Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015
✝ Einar Þór Ein-arsson fæddist
í Reykjavík 6.
september 1954.
Hann lést á Líkn-
ardeild Landspít-
alans 11. júní
2015.
Foreldrar hans
voru Einar Karel
Torfason, f. 4.
desember 1925, d.
13. janúar 2009,
og Valgerður Jóndís Guðjóns-
dóttir, f. 17. janúar 1931.
Systkini Einars eru Þórhild-
ur Jóna Einarsdóttir, f. 2.
september 1949, Guðjón Stein-
ar Einarsson, f. 12. mars 1951,
eru Arnar Þór, Rakel Ósk og
Lilja Karen.
Hafsteinn Hjálmarsson, f.
10. nóvember 1976, maki Ann-
Charlotte Fernholm, f. 17.
ágúst 1985, börn þeirra eru
Carl Mikael og Ísabella Ásrún.
Synir Hafsteins og Ernu Stef-
ánsdóttur eru Brynjar Freyr
og Bergþór Logi.
Einar sleit barnsskónum að
mestu leyti í Kópavogi og
vildi helst hvergi annars stað-
ar búa. Hann starfaði við bif-
reiðarstjórn, m.a. hjá
Kópavogsbæ, var leigubifreið-
arstjóri og vann við þunga-
flutninga hjá GG Flutningum
þar til hann stofnaði eigið fyr-
irtæki, EÞ flutninga ehf. og
rak það þangað til hann þurfti
að hætta vegna veikinda
sinna.
Útför Einars fer fram frá
Lindakirkju í Kópavogi í dag,
24. júní 2015, kl. 15.
d. 6. október 1996,
og fósturbróðir er
Þorsteinn Valur
Baldvinsson, f. 25.
ágúst 1957.
Einar kvæntist
23. maí 1998 Guð-
rúnu Ingibjörgu
Kristinsdóttur, f.
4. desember 1953.
Foreldrar hennar
eru Sigríður Frið-
riksdóttir, f. 4. júlí
1926, og Sverrir Símonarson,
f. 19. desember 1930.
Börn Guðrúnar og stjúp-
börn Einars eru Margrét Sig-
ríður Hjálmarsdóttir, f. 24.
september 1973, börn hennar
Fyrir ríflega 20 árum kom
þessi elskulegi karl inn í líf mitt
þegar hann og mamma tóku sam-
an. Við urðum strax góðir vinir og
gengum í gegnum ýmislegt á
þessum langa en samt allt of
stutta tíma.
Einar var leigubílstjóri þegar
við kynntumst fyrst og það var
ekki ónýtt fyrir djammara sem
voru að klára menntaskólann að
hafa símanúmerið hans. Það voru
ófá skiptin sem hann skutlaði
okkur vinkonunum í gleðskap –
og heim aftur. Honum fannst við
alveg ótrúlega miklir vitleysingar
(skemmtilegir vitleysingar þó) og
fékk ég „að heyra það“ í lengri
tíma á eftir ef við álpuðumst til að
fara yfir strikið.
Það var alltaf gaman að spjalla
við Einar um menn og málefni og
hlusta á hann segja frá.
Skemmtilegast var þó að æsa
hann aðeins upp í spjalli um
stjórnmálin með því – stundum
að þykjast – að vera ósammála
honum bara til að fá hann upp á
háa c-ið og heyra nokkur vel valin
orð falla. Hann talaði hátt og mik-
ið en hló líka innilega þegar hon-
um fannst eitthvað fyndið enda
leitaði hann sérstaklega eftir því
að sjá spaugilegu hliðarnar á
málunum.
Einar var ótrúlega iðinn og
fann sér alltaf eitthvað til dund-
urs, hvort sem það var að græja
eitthvað úti í skúr eða hnýta flug-
ur.
Hann kom iðulega fyrstur til
hjálpar þegar ég skipti um hús-
næði, vopnaður verkfærum og
málningargræjum til að aðstoða
við að koma slotinu í lag. Hann
kenndi mér að sparsla, pússa,
mála, negla, bora o.fl. og þó við
værum ekki blóðskyld þótti mér
alltaf vænt um að heyra hann
segja – t.d. þegar hann var að
redda mér afslætti í málningar-
búð eða af dekkjum undir bílinn –
að hann væri að biðja um þetta
fyrir hana dóttur sína.
Börnunum mínum var hann
besti afi í heimi og hann bókstaf-
lega gekk á skýjum þegar þau
komu í heiminn. Hann var afi sem
alltaf var gott að leita til og var
með sögur og brandara á færi-
bandi. Hann fór með þeim á fæt-
ur fyrir allar aldir þegar þau
gistu og eldaði ýmist brimsaltan
hafragraut með rúsínum og
rjóma (og gaf auka rúsínur á
meðan beðið var eftir grautnum)
eða gaf þeim sem ekki vildu
grautinn „Lucky charms“. Hann
var óþreytandi í ærslagangi með
þeim og átti alltaf til nammi og ís,
bláber og vínber til að stinga upp
í litla munna. Eldri börnin áttu
margar góðar stundir með hon-
um og mömmu í veiði- og sum-
arbústaðaferðum, þar sem til-
heyrði að fá íspinna á meðan
svamlað var í heita pottinum.
Eftirminnilegust er þó ferðin
okkar saman til Rimini á Ítalíu
fyrir 10 árum þar sem synt var í
„dónaöldum“ og þreytt smáfólk
borið heim á kvöldin eftir anna-
sama daga. Sumir gerðu sér nú
sérstaklega upp örþreytu þegar
halda átti heim, bara til að láta
afa halda á sér.
Ég og krakkarnir þökkum
góðum vini, stjúpa og afa fyrir
samfylgdina og vitum að það
verður vel tekið á móti honum á
nýjum stað. Við erum jafnframt
viss um að hann á eftir að fylgjast
vel með okkur og banka í öxlina á
okkur ef honum finnst eitthvað
mega betur fara, segja „hey!“ og
hnussa hátt.
Margrét Hjálmarsd.
(Dúdda), Arnar Þór, Rakel
Ósk og Lilja Karen.
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
(Úlfur Ragnarsson.)
Þetta ljóð fannst okkur segja
býsna margt um Einar. Hann var
alltaf til í að koma og hjálpa til ef
þurfti að flytja eða færa til hluti,
það var ekkert mál eins og hann
sagði, fannst ekki ástæða að vera
að þakka fyrir það. Það sem við
mátum þó mest í fari hans var
hvað hann var góður við börnin í
fjölskyldunni. Þau sóttu mikið til
Einars afa. Hann lék við þau og
hélt uppi fjörinu löngum stund-
um og gekk stundum mikið á. Við
þökkum ótal ánægjustundir og
eigum öll eftir að sakna hans mik-
ið.
Við sendum innilegar samúð-
arkveðjur til fjölskyldu Einars.
Sigríður (Dúdda) og Sverrir.
Einar Þór
Einarsson
Við höfum þekkst
síðan í grunnskóla í
Vestmannaeyjum,
spilað óteljandi fót-
boltaleiki í frímínútum, óteljandi
leiki fyrir Íþróttafélagið Þór og
svo síðast en ekki síst deilt óbil-
andi áhuga okkar á sömu hljóm-
sveitinni alla tíð og í ófá skipti
höfum við sungið lög eftir þá þeg-
ar við hittumst. Þegar ég fékk
símtalið um að þú værir kominn á
spítala og staðan væri alvarleg
ferðaðist ég hratt í huganum til
septembermánaðar árið 2007, þá
hafði ég einmitt fengið svipað
símtal. Þá varð ég mjög hræddur
enda við skólabræðurnir enn það
ungir að þetta var ekki eitthvað
sem við eigum að vera að upplifa
á þessum aldri. Við tóku margir
dagar í óvissu og við vinir, fjöl-
skylda, ættingjar og skólafélagar
sameinuðumst öll í kringum þig
og stóðum við hlið sjúkrarúmsins
og sendum sterka strauma til þín.
