Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 23

Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 ✝ Huginn Svein-björnsson fæddist í Vest- mannaeyjum 16. október 1941. Hann lést á Landspítala- num í Fossvogi 16. maí 2015. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Guðlaugsson, f. 4. febrúar 1914, d. 6. maí 1994, og Ólöf Oddný Ólafsdóttir, f. 29. sept- ember 1914, d. 16. janúar 1986. Systkini Hugins eru: Halla, f. 16. janúar 1936, d. 2. desember 1943, Ólafur, f. 5. júlí 1938, d. 9. nóv- ember 2003, Valgeir, f. 16. októ- ber 1941, og Halla, f. 2. nóv- ember 1946. Huginn kvæntist hinn 30. júní 1963 Albínu Elísu Óskarsdóttur, f. í Vestmannaeyjum 25. júní 1945, d. 29. júlí 2008. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Jóns- dóttir, f. 9.11. 1911, d. 1.11. 1992, og Óskar Ólafsson, f. 15.8. 1905, d. 23.1. 1986. Huginn og Albína eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Birkir, f. 12.3. 1964, d. 7.4. 1997. Sambýliskona hans um tíma var Þóra Guðný Sigurðardóttir, f. 18.5. 1963, og eignuðust þau dóttur: Elísu, f. 29.11. 1991. Elísa er trúlofuð Kjartani Gunn- arssyni, f. 20.6. 1987, og eiga þau soninn Birki Frosta, f. 23.6. 2013. 2) Oddný, f. 25.9. 1967, gift Óskari Sig- mundssyni, f. 7.5. 1964, börn þeirra eru: Huginn, f. 11.7. 1993, Ástrós, f. 14.2. 1997, og Ósk, f. 19.8. 2001. 3) Viðar, f. 15.9. 1976, giftur Ester Kjartans- dóttur, f. 13.5. 1981. Börn þeirra eru: Elma Dís, f. 12.6. 2005, Andri f. 15.1. 2010, og Dagur, f. 19.3. 2014. Huginn gerðist málaranemi hjá Guðna Hermansen ungur og varð síðar sjálfur málarameist- ari. Var hann lengi sjálfstæður málarameistari í Vestmanna- eyjum. Huginn var alla tíð viðrið- inn tónlist, spilaði bæði á klarín- ett og saxófón og var mikill djassunnandi. Spilaði hann með hljómsveit Guðna Hermansen ásamt Valgeiri bróður sínum og í Lúðrasveit Vestmannaeyja ásamt syni sínum Birki. Einnig lék Huginn djass ásamt félögum sínum úr Eyjum á Dög- um lita og tóna fyrstu árin. Ásamt konu sinni Albínu vann hann lista- verk úr steindu gleri og eftir þau liggur fjöldinn allur af verkum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Vald. Briem) Jæja elsku pabbi, þá er ferða- laginu lokið og hefur þú loks hlotið þá líkn sem þú þráðir orðið svo mikið. Saddur lífdaga varstu bú- inn að sætta þig við þessi ósann- gjörnu örlög og sýndir svo ótrú- lega reisn að við dáðumst að því. Andri er viss um að þú sért orðinn engill og við viljum trúa því að þú sért kominn í góðan félagsskap ástvina þarna hinum megin. Takk fyrir allt. Þín Viðar, Ester, Elma Dís, Andri og Dagur. Huginn Sveinbjörnsson Þegar Huldís Guðrún kveður finn ég mig knúinn til að minnast hennar með miklu þakklæti. Hún var fyrrum tengdamóðir mín og þegar aðstæður breyttust hélst vinátta okkar og það mat ég ákaf- lega mikils. Það var oft gott að eiga hana að og njóta þar umhyggju. Mikils met ég það hversu góð og traust hún var börnum mínum og barnabörnum. Þar var hún mikil- væg amma og þau að henni hænd. Það var gott að sjá hversu vel hún hélt alltaf utan um fjölskyldu sína. Minningar koma fram þegar horft er á eftir vinum. Huldís var Huldís Guðrún Annelsdóttir ✝ Huldís GuðrúnAnnelsdóttir fæddist 27. apríl 1926. Hún lést 30. apríl 2015. Útför hennar fór fram 15. maí 2015. hress kona og glað- vær, kunni vel að segja frá. Gaman var að fara með henni á æskustöðvarnar á Hellissandi, þar sem hugur hennar var svo oft. Henni var gleði að rifja upp minningarnar þaðan og gaf okkur sam- ferðafólkinu þá gleði líka þar sem við hlustuðum spennt á hana. Afskap- lega gott var að koma á heimili þeirra Þorsteins og uppörvandi. Þar var myndarskapur í öllu, kát- ína og hressileiki, ekki síst þegar af vandvirkni voru sviðnar sviða- lappir að gömlum sið að vestan. Það er ljúft að eiga minningar um gott fólk. Ég er ákaflega þakk- látur fyrir að hafa átt samleið og vináttu Huldísar og Þorsteins og bið fjölskyldunni allrar blessunar. John Fr. Zalewski. Það síðasta sem maður vill heyra er að félagi og vinur sé fallinn frá en þannig er það núna, því miður. Sorgleg voru þau tíðindi að ungur maður, æskufélagi, hefði látið lífið langt um aldur fram. Flest okkar þekkt- um þig frá sex ára aldri þar sem við brölluðum allt milli himins og jarðar. Þú varst uppátækjasamur og hress drengur og oftar en ekki Bent Bjarni Jörgensen ✝ Bent BjarniJörgensen fæddist í Reykjavík 21. apríl 1988. Hann lést 20. maí 2015. Útförin fór fram 29. maí 2015. var stutt í húmorinn. Minningarnar um þig eru eins margar og við erum mörg en allar eru þær góðar og munu lifa áfram um ókomin ár. Við viljum senda fjölskyldu Bents Bjarna okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tím- um. Takk fyrir samveruna vinur. Kærar kveðjur, fyrir hönd bekkjarsystkina úr Álftamýrarskóla, Örvar. Bent, gamli vinur, það var erfitt að trúa því að þú hefðir yfirgefið þetta líf þegar ég frétti andlát þitt. Mér finnst á hverjum degi sem ég sé að vakna af vondum draumi. Við kynntumst í Álfta- mýrarskóla og tengdumst fljót- lega vinaböndum, höfðum svipuð áhugasvið og deildum sameigin- legri sýn á lífið. Við urðum góðir vinir og okkur leið vel saman. Þú varst fljótur að slá á létta strengi og maður fann að þú vildir að fólki liði vel í návist þinni. Við gát- um spjallað tímunum saman um daginn og veginn og ég minnist sérstaklega þeirra stunda þegar við vorum á golfvellinum á sum- arkvöldum, þar leið okkur vel. Við gátum hreinsað hugann og spjallað um mikilvægu hlutina í lífi okkar, hvert við vildum stefna í framtíðinni, deildum hugmynd- um um drauma og markmið. Þú talaðir mikið um strákinn þinn Bjart og hversu skemmtilegt þér fannst að vera pabbi og gegna því hlutverki að kenna honum þá hluti sem hann þyrfti að læra, þú ljómaðir allur þegar þú talaðir um hann og það var yndislegt að sjá hvernig þú fannst hamingjuna í honum. Það var gott að vera í kringum þig, þú varst jákvæður, með fal- legt hjarta og gafst af þér það sem þú hafðir að gefa. Maður vildi þér vel og það var ánægja að fá tæki- færi til að styðja við bakið á þér þegar með þurfti eins og þú gerðir við mig oft á tímum. Það er erfitt að kveðja en ég á alltaf eftir að geyma minningu þína og varð- veita hana. Þú varst góður vinur og það voru forréttindi að fá að eiga þennan tíma með þér. Ég bið fyrir því að Guð geymi þig og þér líði núna vel í hans ná- vist. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Takk fyrir allt saman. Þinn vinur, Magnús G. Pabbi minn er besti pabbi í heim- inum. Enginn getur hugsað sér betri pabba. Bergþór Ingi Inguson ✝ Bergþór IngiInguson fædd- ist 23. desember 1971 í Reykjavík. Hann var jarð- sunginn 2. júní 2015. Það þekkja allir pabba minn. Út af því að hann er pabbi minn. Ég elska pabba minn svo mikið að hann má ekki fara frá mér. Ég sakna hans svo mikið að ég get varla lifað án hans út af því að ég elsk- aði hann svo mikið. Embla Sól Bergþórsdóttir. ✝ Hjördís V.Hvanndal fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1931. Hún lést á heimili sínu 1. maí 2015. Foreldrar Hjör- dísar eru Victor Louis Ström, f. 11. september 1909, og Björg Jóns- dóttir, f. 17. júlí 1909. Systkini Hjördísar eru: a) Jón Anton Ström, f. 19. júní 1934, b) Vic- toria Sigurlaug Ström, f. 15. júlí 1941, c) Axel Ragnar Ström, f. 16. september 1942, d) Viktoría Þórey Ström, f. 10. febrúar 1944, e) Gunnar Arn- björn Ström, f. 15. september 1945, f) Jóhanna Björg Ström, f. 2. ágúst 1948, g) Arnþór Árni Ström, f. 4. mars 1950, h) Ósk- ar Ómar Ström, f. 29. júlí 1952. Fyrrverandi eig- inmaður Hjördísar er Jón Eggert Hvanndal. Börn þeirra eru: a) Þór- ey Hvanndal, f. 12. mars 1950, b) Dóra Hvanndal, f. 28. desember 1955. c) Björg Hvanndal, f. 15. mars 1957, d) Ólafur Hvanndal, f. 27. janúar 1962. Hjördís ólst upp í Reykjavík. Hún starfaði sem kaupmaður bæði með eigin rekstur og ann- arra alla sína starfsævi. Útför Hjördísar V. Hvanndal var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík, 15. maí 2015. At- höfnin var í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjördís, amma mín, var glæsileg kona alveg fram á síð- asta dag. Hún var mikill fag- urkeri og listir og menning henni hugleikin. Fyrst og fremst átti þó fjölskyldan hug hennar allan. Fjölskyldan var þunga- miðjan í hennar lífi og hennar helsta áhugamál. Barnabörnin áttu alltaf vísan stað hjá ömmu, og hún vissi fátt betra en að dekra við okkur eins og hún best gat. Hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla og nálg- aðist okkur sem jafningja. Jafn- vel þótt allt væri á fleygiferð í annríki hversdagsins, þá var alltaf logn í kringum ömmu. Hún var skemmtileg amma – mikill húmoristi og það var gaman að ræða við hana um allt milli himins og jarðar. Sérstak- lega hafði hún skoðun á listum og menningu. Það var sama hvort það voru nýjustu bíó- myndirnar eða opnun á fram- úrstefnulegri listsýningu, amma var vel inni í öllu sem var að gerast. Hún lagði líka mikið upp úr því að barnabörnin nytu lista, og dró okkur með á söfn eða listahátíðir þegar tækifæri gafst. Það kann að hafa farið framhjá sumum hvað hún var sterk kona, enda auðvelt að ein- blína á glæsileikann í fasi henn- ar. En amma hafði styrkan per- sónuleika, og gat staðið allt af sér, að því er virtist. Síðustu árin, þegar halla tók undan fæti, hafði hún alltaf tign- arlega nærveru og bjarta sýn á umhverfi sitt og tímana fram- undan. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá ömmu, sama hvað bjátaði á. Það eru stórar og hlýjar til- finningar sem leika um mig þeg- ar ég minnist ömmu minnar. Þessarar glæsilegu konu sem átti hvergi sinn líka og gaf okk- ur sem að henni stóðu allt sem hún átti. Arnaldur Grétarsson. Hjördís V. Hvanndal ✝ Rósa María Sig-urðardóttir fæddist á Karlsá á Upsaströnd í Eyja- firði 18. desember 1925. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 2. júní 2015. For- eldrar hennar voru Sigurður Þorgils- son, bóndi og verkamaður f. 6.6. 1891, d. 11.4. 1951, og Petrína Þórunn Jónsdóttir ljósmóðir og húsfreyja, f. 19.12. 1891, d. 18.4. 1974. Systkini Rósu Maríu voru 1) Þorgils, f. 1921, d. 1998. 2) Kristín Sigríður, f. 1922, d. 2013. 3) Elín Sigurbjörg, f. 1928. 4) Kristján Þorgils, f. 1930, d. 1940. 5) Jórunn Erla, f. 1932, d. 2004. 6) Sigurveig f. 1934. Rósa María giftist 19.11. 1949 valdur Makan, f. 1974, kona hans er Katrín Jónsdóttir. Börn þeirra eru Egill Darri og Vict- oría Sara; d) Rósa María, f. 1980, maður hennar er Sveinn Viðars- son. Fyrir átti Sigbjörn soninn Björn Þór, f. 1972, kona hans er Ástríður Þórðardóttir og sonur þeirra Sölvi. Sambýlismaður Guðbjargar er Hallgrímur Jón- asson, f. 9.7. 1945. Rósa María lauk prófi frá Unglingaskóla Dalvíkur, hún stundaði nám við Gagnfræðaskóla Akureyrar einn vetur og lauk prófi frá Hús- mæðraskóla Akureyrar 1947. Rósa María var talsímavörður á Dalvík um skeið. Eftir að hún flutti til Akureyrar var hún iðn- verkakona og verslunarkona um skeið auk þess að sinna hús- freyjustörfum. Rósa María gegndi ýmsum fé- lags- og trúnaðarstörfum. Hún sat í stjórn Sjálfsbjargar á Akur- eyri um árabil, sat í stjórn og sinnti störfum fyrir Akureyrar- deild SÍBS og Alþýðuflokkinn á Akureyri í áratugi. Útför Rósu Maríu fór fram í kyrrþey á Akureyri 9. júní 2015. eiginmanni sínum Þorvaldi Jónssyni frá Tjörnum í Eyja- fjarðarsveit, f. 3.8. 1926, d. 24.1. 2013. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, f. 20.6. 1898, d. 18.11. 1973, og Guðbjörg Bene- diktsdóttir f. 30.5. 1895, d. 25.10. 1974. Dóttir Rósu og Þorvaldar er Guð- björg Þorvaldsdóttir, f. 13.7. 1952. Maður hennar var Sig- björn Gunnarsson, f. 2.5. 1951, d. 15.2. 2009. Börn Guðbjargar og Sigbjörns eru a) Hildur Björk, f. 1972, maður hennar er Stefán Geir Árnason. Börn þeirra eru Jökull Starri Hagalín, Hrafnhild- ur Ýr og Arna Ísold; b) Guðrún Ýr, f. 1974. Dætur hennar eru Eva María og Auður Ýr; c) Þor- Amma Rósa sagði mér reglu- lega að henni þætti hún eiga dálít- inn hlut í mér. Ég var fyrsta barnabarnið hennar, hún var við- stödd fæðingu mína og ég bjó á heimili þeirra afa fyrstu mánuði lífs míns. Elskulegheitin og um- hyggjan sem amma Rósa bar fyrir mér, og síðar börnum mínum og maka, var alla tíð slík að mér var svo sannarlega ljúft og skylt að gefa henni hlutdeild í sjálfri mér. Betri ömmu hefði ég ekki getað óskað mér. Ég man fyrst eftir ömmu Rósu þegar hún passaði mig veturlangt áður en ég hóf skólagöngu. Þá lág- um við löngum stundum á stofu- gólfinu í Grenivöllum og sprikluð- um samviskusamlega af miklum móð við morgunleikfimina í út- varpinu. Svo töltum við niður í Kaupfélag verkamanna eftir helstu nauðsynjum. Seinna tóku við óteljandi stundir við spila- mennsku þar sem amma gaf ekk- ert eftir enda eldklár með spilin í hönd. Ekki kom til greina að leyfa okkur systkinunum að vinna án fyrirhafnar, þó að vissulega léti hún flest annað eftir okkur. Ófáar samverustundir áttum við líka við matarborðið sem venju sam- kvæmt svignaði undan kræsing- um enda amma húsmæðraskóla- genginn listakokkur. Enn í dag fæ ég vatn í munninn við minninguna um moðsteikta lambalærið henn- ar og heyri ömmu kalla glaðlega yfir hópinn sinn: „Vill ekki ein- hver meiri sós?“ Hin síðari ár átt- um við svo innihaldsríkt spjall yfir kaffibolla á Dvalarheimilinu Hlíð þar sem hún naut góðrar umönn- unar síðustu æviárin. Mér fannst ég aldrei upplifa það að nærri hálf öld skildi okkur tvær að í aldri. Amma Rósa var víðsýn nútíma- kona og svo fjarri því að vera föst í nostalgíu fortíðarinnar. Amma Rósa sagði oft við mig að heilsan væri það dýrmætasta í lífinu. Það þekkti hún af eigin raun en hún fékk ung berkla og þurfti að dvelja um hríð á Krist- neshæli vegna þessa. Dvölin þar var þó í og með hennar gæfa því þar kynntist hún lífsförunaut sín- um, honum afa Þorvaldi sem kvaddi okkur fyrir ríflega tveimur árum. Mér fannst þau alltaf ein- staklega samstiga og glæsileg hjón. Saman voru þau ræktarsöm við ættingja og virk í ýmsum fé- lagsstörfum og fyrir vikið vina- mörg og vinföst. Seinna á lífsleiðinni áttu ýmis fleiri heilsufarsleg áföll eftir að dynja yfir ömmu Rósu en alltaf stóð hún upp aftur hnarreist. Ég er sannfærð um að félagslyndið, forvitnin og kímnigáfan, ekki hvað síst fyrir sjálfri sér, urðu þess valdandi að líf hennar varð jafnt langt og gæfuríkt og raun ber vitni. Ég kveð ömmu mína Rósu með miklum söknuði en um leið með bros á vör og þakklæti í hjarta fyrir ljúfar stundir. Hildur Björk Sigbjörnsdóttir. Rósa María Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guðrún Ýr og langömmu- stelpurnar Eva María og Auður Ýr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.