Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2015, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 19.05.2015, Qupperneq 4
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Ásthildur, hætta krakkarnir þá að tala vestfirsku? „Það munu börnin okkar aldrei gera!“ Börnum og unglingum í Vesturbyggð býðst nú talþjálfun með beinu sambandi í gegnum netið við sérfræðing í Reykjavík. Icesave-málinu er hvergi nærri lokið og EFTA-dómstóllinn mun taka afstöðu til þriggja fyrir- spurna frá Bretum og Hollend- ingum er lúta að því hvernig gengið var frá málum varðandi Tryggingarsjóð innstæðueig- enda og fjárfesta (TIF). Sjóð- urinn hefur fengið breska lög- fræðinginn Tim Ward til að reka málið og gæta hagsmuna Íslands. Ljóst er að ítrustu kröfur eru gríðarlega háar. Gunnar Viðar, lögmaður hjá Lex, er lögmað- ur TIF. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir hann óljóst hver nákvæm upphæð kröfunn- ar er, vextir séu áfallandi og talan breytist því með hverjum degi. Það eigi þó ekki við um kröfu Hollendinga, sem hafa nú bara uppi kröfu um vexti til til- tekins dags. Í tilkynningu sem TIF sendi frá sér á síðasta ári nam krafa Breta og Hollendinga um 556 milljörðum króna, auk vaxta og kostnaðar. Hollendingar áttu 103,6 milljarða króna af þeirri kröfu. Vextir og kostnaður voru talin taka kröfuna upp í um 1.000 milljarða króna. Hæstiréttur Íslands stað- festi í mars úrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur sem heimil- aði Bretum og Hollendingum að fara með þrjár spurningar fyrir EFTA-dómstólinn. Guðrún Þorleifsdóttir, formað- ur stjórnar TIF, segir að nokkuð lengi hafi legið í loftinu að svo gæti farið. Hún segir sjóðinn vera að undirbúa vörnina í þess- um þætti málsins. Nokkuð geti verið í endanleg svör. „Þegar svör EFTA-dómstóls- ins liggja fyrir á eftir að fá aðal- meðferð hér heima og síðan nið- urstöðu Hæstaréttar. Það getur því liðið nokkur tími þar til end- anleg niðurstaða kemur í málið.“ Hún segist þó tiltölulega bjart- sýn á niðurstöðuna. „Það er þó alltaf ákveðin óvissa þegar búið er að höfða mál og gildandi réttur er kannski hvergi skráður hvað þessi atriði varðar nákvæm- lega.“ Hundruð milljarða í húfi EFTA-dómstóllinn mun taka afstöðu til spurninga Breta og Hollendinga varðandi Icesave. Gætu sótt mál fyrir íslenskum dómstólum. Ýtrustu kröfur gætu numið allt að 1.000 milljörðum. Tim Ward fer með mál Íslands. MIKILL MEIRIHLUTI Alþingi samþykkti síðari Icesave-samninginn 16. febrúar árið 2011 með miklum meirihluta, en aðeins 16 þingmenn voru á móti honum. Munaði þar mestu um að Sjálfstæðisflokkurinn studdi stjórnina í málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Samrýmdist það EES-samningnum að miða við stöðu tryggingarsjóðsins við ákveðinn tímapunkt, þegar bankakerfið fór á hausinn, og miða við stöðu hans eins og hún var þá en ekki skuldbindingar? ■ Er það í samræmi við Evrópureglur að stofna nýja deild utan um trygg- ingarsjóð sem er óháð eldri skuldbindingum hans? ■ Var löglegt að setja Bretum og Hollendingum það skilyrði fyrir því að þeir fengju það fé sem tiltækt var í sjóðnum að þeir afsöluðu sér heildar- kröfunni í búið? Spurningarnar á mannamáli Tim Ward er virtur breskur lög- fræðingur. Hann var málflutnings- maður Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dóm- stólnum og fyrir það valdi breska tímaritið The Lawyer hann mál- flutningsmann ársins árið 2013. ➜ VerðlaunaðurKolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is DÝRAVERND „Dýraverndunarsjónar- mið eru fyrir borð borin með þessu atferli. Það er líka í þágu íslenskra hagsmuna að snúa baki við slíkum óvissuferðum Hvals hf. og virða vilja alþjóðasamfélagsins,“ segir Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins. Samtökin furða sig á því að Hval- ur hf. ætli að ögra alþjóðasamfé- laginu með hnattreisu með langreyð- arkjöt til Japans. Þetta kom fram í tilkynningu frá samtökunum í gær í kjölfar frétta af 1.700 tonnum af langreyðarkjöti til útflutnings um borð í skipinu Winter Bay sem ligg- ur nú við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Samtökin segja að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun með smyglvarning, sem fá ríki vilja nokkuð koma nálægt. „Það er litið á slíka verslun sömu augum og versl- un með fílabein,“ segir Sigursteinn. Hvalveiðar eru bannaðar sam- kvæmt ákvörðun Alþjóðahvalveiði- ráðsins frá 1982 og telur Alþjóða- dýravelferðarsjóðurinn ólíklegt að CITES-samningurinn sem Ísland hefur fullgilt, um alþjóðaversl- un með plöntur og dýr í útrýming- arhættu, muni samþykkja milli- ríkjaverslun með langreyðarkjöt. „Langreyðurin er á lista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt þeim samningi,“ segir Sigursteinn. „Skipið Alma sigldi síðasta vor með hvalkjöt í einn og hálfan mánuð mjög óhefðbundna leið og lagðist hvergi að bryggju fyrr en á áfanga- stað. Það sýnir skoðanir alþjóðasam- félagsins.“ - ngy Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun: Segja Hval hf. ögra alþjóðasamfélaginu WINTER BAY 1.700 tonn af langreyðar- kjöti eru um borð í Winter Bay. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KJARAMÁL Vonarglæta sem vaknaði fyrir um viku um að samningaviðræður væru loksins hafnar eftir nokk- urra mánaða setu BHM með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara varð að engu á samningafundi gærdagsins, segir Páll Halldórsson, formaður samn- inganefndar BHM. „Það er deginum ljósara að enginn samningsvilji er hjá ríkinu.“ Fyrir helgi sendi BHM frá sér fréttatilkynningu þar sem því var lýst yfir að verkfallsaðgerðir yrðu ekki hertar að svo stöddu. Í tilkynningu frá BHM í gær segir að sú ákvörðun hafi verið tekin í trausti þess að á næsta fundi með ríkinu yrðu tekin sýnileg skref í átt að lausn deilunnar. Það hafi ekki gengi eftir. „BHM hefur ítrekað verið tilbúið að ræða ýmsar leið- ir til lausnar en þrátt fyrir það hefur ríkið ekki fengist í þá vinnu af alvöru og það sýnt sig að þeir eru að bíða eftir að samið verði á almennum vinnumarkaði.“ Í til- kynningu BHM segir að með þessu sýni ríkið starfs- mönnum sínum vanvirðingu þar sem samningsréttur þeirra sé ekki virtur. „Stjórnvöld hafa að engu þau víðtæku áhrif sem verk- fallsaðgerðir starfsmanna þeirra hafa og virða að vett- ugi þá grafalvarlegu stöðu sem löngu er komin upp í samfélaginu. Þessi staða er algerlega á ábyrgð ríkis- ins,“ segir Páll. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni, sem fer harðnandi því Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins samþykkti í gær boðun ótímabundins verkfalls hjá Fjársýslu ríkisins frá miðnætti 2. júní næstkomandi. - sáp, aí FUNDUR Páll Halldórsson, formaður samninga- nefndar BHM, á samstöðu- fundi sam- takanna á Lækjartorgi 9. apríl síðast- liðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Enn einn árangurslaus fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins í gær: Segja vonarglætu að engu orðna SÁDI-ARABÍA Yfirvöld í Sádi- Arabíu auglýsa nú eftir átta starfsmönnum í aftökur sam- kvæmt frétt The Guardian. Þetta er gert til þess að svara aukningu í dauðarefsingum þar í landi. Engar hæfniskröfur eru settar sem skilyrði í auglýsingu um starfið. Síðastliðinn sunnudag var maður hálshöggvinn í Sádi- Arabíu og var það aftaka númer áttatíu og fimm á árinu. Sádi-Arabía er í hópi landa þar sem flestar dauðarefsingar eru framkvæmdar. - ngy Flestir aflífaðir fyrir morð: Sádar auglýsa eftir böðlum SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar meiri- hlutans í sveitarstjórn Mýrdals- hrepps segjast hafa fellt niður umdeilt ákvæði í ráðningarsamn- ingi nýs sveitarstjóra vegna and- stöðu minnihlutans. „Sveitarstjóri heldur reglulega fundi með meirihluta sveitar- stjórnar þar sem farið er yfir stöðu helstu mála sem eru á döf- inni hverju sinni,“ sagði í ákvæð- inu sem minnihlutinn gagnrýndi og hefur nú verið tekið út. Minni- hlutinn segir það til bóta en að öðru leyti sé afstaða þeirra til ráðningarsamningsins óbreytt. - gar Tóku tillit til minnihlutans: Sveitarstjórinn ekki á sérfundi KLAUSTUR Nýr sveitarstjóri hefur tekið til starfa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.is 21.–28. júlí. Fjórbýli með öllu inniföldu 116.500 KR. MALLORCA FERGUS TOBAGO Hótel á besta stað á Palmanova þar sem Magaluf og Palmanova mætast. Hægt er að ganga úr hótelgarðinum beint á ströndina. Fín sundlaug og lítil barnalaug. m.v. 2 fullorðna og 2 börn. 126.500 m.v. 2 fullorðna. Þeir sem b óka ferð til Mallorca í maí fá frítt fyrir alla fjölsky lduna í Aqualand, á meðan birgðir end ast. ALLTINNIFALIÐ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 E -E C 8 C 1 7 5 E -E B 5 0 1 7 5 E -E A 1 4 1 7 5 E -E 8 D 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.