Fréttablaðið - 19.05.2015, Page 16
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Það er fátt rætt meira á Íslandi þessi miss-
erin en erfiðleikar yngra og efnaminna
fólks við að eignast eða leigja húsnæði við
hæfi.
Samtök iðnaðarins hafa lagt í umtals-
verða vinnu við að greina byggingar-
kostnað með það fyrir augum að leggja
til haldbærar tillögur til að lækka bygg-
ingarkostnað og auka framboð á smærri
íbúðum.
Tillögur SI eru tvíþættar. Í fyrsta lagi er
gert ráð fyrir lækkun opinberra gjalda og
skilvirkari stjórnsýslu gagnvart byggingar-
aðilum. Í öðru lagi eru lagðar til breyting-
ar á byggingarreglugerð til einföldunar og
aukinnar skilvirkni. Þessi atriði vega sam-
anlagt meira en 30% af byggingarkostnaði.
Lóðagjöld samsvara nú um 20% af bygg-
ingarkostnaði. Lækkun þeirra er því mikil-
vægur liður í heildarmyndinni. Aðrir liðir
eru smærri en hafa engu að síður mikil
áhrif. Um er að ræða kostnað sem SI telja
ýmist of háan eða óþarfan enda hafa ein-
staka kostnaðarliðir hækkað umtalsvert
síðastliðin ár, langt umfram það sem telja
má eðlilegar verðlagsbreytingar.
Að auki vilja SI benda á að gjaldskrár
sveitarfélaga, kröfur í deiliskipulagi af
ýmsum toga og fleiri atriði mynda ranga
hvata þannig að byggingaraðilar byggja
frekar stærri einingar en minni.
Tillögur SI til breytinga á byggingar-
reglugerð eru margþættar og miða að því
að einfalda byggingu fasteigna og auka
skilvirkni. Byggingarreglugerðin ætti að
grunni til að vera markmiðasett, þ.e. gefa
hönnuðum og framkvæmdaaðilum aukið
svigrúm til lausna, en ekki vera forskrifuð,
eins og hún er í dag. Umtalsverða breyt-
ingu þarf á bæði tilgangi reglugerðarinnar
og inntaki. Í því liggja mikil tækifæri til
lækkunar byggingarkostnaðar.
Miðað við útreikninga SI má ætla að
framangreindar breytingar geti leitt til
lækkunar byggingarkostnaðar að meðal-
tali um 4-6 milljónir króna á hverja íbúð af
stærðinni 80-120m². Samtökin trúa því stað-
fastlega að í þessu felist besta leiðin fyrir
stjórnvöld til að hafa marktæk almenn
áhrif á að stórir hópar í samfélaginu hafi
ráð á að eignast eigin íbúð eða leigja.
Það er fagnaðarefni að umhverfis- og
auðlindaráðherra og ýmsir aðrir aðilar í
stjórnmálum og stjórnsýslu hafa sýnt til-
lögum okkar mikinn áhuga. Verkefnið er
mikilvægt og varðar stóra hópa samfélags-
ins. Það eru kjarabætur í húfi. Því er brýnt
að hefjast handa strax.
Lækkum byggingarkostnað
og bætum kjör
BYGGINGAR
Almar
Guðmundsson
framkvæmdastjóri
SI
H E I L S U R Ú M
ROYAL
MAÍ TILBOÐ
ALEXA
(153x200 cm)
212.980 kr.
MAÍTILBOÐ
170.040 kr.
ROYAL ALEXA
153x200 cm 212.980 kr. - nú 170.040 kr.
180x200 cm 269.050 kr. - nú 215.240 kr.
Royal Alexa sameinar aðlögun þ rýstijöfnunarefnis
og tvöföldu pokagormakerfis 7. cm þr ýstijöfnunarefni
í toppnum, smápokagormakerfi í efra laginu sem aðlagast fullkomlega
að líkamanum. Yfirdýnan er einnig með steyptum hliðarköntum sem ge rir það
að verkum að svefn-flöturinn nýtist mun betur en ella.
Neðri gormarnir eru 17cm á hæð og alls 840 talsins. Efri eru hinsvegar 7,5cm.
og 609 að tölu. Þetta gerir það að verkum að lítil hreyfing er á milli svæða.
Þ
au sem fylgst hafa með stjórnmálum í einhvern tíma
þekkja orðið umræðu um þingsköp og breytingu á
þeim nokkuð vel. Svo virðist sem þingmenn séu allir
sem einn sammála um að betur megi fara þegar
kemur að þeim reglum sem þingið starfar eftir.
Reyndar er það þannig að það skiptir máli hvort þeir eru í
stjórn eða stjórnarandstöðu varðandi það hve mikla áherslu
þeir leggja á málið, eða hvaða breytingar þeir vilja sjá verða að
veruleika. En allir virðast þó vera sammála um að einhverju
verði að breyta.
Einn af vorboðunum sem
alltaf má treysta á er að allt fer
í hnút í þinginu, ásakanir um
málþóf koma fram frá meiri-
hlutanum og minnihlutinn
kvartar yfir valdníðslu og slæ-
legum undirbúningi. Það skiptir
engu hvaða flokkar skipa stjórn
eða stjórnarandstöðu; það er
jafn tryggt og að sólin rís að morgni að þessi tími kemur í hvert
sinn sem fer að styttast í þinglok. Og nú er hann runninn upp
enn á ný.
Að þessu sinni er staðan þó um margt nokkuð sérstök. Það
á ekki bara við það mál sem nú fangar athygli þingmanna,
rammaáætlun. Nógu sérstakt er það mál þó, ráðherra leggur
til að einn virkjanakostur verði færður úr bið- í nýtingarflokk
og þingnefnd bætir fjórum við. Forsætisráðherra dregur síðan
einn til baka í miðri umræðunni, meðan fagráðherrann hlustar
hlýðinn á. Nei, þetta er ekki það eina sérstaka. Mun athyglis-
verðara er sú staðreynd að nú situr ríkisstjórn með svo ríflegan
þingmeirihluta að það þarf að leita aftur til þess tíma þegar
Davíð Oddsson var forsætisráðherra til að finna annað eins.
Og hvernig hefur stjórnin nýtt sér þennan meirihluta? Jú,
með því að koma fáum málum til þingsins, þau eru seint á ferð
og taka umtalsverðum breytingum eftir að í þingið er komið án
þess að ráðherrar tali sérstaklega fyrir þeirri leið sem þeir þó
hljóta að hafa talið þá réttustu þegar frumvörpin þeirra voru
samin.
Hvað er eiginlega í gangi?
Í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í gærkvöldi mátti heyra
Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis, nefna það að mál
mættu koma fyrr fram. Það er ekki í fyrsta skiptið, hann hefur
höggvið í þann knérunn í þingsetningar og -frestunarræðum
í allan vetur. En ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, sem sitja í
umboði Alþingis, virðast ekki hlusta á þingforsetann.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins, var líka í Umræðunni í gær. Hún nefndi líka að mál
mættu koma fyrr fram frá ráðherrum. Hún benti þó réttilega á
að þetta væri ekki einungis gagnrýni á sitjandi ráðherra, sem
sumir hverjir eru samflokksmenn hennar, heldur á ráðherra
margra fyrri ríkisstjórna einnig. Svona hefur þetta alltaf verið,
því miður.
Það gengur hins vegar ekki lengur að velta sér upp úr því
hvort eitthvað sé reglulegt, aðrir hafi sýnt af sér sömu hegðun
áður og svona hafi þetta nú bara alltaf verið. Ef stjórnmála-
mönnum þessa lands er einhver alvara í því að bæta starfshætti
þingsins þá er nóg komið af djúpvitrum orðum sem í raun engu
skipta. Gerið þetta bara.
Ríflegur þingmeirihluti virðist ekki neinu skipta:
Hvað er í gangi?
Forgangur, ef tími vinnst til
„Húsnæðismálin fjögur eru hluti
af mínum forgangsmálum á þessu
þingi,“ sagði Eygló Harðardóttir í
Fréttablaðinu í gær. Tilefnið var sú
sérkennilega staða sem upp er komin
varðandi síðari tvö húsnæðisfrum-
vörpin, sem ekki hafa enn komið fram
á þingi. Það er nokkuð sérkennilegur
málskilningur hér á ferð. Forgangs-
mál eru þau mál sem viðkomandi
ætlar að leggja mesta áherslu á, ætlar
raunar að vinna þau svo þau gangi
framar öðrum málum, fái forgang.
Enn skringilegri verður málskiln-
ingurinn þegar næstu orð ráðherra
eru skoðuð: „… og vona ég því
að þau muni fá umfjöllun á
þinginu fyrir þinglok þótt þing-
fundadögum fækki stöðugt.“
Forgangsmál er ekki eitthvað
sem maður vonast til að hægt sé að
komast í, ef tími vinnst til. Það er
eitthvað sem frekar á við um ungling,
ef tími vinnst til frá tölvunni mun ég
taka til í herberginu mínu.
Eftirgangsmálin
Mun fremur ætti Eygló að segja að
þetta væri eftirgangsmál; hún ætlaði
þeim að koma fram á eftir öðrum
málum, raunar eftir að frestur til
að leggja fram ný þingmál er
löngu liðinn. Og hún ætlaði
einnig að ganga á eftir
samráðherrum sínum í
ríkisstjórninni um hvort
hún fengi ekki örugg-
lega að leggja
þessi stærstu mál
sín fram á yfir-
standandi þingi.
Tæknilegu atriðin
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra virðist nefnilega ekki mjög
áfram um að frumvörpin komi fram,
hann leggur allavega ekkert sér-
staklega mikið á sig til að svo verði.
Ráðuneyti hans vísaði öðru frum-
varpinu heim til föðurhúsanna og
lýsti því yfir að það kæmi trauðla aft-
ur fram. Bjarni talar reyndar eins og
það sé tæknilegt atriði, að ráðherra
fái frumvarp aftur í hausinn. Eftir
stendur þó það sem hann segir að
málið hefur ekki verið rætt í ríkis-
stjórn. Það bendir ekki til þess að
mikill vilji sé til þess að svokölluð
forgangsmál fái nokkurn
forgang yfir höfuð. Raunar
þvert á móti.
kolbeinn@frettabladid.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
E
-8
9
C
C
1
7
5
E
-8
8
9
0
1
7
5
E
-8
7
5
4
1
7
5
E
-8
6
1
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K