Morgunblaðið - 18.06.2015, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015
Prófaðu þetta
heyrnartæki í 7 daga
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu
Sími 568 6880
www.heyrnartaekni.is
Ný tækni - einstök hljómgæði
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra
Nýju Alta2 heyrnartækin eru með
hraðvirkasta örgjafanum frá Oticon
fram til þessa og búa yfir öflugri
hljóðvinnslu. Með Alta2 verður
talmál skýrara og öll hljóð þægilegri
áheyrnar. Njóttu þess að taka virkan
þátt í samræðum eða hlusta á fagra
tóna með Alta2 heyrnartækjum.
SVIÐSLJÓS
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
„Við erum að fara í sveitina og ætl-
um að fara á hestunum suður
Hvammsheiði,“ sagði Tómas Örn
Jónsson, sjómaður á Húsavík, þegar
hann lagði upp frá brúnni við ós
Mýrarkvíslar á sjómannadeginum.
Hann vildi nota daginn til þess að
fara í útreiðartúr ásamt konu sinni,
Svanhildi Jónsdóttur, og dóttur
þeirra, Sigrúnu Högnu Tóm-
asdóttur, en fjölskyldan á nokkra
hesta og eru þeir mikið áhugamál.
Dóttirin var himinlifandi enda var
það langþráður draumur að fara
með báðum foreldrunum í útreiðar-
túr, en Tómas er oft svo vikum skipt-
ir á sjónum og því oft ekki heima til
þess að fara á bak með börnum sín-
um. Sjómennskunni fylgir oft löng
útivist og þær mæðgur sjá oft um
hestana. Eldri systirin, Thelma
Dögg, er einnig liðtæk, en hún hefur
unnið til margra verðlauna í sínum
aldursflokki í hestaíþróttum.
Hestaferðir, hestaleigur
og glæsileg hesthús
Hestabúskapur hefur verið mjög
vaxandi í Suður-Þingeyjarsýslu síð-
ustu árin og með tilkomu reiðhall-
arinnar við Húsavík, sem nefnd hef-
ur verið Bústólpahöllin, hefur öll
aðstaða breyst mjög til batnaðar.
Í landi jarðarinnar Saltvíkur
sunnan Húsavíkur er hestabúskapur
stundaður á margvíslegan hátt, en
þar ber helst að nefna Hestamið-
stöðina í Saltvík sem býður ferða-
mönnum upp á mjög marga mögu-
leika í útreiðum, bæði með lengri og
styttri ferðum um sýsluna. Ferðir
þessar hafa verið mjög vinsælar og
oft uppbókaðar.
Hestamiðstöðin í Saltvík býður
einnig upp á námskeið bæði fyrir
börn og fullorðna og þar eru einnig
stundaðar tamningar.
Við Bústólpahöllina hafa nú risið
tvö glæsileg hesthús með mjög
vönduðum innréttingum og öllum
búnaði og aðstöðu sem til þarf.
Stefnan er að bjóða fólki upp á að
flytja sig úr gamla hesthúsahverfinu
á Húsavík og á þetta nýja svæði í
Saltvík þar sem stutt er í reiðleiðir.
Mjög góð aðstaða er þar í nágrenn-
inu fyrir beitarhólf og hafa nú þegar
nokkrir nýtt sér það þó svo að þeir
hafi ekki byggt hesthús á nýja staðn-
um.
Hestaleigur hafa skotið upp koll-
inum víða og á nokkrum sveitabæj-
um í Suður-Þingeyjarsýslu er hægt
að fá leigða hesta með og án leið-
sagnar. Reiðleiðir hafa verið merkt-
ar og lagaðar og víða eru vinsælir
reiðvegir sem eru mikið notaðir.
Hestaleigurnar eru með mismun-
andi áherslur, en skemmtileg nýj-
ung er í Hraunkoti í Aðaldal þar sem
ábúendur hafa keypt hestvagn og
bjóða þess vegna upp á svolítið öðru-
vísi ferðir.
Börnin fara á bak
Í Suður-Þingeyjarsýslu eru starf-
andi tvö hestamannafélög; Þjálfi,
sem starfar mest í sveitunum, og
Grani, sem starfar aðallega á Húsa-
vík. Nýlega héldu þessi félög saman
æskulýðsdag. Félögin buðu börnum
á bak og var aðsókn vonum framar.
Grani og Þjálfi halda reglulega nám-
skeið fyrir yngri og eldri knapa og
eru ófáir sem hafa þar stigið sín
fyrstu skref í reiðmennskunni.
Vaxandi fagmennska í hestabú-
skapnum í sýslunni hefur vakið at-
hygli þeirra sem muna fyrri tíma, en
fyrir nokkrum áratugum var um-
hverfið allt annað í búgreininni. Þá
voru hestaleigur og skipulagðar
ferðir með útlendinga nærri óþekkt
fyrirbrigði í héraðinu og ekki mikið
um barnanámskeið. Svo var hesta-
mennska ekki valfag í skólum hér-
aðsins eins og nú er orðið.
Hvammsheiði heillar marga
Á Hvammsheiði eru mjög vinsælir
reiðvegir og á annatímanum yfir
sumarið má stundum daglega sjá
hesta fara þar um. Tómas og fjöl-
skylda fóru veginn sem liggur aust-
an í heiðinni meðfram Mýrarkvísl og
fór sem leið liggur inn í Reykja-
hverfið þaðan sem hann er ættaður.
Vegirnir eru mjúkir moldarvegir og
þar er með góðu móti hægt að
hleypa hestunum.
Sigrún Högna dóttir hans var með
breitt bros og virtist ekki bangin
þegar hún lagði upp með foreldr-
unum á flottum hestum suður heið-
ina og auðvitað var sprett úr spori.
Margir vilja
spretta úr spori
Vaxandi hestamennska í Suður-
Þingeyjarsýslu Hestamannafélög-
in með gróskumikið starf Vinsæl-
ar reiðleiðir á Hvammsheiði
Áhugasamur Heimilishundurinn
Fróði hefur gaman af reiðtúrum.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hestafólk Fjölskyldan á leið í útreiðartúr á Hvammsheiði. Frá vinstri eru
Tómas Örn Jónsson, Sigrún Högna Tómasdóttir og Svanhildur Jónsdóttir.
Sala geisladiska og hljómplatna frá
innlendum útgefendum og dreifend-
um hefur dregist saman um 78% frá
því árið 1999, þegar salan náði há-
marki. Í fyrra seldust 192 þúsund
eintök af geisladiskum og hljómplöt-
um, eða 676 þúsund færri en árið
1999 þegar salan nam 868 þúsund
eintökum.
Kemur þetta fram í tilkynningu
frá Hagstofu Íslands, sem unnin er
upp úr árlegu upplagseftirliti Félags
hljómplötuframleiðenda. Athygli
vekur að útgáfa og dreifing hljóm-
platna færist enn í vöxt en hún nam
11 þúsund eintökum í fyrra, eða sem
samsvarar tæpum sex prósentum af
heildarsölunni.
Frá árinu 1999 hefur seldum ein-
tökum geisladiska og hljómplatna á
íbúa fækkað úr 3,1 í 0,6. Í fyrra seld-
ust um 20 prósentum færri geisla-
diskar og hljómplötur á vegum út-
gefenda og dreifenda en árið á
undan, eða 192 þúsund eintök borið
saman við 243 þúsund árið áður.
Átta af hverjum tíu eintökum sem
seldust á síðasta ári voru innlend
framleiðsla. Samfara samdrætti í
sölu geisladiska og hljómplatna hef-
ur hlutfall innlendrar framleiðslu
vaxið jafnt og þétt, frá því að vera
innan við helmingur allan tíunda ára-
tug síðustu aldar og í rúm 80% frá
árinu 2010, að því er segir í tilkynn-
ingunni.
Sala diska dvínar ört
Útgáfa og dreifing hljómplatna færist enn í vöxt Salan
nam ellefu þúsund eintökum í fyrra 6% af heildarsölunni