Morgunblaðið - 18.06.2015, Síða 33

Morgunblaðið - 18.06.2015, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 POWERSÝNING KL. 10:35 BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND MEÐ OWEN WILSON, IMOGEN POOTS OG JENNIFER ANISTON Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ljótu hálfvitarnir verða með þrenna tón- leika á Café Rosenberg dagana 18. til 20. júní nk. en hljómsveitin hefur ekki verið með tónleika frá því hún fór í verkfall, að eigin sögn, í apríl. Þeir segjast þó ekki al- mennilega átta sig á því hvers vegna þeir fóru í verkfall og enginn hafi gert nokkuð í réttinda- og launakröfum þeirra. Eftir dá- góða umhugsun settist hljómsveitin niður yfir rúgbrauðssneið og setti lög á verk- fallið. Þeir koma því saman á Café Rosen- berg við Klapparstíg þrjú kvöld í röð, fimmtudags-, föstudags- og laug- ardagskvöld í þessari viku. Verkfallið hefur greinilega farið vel með meðlimi hljómsveitarinnar en kraftur er svo mikill hjá þeim að þeir hafa ákveðið að skella sér norður á land og spila á Græna hattinum um sjálfa Pollamótshelgina og fara þeir tónleikar fram 2., 3. og 4 júlí. Ljótu hálfvitarnir úr verkfalli Tónlist Ljótu hálfvitarnir verða með þrenna tónleika í þessari viku á Café Rosenberg og þrenna tónleika fyrir norðan um Pollamótshelgina. inni á námsárum sínum í Banda- ríkjunum. Einstakt tækifæri Youth Philharmonic Orchestra er ekki bara einhver skólahljómsveit að sögn Ara heldur feiknagóð und- irbúningshljómsveit fyir fram- úrskarandi og unga tónlistarmenn. Íslendingum gefst því gullið tæki- færi til að hlýða á klassíska tónlist frá þessum ungu tónlistarmönnum. „YPO er mjög góð hljómsveit og það er bæði mikill heiður að fá að spila með þeim og ánægja,“ segir Ari en sem fyrrverandi nemandi í New England Conservatory var haft upp á honum við komu hljóm- sveitar skólans til landsins. „Ég er eini einleikarinn á tónleikunum og mun leika verkið Poème eftir Er- nest Chausson, sem ég tók reyndar upp með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir Ríkisútvarpið svo það er skemmtilegt að fá að spila það núna á tónleikum,“ segir Ari en hann mun ekki spila með hljóm- sveitinni í öðrum verkum. Tónleikar Youth Philharmonic Orchestra flytur tvenna auglýsta tónleika á Íslandi í júní og er frítt inn á þá báða og því um einstakt tækifæri að grípa. Morgunblaðið/Eggert Fiðluleikari Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari spilar einleik á tónleikum Yo- uth Philharmonic Orchestra sem fara fram á Íslandi. Gjörningaklúbburinn í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir gjörningi með þátttöku al- mennings, í höggmyndagarðinum Perlufesti í Hljómskálagarðinum þann 19. júní í hádeginu, á eins árs afmæli höggmyndagarðsins og 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Gjörningurinn hefur hlotið nafnið Möskvi. Í Möskva verður kíkt ofan í jarðlög kvennasögunnar og perlur hennar dregnar fram í dagsljósið. Möskvi er að hluta til byggður á þátttöku áhorfenda, en þátttaka áhorfenda hefur áður verið mik- ilvægur hluti gjörninga klúbbsins. Kíkt í kvennasögu Höggmyndir í Hljómskálagarði. Morgunblaðið/Eggert Landslag er ný sýning eftir Þóru Björk Schram, textílhönnuð, en sýningin er í Handverki og Hönnun, Aðalstræti 10. Teppin sem þar eru sýnd eru hönnuð af Þóru en þau eru handtuftuð og flosuð úr 100% ís- lenskri ull. Þau eru því bæði sterk og mjúk og henta vel jafnt sem vegg- eða gólfteppi. Landslag Þóru Verk Veggteppi frá Þóru Björk Schram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.