Fréttablaðið - 19.05.2015, Page 6

Fréttablaðið - 19.05.2015, Page 6
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 KJARAMÁL Hækki laun allra hópa um meira en fjögur prósent í yfir- standandi kjarasamningum, um leið og kynntar yrðu til sögunnar skattkerfisbreytingar með hækk- uðum persónuafslætti sem færi stiglækkandi með auknum tekjum, þá myndu ráðstöfunartekjur allra hópa aukast. Þetta kemur fram í umfjöllun efnahagsritsins Vís- bendingar um eina mögulega útfærslu slíkra skattkerfisbreyt- inga. Í dæminu er gert ráð fyrir að skattleysismörk verði færð upp í 160 þúsund krónur á mánuði, skattprósentur yrðu óbreyttar frá því sem nú er, en persónuafsláttur- inn yrði breytilegur eftir tekjum. „Hækkun persónuafsláttar er mjög dýr aðgerð. Þess vegna hefur sú hugmynd verið sett fram að breyta afslættinum þannig að hann fari stiglækkandi með tekjum,“ segir í Vísbendingu. Lágtekjufólk myndi njóta hans að fullu, en hátekjufólk fengi engan persónuafslátt. „Með þessu móti fer breyting á afslættinum ekki til þeirra sem hæst hafa launin.“ Gert er ráð fyrir að fyrir tekjur undir 309.140 krónum verði per- sónuafslátturinn 59.680 krónur, sem samsvari 160 þúsund króna skattleysismörkum. „Afslátturinn fari svo jafnt lækkandi niður í núll við 1.200 þúsund krónur.“ Áhrifin eru sögð þau að skatt- ar þeirra sem lægst hafi launin lækki, en þegar komið sé í tekjur aðeins yfir millitekjum, sem nú séu á bilinu 350 til 400 þúsund krónur á mánuði, þá hækki skatt- byrðin. „Ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með um 200 þúsund krónur á mánuði myndu hækka um fjögur prósent við þessa breytingu, en ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með tekjur um 700 þúsund myndu lækka um nálægt þrjú prósent,“ segir í Vísbendingu. „Breytingin er fyrst og fremst tilfærsla á skatt- byrðinni frá þeim sem minnst hafa launin til hinna sem hafa meiri tekjur.“ Í Vísbendingu er tekið fram að tímaritið felli ekki um það nokk- urn dóm hvort leiðin sé snjöll eða heppileg. „Mat manna á því fer eflaust eftir því hvar menn lenda á tekjuskalanum, en persónuaf- sláttur af þessu tagi myndi jafna ráðstöfunartekjur í samfélaginu.“ olikr@frettabladid.is Skattbyrði millitekju- hópa gæti orðið meiri Hagstæð áhrif af hækkuðum persónuafslætti sem síðan færi stiglækkandi með auknum tekjum yrðu eðlilega mest hjá tekjulægstu hópunum. Í dæmi sem sett er upp í nýjasta hefti Vísbendingar má hins vegar sjá aukna skattbyrði millitekjuhópa. HJÁ SKATTINUM Miðað við breytingar á tekjuskattkerfinu sem teiknaðar eru upp í Vís- bendingu yrðu engar breytingar hjá fólki með um 400 þúsund krónur í mánaðarlaun, en þeir sem hefðu hærri tekjur greiddu meiri skatta eftir breytingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tekjur Skatthlutfall 0 - 142.153 kr. 0,00% 142.154 - 309.140 kr. 37,30% 309.141 - 836.404 kr. 39,74% 836.404 kr. og þar yfir 46,24% Persónuafsláttur er 50.902 krónur á mánuði, sem jafngildir skattfrelsi upp í 142.153 krónur. Heimild: Vísbending Tekjuskattkerfið BANDALAG HÁSKÓLAMANNA (BHM) Ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga | Stendur enn yfir Í DAG ER 43. DAGUR Í VERKFALLI FIMM ÞEIRRA: 1 Félag geislafræðinga Hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítal- ans. Ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku. 2 Félag lífeindafræðinga Áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítal- anum. Lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna land- búnaði. 3 Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala Koma að frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faralds fræði, tölfræði og kerfislíffræði. 4 Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala | ÞRI., MIÐ. OG FIM. Raskar starfi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða. 5 Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu Ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjald- þrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. ● Ljósmæðrafélag Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri Ótímabundið verkfall hófst 9. apríl. Verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Aðgerðir eru því á 41. degi. HAFA VERIÐ Í VERKFALLI FRÁ 20. APRÍL - 30. DAGUR 1 Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun Meðal annars áhrif á eftirlit með plöntu heilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd. 2 Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Mat- vælastofnun Raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum. 3 Dýralæknafélag Íslands Stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu. Uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við slátrun og einnig vegna innflutnings. Í PÍPUNUM: SGS: Verkfalli sem átti að vera í dag og á morgun hefur verið frestað til 28.-29. maí og ótímabundinni vinnustöðvun til 6. júní. Hjúkrunar- fræðingar: Ótímabundið verkfall hefst 27. maí. VR, LÍV og Flóabandalag: 28.