Þú sigraðir í það skiptið. Þetta
hélt ég þennan sunnudag í síð-
ustu viku að við værum að fara að
gera aftur enda hafðir þú sannað
það sjö árum fyrr að gamla góða
keppnisskapið þitt var enn til
staðar. Í þetta skiptið leið ekki
langur tími þar til ljóst var að
þetta væri tapaður leikur og því
voru það þung skref að stíga inn
til þín á mánudeginum til þess að
kveðja þig. Við höfðum spjallað
saman þremur dögum fyrr og
stefnan var sett á að hittast á litlu
golfmóti þann 16. júní. Það að
sitja á þeim degi og skrifa minn-
ingargrein um þig í staðinn er
ágæt áminning um að við vitum
aldrei hvenær kallið kemur,
hvorki hjá okkur sjálfum né fólk-
inu í kringum okkur. Við lifum
sem betur fer ekki í ótta um að
dagurinn í dag sé sá síðasti en við
ættum þó að njóta lífsins líkt og
um síðasta dag sé að ræða á með-
an við getum. Því eins og við er-
Þorsteinn Elías
Þorsteinsson
✝ Þorsteinn ElíasÞorsteinsson
fæddist 14. janúar
1978. Hann lést 8.
júní 2015.
Útför Þorsteins
Elíasar var gerð 20.
júní 2015.
um minnt á núna, þá
geta hlutirnir sem
við göngum að vís-
um í dag verið
horfnir á morgun.
Það eru þung spor
að fylgja þér til
grafar, elsku Þor-
steinn, og hugsa til
þess að við hittumst
ekki aftur, en ég
mun varðveita
minningarnar um
þig vel. Til fjölskyldu þinnar
hugsa ég og sendi þeim samúðar-
kveðjur mínar og um leið bið ég
þau að styðja hvert annað í sorg-
inni.
Stefán Þór Steindórsson.
Elsku Steini.
Það tekur mikið á að reyna að
koma orðum að því hversu mikið
þín verður saknað. Þið Hrefna
hafið alltaf verið til staðar fyrir
okkur þegar á þurfti að halda.
Þegar faðir Helga fór frá okkur
var minnsta mál fyrir ykkur að
taka Gabríel Inga son okkar og
vera með hann svo að við gætum
farið og kvatt.
Þegar við hugsum til baka um
allar dásamlegu minningarnar
sem við eigum, sumarbústaðar-
ferðir, matarboð, „Hákonshitt-
inga“, partí, spilakvöld og heim-
sóknir þar sem legið var í
sófanum og fótbolti í sjónvarpinu,
er svo ótalmargt sem kemur upp
í hugann. Það var allt leyfilegt í
okkar samskiptum, allt frá um-
ræðu um táfýlu, matarrétti, fót-
bolta og meira að segja í fyrri
veikindum þínum klöppuðum við
fyrir auknu þvagmagni sem sagði
okkur að kerfið væri farið að
virka aftur og skáluðum því með
gosi og pitsu.
Við teljum okkur svo lánsöm
að hafa fengið að kynnast ykkur
og ykkar dásamlegu fjölskyldu.
Fallegt að sjá hversu mikill
styrkur og samheldni er innan
fjölskyldna ykkar Hrefnu á þess-
um erfiðu tímum. Hugur okkar
er hjá nánustu ættingjum og vin-
um. Þín verður sárt saknað.
Þínir vinir,
Helgi, Anna Ósk, Gabríel
Ingi og Matthildur Thea.
Vinkona mín og
samherji til ára-
tuga, Þóra Kristins-
dóttir, er látin eftir
erfiða baráttu við
illvígan sjúkdóm. Hún var jarð-
sungin frá Seljakirkju hinn 3.
júní sl. Mín fyrstu kynni af Þóru
voru á árinu 1985 þegar hún tók
sæti í stjórn Bandalags kvenna í
Reykjavík. Það leyndi sér ekki að
þar var komin mikil mannkosta-
kona, hógvær og prúð í fram-
komu, vel gefin, smekkleg og
myndarleg.
Síðan eru liðnir þrír áratugir
og öll þessi ár höfum við haldið
traustu sambandi okkar á milli,
þessar sautján konur sem sæti
áttum í stjórn BKR í for-
mennskutíð undirritaðrar. Með
hópnum hefur allan tímann ríkt
góð vinátta og við meðal annars
skipst á um að halda árlegt kvöld-
verðarboð þar sem rætt hefur
verið um landsins gagn og nauð-
synjar.
Auk félagsmálanna áttum við
Þóra það sameiginlegt að hafa
áhuga á handavinnu og stofnuð-
Þóra Kristinsdóttir
✝ Þóra Krist-insdóttir fædd-
ist 4. desember
1942. Hún lést 23.
maí 2015.
Þóra var jarð-
sungin 3. júní 2015.
um því með okkur
saumaklúbb fyrir
nokkrum árum
ásamt Sigurlaugu
Viborg, fyrrverandi
forseta Kvenfélaga-
sambands Íslands.
Þóra var sérlega
mikil prjónakona,
vandvirk og dugleg.
Það var unun að sjá
fallegu handavinn-
una hennar og fylgj-
ast með svo hröðum og öruggum
handtökum. Þar áttu þær vel
saman hún og Sigurlaug. Þóra
var einnig mikill lestrarhestur og
þau hjónin tíðir gestir á bóka-
söfnum. Bókaáhugann áttu þau
sameiginlegan með eiginmanni
mínum og oft var rætt um slík
efni er við hittumst.
Við fyrrverandi stjórnarkonur
í BKR þökkum Þóru ógleyman-
legar samverustundir á þessum
þrjátíu árum. Ég og eiginmaður
minn, Guðjón Albertsson, þökk-
um Þóru fyrir dýrmæta vináttu.
Það var sannkölluð gæfa að fá að
kynnast og eiga svo frábæra vin-
konu sem Þóra var.
Við sendum Árna, eftirlifandi
eiginmanni hennar, og fjölskyldu
þeirra innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Þóru
Kristinsdóttur.
Kristín Guðmundsdóttir.
Í janúar 2008
kynntist ég Völu.
Við fundum hvor
aðra í Myndlistar-
skólanum í Reykja-
vík.
Vala var ekkert lík mínum vin-
konum eða neinum sem ég þekkti
eða hafði umgengist um ævina.
Við vorum hvor af sínu sauðahús-
inu. Gjörólíkur bakgrunnur og
gjörólíkar manneskjur en smull-
um fullkomlega saman. Vala
hafði menntað sig vel og mikið
um ævina en ég var að stíga mín
Vala
Ingimarsdóttir
✝ Vala Ingimars-dóttir fæddist
28. janúar 1974.
Hún lést 1. júní
2015. Útför Völu
fór fram 10. júní
2015.
fyrstu skref í
menntun. Vala var
vel gift og bjó í stóru
fallegu einbýlishúsi
í Vesturbænum en
ég var einstæð og
bjó í blokkaríbúð-
inni minni í Breið-
holtinu. Hún var
fáguð kona, glæsi-
lega klædd og bar
fallega skartgripi,
það leyndi sér ekki
að hún var vel stæð, ólíkt því sem
ég var. Við vorum reyndar báðar
mjög pólitískar en að sjálfsögðu
hvor á sinni skoðuninni og gátum
því rökrætt pólitík tímunum sam-
an, fólki til lítillar skemmtunar í
kringum okkur. Samband okkar
varð sterkt og gott og engu líkara
en okkur hefði verið ætlað að
kynnast. Það var ekki fátt sem
við tókum upp á og var mikið
hlegið hvort sem það var að vit-
leysunni í okkur sjálfum eða allt
það spaugilega sem við gátum
alltaf séð í fólki eða hlutum í
kringum okkur. Vala var ráðagóð
og stanslaust í því að græja málin
fyrir aðra. Því var það svo að þeg-
ar ég hélt að nú gæti hún ekki
lengur komið mér á óvart þá
toppaði hún það yfirleitt viku síð-
ar eða svo. Hugmyndaflug henn-
ar og leiðir til að redda málunum
fyrir aðra og kannski líka svolítið
fyrir sjálfa sig voru ekki neitt
venjulegar.
Þegar ég kynntist Völu hafði
hún barist við krabbamein í fimm
ár og á þeim sjö árum sem ég
fékk að vera vinkona hennar sá
ég alltaf betur og betur hvað ég
var heppin. Þau voru ófá skiptin
sem ég kom heim í gömlu blokk-
aríbúðina mína eftir að hafa verið
heilan dag í glæsilegu húsi henn-
ar þar sem ekkert vantaði á að ég
táraðist og þakkaði guði fyrir að
ég ætti heilsu mína. Ég var ekki í
nokkrum vafa um að það ríki-
dæmi að eiga heilsu sína í lagi
væri dýrmætara en nokkuð ann-
að. Ég og yngsti sonur minn vor-
um líka það heppin að kynnast
fjölskyldu Völu, þeim Bjarna,
Bryndísi og Ingimar og að sjálf-
sögðu henni Rosalindu. Síðustu
stund mína með Völu átti ég
föstudaginn 15. maí. Ég var í fríi
þennan dag og dagurinn því vel
skipulagður til ýmissa verka. Áð-
ur en ég vissi af var sem eitthvað
annað en ég tæki stjórnina og ég
flýtti mér sem mest ég mátti á
líknardeildina í Kópavogi, ég
fann það svo sterkt að ekki væri
um marga daga að ræða eftir
þetta.
Hún fagnaði mér og við byrj-
uðum að sjálfsögðu að gera grín
hvor að annarri en eini munurinn
var sá að nú héldumst við í hend-
ur. „Farðu vel með þig, prakk-
ari,“ voru hennar síðustu orð til
mín.
Elsku Bjarni, Bryndís Líf,
Ingimar Stefán og Rosalinda, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð
og þakka fyrir allar góðu sam-
verustundirnar með ykkur.
Kolbrún Kjartansdóttir.
Bróðir minn
Brynjólfur Már,
„Binni“, er látinn
langt um aldur fram.
Vegna veikinda
móður okkar þegar ég var aðeins
ársgömul, Kolbrún systir okkar
fimm ára og hann þriggja mánaða,
þurftum við að fara í fóstur. Þegar
útséð var um að fjölskyldan gæti
Brynjólfur Már
Sveinsson
✝ Brynjólfur MárSveinsson
fæddist 5. júlí 1956.
Hann lést 23. maí
2015.
Útförin fór fram
19. júní 2015.
verið saman, bæði
vegna veikinda og
skilnaðar foreldra
okkar, tóku afar og
ömmur okkur að sér.
Binni fór til föðurafa
okkar og stjúpömmu
í Reykjavík, ég fór til
föðurömmu okkar og
stjúpafa í Vík í Mýr-
dal og Kolbrún til
móðurforeldra okk-
ar að Ögri við Ísa-
fjarðardjúp. Öll fengum við gott
atlæti hjá þeim og þau sáu til þess
að við systkinin og hálfbróðir okk-
ar, Hilmar Þór, ræktuðum sam-
band okkar á milli og við foreldra
okkar, þó svo að vegalengdirnar á
milli okkar væru langar og sam-
göngur lélegar, en þá tók u.þ.b.
fjóra tíma að keyra til Reykjavík-
ur frá Vík í Mýrdal.
Við Binni hittumst flest sumur
á okkar yngri árum en föðurafi
okkar átti sumarhús á Brekkum í
Mýrdal þar sem Binni dvaldi með
þeim langdvölum. Þá fór ég í
heimsókn til þeirra og við lékum
okkar saman. Binni var fjörugur
strákur og afi hafði orð á því að við
værum eins og dagur og nótt, það
lýsir vel hversu ólík við vorum í
raun.
Á unglingsárunum styttust
vegalengdirnar á milli okkar
systkinanna þar sem við systur
gengum í skóla í Reykjavík og
bjuggum hjá móður okkar. Þá
hittumst við Binni iðulega í sundi í
Sundhöll Reykjavíkur á sunnu-
dögum. Einnig minnist ég margra
kvöldstunda í Barmóinu, en það
kölluðum við systur heimili Binna
hjá föðurafa okkar við Barmahlíð
18. Íslenska sjónvarpið var nýtil-
komið á þessum árum og var sá
munaður ekki á hverju heimili, en
á heimili Binna var sjónvarp. Þá
gekk ég frá Háaleitisbraut yfir í
Barmóið til að horfa á sjónvarp og
til baka aftur eftir að hafa notið
stundarinnar.
Við stofnuðum okkar fjölskyld-
ur, hann í Reykjavík en ég í Vík.
Við vorum alltaf í ágætu sambandi
hvort við annað þrátt fyrir fjar-
lægð okkar á milli. Hann lauk
námi sem vélstjóri og hefur stund-
að sjómennsku mestan sinn
starfsferil. Á sjónum endaði hann
lífið í lok maí, hann varð bráð-
kvaddur um borð í skipi sem hann
var að fylgja til nýrra eigenda.
Ég og fjölskylda mín vottum
Jóhönnu, Binna Rafni, Hirti og
fjölskyldu okkar samúð.
Svanhvít Sveinsdóttir (Naní).