Fréttablaðið - 19.05.2015, Qupperneq 18
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 18
Það hefur væntanlega ekki
farið framhjá neinum að
auglýsingar lögfræðistofa
og fyrirtækja á þeim vett-
vangi eru að verða daglegt
brauð. Þar er oftar en ekki
verið að hvetja fólk til þess
að skoða rétt sinn vegna
slysa sérstaklega og á það
við um bæði umferðar-,
frítíma- og vinnuslys. Ekki
ætla ég að hafa sérstaka
skoðun á því hvort það er
góð eða slæm þróun, en
ljóst er á umfangi og fjölda
þeirra stofa sem gera út á slíka
þjónustu að hún hlýtur að borga
sig, eða hvað?
Einhver sagði að þessi þróun
byggði á offramboði lögfræðinga
en í Lögmannablaðinu árið 2013
var grein sem bar yfirskriftina
„Blikur á lofti í atvinnuhorfum
lögfræðinga“ en í þeirri grein
kemur fram að á sama tíma og
150 útskrifuðust úr meistaranámi
á ári voru 70 skráðir á atvinnu-
leysisskrá og hefur ástandið farið
versnandi ár frá ári undanfar-
ið hvað þetta snertir. Mjög mikið
er um gylliboð í slysabransanum,
ókeypis ráðgjöf er oft auglýst af
hálfu þessara aðila með von um
hag ef bætur nást út úr máli við-
komandi einstaklings. Það er gott
að verið sé að passa hagsmuni
fólks og er ég mjög hlynntur því,
en ég vil nota tækifærið og benda
á nokkrar staðreyndir í tengslum
við mál af þessum toga.
Nú er það svo að þegar einstak-
lingur slasast hefur hann ákveð-
in réttindi sem nauðsynlegt er að
fylgja vel eftir og tengjast skil-
málum trygginga, kjarasamningi
viðkomandi og frekari þáttum. Við
slys er ferlið yfirleitt þess eðlis að
hin læknisfræðilega nálgun er í
forgrunni og aðstoð við einstak-
linginn að komast aftur til heilsu.
Slíkt gengur þó því miður ekki
alltaf eftir, þá vitum við líka að
bataferli geta verið mismunandi
löng. Það fer eftir eðli áverka,
meðferðarmöguleikum
og ýmsu fleira. Almenna
reglan er sú að reynt er
að átta sig á stöðugleika-
punkti vanda viðkomandi
sem oftar en ekki er að ári
liðnu eftir slys eða jafnvel
lengur.
Ákveðin eðlileg töf
Þetta þýðir að það verður
ákveðin eðlileg töf á áliti
læknis eða vottorði um
heilsufar einstaklings í kjöl-
far slyss þegar verið er að
meta afleiðingar þess. Oft er beiðnin
send á heimilislækni eða þann lækni
sem hefur borið ábyrgð á meðferð-
inni sem ritar fyrsta vottorð, í fram-
haldi þarf svo að gera frekara mat
sem fer fram t.d. á vegum trygging-
arfélaga þar sem iðulega er um að
ræða matsgerðir læknis og lögfræð-
ings til að meta miska viðkomandi,
örorkustig og fleira. Þessar beiðn-
ir um vottorð hafa undanfarin ár
farið að berast fyrr en ella og jafn-
vel nokkru áður en mögulegt er að
meta langtímaáhrif. Læknum hefur
þótt það sérkennilegt, en talsvert
er gengið á eftir þessum vottorð-
um enda um hagsmuni bæði skjól-
stæðinga og lögmanna viðkomandi
að ræða. Ákveðinnar óþolinmæði
gætir þess vegna, en öllum er ljóst
að mönnunarvandi blasir við í heil-
brigðiskerfinu og þessi mál njóta
ekki forgangs þar.
Þessi kerfislægi vandi gerir það
að verkum að þessi vottorð eru
oftsinnis unnin utan hefðbundins
vinnutíma, en flestir læknar eru
sammála því að álag vegna slíkra
mála hefur aukist undanfarin ár.
Það dylst engum réttur sjúklinga í
þessu efni, sem er skýr að lækni er
skylt að rita vottorð sem beðið er um
af hans hálfu og reyna læknar að
verða við því eftir fremsta megni.
