Fréttablaðið - 19.05.2015, Blaðsíða 54
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 34
MORGUNMATURINN
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson
hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ
SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan
Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar
Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
FA
S
TU
S
_H
_3
3.
05
.1
5
Fastus ehf., - Velkomin í verslun okkar. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Resorb Sport
Fæst í fjölmörgum apótekum
Stærsti fasteignavefur landsins
fasteignir.is
„Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að
vera neitt of hressir en nýja lagið er samt
mjög hresst,“ segir Magnús Trygvason Elias-
sen, trommuleikari hljómsveitarinnar Moses
Hightower. Sveitin sendir í dag frá sér fyrsta
smáskífulagið af væntanlegri plötu sveitar-
innar en lagið ber nafnið Snefill.
Moses Hightower hefur að undanförnu
unnið af kappi í hljóðveri við að hljóðrita
nýja plötu en gert er ráð fyrir að hún komi
út í haust. „Það eru einhver þrjú eða fjögur
lög svo gott sem tilbúin en við ætlum að
reyna að klára allar upptökur í ágúst eða
september,“ svarar Magnús spurður út í
nýju plötuna.
Allir meðlimir sveitarinnar eru einnig
önnum kafnir í öðrum verkefnum og því oft
erfitt að koma mönnum saman. „Við ætlum
okkur samt að reyna að spila svolítið í lok
sumars. Það er gaman að geta komið út lagi
á þriggja ára fresti,“ bætir Magnús við og
hlær.
Fyrir hefur hljómsveitin gefið út tvær
breiðskífur, Búum til börn árið 2010 og Aðra
Mósebók árið 2012. „Við erum svo sannar-
lega að bregða aðeins út af vananum í nýja
efninu. Þetta nýja efni er svolítið hresst.
Ég er allavega að fíla þetta,“ segir Magnús
léttur í lundu. Hægt verður að nálgast lagið
á helstu tónlistarveitum internetsins. - glp
Óvenju hress smellur kominn út frá Moses
Hljómsveitin Moses Hightower sendir frá sér fyrsta smáskífulagið í þrjú ár. Ný plata er væntanleg í haust.
NÝ SMELLUR Moses Hightower stefnir á að klára nýja
plötu fyrir haustið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Nú hugsa ég meira um mat og
borða minna eftir matarhreinsunina.
Ég fæ mér glútenlausan hafragraut
með heimalagaðri möndlumjólk,
bláberjum og mórberjum. Svo smá
hampfræ og kókosflögur.“
Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur
„Mig eiginlega bara langaði að
gera eitthvað klikkað,“ segir
Marólína Fanney Friðfinnsdóttir,
sem hefur verið með „smiley“, eða
bros-bling, síðan í lok síðasta árs.
„Margar af vinkonum mínum
eru með þetta og margar í viðbót
sem ég veit að langar í svona,“
segir hún og bætir við að hún telji
áhugann vaxandi meðal stelpna.
„Ég hef ekki séð neinn strák með
svona,“ skýtur hún að.
Marólína segir einn helsta kost
þess að fá sér „smiley“ vera hve
auðvelt er að stjórna sýnileika
skartsins. „Ég nota stálpinna,
sem er byrjunarpinninn, en mun
svo skipta yfir í plastpinna síðar,“
svarar hún aðspurð um ótta við
áhrif á tannheilsuna.
Marólína segist ekki finna fyrir
lokknum þannig séð, hvorki þegar
hún borðar né burstar tennnur.
„Mér finnst þetta bara töff og
langaði í einhverja breytingu. Það
er auðvelt að fela þetta ef maður
kærir sig um það,“ segir hún en
undirstrikar að ætli stelpur sér
að fá sér svona skuli þær fara á
stofu. „Alls ekki vera að baksa
við þetta sjálfar, það gæti stút-
að á ykkur vörinni.“
Vont að bursta
„Mér fannst ekkert vont að fá
mér gatið, myndi segja svona
tíu sinnum minna vont en að
bíta fast í tunguna,“ segir
Elín Ásta Finnsdóttir.
Hún hefur þó þurft að
taka sinn pinna úr. „Ég var
alltaf svo aum þegar ég
tók pinnann úr og það var
vont að bursta tennurn-
ar og svoleiðis,“ útskýrir
Elín, sem þykir þó „smi-
ley“ verulega smart og
því svekkjandi að geta ekki
nýtt gatið.
Elín tekur undir með Mar-
ólínu og segist geta ímyndað
sér að „smiley“ verði vin-
sælt vegna þess hve auðvelt
er að stjórna hversu áber-
andi það er.
„Mér finnst satt að segja
sjálfri töluverðir fordómar
fyrir svona götunum, fullorð-
ið fólk og foreldrar eru oft með
athugasemdir,“ segir hún og bætir
við að þó sé greinilegt að fólk sé
að verða opnara fyrir svona
götunum.
gudrun@frettabladid.is
Mögulega tannskemm-
andi tíska í gangi
Ungum konum þykir nú eft irsóknarvert að skarta svokölluðu „smiley“, þar sem
húðfl ipinn milli efri varar og tannholds er gataður. Tannlæknir varar við æðinu.
MEÐ PINNANN Elín Ásta varð að losa
sig við pinnann og ekki leið ekki á löngu
áður en gatið var gróið saman.
TREND Írena Ösp Daníelsdóttir segist
sjá sífellt fleiri stelpur með „smiley“ og
fær margar spurningar. Hún segir Face-
book loga af forvitni um þessar mundir.
„Við mælum alls ekki með þessu. Lokkur sem nuddast við tennurnar hefur
eyðileggjandi áhrif á glerunginn til lengri tíma litið,“ segir Hallfríður Gunn-
steinsdóttir tannlæknir. Hún segir stálpinnana
hættulega glerungnum, og það sé mýta
að tala um að plastpinnarnir séu
hættulausir þótt þeir séu skárri.
Hallfríður segist ekki hafa fengið
mörg tilfelli inn á borð til sín þar
sem „smiley“ sé farið að hafa
slæm áhrif, enda um nokkuð
nýja tísku að ræða. Hins vegar
hafi hún mikla reynslu af
pinnum í tungum sem hafi
haft afar slæmar afleið-
ingar, svo sem tannbrot og
fleira. „Svona aðskotahlut-
ir hafa alltaf afleiðingar á
tennurnar okkar, þó svo
þær komi ekki endilega í
ljós strax.“
➜ Sérfræðingur segir:
ÖÐRUVÍSI Marólína sér
ekki eftir neinu og er afar
sátt með sitt skart. Hún
hefur ekki miklar áhyggjur af
glerungnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
E
-B
B
2
C
1
7
5
E
-B
9
F
0
1
7
5
E
-B
8
B
4
1
7
5
E
-B
7
7
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K