Morgunblaðið - 24.06.2015, Page 15

Morgunblaðið - 24.06.2015, Page 15
Samsung Galaxy Áætlað er að 600 milljón Samsung-símar séu í notkun. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Greiningarfyrirtækið NowSecure steig nýlega fram og benti á örygg- isgalla í Samsung-símum. Arnaldur Axfjörð hjá Admon ehf. segir að gallinn sé tengdur Swiftkey-forriti, sem er lyklaborð sem hjálpar not- endum að skrifa texta. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af notendum sem orðið hafa fyrir skaða vegna veikleikans og segir Arnaldur að erfitt sé fyrir tölvu- þrjóta að nýta sér gallann til að sækja upplýsingar í símana. Hann segir Samsung hafa breytt kóð- anum á Swiftkey þegar hann var innleiddur í símann og við það hafi myndast veikleiki. „Samsung út- færir kóða fyrir forritið í sínum símum og það fannst galli í því hvernig þeir gera það. Kóðinn sem er gallaður er í raun hluti af Swift- key-forritinu sem er í símanum þegar þú kaupir hann,“ segir Arn- aldur. Samkvæmt fregnum af ör- yggisgallanum er einungis hægt að nýta sér gallann á meðan uppfærsla á Swiftkey-forritinu fer fram. „Það verður að hafa það í huga að veik- leikinn er langsóttur. Þeir sem vilja nýta sér hann þurfa að grípa inn í uppfærslu á hugbúnaðinum. Þú þarft eiginlega að vera búinn að brjótast inn í símann og vera tilbú- inn að nýta þér veikleikann þegar notandinn byrjar að uppfæra sím- ann eða forritið. Þá fyrst geturðu gert einhvern skaða,“ segir Arn- aldur. NowSecure ályktar að 600 milljón Samsung-símar séu í um- ferð í heiminum. Samkvæmt til- kynningu frá Samsung er unnið að því að koma í veg fyrir gallann. Að- spurður segir Arnaldur að í raun sé ómögulegt að búa til símtæki sem ekki hafi veikleika. Þó sé það sitt mat að símar séu ekki veikari fyrir tölvuárásum en önnur samskipta- tæki og nefnir fartölvur í því sam- hengi.  Erfitt að nýta sér veikleikann  600 milljón Samsung-símar í heiminum Öryggisgalli í símum frá Samsung FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra átti í gær fund með Didier Burkhalter, utanríkisráðherra Sviss, í Bern. Ráðherrarnir ræddu alþjóða- og Evrópumál og samskipti og sam- vinnu ríkjanna. Þetta var fyrsti tví- hliða fundur utanríkisráðherra land- anna síðan árið 2002. Gunnar Bragi greindi frá stöðunni í samskiptum Íslands og ESB og Burkhalter upplýsti jafnframt um samskipti Svisslendinga við Evrópu- sambandið, einkum viðræður þeirra um tvíhliðasamninga Sviss við ESB. Samstarf ríkjanna var rætt og vilji til að efla það. Bauð Gunnar Bragi svissneska ráðherranum að heim- sækja Ísland. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Sviss Gunnar Bragi ásamt Didier Burkhalter, svissneskum kollega. Fyrsti fund- urinn frá árinu 2002 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Braga Guð- brandsson, for- stjóra Barna- verndarstofu, í meiðyrðamáli sem Týr Þór- arinsson höfðaði. Áður var dæmt í sama máli í októ- ber á síðasta ári og þá var Bragi fundinn sekur þar sem hann mætti ekki fyrir dóminn. Bragi fékk málið síðan tekið upp aftur á þeirri for- sendu að hann hefði ekki vitað af stefnunni og því ekki mætt í dóminn. Týr rak meðferðarheimili Götu- smiðjunnar að Brúarholti, sem var lokað að beiðni barnaverndaryfir- valda í júní árið 2010. Týr krafðist fyrir dómi að átta ummæli sem höfð voru eftir Braga á visi.is og RÚV um ástæður lokunarinnar yrðu dæmd dauð og ómerk. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að umfjöllun fjölmiðla um málið verði talin hluti af þjóðfélagsumræðu sem hafi erindi átt við almenning og Braga hafi því bæði verið rétt og skylt að svara spurningum um mál- ið. Týr hafi sjálfur komið því á fram- færi með yfirlýsingum til fjölmiðla að málið varðaði hann sjálfan. Þá hafi ummæli Braga að hluta verið gildisdómar sem ekki yrðu sannaðir eða afsannaðir. Bragi sýkn- aður í meið- yrðamáli Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.