Morgunblaðið - 11.06.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 11.06.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi keppenda og vegfarenda, þannig að allir skili sér heilir heim. Það er markmiðið,“ segir Benedikt Tóm- asson, einn skipuleggjenda hjólreiða- keppninnar WOW Cyclothon sem fram fer síðar í mánuðinum. Hjólað er hringinn í kringum landið, rúma 1.300 kílómetra, og þátttakendur hafa aldrei verið fleiri, um 1.100 tals- ins. Eru hjólreiðamenn, bílstjórar og aðrir aðstoðarmenn meðtaldir. Benedikt segir samráð hafa verið haft við Vegagerðina og lögregluna, einkum varðandi skipulagið í upphafi og enda keppninnar, til að valda ekki umferðaröngþveiti á fjölförnum leið- um. Leyfi hefur fengist til að tak- marka umferð í Hvalfirði og síðan við endastöðina í Hafnarfirði. Keppn- ishaldarar sjá sjálfir um vegamerk- ingar en þurfa að skila inn grein- argerð til Vegagerðarinnar um þær merkingar, að sögn Svans G. Bjarna- sonar, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á suðursvæði. Þá hefur eftirlitsbílum verið fjölg- að, til að fylgjast með því að allt fari fram samkvæmt settum reglum. Tugir starfsmanna og sjálfboðaliða verða að störfum í tengslum við keppnina. Endastöðin í Vallahverfi Rásmarkið var fært frá Hörpu upp í Laugardal og endastöðin verður á Krýsuvíkurvegi í Vallahverfinu í Hafnarfirði, en var við Rauðavatn í fyrra. Að sögn Benedikts munu kepp- endur hjóla frá Laugardal í lög- reglufylgd að Esjurótum og sem fyrr segir hefur heimild fengist fyrir um- ferðartakmörkunum um hluta Hval- fjarðar fyrsta keppnisdaginn. Þegar komið er úr Hvalfirði er búist við að greiðist betur úr umferðinni. Bæði keppendur og ökumenn eru hvattir til að gæta varúðar. Ræst verður þriðjudaginn 23. júní og búist er við fyrstu keppendum til baka tveimur sólarhringum síðar. „Við fengum nokkrar kvartanir eftir síðustu keppni, lögðumst vel yfir þær og teljum okkur hafa komið til móts við þessar ábendingar,“ segir Benedikt og bendir m.a. á breytta leið undir lok keppninnar. Ekki verð- ur hjólað yfir Hellisheiði heldur beygt til suðurs frá Selfossi, niður að Eyrarbakka og um Suðurstrand- arveg inn á Krýsuvíkurveg, framhjá Kleifarvatni og til Hafnarfjarðar. Áheitum safnað Ræst verður út í hollum en WOW Cyclothon gengur aðallega út á liða- keppni, þar sem einn hjólar í einu og keppendur skiptast á. Benedikt segir fjölda fyrirtækja hafa skráð sig til leiks, sem og einstaklingar, en kepp- endur safna áheitum í góðgerð- arskyni. Í fyrra söfnuðust um 15 milljónir króna, en þá voru þátttak- endur um 500 talsins. Miðað við skráninguna í ár má búast við enn meiri áheitum.  Keppnisleið WOW Cyclothon breytt til að valda ekki umferðaröngþveiti  Keppendur yfir 1.000 eða tvöfalt fleiri en í fyrra  Hjólað hringinn og Suðurstrandarvegur valinn í stað Hellisheiðar Samráð við Vegagerð og lögreglu Morgunblaðið/Styrmir Kári Hjól Keppendum fjölgar stöðugt í WOW Cyclothon en að meðtöldum aðstoð- armönnum verða þátttakendur nú um 1.100. Ræst verður 23. júní nk. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýi Hljómalindarreiturinn í Reykjavík er farinn að taka á sig mynd og er búið að steypa upp 60% af fyrirhuguðu byggingarmagni Icelandair Hótel Reykjavík Cultura. Reiturinn afmarkast af Laugavegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Klapparstíg. Þingvangur byggir upp reitinn og segir Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri félagsins, að steypuvinnu ljúki í september eða október. „Stefnan er að ljúka við allar byggingarnar og torg- ið á milli þeirra um vorið 2016. Við erum byrjaðir að grafa grunn fyrir síðasta húsið, sem verður reist að Klapparstíg 30. Húsin að Laugavegi 17 og 19 og viðbygg- ingar eru