Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 12

Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Snjór á Þjórsársvæðinu er sá mesti sem þar hefur mælst í a.m.k. 25 ár. Landsvirkjun (LV) hóf í fyrra að kanna betur snjómagn á vatnasvið- um vatnsaflsvirkjana að vori. Lengi hefur verið fylgst með afkomu jökla en nú er farið að fylgjast betur en áður með snjómagni utan jökla. Andri Gunnarsson, verkefnis- stjóri vatna-, veður- og jöklamæl- inga LV, gerði grein fyrir snjómæl- ingum LV á sumarþingi Veðurfræðingafélagsins á þriðju- dag. Hann sagði í viðtali að vatns- árin 2012-2013 og 2013-2014 hefðu verið frekar léleg miðað við vænt- ingar LV. Því var ráðist í það verk- efni að öðlast betri skilning á snjó og söfnun hans. LV hefur sinnt vöktun og mælingum á Langjökli og Vatnajökli í samstarfi við jöklahóp Jarðvísindastofnunar HÍ í meira en 25 ár og rekið veðurstöðvar yfir sumarið á jöklum. Veðurstofan sinn- ir sams konar mælingum á Hofs- jökli. Andri sagði að raforkufyrirtæki á Norðurlöndum, í Kanada og Banda- ríkjunum hefðu lengi stundað snjó- rannsóknir. Snjórinn skilaði ákveðnum hluta af ársrennslinu sem knýði vatnsaflsvirkjanirnar. Því bet- ur sem það hlutfall væri þekkt, þeim mun betur væri hægt að hámarka nýtingu vatnsins. „Á Þjórsársvæðinu eru um 85% af vatnasviðinu utan jökla. Við þurfum að þekkja þá auðlind sem snjórinn er og vita hvað búast má við að skili sér í miðlanir og lón,“ sagði Andri. Hann sagði það líka öryggisatriði að vita hve mikill snjór væri til staðar á hinum ýmsu svæðum og hvað gæti gerst ef hann hlánaði hratt. Snöggar leysingar og mikill snjór gætu vald- ið flóðum sem gætu valdið tjóni á mannvirkjum og skapað hættu. Breytileg snjódýpt milli ára „Við höfum sett af stað fjarkönn- unarverkefni og höfum reynt að greina hvaða fjarkönnunargögn er hægt að nota til að þekkja og skilja betur snjó,“ sagði Andri. LV fær gögn úr ýmsum veðurlíkönum en vandinn við snjó er að bæði er erfitt að mæla hann og reikna vatns- magnið með fjarkönnunargögnum. Veðurstöðvar LV hafa verið upp- færðar og nú mæla þær m.a. geisl- un, snjódýpt og jarðvegsraka. Einn- ig er unnið að tilraunaverkefni þar sem náttúruleg geislun jarðar er mæld og breytileiki í henni notaður til að mæla nokkuð nákvæmlega hversu mikið vatnsgildi snjórinn geymir. Mælistikur hafa verið notaðar áratugum saman til að mæla snjó- dýpt. Sigurjón heitinn Rist vatna- mælingamaður setti upp eina elstu mælistikulínuna við Kjalöldur á Þjórsársvæðinu árið 1975. Til eru nokkuð langar tímaraðir snjómæl- inga frá þremur stöðum á Þjórsár- svæðinu. Vandinn er að þær lýsa ekki ástandinu nógu vel á stórum svæðum. Einnig er fylgst með hita snævarins og eðlismassa og út frá því er hægt að áætla vatnsmagnið. „Vandinn á Íslandi er að snjórinn fellur sjaldnast lóðrétt. Hann fýkur mikið til, blotnar og frýs til skiptis og er ekki mjög einsleitur. Það gerir alla reikninga töluvert flókna og því er nauðsynlegt að styðja þá með beinum mælingum,“ sagði Andri. Landsvirkjun stundar einnig rat- sjármælingar á snjó. Þá er snjósjá (GPR radar) dregin yfir snævi þakið land eða jökul. Þannig er hægt að mæla snjódýpt á stórum samfelldum svæðum. Andri sagði eitt það áhuga- verðasta við niðurstöðurnar vera hve breytilegt snjómagnið gæti ver- ið eftir landsvæðum. „Vorið 2014 var mjög mikill snjór á hálendi Austur- lands, í kringum Hálslón og Jökuls- árveitu. Þá var mjög lítill snjór á Þjórsársvæðinu og snjómagnið tölu- vert undir meðaltali fyrri ára. Nú er ástandið þannig að snjór í kringum Hálslón er töluvert undir meðaltali og örlítið undir meðaltali hjá Jökulsárveitu. Hins vegar er snjór á Þjórsársvæðinu nú í sögu- legu hámarki samkvæmt tiltækum mælingum. Annað eins snjómagn hefur ekki mælst þar í að minnsta kosti 25 ár. Snjórinn sem féll í vetur er verulega mikið meiri en við höf- um áður séð,“ sagði Andri. Hægar leysingar og grunnvatn Snjó hefur