Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 2

Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þrír hrafnsungar biðu rólegir eftir foreldrum sínum í hrafnslaupi sem er fyrir ofan áhorfendur á Laugardalsvelli. Ungarnir virtust njóta lífsins þegar A-landslið karla kom saman í gær til æfinga fyrir mikilvægan leik gegn Tékkum í undankeppni Evrópumótsins á morgun. Krunk- uðu ungarnir hátt og skýrt svo eftir var tekið. Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri Laugardals- vallar, sagði að töluvert ónæði og sóðaskapur væri af ungunum og allar líkur á að drit myndi berast yfir áhorfendur sem sætu fyrir neðan hreiðrið. „Ég þríf upp eftir þá fyrir leik en svo verðum við að bíða og sjá á meðan á leik stend- ur.“ Löngu uppselt er á leikinn og komust færri að en vildu til að berja strákana okkar augum. Hrafnsungar í besta sætinu Morgunblaðið/Golli Hrafnshreiður fyrir ofan áhorfendur á Laugardalsvelli Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Samkvæmt útreikningum KPMG á skattaspori sjávarútvegsfyrirtækis- ins Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, sem gerir út uppsjávarskipið Hugin VE, fengu hið opinbera og lífeyris- sjóðir samtals 172 sinnum meira en hluthafar félagsins í sinn vasa. Sjálfstæðum útgerðum fækkar Skattaspor Hugins nam samtals 688 milljónum króna á árinu, þar af voru gjaldfærðir skattar 373 millj- ónir króna og innheimtir skattar 315 milljónir kr. en hagnaður félagsins nam fjórum milljónum króna, 0,4 prósentum af verðmætasköpun fyrirtækisins eftir almennan rekstrarkostnað. Páll Guð- mundsson, fram- kvæmdastjóri Hugins, segir að á síðustu árum hafi sjálfstæðum út- gerðarmönnum fækkað mikið sökum skatts sem lagður er á fyrir- tækin. „Það er eðlilegt að við borgum skatta af okkar hagn- aði eins og allir aðrir sem eru að reka fyrirtæki. Það telst eðlilegt í öllum vestrænum þjóðfélögum,“ segir Páll. Verðmætasköpun fyrirtækisins árið 2014 nam 2.123 milljónum króna en 1.086 milljónir stóðu eftir þegar al- mennur rekstrarkostnaður hafði verið greiddur. Af þeim runnu rúm- lega 36 prósent í vasa launþega, 52 prósent í vasa hins opinbera og 11 prósent til lífeyrissjóða. „Þetta snýst bara um að vera vondur við vondu karlana sem eru búnir að vera að standa í því að veiða fisk,“ segir Páll og bætir við að það sé val stjórnmálamanna hvernig fari fyrir sjávarútveginum. „Ef þeir vilja sjá þetta fjölbreytt áfram kalla ég eftir því að þessari skattheimtu verði breytt. En ef menn vilja sjá 10 til 15 fyrirtæki í þessum bransa þá fara menn bara þessa leið.“ Fleiri reikna út skattaspor Í síðustu viku greindi Morgun- blaðið frá útreikningum KPMG á skattaspori Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og nam skattaspor VSV árið 2014 tæpum þremur millj- örðum króna. Við útreikninga er stuðst við að- ferðafræði sem KPMG þróaði með dönskum viðskiptavinum til að leggja mat á það hvernig verðmæta- sköpun skiptist. 172 sinnum meira til ríkis  Skattaspor Hugins ehf. var 688 m. kr. árið 2014  Verðmætasköpun nam 1,1 milljarði eftir almennan rekstrarkostnað  Afkoma félagsins var fjórar milljónir Páll Guðmundsson Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Afkoma 0,4 prósent verðmætasköp- unar fóru í vasa hluthafa Hugins. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, bað Árna Pál Árna- son, formann Samfylkingar- innar, afsökunar á ummælum sín- um í hans garð á Alþingi í gær. Í umræðum um haftafrumvörp ríkisstjórnarinnar sagði Karl að Árni Páll hefði varið hag erlendra kröfuhafa á seinasta kjörtímabili. Kröfðust afsökunarbeiðni Í kjölfar þess að Karl lét orðin falla fóru þingmenn stjórnarand- stöðunnar hver á fætur öðrum upp í ræðustól Alþingis og kröfðust þess að þingmaður bæðist afsökunar á ummælum sínum. Sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, að Karl hefði með ummælum sínum brigslað um að Árni Páll hefði unnið gegn þjóðar- hagsmunum og væri því ásökun um landráð. Karl þvertók fyrir að hafa sakað Árna Pál um landráð en viðurkenndi að með ummælum sínum hefði hann