Fréttablaðið - 19.05.2015, Page 26
19. MAÍ 2015 ÞRIÐJUDAGUR4 Eurovision 2015
Hin 22 ára María Ólafsdóttir
er fulltrúi okkar Íslendinga í
Eurovision í ár. Hún lýsir sjálfri
sér sem rólegri, feiminni og
hlédrægri stúlku sem njóti sín
best á sviði. Söngur er hennar
líf og yndi og hún segist vart
geta beðið eftir að fá að syngja
fyrir alþjóð. Hana hefur dreymt
um að fá tækifæri til að taka
þátt í keppninni frá því hún
var sex ára gömul. Tilfinningin
sem fylgdi því að stíga á sviðið
í fyrsta sinn hafi því verið mjög
sérstök.
María bjó fyrstu ár ævi sinnar á
Blönduósi en sjö ára gömul flutti
hún í Mosfellsbæ. Hún gekk í
Verzlunarskólann og þaðan lá leið
hennar í Kennaraháskóla Íslands.
Hún tók sér frí frá kennaranám-
inu vegna keppninnar og hefur enn
ekki ákveðið hvort náminu verði
fram haldið.
„Líf mitt er á krossgötum í
augnablikinu og ég ætla að taka
mér góðan tíma eftir þetta ævin-
týri til að ákveða mig með fram-
haldið. Þetta hefur allt verið svo
óvænt og ég get í augnablikinu ekki
hugsað lengra en Eurovision,“ segir
María. Hún bætir við að keppnin
hafi þegar opnað henni fjölmargar
dyr og vonast til að fá fleiri tæki-
færi til að syngja og leika en hún
hefur látið töluvert að sér kveða í
leikhúsum undanfarin ár.
LÍTIÐ EINKALÍF
María segir lífið hafa breyst á
örskotsstundu eftir sigurinn í
Söngvakeppni sjónvarpsins. „Mitt
persónulega líf hefur breyst þar
sem allt í einu þekkja mig allir og
ég ræð mér ekki alveg sjálf leng-
ur. Ég fór úr því að lifa mjög miklu
einkalífi yfir í að allt í einu vita
allir allt um mann. Svo ég þarf að
hafa fyrir því að halda persónuleg-
um hlutum fyrir mig. Mjög marg-
ir hafa skoðanir á því sem ég er að
gera,“ segir hún. María segir það
þó ekki einungis bundið við Ísland
því úti í Vín virðast flestir kann-
ast við hana. „Hér úti eru allir að
mynda mann og með útprentaðar
myndir af mér hvar sem ég kem.
Þetta er skrítið en vonandi venst
ég því.“
Hún segist jafnframt finna fyrir
mikilli ábyrgðartilfinningu og
finnst mikilvægt að vera góð fyr-
irmynd. „Börn herma mjög mikið
eftir þekktu fólki, eins og ég sjálf
hermdi mikið eftir Birgittu Hauk-
dal á sínum tíma. Þess vegna skipt-
ir miklu máli hvernig fólk eins og
ég hagar sér og kemur fram við
annað fólk.“
BLAÐAMENNIRNIR ÁGENGIR
Dagskrá Maríu í Vínarborg er þaul-
skipulögð frá morgni til kvölds.
Dagurinn er tekinn snemma og
honum lýkur seint. Hún hefur því
lítinn tíma fyrir sjálfa sig. Sem
dæmi má nefna að hún gleymdi að
borða fyrir fyrstu æfinguna á stóra
sviðinu og endaði í blóðsykursfalli.
Öllum blaðamannaviðtölum þurfti
því að aflýsa þann dag. „Þegar ég
kom út og sá hvað allt er stórt og
hvað blaðamennirnir eru ágengir
þá fékk ég smá sjokk,“ segir hún.
NÝFUNDIN ÁST
María segist hafa orðið vör við
gagnrýni en lætur það lítið á sig
fá. Hún sé með fagfólk allt í kring-
um sig sem gefi henni góð ráð. Það
hafi gagnast henni mikið. Fjöl-
skylda hennar standi einnig þétt
við bakið á henni. Þá verður kær-
asti hennar henni einnig til halds
og trausts. Honum kynntist hún ný-
verið en það er Gunnar Leó Páls-
son trommari. „Við spilum stund-
um saman og stefnum að því að
gera meira,“ segir hún.
Tilhlökkunin er mikil að sögn
Maríu því gamall draumur er að
rætast. „Mig hefur dreymt um að
standa á þessu stóra sviði síðan ég
sá Selmu árið 1999, þegar ég var
sex ára. Það var því mjög sérstök
tilfinning að standa á sviðinu á æf-
ingu.“
Hún vonast til að fá að kynnast
öðrum listamönnum í keppninni
og segist ætla að nýta þetta stóra
tækifæri sem best. „Einnig ætla ég
að njóta mín á sviðinu því þetta er
tækifæri sem ég mun geyma sem
minningu um alla ævi,“ segir hún,
glöð í bragði.
