Morgunblaðið - 24.06.2015, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015
Haraldur Dean Nelson er framkvæmdastjóri íþróttafélagsinsMjölnis sem sinnir bardagaíþróttum, en félagið á tíu ára af-mæli í haust. „Við vorum tíu sem stofnuðum félagið og nú eru
milli 1.200 og 1.300 manns sem æfa hjá félaginu.“ Haraldur er einnig
umboðsmaður fyrir bardagaíþóttamenn og þar á meðal fyrir son sinn,
Gunnar Nelson. „Það getur verið ansi mikil vinna en hún kemur í skorp-
um. Þegar bardagi er fram undan þá er gjarnan mikið að gera en við
erum komnir með umboðsskrifstofu í Ameríku sem sér um hans mál
þar og það hjálpar heilmikið. Næsti bardagi hjá honum er 11. júlí en þá
verður haldin stærsta keppni í sögu sambandsins UFC og verður bar-
dagi Gunnars einn af fimm aðalbardögunum.“
Bardagaíþróttir hafa verið ástríða hjá Haraldi frá unga aldri. „Ég
var í karate og svo stunduðum við nokkrir félagar sem vorum frá Kefla-
vík kickbox á Keflavíkurflugvelli. Ég hef einnig verið í brasilísku jiu
jitsu sem er gólfglíma og byggist mikið á tækni. Ég hef reyndar ekki
farið á dýnuna í svolítinn tíma en stefni á það fljótlega.“
Eiginkona Haraldar er Guðrún Hulda Gunnarsdóttir, sjúkraliði á
Hrafnistu, og börn þeirra eru Gunnar Lúðvík, f. 1988 og María Dögg, f.
1992 en hún var að ljúka sínu öðru ári í leiklistardeild Listaháskólans.
Haraldur verður á Ólafsfirði á afmælisdaginn. „Tengdaforeldrarnir
búa þar og við hjónin verðum þar ásamt góðum vinum. Það verður ekk-
ert húllumhæ heldur verður slakað á í sveitinni.“
Mjölnismaður „Við erum mjög ánægðir með móttökurnar sem Mjölnir
hefur fengið og stefnum á að gera félagið enn betra en það er í dag.“
Bardagaíþróttir
lengi verið ástríða
Haraldur Dean Nelson er fimmtugur í dag
É
g fæddist í Reykjavík
24.6. 1945 og ólst upp á
Laugateig 27 í Reykja-
vík, skammt frá mýrum
og kartöflugörðum. Á
þessum árum var skemmtilegt að
vera krakki á Laugateignum. Besti
vinur minn á þessum árum var Magn-
ús Eiríksson tónlistarmaður. Bröll-
uðum við margt saman ásamt
skemmtilegum krökkum í hverfinu.“
Leifur var í Laugarnesskólanum og
síðan í Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Á sumrin vann hann síðan í Breið-
fjörðs blikksmiðju, en Guðmundur J.
Breiðfjörð, afi hans, stofnaði blikk-
smiðjuna og tók faðir hans við henni
og allir bræður Leifs unnu þar: „Ég
fékk þarna veganesti sem hefur verið
ómetanlegt.“
Myndlist og teikning höfðaði strax
mikið til Leifs og lá beint við að hann
færi í Myndlista- og Handíðaskóla Ís-
lands. Eftir fjögurra ára nám í mynd-
listardeild fór hann í Listaháskólann í
Edinborg í framhaldsnám í teikningu
og steindu gleri. Auk þess stundaði
hann nám hjá þekktum listamönnum
sem voru í fararbroddi í steindu gleri.
Leifur kenndi í Myndlista- og
handíðaskólanum í nokkur ár en hef-
ur síðan eingöngu unnið við myndlist
á eigin vinnustofu: „Þegar ég var við
kennslu hitti ég unga fallega stúlku á
árshátíð skólans sem var að læra
vefnað. Varð hún síðan konan mín.
Hún var nemandi og ég kennari en
það bjargaðist því ég kenndi henni
ekki. Við erum mjög samrýnd, deilum
vinnustofu og höfum unnið saman í
yfir 40 ár.“
Leifur hefur haldið margar einka-
sýningar hér á landi og erlendis og
einnig tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum, m.a. stórri sýningu með tékk-
neskum listamönnum í Prag í Tékk-
landi. Leifur og Sigríður, kona hans,
hafa haldið einkasýningar saman,
m.a. stóra sýningu í Skissernars
Museum í Lundi í Svíþjóð.
Leifur hefur verið brautryðjandi í
íslenskri glerlist, hefur verið virtasti
og mikilhæfasti listamaður á því sviði
hér á landi um langt árabil og er ekki
Leifur Breiðfjörð myndlistarmaður – 70 ára
Að störfum Leifur er einn víðkunnasti listamaður okkar. Verk hans í St. Giles Cathedral í Edinborg er hrein snilld.
Hinn hógværi snilling-
ur lita, forms og birtu
Samhent Leifur og Sigríður hafa
unnið saman að listsköpun í 40 ár.
Akranes Mark Adam
Daníelsson fæddist 24.
júní 2014 á Sjúkrahús-
inu á Akranesi. Hann vó
3.366 g og var 50 cm
langur. Foreldrar hans
heita Kristjana Hákonía
Hlynsdóttir og Daníel
Rodrigues Jónsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár