Morgunblaðið - 24.06.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015
Umræðuhefðin á Alþingi hefurstórbatnað með nýjum þing-
mönnum sem eru yfirlýstir tals-
menn annars konar stjórnmála.
Þeir vilja kveðja gamla tíma átaka-
stjórnmála, langdregins karps sem
engu skilar, en vilja þess í stað
ræða málefni á
málefnalegan hátt.
Þetta eru boð-berar
lýðræðisins, vilja að
vilji meirihlutans
nái fram að ganga
en ekki vilji þeirra
sem fara sínu fram
með yfirgangi og óeðlilegum
vinnubrögðum.
Þess vegna hafa þessir boðberarnýja tímans og lýðræðisins
náð þeim glæsilega árangri á Al-
þingi á þessu ári að halda hátt í
1.500 ræður um fundarstjórn for-
seta og gera til viðbótar hátt í
1.000 athugasemdir.
Þetta hefur tekið tæpa sex heilavinnudaga þingmanna og þar
sem þingmenn eru 63 hafa farið í
þetta um 16 mannmánuðir í vinnu.
Á síðasta kjörtímabili sýndistjórnarandstaðan þessari
málefnalegu lýðræðisumræðu
miklu minni skilning. Þá fóru að
meðaltali vel innan við 600 ræður á
samsvarandi tímabili í fund-
arstjórn forseta og athugasemdir,
sem er aðeins fjórðungur þess sem
lýðræðisást málefnalegra þing-
manna hefur krafist í ár.
Þessi jákvæða þróun sýnirglöggt mikilvægi samræðu-
stjórnmálanna, þar sem skortur á
tíma er ekki látinn hindra þing-
menn í að ræða ýtarlega brýnustu
hagsmunamál landsmanna, svo
sem fundarstjórn forseta og dag-
skrá Alþingis.
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Samræðustjórn-
málin sanna sig
STAKSTEINAR
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi | Opið virka daga 10-18, laugard. 11-15
Vor og sumar 2015
Veður víða um heim 23.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 13 heiðskírt
Akureyri 12 léttskýjað
Nuuk 12 léttskýjað
Þórshöfn 8 léttskýjað
Ósló 16 skúrir
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 15 skúrir
Helsinki 15 skúrir
Lúxemborg 17 léttskýjað
Brussel 15 skýjað
Dublin 20 skýjað
Glasgow 18 skýjað
London 18 léttskýjað
París 17 heiðskírt
Amsterdam 12 alskýjað
Hamborg 16 skýjað
Berlín 12 skúrir
Vín 19 léttskýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 30 léttskýjað
Barcelona 25 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 23 léttskýjað
Winnipeg 20 léttskýjað
Montreal 21 skúrir
New York 31 léttskýjað
Chicago 25 heiðskírt
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:57 24:05
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:11 23:49
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Suðurverk hefur lokið við að klæða seinni kaflann af nýjum
Vestfjarðavegi um Múlasveit. Er nú kominn góðvegur alveg
frá Bíldudal og til Reykjavíkur að undanskildum þrætukafl-
anum í Gufudalssveit sem aðallega er kenndur við Teigsskóg.
Nýi vegurinn er tæplega 16 kílómetrar að lengd, frá Eiði í
Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði, og liggur meðal annars yfir
brýr á Kjálkafirði og Mjóafirði. Leysir hann af hólmi átta
kílómetrum lengri veg sem lagður var um fjarðarbotnana.
Gamli vegurinn var krókóttur og oft holóttur og snjóþungur á
köflum. Suðurverk fékk verkið eftir útboð á árinu 2012 og var
tilboðsfjárhæð um 2,5 milljarðar króna. Er þetta eitt stærsta
vegagerðarverkefni hér á landi síðustu árin, fyrir utan jarð-
gangagerð.
Skilað mánuði fyrr
„Verkið gekk vel,“ segir Guðmundur Ólafsson, verk-
efnastjóri hjá Suðurverki. Hann segir að fyrirtækið eigið að
skila verkinu í september en geri það vonandi mánuði fyrr.
Nú þegar bundið slitlag er komið á veginn þarf að ganga frá
vegköntum og námum. Reiknar Guðmundur með að ráðherra
komi í byrjun ágúst til að taka mannvirkið formlega í notkun.
Endar ná saman í Kjálkafirði
Lokið við að klæða 16 km Vestfjarðaveg um Múlasveit Eitt stærsta verkið
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Klæðing Unnið í góðu veðri við að tengja saman malbikskaflana. Nú er hægt að aka á góð-
vegi frá Bíldudal til Reykjavíkur, að undanskildum þrætukafla um Teigsskóg í Gufudalssveit.