Lífið á krossgötum í augnablikinu
Pálmi Ragnar Ásgeirsson, einn laga-
höfunda Unbroken, segir tilhlökkun-
ina fyrir keppninni mikla. Stress hafi
lítið gert vart við sig enda María
öruggur flytjandi.
„Við erum flest í hópnum að gera
þetta í fyrsta skipti, þannig að við
erum eiginlega bara spennt að fá að
upplifa alla stemninguna í kringum
þessa keppni. Það er búið að segja
okkur svo margt og miðað við það
sem ég hef heyrt þá á ég von á að
maður detti inn í einhverja allt aðra
veröld,“ segir Pálmi.
Hann segist ekki vilja spá fyrir um
gengi lagsins, en vonast til að það
komist upp úr undankeppninni. „Við
förum út með núll væntingar. Við
ætlum fyrst og fremst að hafa gaman
og gera þetta vel, allt annað er bara
bónus.“
Lagið Unbroken er sem fyrr segir
samið af Pálma og félögum hans í
StopWaitGo. Þeir hafa látið mikið að
sér kveða í íslensku tónlistarlífi og
stefna hátt. Lagið sníða þeir sérstak-
lega að tónlistarmönnunum sjálfum,
líkt og í tilfelli Maríu.
„Við höfum þekkt Maríu lengi. Við
vildum sýna hvað hún gæri góð söng-
kona en það þarf að sníða lögin þannig
að söngvararnir skíni og það var það
sem við lögðum upp með í þessu lagi.
Við vildum sýna hvað í henni býr og
löngu flottu power-nóturnar hennar
og það var það sem við höfðum í huga
þegar við sömdum lagið,“ segir Pálmi.
Textinn er hádramatískur. Hann
fjallar um sambandsslit og ástarsorg
sem þeim fylgir en aðspurður segir
Pálmi þá ekki hafa sótt í þeirra eigin
reynslubanka. Textinn sé þó eitthvað
sem flestir tengi við.
„Þetta er í raun bara einhver
inspírasjón sem stundum kemur til
manns. Stundum kemur það ekki
en þarna gerðist það. Við búum í
Bandaríkjunum og lagið var þar af
leiðandi samið þar en það eina sem
við lögðum upp með í þessu lagi
var trommutakturinn; hljómarnir og
takturinn og í kjölfarið fórum við í það
að finna hvaða orð pössuðu þar inn í.“
Þá segist Pálmi hafa mikla trú á
Maríu. „Hún verður stórkostleg eins og
alltaf. Hún mun hljóma vel og standa
sig frábærlega á sviðinu,“ segir hann.
Allt annar heimur blasir við
María segist finna fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu.
Pálmi Ragnar er einn af þeim sem bera ábyrgð á Eurovision-laginu í ár. Hér er hann
ásamt hópnum.
„Við höfum alltaf lagt upp með það á þessu heimili að leggja okkur fram
og gera okkar besta og sættum okkur svo við hverju það skilar. María
hefur alltaf haft gaman af leiklist, söng og dansi og maður áttaði sig fljótt
á því hversu fær og hæfileikarík hún væri. Þetta er hennar áhugamál og
bara lífið hennar,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu.
Anna segist ekki ætla að gera sér neinar væntingar og ætlar þess í stað
að fylgjast stolt með á hliðarlínunni og njóta. „Þetta er tækifæri og áskorun
fyrir hana að takast á við. Mér líst ljómandi vel á þetta og bara orðin
spennt,“ segir hún og bætir við að hún hafi fulla trú á dóttur sinni. María
verði sem áður með einlægnina að leiðarljósi.
„Hún er svo góð manneskja og er jafnfalleg að utan og innan en það
eru ekki allir sem hafa það. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd
og það er þessi einlægni og heiðarleiki sem María hefur til að bera sem ég
held að muni skila henni miklu,“ segir Anna, en hún og nánasta fjölskylda
eru nú stödd í Vín með Maríu.
Með einlægnina að leiðarljósi
NÆRANDI ÞÆTTIR
Á NÝJU VEFSVÆÐI VÍSIS
Fylgstu með þessum fróðlegu örþáttum á
visir.is/heilsuvisir.
Vísir.is er hluti af
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
F
-D
9
8
C
1
7
5
F
-D
8
5
0
1
7
5
F
-D
7
1
4
1
7
5
F
-D
5
D
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K