Morgunblaðið - 18.06.2015, Síða 11

Morgunblaðið - 18.06.2015, Síða 11
Breskt leikfang Lafði Judi Dench, 80 ára, hafð ekkert á móti landa sínum Bill Nighy, 65 ára, sem leikfangi í the Second Best Exotic Marigold Hotel. Eldri og hærri Tom Hardy er þremur árum yngri en mótleikkona hans, Charlize Theron, 40 ára, í Mad Max: Fury Road, sem sýnd er í íslenskum kvikmyndahúsum þessa dagana. Frægustu hjón kvikmyndasögunnar Humphrey Bogart var 45 ára og Lauren Bacall 20 þegar þau léku fyrst saman í kvikmynd. Það borgaði sig einfaldlega ekki að bera slíkt á borð fyrir kvenkyns áhorfendur, þeim væri misboðið og virtar og áhrifamiklar leikkonur tækju ekki lengur þátt í leiknum og væru farnar að gagnrýna þennan kynlega aldursmun harðlega. Þroskuð stöðutákn Karlleikarar hafa jafnan frem- ur horft til sér yngri kvenna bæði sem eiginkvenna og meðleikara í ár- anna rás. Tólf ára aldursmunur stjörnuparsins, Brad Pitt og Angel- inu Jolie, þykir ekki mikill, hann er 52 ára, hún fertug. Aldarfjórðungs aldursmunur var á einu frægasta pari hvíta tjaldsins, Humphrey Bog- art og Lauren Bacall, hann var 45 ára, hún 20 þegar þau léku saman í To Have and Have Not árið 1944 og giftu sig ári síðar. Bogart mun hafa uppskorið mikla aðdáun fyrir að hafa krækt í svona unga þokkadís. Hjónabandið var reyndar farsælt, þau léku saman í mörgum myndum og voru óaðskiljanleg þar til Bog- art lést 1957. Ef marka má umfjöllun í The Sunday Times finnst helstu karl- kyns stjörnuleikurum Hollywood ekki eins mikil skrautfjöður í sín- um hatti og forðum að leika á móti kornungum konum. „Slíkt þótti áður fyrr stöðutákn, núna vilja þeir sýna fram á að þeir séu nógu þroskaðir til að leika á móti jafnöldrum sínum,“ hefur blaðið eftir fyrrverandi mark- aðsfræðingi hjá Warner Bros. Margir krefjist þess því að mótleikkonurnar séu á þeirra reki frekar en af kynslóð dætra þeirra. Þessi breyttu viðhorf speglast æ meira í nýjum og væntanlegum kvikmyndum, t.d. er Mich- ael Fassbinder, 38 ára, einu ári yngri en mótleik- kona hans, Marion Cotillard, í nýjustu kvikmyndaútgáfunni af Macbeth, sem frumsýnd verð- ur í október, Charlize Theron, sem verður fertug á árinu, leikur á móti Tom Hardy, 37 ára, í Mad Max: Fury Road, og Carla Gugino er lít- illega eldri en bæði Dwayne John- son sem leikur eiginmann hennar og Ioan Gruffudd sem leikur ástmann- inn í nýju stórslysamyndinni San Andreas. 007 og dömurnar Meira að segja njósnari hennar hátignar, kvennamaðurinn mikli James Bond, er farinn að líta eldri konur hýrara auga en áður. Í Spectre, nýjustu myndinni um 007, sem frumsýnd verður í nóvember, er leikarinn Daniel Craig, 47 ára, látinn falla fyrir töfrum leikkon- unnar Monicu Bellucci, 51 árs, í hlutverki ekkju leigumorðingja sem njósnarinn knái kemur fyrir katt- arnef. Í Quantum of Solace frá 2008 lék Gemma Arterton, þá 22 ára, hina fögru Strawberry Fields, sem Bond (Craig) gerði sér dælt við. Sérfræðingar í markaðsmálum rekja sífellt minni aldursmun karla og kvenna í hlutverkum elskenda í kvikmyndum til þess að núorðið þyki kynferðislegt samband eldri karla og mjög ungra kvenna jaðra við að vera ósiðlegt, í gamla daga hafi áhorfendur hins vegar ekki deplað auga. Umboðs- maður sem vann við þrill- erinn Arbitrage frá 2012 er þeirrar skoðunar að sjálfstraust leikara eins og Richard Gere, 65 ára, eigi líka hlut að máli, en hann mælti með Susan Sarandon, 68 ára, í hlut- verk eiginkonu sinnar í þeirri mynd. „Ekki er langt síðan kvikmyndaverið hefði krafist þess að Gere, sem svika- hrappur á Wall Street, ætti sér þrjá- tíu árum yngri frú til að monta sig af. En Sarandon var trúverðugri fyrir myndina,“ sagði umboðsmað- urinn. 65 ára „leikfang“ lafði Dench Kevin Costner, 60 ára, hefur lengi barist fyrir hinni svokölluðu tíu ára reglu; karlleikari ætti ekki að eiga í ástarsambandi við konu sem væri meira en áratug yngri en hann sjálfur. Sjálfur sveikst hann undan merkjum í fyrra þegar hann lék í Draft Day á móti Jennifer Garner, 17 árum yngri en hann, og auk- inheldur barnshafandi eftir sögu- hetjuna. Eldri leikkonur eru þó óðum að sækja í sig veðrið, t.d. leikur Meryl Streep, 66 ára, rokkgyðju í Ricki and the Flash, sem sýnd verður síð- ar á árinu, og Blythe Danner, 72 ára, móðir Gwyneth Paltrow, sam- þykkti Martin Starr, 32 ára, sem vinalegt „leikfang“ sitt í myndinni I’ll See You in My Dreams. Lafði Judi Dench, 80 ára, var hæstánægð með sitt „leikfang“, Bill Nighy, 65 ára, í The Second Best Exotic Mari- gold Hotel. Framangreind dæmi eru þó frekar undantekningar og ýkt í hina áttina. Ennþá er algengast að mót- leikkonur karla á fertugs- og fimm- tugsaldri og þaðan af eldri séu minnst áratug yngri. Martha Lau- zen, prófessor í San Diego State- háskólanum, sem rannsakar kyn- legan aldursmun í Hollywood- kvikmyndum, von- ast til að með lið- sinni nafntogaðra leikara og leik- kvenna jafnist leik- ar með tíð og tíma. Þótt hin 37 ára Maggie Gyllen- haal þætti of gömul til að leika á móti 55 ára karli lætur hún engan bilbug á sér finna. „Í fyrstu varð ég furðu lostin, mér leið illa, síðan varð ég reið, en loks gat ég ekki annað en hlegið. […] Marg- ar leikkonur vinna alveg frábært starf, þær leika raunverulegar kon- ur, konur með flókna persónuleika. Ég er alls ekkert örvæntingarfull heldur leita vongóð að hlutverki sem heillar mig.“ Of gömul Maggie Gyl- lenhaal, 37 ára, þótti of gömul fyrir 55 ára mótleik- ara. AFP Margir leikarar vilja sýna fram á að þeir séu nógu þroskaðir til að leika á móti jafn- öldrum sínum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Að lifa í jafnvægi Holl fæða hjálpar okkur að skapa stöðugleika í líkamanum og lífinu. ABT vörurnar fást í handhægum og þægilegum umbúðum og henta vel sem morgunverður eða millimál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.