Umræða mikilvæg
En að mínu mati, vegna aukins
álags og hraða af ofangreindum
orsökum, er í auknum mæli óskað
eftir útprentun úr sjúkraskýrslum
einstaklinga í stað vottorðs. Nú er
það svo að lögfræðingur skjólstæð-
ings fær umboð til að leita gagna
sem við koma því máli sem hann
flytur fyrir skjólstæðing sinn.
Þegar læknir ritar vottorð vegna
umferðarslyss svo dæmi sé tekið
fer hann yfir gögn í sjúkraskrá sem
tengjast því máli og tekur afstöðu
til fyrra og núverandi heilsufars
en lætur óviðkomandi atriði liggja
á milli hluta.
Þarna er verið að verja einka-
líf skjólstæðings, enda geta önnur
veikindi verið afar persónuleg og
ekki á nokkurn máta verið eðli-
legt að lögfræðingur hafi innsýn
í þau eins og til dæmis geðsjúk-
dóma, fóstureyðingar, kynsjúk-
dóma, krabbamein eða annað slíkt
þegar hann er að leita eftir upp-
lýsingum vegna meðhöndlunar
við bakáverka eftir umferðarslys.
Í mörgum tilvikum er umboð ein-
staklinga til lögfræðings óskýrt
hvað þetta varðar og ættu læknar
almennt ekki að prenta út sjúkra-
skrá einstaklings og senda lög-
fræðingi hans nema með sérstöku
samþykki sjúklings. Mín skoðun er
reyndar sú að ekki eigi að prenta út
sjúkraskrá og senda frá sér vegna
mála sem þessa, heldur rita vottorð
þó það taki lengri tíma.
Mikilvægt er að taka umræðu
um þessi mál og að almenningur
átti sig á því hvað er verið að undir-
rita og þá er ágætt að miðla því til
bæði lækna og lögfræðinga að þeir
finni ásættanlega lausn sem trygg-
ir afgreiðslu mála og hagsmuni
sjúklinga sem best.
Lögmaðurinn eða læknirinn þinn?
Undanfarið hefur mikið
verið rætt um láglauna-
stefnuna sem rekin hefur
verið á Íslandi frá ómuna-
tíð. Samstöðuhreyfing lág-
launastefnunnar á marga
formælendur úr röðum
atvinnurekenda og stjórn-
enda á ýmsum stigum sam-
félagsins. Atvinnurekand-
inn í litla fyrirtækinu segir
það munu ríða fyrirtækinu
að fullu ef laun hækka. Á meðan
segir Seðlabankinn verðbólgu-
drauginn síðar munu ríða bagga-
muninn og gefa þegar vonlausri
stöðu nýjan blæ af ömurleika. Sem
er alveg ferlegt að hugsa til. Þá er
ógleymdur stjórnar formaðurinn í
ónefndri undirstöðugrein efnahags-
lífsins – segjum bara fiskvinnslu –
sem segir hluthafaflótta óumflýj-
anlegan, ef í slíkar aðgerðir yrði
ráðist. Sem er líka ferlegt að hugsa
til.
Þetta er því hálfgerð pattstaða, í
mínum augum. Enginn getur gert
neitt, og enginn gerir það.
Allir eiga þeir samúð mína, þó
mismikil sé.
Stytting vinnudagsins gæti verið
lausn.
Stytting vinnudagsins úr hinum
hefðbundnu 8 tímum í til dæmis 5
tíma gæti opnað ýmsa möguleika.
Ef aðili A – segjum bara Jóhann
– sem vinnur hjá virtu fyrirtæki í
undirstöðugrein efnahagsins –segj-
um bara fiskvinnslu – myndi vinna
5 tíma vinnudag í staðinn fyrir 8
eða 10, liti dæmið öðruvísi út. Að
loknum vinnudegi væri orðinn til
tími sem nýta mætti með ýmsum
hætti. Jóhanni gæfist tími til að
vinna meira og vinna sér inn meiri
peninga. Til dæmis við þrif eða sölu
Herbalife.
Þeir sem vel geta unað
við mánaðarlaun sín þurfa
ekki að vinna meira. Þeir
gætu jafnvel byrjað að
stunda áhugamál sín af
kappi. Hugsið ykkur, ef
fjármálastjóri í virtu fyrirtæki
gæti farið á leiklistarnámskeið kl.
3 og verið kominn heim til að elda
mat kl. 5!
Jóhann, aftur á móti, gæti þurft
að vinna 8-9 tíma á dag. En ef það
er með það að leiðarljósi að börnin
hans þurfi ekki að alast upp á róló
utan skipulagðrar dagskrár leik-
skólanna, hlýtur að vera hægt að
finna flöt á því.
Það eina sem stæði út af borð-
inu væri að rafvæða skattkorts-
kerfið. Sem er náttúrulega löngu
tímabært, ef út í það er farið. Allt
á pappír yrði ferlegt maus í þessu
kerfi.
Vandamál gæti orðið með opn-
unartíma þjónustuaðila. En ég tel
það einnig orðið löngu tímabært að
taka þá til endurskoðunar líka. Það
kemst enginn í bankann milli 9 og
4! Það eru allir í vinnunni!
Það sem þetta í raun fjallar um.
Það hlýtur að vera flestum ljóst
að glaður starfsmaður er betri
starfskraftur en óhamingjusamur.
Þeir eru ólíklegri til að fara í verk-
fall, ólíklegri til að stunda óheiðar-
leika í vinnu sinni og framleiðni
þeirra er að öllum líkindum meiri.
Áhyggjur af afkomu eru þránd-
ur í götu gleðinnar, sama hversu
oft við kyrjum að hamingjan komi
innan frá.
Stytting vinnudags-
ins og jákvæðar
afl eiðingar hennar
ATVINNULÍF
Ingi Vífi ll
launamaður
➜ Það kemst enginn
í bankann milli 9
og 4! Það eru allir í
vinnunni!
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Teitur
Guðmundsson
framkvæmdastjóri
CEO
➜ Mjög mikið er um
gylliboð í slysabransanum,
ókeypis ráðgjöf er oft aug-
lýst af hálfu þessara aðila
með von um hag ef bætur
nást út úr máli viðkomandi.
Frú forseti
Eftir átta ára valda-
tíð demókrata þá
hefði maður haldið
að repúblikan-
arnir væru klárir
með sitt næsta
forsetaefni en
þeim hefur ekki enn tekist að
finna sigurstranglegan kandídat
og allt virðist stefna í að þeir
tefli fram þriðja runnanum, Jeb
Bush.
Þannig að allar líkur eru á
að það verði aftur demókrati í
Hvíta húsinu en enginn hefð-
bundinn demókrati heldur
Clinton, Hillary Clinton með
fyrrverandi forsetann Bill
Clinton sér við hlið. Hver
hefði geta séð þetta fyrir eftir
Monicu Lewinsky hneykslið á
sínum tíma? Þegar forsetinn
gerði heiðarlega tilraun til að
breyta skilgreiningunni á kynlífi
og sagði þessa ógleymanlegu
setningu „I did not have sex
with that woman“ án þess að
farið sé nánar út í það „smá-
atriði“.
Það getur hins vegar varla
verið tilviljun nú 16 árum
seinna að Monica Lewinsky sé
að skjóta upp kollinum vegna
TED fyrirlesturs sem hún hélt
nýverið. Það læðist að manni sá
grunur að nú eigi að reyna að
grafa undan forsetaframbjóð-
andanum með því að draga upp
þetta gamla mál en það þarf
eflaust meira til að fella Hillary.
Konan er búin að standa ansi
margt af sér, Lewinsky málið
var eitt, annað er að hafa verið
60 ára og tilbúin til að taka
við forsetaembættinu og tapa
útnefningunni og þurfa svo að
bíða í 8 ár til að eiga annan
séns í forsetann.
http://www.deiglan.is
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
AF NETINU
Kirkjusandur - frumhugmynd að
deiliskipulagi
Vesturbugt - skipulagshugmynd
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
F
-4
F
4
C
1
7
5
F
-4
E
1
0
1
7
5
F
-4
C
D
4
1
7
5
F
-4
B
9
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K