uppsteypt og er verið að ganga frá þeim að inn- an og utan. Hótelið er í uppsteypu og er á áætlun. Inni- vinna er að hefjast í kjallara og á jarðhæð,“ segir Pálmar. Verslanir á jarðhæð en íbúðir á efri hæðum Til viðbótar er búið að steypa upp Hverfisgötu 28, en í húsinu númer 26 er skemmtistaðurinn Celtic Cross á jarðhæð, á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Á Laugavegi 17 og 19 og Klapparstíg 28 og 30 verð- ur þjónusta og verslanir á jarðhæð en íbúðir á efri hæð- um. Pálmar segir húsin að Laugavegi 17 og 19 verða tilbúin eftir hér um bil fjóra mánuði. Þegar fyrst var greint frá verkefninu var rætt um að framkvæmdum myndi ljúka fyrir sumarið 2015 þannig að hægt yrði að taka á móti fyrstu gestum hótelsins í sumarbyrjun. Sú áætlun breyttist og var þá áformað að ljúka verkefninu fyrir árslok 2015. Þeirri áætlun var svo breytt og er nú sem fyrr segir miðað við að reiturinn verði tilbúinn næsta vor. Fækkuðu herbergjunum úr 144 í 115 Pálmar segir það eiga þátt í að uppbyggingin tafðist að Icelandair-hótelin hafi ákveðið að fækka herbergjum á Cultura-hótelinu úr 144 í 115. Með því sé hægt að stækka herbergin og bjóða meiri gæði. „Hótelið breyttist. Það þurfti að hanna hluta þess upp á nýtt. Það hægði á framkvæmdunum um fjóra mán- uði. Þessi ákvörðun var tekin af leigjanda okkar,“ segir Pálmar, en Icelandair-hótelin munu gera 25 ára leigu- samning vegna hótelsins. Að sögn Pálmars vinna að jafnaði um 50 manns að uppbyggingu reitsins. Hann segir iðnaðarmönnum munu fjölga þegar nær dragi verklokum. Fram kemur á vef arkitektastofunnar Arkþings, sem hannar nýja Hljómalindarreitinn, að þar verði hótel, veitingastaðir, verslanir og íbúðir. Bæði sé um nýbygg- ingar að ræða sem og viðbyggingar við eldra húsnæði og endurbætur. Nýtt almenningstorg verður á reitnum með aðgengi frá Laugavegi og Smiðjustíg. Opnun miðbæjarhótels tefst um tíu mánuði  Hönnun Cultura-hótelsins var breytt í miðjum klíðum Morgunblaðið/Júlíus Hljómalindarreiturinn úr lofti Uppbyggingin felur í sér verulega þéttingu byggðar á grónu svæði í miðborginni. Ríkissaksóknari hefur ákært fimm pilta á aldrinum 17 til 19 ára sem grunaðir eru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í samkvæmi í Breið- holti í maí á síðasta ári. Málið hefur verið á borði ríkis- saksóknara síðan í júní í fyrra þeg- ar lögregla lauk rannsókn á því. Stúlkan lagði fram kæru á hend- ur piltunum þann 7. maí á síðasta ári. Þeir voru handteknir samdæg- urs og sátu í gæsluvarðhaldi í eina viku. Þeir hafa allir gengist við því að hafa haft samfarir við stúlkuna en segjast hafa talið að hún væri því samþykk. Þeim ber þó ekki saman um atburðarásina. Við rannsóknina var m.a. lögð fram myndbands- upptaka sem einn piltanna tók og teknar voru skýrslur af fjölda fólks. Fimm piltar ákærðir fyrir hópnauðgun sjálfstæðisflokkurinn Afnámhafta, efnahagsmál & lækkun skatta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins fjallar um ástand og horfur á hádegisfundi íValhöll, föstudaginn 12. júní 2015, kl. 12.10. Húsið opnað kl. 11.40. Kaffiveitingar, allir velkomnir! Mannanafnanefnd hefur samþykkt að skrá kvenmannsnöfnin Sylvia, Aríana, Móa, Hleiður, Karún, Hebba, Indí og Þjóðar, og karl- mannsnöfnin Sigurörn og Cæsar. Í rökstuðningi nefndarinnar um samþykkt nafnsins Sylvia segir að samkvæmt gögnum Þjóðskrár beri fimm konur eiginnafnið Sylvia í þjóðskrá sem uppfylli skilyrði vinnulagsreglnanna. Nafnið kemur jafnframt fyrir í manntölum á tíma- bilinu 1840 til 1920. Nöfnunum Ei- leithyja og Cris var hafnað en engin ber nafnið Eileithyja og Cris telst ekki hafa öðlast hefð hér á landi. Mannanafnanefnd samþykkir nafnið Karún

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.