Fréttablaðið - 19.05.2015, Side 44

Fréttablaðið - 19.05.2015, Side 44
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 AUÐVELDARI GERÐU VINNUNA CITROËN SENDIBÍLAR. HAGKVÆMIR, ÁREIÐANLEGIR OG Á GÓÐU VERÐI. Citroën Nemo 2.550.000 kr. m. VSK 2.056.452 kr. án VSK Citroën Berlingo 2.950.000 kr. m. VSK 2.379.032 kr. án VSK Citroën Jumpy 3.890.000 kr. m. VSK 3.137.097 kr. án VSK NÝR Á ÍSLANDI KYNNTU ÞÉR FRÁBÆRA VIÐBÓT VIÐ STERKA SENDIBÍLALÍNU CITROËN. Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Brimborg er stærst í sölu atvinnubíla á Íslandi. Veldu traust umboð með einstöku þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota. 15á ra afmæli Citroën Nýir og notaðir bílar: Söludeild er opin alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Skoða ðu citroen.is Næstkomandi föstudag verður opnuð í Listasafni Íslands sýningin SAGA Þegar myndirnar tala. All- sérstæð sýning á verkum íslenskra listamanna sem var fyrst sýnd í Kunsthalle Recklinghausen og heldur héðan í Samtímalistasafnið í Tallinn í Eistlandi. Halldór Björn Runólfsson er annar tveggja sýn- ingarstjóra og hann segir þetta verkefni hafa í raun hafist fyrir um tveimur árum. „Það er hald- in gríðarlega stór leiklistarhátíð á hverju sumri þarna í Reckling- hausen og safnið þar hefur verið samhliða með þematískar sýning- ar á hverju ári. Að þessu sinni var leitað til okkar með að taka virk- an þátt í sýningunni. Við settumst yfir þetta ásamt Norbert Weber sýningarstjóra frá þeim og vorum almennt á því að fara ekki þessa hefðbundnu landslagsnálgun frá Íslandi. Við ákváðum að fara frek- ar þá leið að verkin segðu sögu og út frá því fórum við að velja inn listamenn. Þetta er í raun mynd- list sem segir frá.“ Halldór Björn segir að þessi nálgun geri sýninguna óneitanlega nokkuð sérstaka og fjölbreytta í senn. „Þarna er til að mynda að finna eitt af öndvegisverkum Kjarvals, magnað frásagnarverk sem safnið eignaðist fyrir tveim- ur árum. Þetta er verk sem kallast Lokasenna og segir frá því þegar Loki mætir í veislu til guðanna og hleypir þar öllu í bál og brand með slúðri og stælum. Svo er reyndar eitt verk eftir þýskan listmálara og er það elsta málverkið sem til er af Þingvöllum málað árið 1862. Við erum reyndar með stóra ljós- myndaprentun af frumverkinu sem er stórt og viðkvæmt fyrir ferðalög. En það er eftir þýskan málara að nafni Johann Heinrich Hasselhorst sem var hér á ferð og hitti Sigurð málara og varð mjög uppnuminn af samtali við hann. Sigurður sagði honum frá Þing- völlum og þar með var hann rok- inn af stað en þetta er einn þekkt- asti 19. aldar málari Þýskalands. En svo erum við nú aðallega í nútímanum. Erum með frábært verk eftir Hrafnkel Sigurðsson. Rokkverkið Mercy eftir Ragnar Kjartansson. Gabríela Friðriksdótt- ir er með risastórt verk – magnaða innsetningu. Hulda Hákon og Ólaf- ur Elíasson eru bæði með leiftrandi skemmtileg verk sem segja sögur úr efnahagshruninu, og svo mætti lengi telja enda eigum við Íslend- ingar ógrynni af frábærum mynd- listarmönnum.“ Halldór Björn fer fögrum orðum um íslenska myndlistarmenn í dag og því er ekki úr vegi að forvitnast um afstöðu hans til þeirra þungu orða sem myndlistarrýnir RÚV lét falla frá Feneyjum í síðustu viku. „Mér finnst þetta nú gróf- lega ályktað og hrekk við þegar ég heyri svona lagað. Því miður komst ég ekki til Feneyja í ár en hef eins og aðrir reynt að fylgjast með og skoða úr fjarska. Mér sýn- ist moska Christophs Büchel gott verk en það gefur þó ekkert tilefni til þess að láta falla svona hroka- fullan sleggjudóm. Ég ætla bara að líta á þetta sem einhvern bölvaðan misskilning. Ég vil frekar hvetja fólk til þess að koma hingað á Listasafn Íslands og sjá allt það góða sem íslensk myndlist hefur að bjóða. Þegar sýningin SAGA verður opnuð þá byrja myndirnar að tala.“ magnus@frettabladid.is Myndir segja sögur Halldór Björn Runólfsson er annar sýningarstjóra SAGA Þegar myndirnar tala. Hann fer fögrum orðum um íslenska myndlist og lítur á harðorða gagnrýni myndlistarrýnis RÚV á íslenska listamenn sem einhvern bölvaðan misskilning. LOKASENNA Halldór Björn með verk Kjarvals þar sem segir frá uppnáminu sem Loki olli í veislu guðanna með slúðri og vitleysisgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INNSETNING Halldór Björn við verk Gabríelu Friðriksdóttur sem er á meðal fjöl- margra nútímaverka í sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 E -E C 8 C 1 7 5 E -E B 5 0 1 7 5 E -E A 1 4 1 7 5 E -E 8 D 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.