gengið of langt. Orðin hefði hann hins vegar látið falla í hita leiksins. Snörp orðaskipti á Alþingi Karl Garðarsson  Baðst afsökunar á ummælum um Árna Búast má við norðanátt og skúrum í dag að sögn Helgu Ívarsdóttur, veðurfræðings hjá Veðurstofu Ís- lands. Hún segir að næstu daga verði norðanátt og skúrir en þokka- legt veður vestantil seinni partinn í dag og á morgun. Tiltölulega hægur vindur verður þegar flautað verður til leiks á morg- un á Laugardalsvelli í leik Íslands og Tékklands. Hitastig verður þá á bilinu sjö til átta gráður og að mestu þurrt. Á laugardag verður þurrt víð- ast hvar og einnig á sunnudaginn, en þá má búast við að það verði sólar- glennur víða um land. Hiti yfirleitt yfir tíu stigum. Helga segir að tekið sé að hlýna en eftir helgi verður besta veðrið norðaustan til á land- inu, sunnanátt, þar sem hiti fer upp í allt að 18 gráður. Búast má við rign- ingu sunnan til á landinu. ash@mbl.is Viðrar vel fyrir leikinn Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Um 67% þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Gallup gerði fyrir hópinn Auðlindir okkar – áhugamannafélag um ábyrga nýtingu auðlinda Íslands eru andvíg lagningu sæstrengs til að selja raforku til Bretlands. Hópurinn fjármagnaði könnunina sjálfur og segir Viðar Garðarsson, meðlimur í hópnum, að niðurstaðan sé afgerandi. „Landsvirkjun er búin að tromma hér taktfast til að koma þessu barni sínu á framfæri. Mér finnst niðurstöðurnar merkilegar og gleðilegar. Það virðist sem fólk sé að gera sér grein fyrir því að sæstrengur verður ekki að veruleika nema það verði virkjað í hið minnsta í tveimur Kárahnúkavirkj- unum.“ Fyrstu hug- myndir um að tengja íslenska raforkukerfið með sæstreng við Skotland voru settar fram fyrir meira en 60 árum en ljóst hefur verið lengi að slíkt væri hægt en ekki arðbært. Nú er þó kom- ið annað hljóð í strokkinn, en sam- kvæmt Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans frá því í fyrra þar sem fjallað var um strenginn telur deildin að strengurinn geti skilað góðri arð- semi og umtalsverðu gjaldeyrisinn- streymi til þjóðarbúsins. Viðar segir að komið hafi í ljós að undanförnu að strengurinn sé ekki sjálfbær og ekki sé hægt að selja í gegnum hann orku með framlegð nema breska ríkið sé tilbúið að greiða flutninginn niður á hinum endanum. „Samkeppnisregluverk ESB og þær reglur sem breska ríkisstjórnin hefur sett í þessu máli kveða á um að ein- ungis sé hægt að fá niðurgreidda nýja græna orku. Það verða sem sagt að vera ný virkjun og ný græn orka sem framleiðir orku fyrir sæstrenginn. Þetta vill þjóðin ekki, það er ljóst og kemur skýrt fram í könnunni,“ segir hann. Könnunin var gerð 19. maí-2. júní og voru 1.420 þátttakendur, 18 ára og eldri. Alls svöruðu 829 eða 58,4%. Þegar þau sem svöruðu „hvorki né“ eru tekin með í myndina voru 42% andvíg, 36,9% hlynnt og 21,1% hvorki né. Andstaða gegn sæstrengnum  Ef þarf að virkja er mikil andstaða við sæstreng til Bretlands samkvæmt nýrri könnun  Talið að strengurinn geti skilað gjaldeyrisinnstreymi til þjóðarbúsins Morgunblaðið/Golli Græn orka Hellisheiðarvirkjun er gott dæmi um græna orku. Viðar Garðarsson Um 10% af tekjum Landspítalans vegna komugjalda þarf að afskrifa og það sama er að segja um gjöld vegna ósjúkratryggðra einstakl- inga sem fá hér þjónustu. Í heild námu afskriftirnar í fyrra rúmlega 150 milljónum króna, en afskriftir á sjúkratryggða einstaklinga voru 99,3 milljónir og hjá ósjúkratryggð- um 53 milljónir. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við spurn- ingum mbl.is. Í dag eru gjaldfallnar skuldir allra þeirra sem hafa nýtt þjónustu sjúkrahússins um 340 milljónir, en þar af eru gjaldfallnar skuldir ósjúkratryggðra 187 milljónir. Inn- heimta þeirra getur tekið nokkurn tíma, t.d. hjá erlendum trygginga- félögum. Einstaklingar sem eru sjúkratryggðir skulda spítalanum í dag 194 milljónir, þar af eru 153 milljónir gjaldfallnar. Landspítalinn þarf að afskrifa 10% af komugjaldatekjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.