær þverfaglega endurhæfingu líkt og hér á Hrafnistu þar sem teymi sjúkraþjálfara, lækna, hjúkrunarfræðinga og iðjuþjálfa leggur hönd á plóg, sé líklegra til að búa heima 6-12 mánuðum seinna, það flytji seinna á hjúkrunarheimili og sjúkrahússinnlögnum fækki,“ segir Nanna. NORDICPHOTOS/GETTY Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-16 Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N TU N .IS Ég mæli með því að konur velji náttúrulegu leiðina gegn þrálátum sýkingum og sem forvörn Valbjörg Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur “ Gegn sveppasýkingu,bakteríusýkingu og þvagfærasýkingu ” 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 3 -3 9 9 C 1 7 6 3 -3 8 6 0 1 7 6 3 -3 7 2 4 1 7 6 3 -3 5 E 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.