Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.04.2015, Blaðsíða 32
Hlaupaskór & íþróttafatnaður ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 20156 Við munum gera ýmislegt skemmtilegt í tilefni af þess-um tímamótum,“ segir Þrá- inn Hafsteinsson, íþróttastjóri ÍR. „Í fyrsta lagi verður hlaupaleiðin ný. Byrjað verður í Tryggvagötu, hlaup- ið upp Hverfisgötu, niður Laugaveg- inn, kringum Tjörnina og endað við Arnarhól. Í öðru lagi verður frítt fyrir alla krakka sem eru yngri en 16 ára og forskrá sig í hlaupið en það er í boði Lindex. Í þriðja lagi fá allir kepp- endur pylsur og kók í gleri að loknu hlaupi í boði Vífilfells en kók í gleri á einmitt líka hundrað ára afmæli í ár,“ segir Þráinn. Hann lofar mik- illi stemningu og stuði í bænum sem Landsbankinn hefur veg og vanda af. Þá býður ÍTR öllum keppendum í sund að loknu hlaupi. Myndasýning og nýr vefur Safnað hefur verið saman yfir fimm hundruð myndum af Víðavangs- hlaupi ÍR í gegnum árin og verður sett upp myndasýning í Hörpunni fyrir hlaupið og meðan á því stend- ur. „Myndirnar verða einnig sýndar í Höfða en þangað hefur borgarstjór- inn boðið sigurvegurum hlaupsins í gegnum tíðina og helstu forystu- mönnum íþróttahreyfingarinnar og borgarinnar. Þar verða sigurveg- ararnir heiðraðir auk þess sem sér- stakur söguvefur um hlaupið verð- ur formlega opnaður,“ lýsir Þráinn. Á söguvefnum, sem aðgengilegur verður á www.ir.is, er hægt að lesa sögu víðavangshlaups ÍR sem Ágúst Ásgeirsson hefur tekið saman. „Þar verður umfjöllun um hvert einasta hlaup og myndir með hverju þeirra.“ Saga hlaupsins ÍR-ingar stofnuðu til víðavangs- hlaups árið 1916 að enskri fyrirmynd. Helgi Jónasson í Brennu var í farar- broddi ÍR-inga og stjórnaði fyrstu hlaupunum en hlaupið varð strax einn af meginviðburðum í dagskrá sumardagsins fyrsta í Reykjavík. Fyrsta Víðavangshlaup ÍR hófst við Austurvöll á sumardaginn fyrsta sem bar upp á skírdag. Hlaupið var suður Tjarnargötu og yfir mýrina sunnan við Tjörnina, eftir Laufás- vegi og inn að Hlíð. Þaðan var hald- ið yfir tún og út á Laugaveg á móts við Gasstöðina, niður Laugaveg og hlaupið endaði í Austurstræti á móts við Pósthúsið. Þátttakendur voru níu og sigurvegari var Jón Kaldal Jónsson myndsmíðanemi. Múgur og marg- menni var samankomið við Austur- völl til þess að horfa á hlaupið. Undir stjórn Guðmundar Þórar- inssonar jókst þátttaka mjög í Víða- vangshlaupi ÍR á áttunda áratugn- um og þá tóku konur fyrst þátt. Fyrsti sigurvegari kvenna var Lilja Guð- mundsdóttir, ÍR. Martha Ernsts- dóttir, ÍR, hefur unnið flesta sigra í kvennaflokki en átta sinnum hefur hún verið fyrsta konan í mark í Víða- vangshlaupi ÍR. Ágúst Ásgeirsson ÍR hefur einnig sigrað átta sinnum í þessu sögufræga hlaupi. Endurvekja gamlan anda Þráinn segir ÍR vilja leggja áherslu á þátttöku almennings í hlaupinu. „Hlaupið hefur breyst talsvert í gegn- um tíðina. Það hefur farið úr því að vera hreint keppnishlaup yfir í eitt stærsta almenningshlaup sem fram fer á hverju ári,“ segir hann en þátt- takendur í hlaupinu hafa verið 500 til 600 síðustu ár en í ár er búist við því að tala keppenda fari yfir þús- und og jafnvel upp í 1.500. „Áður fyrr var víðavangshlaupið stór hluti af hátíðahöldunum á sumardaginn fyrsta í miðborginni en eftir að há- tíðahöldin færðust út í hverfin varð þetta minni hluti. Nú er ætlunin að endurvekja stemninguna sem var í árdaga þegar bæjarbúar flykktust í miðbæinn til þess að berja augum hetjurnar sem hlupu.“ 100. víðavangshlaup ÍR ■ Haldið sumardaginn fyrsta 23. apríl. ■ Keppni hefst kl. 12 í Tryggvagötu við Pósthússtræti. ■ Hlaupið er 5 km langt og liggur leiðin um hjarta borgarinnar. ■ Forskráning á hlaup.is til mið- nættis 22. apríl. Skráning verður í Hörpunni frá kl. 09.30 til kl. 11 á hlaupadag. ■ Frítt er fyrir krakka undir 16 ára aldri í forskráningu. ■ Keppt er í karla- og kvennaflokki í fjölmörgum aldursflokkum. ■ Einnig er keppt í fimm manna sveitakeppni karla og f imm manna sveitakeppni kvenna. ■ Boðið til grillveislu fyrir þátttak- endur í lok hlaups. ■ Verðlaunaafhending fer fram við Arnarhvol kl. 12.45 ef veður leyf- ir, annars inni í Hörpunni. ■ Keppendur fá frítt í sund eftir hlaupið. ■ Nánari upplýsingar á ir.is og á Face- book undir Víðavangshlaup ÍR. Víðavangshlaup ÍR í hundraðasta sinn Víðavangshlaup ÍR var fyrst haldið á sumardaginn fyrsta árið 1916. Enginn íþróttaviðburður hér á landi á jafn langa samfellda sögu. Hlaupið fer fram í 100. sinn á fimmtudaginn. Búist er við yfir þúsund þátttakendum sem hlaupa fimm kílómetra um miðbæinn í takt við dynjandi tónlist og lófaklapp. Safnað hefur verið saman yfir 500 myndum úr sögu Víðavangshlaups ÍR frá upphafi. Myndirnar verða sýndar í tónlistarhúsinu Hörpu fyrir hlaupið og meðan á því stendur á fimmtudaginn. Ætlunin er að endurvekja stemninguna sem var í árdaga þegar bæjarbúar flykktust í miðbæinn til þess að berja augum hetjurnar sem hlupu. Hlaupið hefur farið úr því að vera hreint keppnishlaup yfir í eitt stærsta almenningshlaup sem fram fer á hverju ári. Í ár er búist við yfir þúsund keppendum. Hlaupið var stór hluti af hátíðahöldum Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta. Keppt er í ýmsum aldursflokkum í víðavangshlaupinu. Í ár er frítt fyrir börn yngri en 16 ára sem forskrá sig í hlaupið. ÞYNGDARSTJÓRNUN OG BLÓÐSYKURSJAFNVÆGI MEÐ SLIM PASTA „Slim Pasta“ kemur alfarið í staðinn fyrir venjulegt pasta og er notað samhliða hollu hráefni eins og grænmeti, kjöti og fiski. Pastað getur þú notað í alla þína uppáhaldsrétti en það hjálpar þér að elda hollan og næringarríkan mat. Ég hef notað Slim Pasta reglulega um nokkurra mánaða skeið og mæli heilshugar með þessum vörum, en hann notar Slim Pasta markvisst í ýmsar uppskriftir í staðinn fyrir venjulegar pastavörur með góðum árangri ” “Víðir Þór Þrastarsson, íþrótta- og heilsufræðingur 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 0 -C B 7 C 1 7 6 0 -C A 4 0 1 7 6 0 -C 9 0 4 1 7 6 0 -C 7 C 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.