Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 36
FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 169. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Púað á Sigmund Davíð
2. 14 fengu fálkaorðuna
3. „Gagnrýnin byggð á misskilningi“
4. Þjóðhátíðarmótmælin í …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Vegna mikillar eftirspurnar hefur
verið ákveðið að halda sýningum á
Billy Elliot áfram í haust. Alls var
sýnd samtals 61 sýning á söng-
leiknum á nýliðnu vormisseri og var
uppselt á þær allar. Vegna fjölda sýn-
inga og álags hefur verið ákveðið að
æfa fjórða Billy-drenginn fyrir sýn-
inguna og það er Bjarni Kristbjörns-
son, sem farið hefur með hlutverk
Michaels í sýningunni.
Morgunblaðið/Kristinn
Uppselt á 61 sýningu
Leikhópurinn
Háaloftið frum-
sýnir Lokaæfingu
eftir Svövu
Jakobsdóttur í
Tjarnarbíói í haust.
Leikarar eru Nanna
Kristín Magnús-
dóttir, Stefán Hall-
ur Stefánsson og Kristín Péturs-
dóttir, en Tinna Hrafnsdóttir
leikstýrir. Leikarar munu leiklesa upp
úr verkinu á morgun kl. 17.40 í Ráð-
húsinu og í tilefni af 100 ára afmæli
kosningaréttar kvenna hérlendis.
Leiklesa upp úr Loka-
æfingu í Ráðhúsinu
Blásið verður til tónleika á Gaukn-
um í kvöld kl. 22 til heiðurs Amy
Winehouse. Meðal laga sem munu
hljóma eru Rehab, You
Know I’m No Good og
Back to Black. Um
sönginn sér Anna Sóley
Ásmundsdóttir, en
hljómsveitina
skipa m.a. Brynj-
ar Páll Björnsson
á bassa og Bald-
vin Snær Hlyns-
son á píanó.
Amy Winehouse-
tónleikar á Gauknum
Á föstudag Gengur í suðaustan 5-10 m/s síðdegis og þykknar
upp, dálítil væta um kvöldið. Hægari vindur og bjart með köflum
um landið N-vert. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast N-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað
og dálítil væta af og til en bjart með köflum á SA-verðu landinu.
Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á SA-landi.
VEÐUR
„Það er ansi erfitt að koma
upp úr 3. deildinni og því
viljum við hafa það að
markmiði að haldast uppi
og sjá umhverfið, máta okk-
ur í 2. deildinni og sjá hvar
við stöndum þar,“ segir
Ragnheiður Ólafsdóttir,
annar yfirþjálfara frjáls-
íþróttalandsliðsins sem
keppir um helgina í 2. deild
Evrópumótsins í Búlgaríu.
Þangað fara 29 íslenskir
keppendur. » 4
Viljum máta okk-
ur í 2. deildinni
Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona
úr Breiðabliki, segir að Kópavogsliðið
virðist vera að smella saman, en það
burstaði Val 6:0 á Hlíðarenda í fyrra-
kvöld og er á toppi Pepsi-deildarinnar
í knattspyrnu. „Við höfum tvímæla-
laust mannskap til þess að
berjast á toppnum. Við
erum í fyrsta sæti
núna en það er bara
eitt stig í Selfoss
og lítið búið af
þessu, það
getur allt
gerst,“
segir
Fanndís. »1
Höfum mannskap til að
vera á toppnum
„Golden State hóf keppnistímabilið
með nýliða í þjálfarastöðunni og leik-
mannahóp sem virtist skorta það
sem þurfti til að vinna meistara-
titilinn. Ævintýralegt keppnistímabil
hjá Stephen Curry og góð samvinna
samherja hans komu liðinu á topp-
inn,“ skrifar Gunnar Valgeirsson m.a.
um síðasta úrslitaleik NBA-
deildarinnar. » 3
Ævintýralegt keppnis-
tímabil að baki
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Guðmundur Sigurðsson rannsóknar-
lögreglumaður er fyrsti íslenski lög-
reglumaðurinn til þess að taka þátt í
kyndilhlaupi alþjóðlegs liðs lög-
reglumanna (Law Enforcement
Torch Run, LETR) í aðdraganda al-
þjóðaleika Special Olympics. Hann
er í 126 manna hópi sem hleypur
lokaáfangann fyrir leikana, sem
verða settir í Los Angeles 25. júlí
næstkomandi.