ekki leyst mjög hratt í vor á Þjórsársvæðinu og leysing- arnar byrjuðu seinna en á undan- förnum árum. Þær hafa aukist hægt og rólega, enda verið næturfrost á fjöllum. Þessi hæga og seina vor- koma hefur valdið því að leysing- arnar hafa skilað sér meira í grunn- vatnskerfið en áður. Langt er síðan grunnvatnsstaða hefur sýnt jafn mikla svörun og nú í vor. Úrkomu- lítil sumur hafa orsakað lága grunn- vatnsstöðu á Þjórsársvæðinu undan- farin ár. Oft myndast ís við yfirborð jarðar á haustin sem snjóar á yfir veturinn. Í leysingum rennur vatnið eftir ísn- um eða frosinni jörð og skilar sér hratt í vatnsföllin. Í vor hefur þessi ís og frost í jörð þiðnað og vatnið leitað niður í jarðveginn í meiri mæli en áður. „Við sjáum mikla svörun í grunn- vatnskerfinu á Þjórsársvæðinu og eins á Þingvallasvæðinu í kringum Sogið þó að snjórinn hafi ekki verið að skila sér hratt til vatnsfalla. Við erum mjög fegnir því. Það hefur t.d. verið lítið rennsli í Tungnaá, sem einkum hefur skýrst af lágri grunn- vatnsstöðu,“ sagði Andri. „Ef það hlýnar hratt geta komið vorflóð. Ég sé samt ekki fyrir mér að það verði stórir flóðtoppar eins og stundum hafa sést. Til þess að svo verði þarf bráðnunin að verða mjög ör, en ekki er útlit fyrir að það gerist.“ Snjórinn er mikil auðlind  Ekki hefur mælst meiri snjór á Þjórsársvæðinu í 25 ár en nú  Landsvirkjun eykur rannsóknir á snjó  Snjódýpt er mæld á stórum svæðum með snjósjá Ljósmynd/Gestur Jónsson Við Sauðá á Vesturöræfum Landsvirkjun fylgist með snjómagni á vatnasvæðum vatnsaflsvirkjana fyrirtækisins. Starfsmenn fara um með mælitæki og grafa snjógryfjur til að kanna hvernig snjórinn er. Ljósmynd/Gestur Jónsson Snjósjá Ratsjá sem mælir snjódýpt er dregin af vélsleða eða bíl. Nokkuð hefur verið um ábendingar um lélegt GSM-samband í Héðins- fjarðar- og Múlagöngum. Gísli Eiríksson, forstöðumaður Vega- gerðarinnar á Ísafirði, kannaðist ekki við að bilun væri í kerfinu en þekkt væri að samband gæti rofnað þegar farið væri um gangamunn- ann. Það væri vegna tæknilegrar útfærslu á reikikerfi milli sím- stöðva. Símar misstu snögglega merkið þegar komið væru inn eða út og það tæki þá augnablik að finna nýju símstöðina. Aðalsteinn Þór Arnarsson hjá Raffó ehf., sem hefur séð um eftirlit með búnaðinum, fór á stúfana og staðfesti að ekki væri um bilun að ræða en vandamálið tengt reiki- kerfinu væri til staðar, menn misstu þannig samband í nokkrar sek- úndur. Sömuleiðis yllu þrengslin í Múlagöngum því að þegar stórir bílar færu hjá misstu símar sam- band rétt á meðan og þannig slitn- aði samband. Fullt samband væri þó að öðu leyti og neyðarsímar allir á sínum stað. Algengt að símtöl slitni í göngunum  Takmörkunum í reikikerfi að kenna Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Héðinsfjarðargöng Búast má við að símtöl slitni við munnann. Ráðstefnan WE2015 hefst í dag í Hörpu, en WE stendur fyrir Women Empowerment og það markmið að virkja kraft kvenna til jafns við kraft karla. „Jafnrétti er stærsta efnahags- lega tækifærið sem býðst gegn stöðnun í hagvexti heimsins, í dag og til framtíðar. Þátttakendur á WE2015 koma úr forystusveitum atvinnulífs, háskóla og stjórnmála á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Það verður boðið upp á beina útsend- ingu frá öllum fyrirlestrum og panelumræðum á vefsvæðum RÚV og Inspirally,“ segir í tilkynningu. Ráðstefnan mun hefjast á mynd- ávarpi frá Christine Lagarde, for- stjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Auk hennar verður fjöldinn allur af fyrirlesurum sem koma víðs vegar að og má þar nefna Jóhönnu Sig- urðardóttur, fyrrverandi forsætis- ráðherra, og Pat Mitchell, stjórnar- formann Sundance-kvikmynda- hátíðarinnar, en hún var fyrsti kvenkyns forstjóri fjölmiðla- fyrirtækisins PBS. Jafnréttisráð- stefna í Hörpu hefst í dag Harpa Ráðstefnan fer fram í Hörpu. Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.