Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 28

Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver ótti steðjar að þér í sambandi við það að þú náir ekki takmarki þínu. Sam- komulag virðist óhugsandi en gefstu ekki upp. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú munt eiga mikilvægar samræður við foreldra þína, yfirmenn eða aðra yfirboðara í dag. Allt blessast að lokum og alveg óþarfi að æsa sig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að gera einhverjar ráðstaf- anir varðandi heilsu þína. Dagurinn í dag ætti að vera tilvalinn til þess. Gerðu það sem þú hefur ánægju af, þú átt það skilið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er engin ástæða til að óttast skuldbindingar. Varastu að vanrækja vin sem þarf á þinni aðstoð að halda. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gagnrýni á að vera mild. Reyndu að njóta alls þess fallega og rómantíska sem gæti orðið á vegi þínum í dag. Ekki hafa áhyggjur af öllum heiminum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gættu þess umfram allt að vanda framkomu þína í orði og á borði. Vertu nægjusamur/nægjusöm og taktu þér tíma til að hlæja. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú laðar fram það besta í öðrum með því að hrósa og uppörva. Reyndu að halda ró þinni og bíða til morguns. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gakktu frá öllum reikningum áð- ur en þú svo mikið sem lætur þig dreyma um að eyða peningum í aðra hluti. Hamingjan er jákvætt hugarfar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mundu að allt sem þú gerir hefur sínar afleiðingar bæði fyrir sjálfa/n þig og oft aðra líka. Vertu heiðarleg/ur og hlúðu að ætt- ingjum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Forðastu að taka mikilvægar ákvarðanir og farðu varlega í samskiptum við aðra í dag. Láttu alla sjálfsmeðaumkun lönd og leið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur gott af því að breyta til á einhvern hátt hvort sem það er heima fyrir eða í vinnunni. Vertu óhrædd/ur við að kanna nýjar leiðir og taka einhverja áhættu því allt mun fara vel að lokum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gættu þess að ganga ekki til samn- inga við aðra en þá sem þú treystir og að texti samkomulagsins sé réttur og tæmandi. Taktu á þig rögg en ekki stinga höfðinu í sandinn. Sigurlín Hermannsdóttir kvart-aði yfir því á Leirnum á þriðjudag að það væri vætutíð og „víst bara rigning í veðurkortum fram undan“: Rigning á Ragnheiði dundi rennblaut hún emjaði og stundi: Vosbúð mig vekur og vatnsrúmið lekur ég sekk eins og hundur á sundi. Davíð Hjálmar Haraldsson er leikinn í því, sem gjarna er skil- greint sem „leikur að orðum“: Hjá ilmandi ungmeyju lá Karl er óspurð hún byrjaði: „Já Karl, ef langar þig að strax leyfi ég það“ og óðara heimtað’ann hákarl. Páll Imsland sagði: „Hér er ein orðsifjalimra, æfing í merkingar- fræðilegri leikfimi, sem óvíst er að nokkru sinni hljóti vinsældir. Ef hugsarðu’ um hugtakið fyndni í hugann upp strax kemur lyndni, sem rituð með y ríma eins og með i, svo að þarf ekki’ að ríma með þyndni.“ Aftur var Páll á ferðinni og heilsaði leirliði undir alskýjuðum himni. Að málverkið málaði Scheving má teljast sannað án efing, en aulinn Sig. Gamm hélt allt öðru fram og þjösnaði málinu’ í þrefing. Fyrir réttri viku orti Jón Ingvar Jónsson á Boðnarmiði: Heyr þú, mín hjáróma köll, minn Herra, þó stunduðu spjöll, Hitler, Stalín, Hlín og Malín, já, blessa þú börnin þín öll. Og bætti síðan við: „Það kann samt að vera að tveir fyrstu hafi aldrei iðrast og því erfitt að gera mikið fyrir þá, og enginn ætti (enn) að setjast í dómarasæti vegna hinna.“ Kristján Karlsson orti: Mælti Einar á Eyrarlandi, „mikið andskotans djöfuls fjandi er Suðurland ljótt þegar svörtust er nótt hjá sumrinu á Norðurlandi.“ Og í lokin gömul vísa: Þessar klappir þekkti ég fyrr þegar eg var ungur. Átti ég víða á þeim dyr; eru þar skápar fallegir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Leikur að limrum og orðum Í klípu ,,ÞEIR LEYFA OKKUR BARA AÐ HRINGJA EINU SINNI Á VIKU. ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÞÚ ERT EKKI SÍMSVARINN.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger ,,MEIRA AÐ SEGJA ÞEGAR ÉG VAR KRAKKI, ÞÁ BORÐAÐI ÉG HÆGT.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að nota dúndrandi rakspírann þinn. MANSTU Í GÆR... ÞEGAR ÉG ÁT NÆSTUM ÞVÍ KLEINUHRING!? VAR ÞAÐ NOKKUÐ EINHVERN- TÍMANN UM ÞAÐ LEYTI SEM ÉG BORÐAÐI KLEINUHRING? EN AFTUR Á MÓTI, ÞÁ ER ÉG FJÓRUM KLUKKUTÍMUM OF SNEMMA Í MORGUNMAT! ,,DÆS” ER ÞAÐ NÚ NÓTTIN TIL AÐ VERA FJÓRUM KLUKKUTÍMUM OF SEINN Í MAT! Fáir staðir reyna eins mikið á þolrifsambanda fólks og húsgagnavöl- undarhúsið IKEA og vídeóleigur. IKEA heldur áfram að gera sitt besta til að stía pörum um allan heim í sundur en vídeóleigurnar hafa hins vegar dáið drottni sínum á gervi- hnattaöld og lækkað skilnaðartíðni á landinu. x x x Oft gat það virst einfaldara aðfinna lausn á deilum fyrir botni Miðjarðarhafs en að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu um hvaða mynd skyldi leigja. Í samninga- umleitununum voru iðulega dregnar fram gamlar ýfingar og nákvæm töl- fræði um hversu oft hvor um sig hafði fengið að ráða var borin á borð af þeim sem töldu sig hafa orðið fyrir barðinu á velgjulegri rómantískri gamanmynd eða heilalausri hasar- mynd einum of oft. x x x Eftir dauða vídeóleiganna eru hinsvegar fá fyrirtæki eftir sem láta sig innri mann viðskiptavinarins eins miklu varða. Þannig er Víkverji nán- ast aldrei beðinn um kennitölu, þess- ar helgustu persónuupplýsingar hvers Íslendings, lengur. x x x Fastur liður í nær hverri heimsókná vídeóleigu var aulahrollurinn þegar bólugrafni unglingurinn við kassann bar upp hina tilvistarlegu spurningu „Hvað er kennitalan þín?“ eins og fyrirbærið væri honum algerlega framandi. Hann hefur lík- lega verið litlu nær um eðli þess þeg- ar einu svörin sem hann fékk voru endalausar bunur af tölum sem voru þar að auki mismunandi eftir því hvern hann spurði. x x x Félagi Víkverja, orðheppinn maðurmeð glöggt auga fyrir alvar- legum þjóðfélagsmeinum eins og rangri notkun spurnarfornafna, hafði fundið viðeigandi svar við svo heimspekilegum vangaveltum sem gat svalað fróðleiksþorsta starfs- mannsins. „Kennitalan mín er tákn. Hún er tákn um þátttöku mína í þessu samfélagi manna.“ víkverji@mbl.is Víkverji Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5:38.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.