Morgunblaðið - 11.06.2015, Qupperneq 27
komnir vel á fertugsaldur. Það var
sérstök reynsla. Þau sögðust alltaf
muna mínar frumlegu og óvenjulegu
kennsluaðferðir.“
Egill nam sálarfræði við HÍ frá
1980 en flutti sig síðan yfir í guð-
fræðideild og lauk cand.theol-prófi
1991. Með náminu var hann m.a.
helgarvaktmaður að Sogni í Ölfusi
hjá SÁÁ og var kirkjuvörður í af-
leysingum við Dómkirkjuna í
Reykjavík. Auk þess sá hann lengi
um barnastarf Dómkirkjunnar.
Egill var sóknarprestur í Skaga-
strandarprestakalli 1991-98:
„Skagstrendingar höfðu varanleg
áhrif á mig, hrjúfir á yfirborðinu en
afar hlýir og heilir undir niðri.“
Egill tók við embætti sóknar-
prests í Skálholtsprestakalli 1998 og
hefur sinnt því síðan. Í fyrstu náði
prestakallið yfir Biskupstungurnar
en nær nú einnig yfir Grímsnes,
Grafning, Laugardal og Þingvalla-
sveit. Hann þjónar því átta sóknum
en kirkjurnar eru fleiri.
„Ég elska sóknarbörn mín og sá
kærleikur kemur frá Guði. Hann
gefur mér styrk í starfi mínu. Það
eru mikil forréttindi að fá að búa í
Skálholti og þjóna helgri Skálholts-
dómkirkju ásamt öllum hinum kirkj-
unum, sem margar eru á forn-
helgum sögustöðum.
Ólafía, konan mín, hefur staðið
sem klettur við hlið mér öll þessi ár.
Hún er hjúkrunarfræðingur og hef-
ur í gegnum starf sitt myndað sterk
tengsl við sóknarbörn mín norðan
og sunnan heiða.“
Egill sat í stjórn Skógræktar-
félags Skagastrandar 1992-97,
stjórn Kirkjumiðstöðvarinnar við
Vestmannsvatn 1993-97, var for-
maður áfengisvarnanefndar Höfða-
hrepps 1994-97, sat í stjórn Presta-
félags hins forna Hólastiftis 1995-97,
í fulltrúaráði Hjálparstofnunar kirkj-
unnar 1995-98, í stjórn Æskulýðs-
sambands kirkjunnar í Hólastifti
1996-97, í stjórn Collegium Musicum,
samtaka um tónlistarstarf í Skálholti
frá 1998, hefur setið í stjórn Helgi-
siðastofu í Skálholti um árabil og í
stjórn Þorláksbúðarfélagsins frá
2011.
Um áhugamál segir Egill: „Ég hef
áhuga á hugrækt, kristinni mystík,
hugleiðslu og ferðum inn í dýpri svið
mannshugans. Ég hef sérstakan
áhuga á tengslum anda og efnis. Auk
þess hef ég áhuga á alþjóðastjórn-
málum og alþjóðaviðskiptum.
Ég hef ætíð haft áhuga á góðum
bílum og kraftmiklum mótórhjólum
og tel að mótórhjólamennska og and-
leg iðkun fari afar vel saman.“
Fjölskylda
Eiginkona Egils er Ólafía Sigur-
jónsdóttir, f. 19.8. 1956, hjúkr-
unarfræðingur á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands í Laugarási. Foreldar
hennar eru Sigurjón Guðbergsson, f.
1.8. 1907, d. 3.1. 1984, málarameist-
ari, og Jóhanna Sveinsdóttir, f. 14.1.
1931, d. 21.1. 2007, húsfreyja.
Börn Egils og Ólafíu eru Sóley
Linda, f. 3.12. 1989, BA í bók-
menntum, að hefja MA-nám í leik-
húsfræðum og leikstjórn, en unnusti
hennar er Viðar Stefánsson, mag.
theol.; Hallgrímur Davíð, f. 12.9.
1993, nemi í vélaverkfræði við HÍ.
Bræður Egils eru Jón Hallgríms-
son, f. 12.1. 1944, fyrrv. lög-
regluþjónn og bílstjóri í Reykjavik,
og Páll Hallgrímsson, f. 15.6. 1958,
bifreiðastjóri í Reykjavík.
Foreldrar Egils voru Hallgrímur
Hafsteinn Egilsson, f. 13.7. 1919, d.
7.5. 1996, garðyrkjubóndi, og Sigur-
laug Guðmundsdóttir, f. 24.2. 1919, d.
