Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is - mán-föst 10-18 - lau 11-15
Ný sending
af fallegum
sængurfötum
Gígja Ester Sigurbjörnsdóttir býr í Álftagerði III við Mývatn,sunnan megin við vatnið, og var kennari við GrunnskólaSkútustaðahrepps frá 1973 til 2004. Hún hóf kennslustörf í
Reykjavík árið 1960 við Ísaksskóla en er Skagfirðingur að uppruna.
Hún er þar af leiðandi mikil hestakona, enda eru Skagfirðingar miklir
hestamenn, og reka hún og maðurinn hennar hestaleiguna Safarí
hesta ásamt því að stunda útreiðar. „Núna eigum við 31 hest og sumt
af því er ungviði og ekki allt notað í leigunni. Við erum líka með bú-
skap, erum með 70 kindur. Þetta er fyrst og fremst hobbí en þó er
mikið að gera hjá okkur á þessum tíma, sérstaklega þegar vorið er
svona því þá er maður með allt fé á húsi.“
Gígja sinnir alls konar félagsstörfum og er í kvenfélaginu og Ung-
menna- og íþróttafélaginu Mývetningi. „Kvenfélagið er líknarfélag og
erum við með kaffi- og veitingasölu við ýmis tækifæri og gefum ágóð-
ann til líknarmála. Einnig fylgir þessu mikill félagsskapur og í haust
förum við ásamt mökum til Dyflinnar. Einnig er ég í Slysavarnadeild-
inni Hring. Síðast á laugardag var ég að vinna fyrir ungmennafélagið
en þá hélt það sitt 20. maraþonhlaup. Ég syng í kirkjukór og les einn-
ig mikið. Síðast las ég bókina Saga þeirra, saga mín eftir Helgu Guð-
rúnu Johnson. Annars er ég alæta á bækur.“
Gígja var ekki viss hvað hún ætlaði að taka sér fyrir hendur á af-
mælisdaginn. „Kannski förum við út að keyra.“
Eiginmaður Gígju er Arngrímur Geirsson en hann var einnig kenn-
ari í Skútustaðahreppi. Börn þeirra eru fimm: Þórhallur Geir, Freydís
Anna, Sigurbjörn Árni, Sigurður Örn og Arnfríður Gígja.
Hjónin Gígja og Arngrímur á þorrablóti í Skjólbrekku í vetur.
Rekur hestaleigu
með manni sínum
Gígja Sigurbjörnsdóttir er 75 ára í dag
E
gill fæddist í Reykjavík
11.6. 1955 en ólst upp í
Hveragerði. „Þá var
Hveragerði sveitaþorp
þar sem allir þekktu
alla og margir með sjálfsþurftar-
búskap, ræktuðu grænmeti, héldu
fiðurfé og voru með húsdýr í görð-
unum. Þetta var eins og paradís.
Leiksvæði okkar krakkanna var
þorpið, Reykjafjall, Hamarinn og
móarnir. Pabbi var með stóra garð-
yrkjustöð og fjölda fólks í vinnu. Ég
er því alinn upp í gróðurhúsi og
vann við það fram á fullorðinsár.“
Eftir nám í Barna- og gagnfræða-
skóla Hveragerðis lauk Egill lands-
prófi frá Hlíðardalsskóla í Ölfusi.
„Ég fékk trúarlegt uppeldi hjá móð-
ur minni og fór reglulega með henni
í kirkju því hún söng í kirkjukórn-
um. En í Hlíðardalsskóla kynntist
ég miklum biblíulestri og ákafari
umræðum um kristna trú en ég
hafði áður kynnst, en skólinn var
starfræktur af söfnuði Sjöunda dags
aðventista. Ég er því þakklátur fyrir
bjarta veturinn í Hlíðardalsskóla.“
Egill lauk stúdentsprófi frá MH
1976: „Þá var ’68-kynslóðin í upp-
reisn gegn ríkjandi þjóðskipulagi.
Ungt fólk stundaði vafasamt líferni
og endurmat ríkjandi lífsgildi og ég
tók þátt í þessu af alhug.“
Að loknu stúdentsprófi var Egill
gæslumaður geðsjúkra á Klepps-
spítala og á geðdeild Landspítalans.
Auk þess var hann einn vetur kenn-
ari við Grunnskólann á Bíldudal.
„Þangað kom ég með alskegg, hár
niður fyrir herðar og í skósíðum
frakka. Þegar ég aftur kom á Bíldu-
dal fyrir tveimur árum til að jarða
rótgróinn Bílddæling hitti ég marga
gamla nemendur mína, nú flesta
Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti – 60 ára
Hjónavígsla úti í náttúrunni Séra Egill gefur saman ung brúðhjón út í Dyrhólaey og landið skartar sínu fegursta.
Prestur af ’68-kynslóð
Prestshjónin Sr. Egill með eiginkonu sinni, Ólöfu hjúkrunarfræðingi.
Reykjavík Tvíburarnir Helga Lind Jónsdóttir og Benedikt Thor Jónsson fæddust
9. apríl 2015 á Landspítalanum. Stúlkan var 3.324 g en drengurinn 3.388 g en
bæði voru þau 51 cm á lengd. Foreldrar þeirra eru Birna María Antonsdóttir og
Jón Þórarinsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is