Kennedy-fjölskyldan bandaríska
stofnaði Special Olympics Inter-
national árið 1968 með það að mark-
miði að bjóða upp á leika fyrir fólk
með þroskahömlun, þar sem það
keppti við jafningja sína. Þessir al-
þjóðaleikar hafa verið ríkur þáttur í
lífi hjónanna Guðmundar og Karen-
ar Ástu Friðjónsdóttur og barnanna
þeirra fjögurra síðan sonurinn Sig-
urður, sem nú er 21 árs og keppir í
knattspyrnu á leikunum, slasaðist
alvarlega á höfði þegar hann var átta
ára. Þetta hamlaði þroska drengsins
og ýmsir fylgikvillar fylgdu í kjölfar-
ið, en síðan kynntust þau Special
Olympics og þá urðu kaflaskil.
„Íþróttir fyrir fatlaða, meðal annars
Special Olympics, björguðu honum
félagslega og hann hefur þroskast
mikið, er sjálfstæðari og sterkari,“
segir Guðmundur.
Kynning og styrkur
Ísland var fyrsta Norðurlanda-
þjóðin til þess að ganga í LETR. Í
október 2013 var Guðmundur
fulltrúi lögreglunnar á Íslandi og
Karen Ásta fulltrúi Íþrótta-
sambands fatlaðra á Evrópuráð-
stefnu hjá samtökunum og í nóv-
ember 2013 stóð hann fyrir fyrsta
kyndilhlaupi íslenskra lögreglu-
manna í sambandi við Íslandsleika
Special Olympics. Þau eru nú orðin
fjögur hérlendis. „Þessi hlaup eru til
kynningar, stuðnings og styrktar
Special Olympics,“ segir Guð-
mundur.
Rétt eins og á Ólympíuleikum er
eldurinn sem logar meðan á keppni í
Special Olympics stendur tendraður
í Grikklandi og síðan hlaupið með
hann í keppnislandinu hverju sinni
þar til komið er á keppnisstað. Hinn
24. maí hófst hlaup með logann um
öll ríki Bandaríkjanna, en hópur
Guðmundar hleypur lokaáfangann í
Kaliforníu 13.-25. júlí. Lögreglu-
menn frá 23 þjóðum taka þátt í loka-
áfanganum og þar af 11 frá Evrópu
(www.letr.-finalleg.org).
Evrópuleikar Special Olympics
fóru fram í Belgíu í fyrrahaust og þá
voru Guðmundur og Gunnar Schram
með í kyndilhlaupi lögreglumann-
anna. Það var í fyrsta sinn sem ís-
lenska lögreglan kom að Special
Olympics á erlendri grundu.
Guðmundur segir það sérlega gef-
andi að fá tækifæri til þess að vinna
fyrir fólk með þroskahömlun. „Þetta
á ekkert skylt við Ólympíuleika fatl-
aðra enda eiga þessir keppendur
enga möguleika á að komast á slíka
leika en á Special Olympics geta allir
verið með,“ segir hann. Guðmundur
segir að þessir keppendur séu svo
þakklátir og einlægir og þeim þyki
mikið til þess koma að fá þennan
stuðning frá lögreglunni. „Það gefur
manni mjög mikið að finna að þetta
skiptir fólkið mjög miklu máli,“ segir
hann.
Í þágu fólks með þroskahömlun
Tekur þátt í lokaáfanga kyndil-
hlaups vegna Special Olympics í LA
Feðgar Guðmundur, fjórði frá vinstri, og Sigurður, fimmti frá vinstri, hlupu saman með kyndilinn í Kortrijk á Evrópuleikum Special Olympics 2014.
Alþjóðaleikar Special Olympics
eru haldnir fjórða hvert ár og
fara næst fram í Los Angeles 25.
júlí til 2. ágúst (www.la2015.org).
Gert er ráð fyrir um 500 þúsund
áhorfendum og þar af um 80
þúsund á opnunarhátíðina. Um
7.000 keppendur frá 177 þjóðum
taka þátt í 25 greinum með að-
stoð um 30.000 sjálfboðaliða.
Íþróttasamband fatlaðra
sendir 41 keppanda í níu greinar.
Aðaláhersla er lögð á að styrkja
sjálfsímynd iðkenda og allir eru
sigurvegarar. „Við höfum verið
sem ísbrjótur fyrir nýjar greinar
og þátttakan er frábært tæki-
færi fyrir keppendur, sem
blómstra gjarnan í kjölfarið,“
segir Anna K. Vilhjálmsdóttir,
framkvæmdastjóri Special
Olympics á Íslandi.
Ísbrjótur fyrir
nýjar greinar
FJÖLMENNASTA HÁTÍÐIN