3.4. 2002, húsfreyja. Þau bjuggu í
Hveragerði.
Úr frændgarði Egils Hallgrímssonar
Egill
Hallgrímsson
Kristín Kristjánsdóttir
ljósm. á Ísafirði, af ætt Þorleifs
„gamla“ í Bjarnahöfn
Jón „eldri“ Þorkelsson
b. í Arnartungu í Staðarsveit,
síðan póstur á Ísafirði
Hólmfríður Jónsdóttir
húsfr. í Rvík.
Guðmundur Vigfús Þorkelsson
sjóm. í Rvík
Sigurlaug Guðmundsdóttir
húsfr. í Hveragerði
Guðfinna Jónsdóttir
húsfr.
Þorkell Árnason
vinnum. í Ytri-Húsum í Arnardal
Guðrún Guðmundsdóttir
húsfr. í Bakkárholti
Eyjólfur Eyjólfsson
b. í Bakkárholti og víðar í Ölfusi
Svanborg Eyjólfsdóttir
húsfr. í Reykjahjáleigu
Egill Jónsson
b. í Reykjahjálegu, Ölfusi
Hallgrímur Hafsteinn Egilsson
garðyrkjub. í Hveragerði
Guðrún Hannesdóttir
húsfr. í Borgarkoti
Jón Hannesson
b. í Borgarkoti í Ölfusi
Mótorhjólaprestur Egill á mótor-
hjólinu og Þorláksbúð í baksýn.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015
90 ára
Árni Vigfússon
Jónfríður Sigurðardóttir
Sigríður Jónasdóttir
85 ára
Hjördís Einarsdóttir
Valtýr Eyjólfsson
80 ára
Fjóla Sveinbjarnardóttir
Helgi Hallgrímsson
75 ára
Anna Sigurbjörg
Finnsdóttir
Sólborg Árnadóttir
70 ára
Árnína Gréta Magnúsdóttir
Erling Jónsson
Gunnar G. Bergmann
Jónína K. Helgadóttir
Margrét Jónsdóttir
Margrét Oddsdóttir
Nanna Ragnarsdóttir
Sigríður Ívarsdóttir
Sæbjörn Eggertsson
60 ára
Egill Hallgrímsson
Guðrún H. Hafsteinsdóttir
Stefán Bjarnason
Torfi Emil Kristjánsson
Þorfinnur S. Hermannsson
Þorvarður B. Magnússon
50 ára
Anna Hermannsdóttir
Dögg Jónsdóttir
Gottskálk Vilhelmsson
Guðmundur M. Stefánsson
Gunnar Helgi Gylfason
Heiðar Ingiþórsson
Helga Guðmundsdóttir
Höskuldur Ólafsson
Ómar Örn Sigurðsson
Rósa Jónsdóttir
Sigurborg Árný Ólafsdóttir
Stefán Benjamín Ólafsson
Willa Guðrún Möller
40 ára
Arwen Kendra F.
Fowler-Jónsson
Axel Örn Arnarson
Beata Miszewska
Bryndís Óladóttir
Edilon Þór Hellertsson
Eyrún Rós Árnadóttir
Guðmundur Ívar
Magnússon
Linda Björk Ingimarsdóttir
Margrét Ólína
Gunnarsdóttir
Pálína Kristín
Jóhannsdóttir
Sesilía Myrna Alota
Sigurður Arnfinnsson
30 ára
Alejandro Luis Caballero
Arcos
Áslaug Baldursdóttir
Eva Rún Jensdóttir
Hafþór Magnússon
Jósep Einar Herzog
Páll Jónsson
Pedro Romulo Ramos
Sullcani
Til hamingju með daginn
30 ára Þorri ólst upp á
Egilsstöðum, býr í Kópa-
vogi, lauk prófum sem
hjúkrunarfræðingur frá HÍ
og starfar hjá Vinnuvernd.
Maki: Kristín Rún Frið-
riksdóttir, f. 1986, hjúkr-
unarfræðingur við Land-
spítalann.
Dóttir: Blædís Vala, f.
2012.
Foreldrar: Blædís Dögg
Guðjónsdóttir, f. 1962, og
Sigurþór Sigurðsson, f.
1961.
Þorri Már
Sigurþórsson
30 ára Karen ólst upp á
Egilsstöðum, býr í Reykja-
vík, stundaði nám við ME
og FÁ og lauk namskeið í
uppeldisfræði.
Sonur: Gabríel, f. 2006.
