Morgunblaðið - 18.06.2015, Page 10
Næstum jafnaldrar Michael Fassbinder, 38 ára, er ári
yngri en mótleikkona hans, Marion Cotillard, í Macbeth.
35 ára munur Woody Allen ásamt eiginkonu sinni, So-
on-Yi, fósturdóttur fyrrum konu sinnar, Miu Farrow.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Fram til þessa hafa fáirkippt sér upp við þá við-teknu venju í Hollywood-kvikmyndum að karlkyns
aðalleikarar lékju á móti og rekkj-
uðu með sér áratugum yngri konum
á hvíta tjaldinu – sem og utan þess.
Ójafnvægið er sláandi og fyrir vikið
er starfsaldur leikkvenna mun
styttri en karlleikara. Ömmu-
hlutverkið verður hlutskipti sumra
fyrr en efni standa til og barátta
margra fyrir aðalhlutverkum hefur
fært fegrunarlæknum þar vestra
ærinn starfa eins og alkunna er.
Undanfarið hefur kveðið við
svolítið annan tón, áhorfendur virð-
ast ekki lengur sætta sig við þennan
mikla aldursmun eins og sannaðist
nýverið af viðbrögðum fólks þegar
Maggie Gyllenhaal, 37 ára, upplýsti
að hún hefði þótt of gömul til að
leika ástkonu 55 ára gamals leikara.
Markaðsstjórar kvikmyndaveranna
eru líka að kveikja á perunni. Einn
úr þeirra röðum sagði heiminn
smám saman vera að breytast, gort
Woody Allen í Manhattan frá 1979
um að hann væri að slá sér upp með
einni 17 ára þætti til dæmis óboðlegt
núna. (Allen var þá 44 ára og leit
ekki út fyrir að vera deginum yngri.)
Kynlegur aldurs-
munur í Hollywood
Teikn eru á lofti um að þol kvenkyns áhorfenda og eldri leikkvenna fari þverrandi
gagnvart kynlegum aldursmun í kvikmyndum frá Hollywood og kannski víðar.
Áður þótti mörgum stjörnuleikurum stöðutákn að eiginkonur þeirra og ástkonur
á hvíta tjaldinu væru áratugum yngri en þeir sjálfir. Núna eru þroskaðar leik-
konur sagðar hið nýja stöðutákn.
Njósnari hennar hátignar Í nýjustu 007 kvikmyndinni fellur Daniel Craig,
47 ára, - sem James Bond, fyrir hinni 51 árs Monicu Bellucci.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015
Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er
Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu
af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði
og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu
ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili.
Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450
zenus@zenus.is • zenus.is
Augljós kostur
5 ára
ábyrgð
Swarm er snjallsímaforrit eða app
sem gerir notendum kleift að deila
staðsetningu sinni innan síns fé-
lagslega nets. Notendur geta þannig
látið vita af sér á tilteknum stað,
ásamt því að skipuleggja næstu skref
með vinum og sjá hverjir eru nálægt
hverju sinni. Bæði er hægt að gefa
upp nákvæma staðsetningu sína eða
hafa hana almenna.
Appið kom í kjölfarið á Foursquare-
appinu, sem nú hefur það hlutverk að
skoða og uppgötva upplýsingar um
tiltekna staði.
Hægt er að láta aðra í vinahópnum
vita af sér með því að taka myndir og
láta þær fylgja með. Einnig eru ýmsar
smámyndir (e. stickers) til að lýsa
stemningunni hverju sinni og lífga
þannig upp á færsluna. Kjósi not-
endur að ná til stærri hóps með stað-
setningar sínar er hægt að birta
færsluna á Facebook eða Twitter. Þá
er forritið með innbyggða keppni á
milli notenda þar sem hver notandi
fær viðurkenningu eða stig eftir því
hve duglegur hann er að nýta sér
appið.
Fréttaveitan CNET lýsti appinu sem
„framsæknu skrefi“ og lofaði það fyr-
ir að vera beinskeytt og án óþarfa.
Þannig sér notandinn hratt og örugg-
lega hvar vinir hans eru staddir og
kemst fljótt í samband við þá til að
ákveða næstu skref. laufey@mbl.is
Vefsíðan www.swarmapp.com
Hvar Appið Swarm leyfir notendum að gefa vinum upp staðsetningu sína.
Hvar eru vinir mínir staddir?
Hljóðfærið gong hefur verið notað
sem slökunartæki, en heilandi tónar
gongsins munu hafa nærandi áhrif á
líkama, huga og sál. Laugardaginn
20. júní kl. 15 er boðið upp á gong-
slökun á Ylströndinni. Hægt er að
vera í heita pottinum eða liggja í
sandinum á ströndinni. Gongslökun
er verkefni sem hófst í desember sl.
fyrir tilstilli Arnbjargar Kristínar Kon-
ráðsdóttur jógakennara.
Endilega . . .
... kynnið ykkur
gongslökun
Morgunblaðið/Rósa Braga
Ylströndin Á góðviðrisdögum er oft
fjölmennt í Nauthólsvík.
Blóðdropinn, hin íslensku glæpa-
sagnaverðlaun, verða afhent í níunda
skipti kl. 17 á morgun, fimmtudag 18.
júní, á Ljóðatorginu á 5. hæð í Borg-
arbókasafninu í Grófinni.
Verðlaunabókin er framlag Íslands
til Glerlykilsins, norrænu glæpa-
sagnaverðlaunanna. Í fyrra hlaut
Stefán Máni Blóðdropann fyrir bók-
ina Grimmd og var það í þriðja skiptið
sem honum hlotnuðust verðlaun-
in.Verðlaunin voru fyrst afhent árið
2007.
Hin íslensku glæpasagnaverðlaun
Blóðdropinn í níunda sinn
Blóðdropinn Verðlaunin voru afhent
í fyrsta skipti árið 2007.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíð-
aður í skipasmíðastöð KEA á Akur-
eyri árið 1963. Hollvinir Húna II sjá
um reksturinn. Húni II er eini óbreytti
eikarbáturinn af þessari stærð sem
enn er til á Íslandi. Hann var gerður
út til fiskveiða í 30 ár og er áætlað að
samanlögð veiði hafi verið um
32.000 tonn. Árið 1994 var hann tek-
inn af skipaskrá og ákvörðun tekin
um að eyða honum á næstu áramóta-
brennu. Húni II var skráður aftur á
skipaskrá árið 1995 og í nokkur ár
gerður út sem hvalaskoðunarbátur,
fyrst frá Skagaströnd en síðar frá
Hafnarfirði.
Báturinn er opinn gestum og gang-
andi daglega frá kl. 13-16.
Merkilegur eikarbátur á Akureyri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Rúmlega fimmtugur Húni II var
smíðaður á Akureyri árið 1963.
Gestum boðið um borð í Húna II