-29. maí er verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum, 30.-31. maí er verkfall á hótelum, gisti- og baðstöðum, 31. maí-1. júní er verkfall í flugafgreiðslu, 2.-3. júní er verkfall hjá skipafélögum og í matvöruverslunum, 4.-5. júní er verkfall hjá olíufélögum, 6. júní hefst ótímabundið verkfall félagsmanna. VERKFALLSAÐGERÐIR Í GANGI SAMN- INGA- FUNDUR Björn Snæ- björnsson, formaður Einingar- Iðju og Starfs- greinasam- bandsins, ásamt Magnúsi Péturssyni ríkissátta- semjara í Karphúsinu í gær. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VILHELM „Þetta eru svakalegar aðgerðir. Venju- legt fólk áttar sig ekki á þessu. Það er tekin af okkur eina innkoman. Þetta er eins og hjá manni sem missir vinnuna og tekjurnar, en verður samt að vinna. Ef við förum ekki að selja blasir við gjaldþrot.“ Þetta segir Jón Magnús Jónsson, eigandi Ísfugls, sem var eini kjúklinga- framleiðandinn sem setti ekki ferskan kjúkling á markað um helgina. „Ég ákvað að bíða og rjúfa ekki samkomu- lagið við dýralækna í þeirri von að enn væri til friðsamleg lausn. Við höfum alltaf fengið undanþágu til að slátra þangað til síðastliðinn föstudag. Ég tek ekki afstöðu í verkfallsdeilunni en þetta er grafalvarlegt mál.“ Jón hefur slátrað um fimm til sjö þúsundum fugla á dag sem hafa verið frystir samkvæmt samkomulagi við dýralækna. „Ég hef verið að selja örlítið af eldri lager sem var til. Við erum hins vegar að vonast til að fá að selja það sem við höfum verið að frysta undan- farnar vikur. Við þurfum rekstrarfé. Það þarf að kaupa fóður og gera upp við bændur.“ Beiðni Ísfugls um slátrun var frestað í gærmorgun. - ibs REYNSLUSÖGUR ÁHRIF YFIRSTANDANDI AÐGERÐA Þetta eru svakalegar aðgerðir KJÚKLINGABÓNDI Jón Magnús Jóns- son, eigandi Ísfugls. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á ritstjorn@frettabladid.is. VEISTU SVARIÐ? 1. Hvaða bær á Íslandi stefnir að því að verða kolefnishlutlaus? 2. Hvaða þjálfun hafa börn í Vestur- byggð fengið á netinu? 3. Hvað heitir listakonan sem málar myndir á gamlar skófl ur? SVÖR: 1. Akureyri. 2. Talþjálfun. 3. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir VERKALÝÐSBARÁTTAN Nicotinell, lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Hætta skal alfarið reykingum meðan á meðferð með Nicotinell stendur. Upphafsskammtur skal ákvarðaður út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Verði vart við aukaverkanir þegar hærri styrkleiki er notaður skal íhuga að skipta yfir í lægri styrkleika. Meðferðarlengd er einstaklingsbundinn. Samtímis neysla á súrum drykkjum, eins og t.d. kaffi og sódavatni, getur minnkað frásog nikótíns í munni. Forðast skal þessa drykki í 15 mínútur fyrir notkun lyfjatyggigúmmís. Tyggja skal eitt stykki Nicotinell lyfjatyggigúmmí við reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stykki á sólarhring, þó ekki fleiri en 15 stykki af 4 mg lyfjatyggigúmmíi og 25 stykki af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Vegna eiginleika lyfjatyggigúmmís sem lyfjaforms getur nikótínþéttni í blóði verið mismunandi á milli einstaklinga. Því skal miða tíðni skammta við einstaklingsþörf, innan uppgefinna hámarksskammta. Tyggja skal eitt lyfjatyggigúmmí þar til finnst sterkt bragð. Lyfjatyggigúmmíið skal því næst hvíla á milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal byrja að tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mínútur. Í flestum tilfellum skal meðferðin standa í a.m.k. 3 mánuði. Eftir 3 mánuði skal draga smám saman úr notkun. Venjulega er ekki mælt með notkun Nicotinell lyfjatyggigúmmís lengur en í eitt ár. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Þeir sem reykja ekki og þeir sem hafa ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna eiga ekki að nota Nicotinell. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota Nicotinell ef þú: ert þunguð, með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi. Einstaklingar undir 18 ára aldri mega ekki nota Nicotinell nema að læknisráði. Nikótín sem er gleypt getur valdið versnun einkenna hjá sjúklingum sem eru með bólgu í vélinda, munni eða koki, magabólgu eða magasár. Einstaklingum með gervitennur, eiga við vandamál í liðamótum kjálka og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform en lyfjatyggigúmmí. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfjatyggigúmmíið. Athuga ber að lyfjatyggigúmmíið og munnsogstöflurnar innihalda natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321) sem getur valdið staðbundinni ertingu slímhúðar en sumar bragðtegundir innihalda að auki sorbitól (E420), maltitól (E965) eða aspartam (E 951) sem ekki allir mega taka. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér? Fæst í 6 bragðtegundum! NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 F -A D 1 C 1 7 5 F -A B E 0 1 7 5 F -A A A 4 1 7 5 F -A 9 6 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.