Foreldrar: Hilma Lind
Guðmundsdóttir, f. 1963,
starfsmaður við mötu-
neyti leikskólans á Egils-
stöðum, og Þröstur Árna-
son, f. 1964, húsasmiður.
Fósturfaðir: Jónas Jón-
asson, f. 1967, bifvélavirki
hjá Frumherja.
Karen Lind
Þrastardóttir
40 ára Sólveig býr á Akur-
eyri, lauk prófi í viðskiptafr.
og kennsluréttindum og er
húsmóðir.
Maki: Einar Már Hólm-
steinsson, f. 1974, hjá Ís-
lenskum verðbréfum.
Börn: Skarphéðinn Ívar, f.
2005; Hólmdís Rut, f.
2007, og Þorkell Hrafn, f.
2013.
Foreldrar: Herborg Sig-
fúsd., f. 1955, og Jónas Eg-
ilss., f. 1955. Fósturf.: Her-
mann Harðarson, f. 1959.
Sólveig
Jónasdóttir
Jón Ingvar Kjaran hefur varið doktors-
ritgerð sína í kennaradeild við Mennta-
vísindasvið í Háskóla Íslands. Ritgerðin
ber heitið Í átt til hinsegin framhalds-
skóla. Reynsla hinsegin nemenda af ís-
lenskum framhaldsskólum í skugga
gagnkynhneigðrar orðræðu og valds.
(Heteronormative discourse and the
experiences of queer students in Ice-
landic upper secondary schools).
Doktorsritgerðin beinir sjónum að
orðræðu hins gagnkynhneigða reglu-
verks (heteronormative discourse) og
reynslu hinsegin nemenda í íslenskum
framhaldsskólum. Markmið rannsókn-
arinnar er að skoða og lýsa þeim þátt-
um orðræðunnar sem festa í sessi
hetrósexíska hugmyndafræði innan
framhaldsskólans, jafnt innan stofn-
ana sem og á milli einstaklinga. Enn-
fremur er áhersla lögð á að lýsa
reynslu hinsegin nemenda. Eigind-
legum rannsóknaraðferðum er beitt: Í
fyrsta lagi voru tekin 14 viðtöl við hin-
segin nemendur og í öðru lagi fram-
kvæmdar vettvangsathuganir í tveimur
framhaldsskólum, annars vegar í
Reykjavík og hins vegar utan Reykja-
víkur.
Niðurstöður
benda til þess að
ungt fólk, sem er
að velta fyrir sér
kynhneigð eða
birtingarmyndum
kyngervis, eigi erf-
itt með að fóta sig
innan framhalds-
skólans. Þetta er
þó einstaklingsbundið og fer jafnframt
eftir skólum, eins og fram kemur í
þeim ritrýndu greinum sem fylgja rit-
gerðinni. Stofnanabundinn hetrósex-
ismi, hulinn eða áberandi, er hluti af
menningu skólanna og samskiptum
starfsmanna og nemenda. Ennfremur
er kyngervi og kynhneigð mótuð af
orðræðu hins gagnkynhneigða reglu-
verks. Þar fá ákveðnar birtingarmyndir
kyngervis meira vægi og orðræðan um
kynhneigð snýst um gagnkynhneigð,
þar sem þeir nemendur, sem ekki laga
sig að ríkjandi viðmiði kynhneigðar og/
eða kyngervis, eru settir skör lægra.
Þess má geta að þetta er fyrsta
doktorsritgerð sem er varin hérlendis
þar sem viðfangsefnið er hinsegin
reynsla og hinsegin veruleiki.
Jón Ingvar Kjaran
Jón Ingvar Kjaran er fæddur árið 1974. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunar-
skóla Íslands árið 1994. Hann tók BA-próf í sögu og þýsku og svo MA-gráðu í
stjórnun og viðskiptum frá Háskóla Íslands. Jón Ingvar hefur kennt við Verzlunar-
skóla Íslands (VÍ) en unnið samhliða því ýmiss konar störf. Í dag sinnir hann
kennslu við VÍ og Háskóla Íslands á Menntavísindasviði. Samhliða kennslu gegnir
hann nýdoktorsrannsóknarstöðu við Menntavísindasvið og stundar þar rann-
sóknir á líðan hinsegin nemenda og hinsegin samfélaginu í Íran.
Doktor
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
skadi.is
Þ. Skorri Steingrímsson,
Héraðsdóms-lögmaður
Steingrímur Þormóðsson,
Hæstaréttar-lögmaður
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti