Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 28

Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gefðu þér tíma til að greiða úr flækj- unni og þá leysast allir hlutir auðveldlega. Hugleiddu eitt, ef við hjálpum ekki hvert öðru, hver gerir það þá? 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert lífleg/ur og kraftmikil/l. Not- færðu þér þessa kosti þína aðeins til góðra verka. Ferðalög eru á næsta leiti, njóttu þín. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú finnur yfirleitt upp á virkilega hvetjandi viðfangsefnum. Þú sérð stundum heiminn á furðulegan máta en það er allt í lagi, þú ert sífellt að uppgötva eitthvað nýtt og áhugavert. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það eru miklar breytingar í vændum og þú verður að hafa þig alla/n við til þess að fylgjast með og læra ný vinnubrögð. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhringinn sinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert í þeirri aðstöðu að geta veitt öðr- um huggun þótt þér finnist þú ekki vel til þess fallin/n. Þú ert bjartsýn/n að eðlisfari og á sama tíma ert þú raunsæ/r. Nýttu þessa kosti þína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft á tilbreytingu að halda. Veittu mótspyrnu og varastu tungulipurt fólk sem ber ekki hag þinn fyrir brjósti. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu aðra ráða ferðinni í vinnunni í dag. Stattu samt fast á þínu því enginn sinnir þín- um málum betur en þú sjálf/ur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú gáir vel munt þú finna ákveðið mynstur í þeirri ringulreið sem ríkir á vinnustað þínum. Leyfðu því engum að hafa áhrif á þig með neikvæðni eða frekju. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leyfðu sköpunargáfu þinni að fá útrás. Gakktu hreint til verks því allt sem þú gerir færir þér ávinning. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur reynst hollt að draga sig aðeins í hlé frá skarkala lífsins. Njóttu af- rakstursins og leyfðu þínum nánustu að vera með. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Berðu framtíðaráform þín undir vini og vandamenn því það er mjög gott til að ná fram markmiðum sínum. Þú ert kraft- mikil/l og þarft helst alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt erfitt með að einbeita þér að hlutunum í dag og ættir því að fara þér hægt. Mundu að endurgjalda þá greiða sem þér eru gerðir. Út er komið nýtt hefti af Stuðla-bergi, tímariti helguðu hefð- bundinni ljóðlist. Það er að vanda fróðlegt og skemmtilegt. Við vísna- vinir kunnum Ragnari Inga Að- alsteinssyni þakkir fyrir framtak hans, en hann er í senn útgefandi og ritstjóri tímaritsins. Í Stuðlabergi er sagt frá Vísna- keppni grunnskólanna: „Á yngsta stigi var horft sérstaklega til inni- halds vísnabotnsins og ríms og var Gunnar Þór Sigurðarson hlut- skarpastur en hann er nemandi í 1. bekk Síðuskóla á Akureyri. Þó að ekki væri gerð um það sérstök krafa þá er þessi botn Gunnars Þórs hárrétt stuðlaður: Ljósin falleg lýsa brátt, líða fer að jólum. Kennararnir hlæja hátt og halda jól í skólum. Á miðstigi voru nemendur beðnir um að huga vel að ljóðstöfum og rími. Hlaut Ásdís María Þorsteins- dóttir í 7. bekk Brekkuskólans á Akureyri verðlaun fyrir besta botn- inn í sínum aldursflokki: Grýlukerti glitrar á, glóir sólin bjarta. Brennur stjarnan bjarta þá, bráðnar frosið hjarta. Á unglingastigi var gerð krafa um ljóðstafi og rím og fékk Ragn- heiður Tómasdóttir, nemi í 10. bekk Garðaskóla í Garðabæ, verðlaun fyrir sinn vísubotn: Eftir jólin aftur má aðeins lengja daginn. Hurðaskellir heldur þá heim í jólabæinn.“ Það er ánægjulegt, að lausavís- unni og vísnagerð skuli gerð svo góð skil í grunnskólunum sem þess- ir botnar sýna. Þegar ég var í MA var settur fram fyrrihluti á árshá- tíð skólans og sérstök verðlaun veitt fyrir besta botninn: Augum renna ungir menn upp á kvennavistir. Ég er löngu búinn að gleyma verðlaunabotninum, en hins vegar man ég þennan, sem nemandi í 1. bekk gagnfræðadeildarinnar átti: Kapphlaupið mun byrja senn. Hverjir verða fyrstir. Okkar góði kennari Gísli Jónsson veitti þessum botni sérstaka við- urkenningu fyrir góðan húmor! Margar góðar sögur eru af slíkri vísnagerð. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stuðlaberg og vísna- keppni grunnskólanna Í klípu ,,FRÁBÆR KYNNING. ÁFRAM ÞÚ. VILTU HALDA ÁFRAM EÐA ÞARFTU AÐ ENDURHLAÐA?” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger ,,HVAÐ MEINTI HANN MEÐ ,,ÁSTIN ER BLIND?”” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gera það besta úr umferðaröngþveiti. LÍSA, ÉG ER VEIKUR. GETURÐU NUDDAÐ Á MÉR AXLIRNAR OG SAGT ,,VESALINGURINN MINN”? VAR ÞETTA FLISS?! HLÁTUR ER BESTA MEÐALIÐ. HRÓLFUR ER Á NÝJA VÖKVAKÚRNUM... ÞÚ MÁTT BARA DREKKA VÖKVA... ... EN ÞÚ MÁTT VELJA HVAÐA VÖKVA ÞÚ DREKKUR!HVERNIG VIRKAR HANN? FJÁRHAGSÁÆTLUN NIÐURSKURÐUR STARFS- FÓLK VÖRUR LEIGA GJÖLD BRJÓT! Víkverji skilur ekki hvers vegnaleikir hverrar umferðar í efstu deild karla í fótbolta eru helst á sama tíma. Fyrir bragðið getur hann bara séð einn leik í hverri umferð en ef einn leikur væri á dag gæti hann séð alla leikina. x x x Víkverji horfir á fótbolta í sjón-varpi daglega allan veturinn, en þegar Íslandsmótið loks hefst í maí verður spennufall, því þá þarf að bíða allt að viku eftir næsta leik. Það er of langur tími fyrir fótboltafíkil. x x x Víkverji er líka alæta á umfjöllunum fótbolta. Þegar allir leikir í hverri umferð eru á sama tíma sér hann aðeins einn leik og les um hina í Mogganum. Það skapar ójafnvægi á milli daga. x x x Þegar allir leikir hverrar umferðareru á sama tíma verður alltaf langt hlé vegna landsleikja, bik- arleikja og Evrópuleikja. Þetta vandamál verður úr sögunni með því að spila á hverjum degi, því inn í þá dagskrá raðast líka bikarleikir, Evr- ópuleikir og landsleikir. Með öðrum orðum ekkert hlé heldur stanslaust fótboltafjör á hverjum degi frá byrj- un maí út september. x x x Með því að dreifa leikjunum áþennan hátt má komast af með færri dómara og þá hlýtur að verða minna rifist út í þá en með núverandi fyrirkomulagi. x x x Að sama skapi hlýtur áhorfendumað fjölga á alla leiki. Fólk lætur sér ekki nægja að sjá FH í Kapla- krika heldur vill líka fylgjast með heimaleikjum Stjörnunnar í Garða- bæ, Breiðabliks í Kópavogi, Fjölnis í Grafarvogi, Vals að Hlíðarenda, KR í Vesturbænum, Leiknis í Breiðholti, Fylki í Árbænum, Skagamönnum á Skaganum, Víkingum í Víkinni, Eyjamönnum úti í Eyjum og Kefl- víkingum í Keflavík. Aðalatriðið er að leikirnir séu bara á höfuðborg- arsvæðinu, því það versnar í því ef aka þarf vestur, austur og norður vikulega. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og mig hólpinn leiða inn í sitt him- neska ríki. Honum sé dýrð um aldir alda! Amen. (Tím. 4:18.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.