Morgunblaðið - 24.06.2015, Side 33

Morgunblaðið - 24.06.2015, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 POWERSÝNING KL. 10:35 BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND MEÐ OWEN WILSON, IMOGEN POOTS OG JENNIFER ANISTONÍSLENSKT TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus Tónskáldin Val- geir Sigurðsson, Hlynur Aðils Vilmarsson og Úlfur Hansson og tónlistarhóp- urinn Nordic Af- fect vinna nú saman að plötu sem heita mun Raindamage og hófst í fyrradag hópfjármögnun á henni á vefnum Karolinafund. Hugmyndina á bak við plötuna má rekja til tónleika sem þau unnu að í fyrra í Vatnasafninu í Stykkishólmi og voru hluti af Listahátíð í Reykjavík og nefndust Flæði. Á þeim frumflutti Nordic Affect verkin „Raindamage“ eftir Valgeir, „[:n:]“ eftir Hlyn og „Þýð“ eftir Úlf og tengdust þau öll náttúrunni með einum eða öðrum hætti og kölluðust á við innsetn- ingu Roni Horn í safninu, þ.e. veð- urlýsingar prýða gólfin og vatn úr jöklum Íslands í glersúlum. Í framhaldi var ákveðið að ráðast í gerð plötunnar Raindamage og ákveðið að stefna nýjum rafverk- um eftir Valgeir, Hlyn og Úlf gegn hljóðfæraverkunum, eins og segir í tilkynningu. Platan verður hljóðrituð í Gróðurhúsinu af Val- geiri og hefur þegar verið lýst yf- ir áhuga á því að gefa hana út í Bandaríkjunum. Vinna saman og safna fyrir plöt- unni Raindamage Úlfur Hansson Bandaríska tón- skáldið James Horner fórst í fyrradag í flug- slysi í Kaliforníu. Horner var reyndur flug- maður og var einn í lítilli einkaflugvél sem hrapaði skammt frá Santa Barbara. Horner hlaut tvenn Óskarsverðlaun á ferli sínum, fyrir tónlist sína við kvikmyndina Titanic og besta frumsamda lagið í kvikmynd, „My Heart Will Go On“ úr sömu kvikmynd. Horner var til- nefndur til Óskarsverðlauna níu sinnum, fyrir tónlist við Titanic, Avatar, House of Sand and Fog, A Beautiful Mind, Apollo 13, Brave- heart, Field of Dreams, An Americ- an Tail og Aliens. Hann var eitt af eftirsóttari kvikmyndatónskáldum Hollywood. Tónskáldið James Horner látið James Horner Almennar sýningar í Norður- Ameríku á kvikmyndinni Everest sem Baltasar Kormákur leikstýrir hefjast viku seinna en áætlað var, 25. september í stað 18. september, að því er fram kemur á vef Holly- wood Reporter. Er þar átt við frumsýningar í hefðbundnum kvik- myndahúsum en myndin verður frumsýnd 18. september í Imax- kvikmyndahúsum og öðrum með kvikmyndatjöldum í sérstaklega stóru sniði, „premium large- format“ eins og það er nefnt á ensku. Í frétt Hollywood Reporter kem- ur fram að myndin hafi verið sýnd í gær, 23. júní, fyrir gesti Cine- Europe, samkomu alþjóðlegra dreifingaraðila kvikmynda í Barce- lona, og að með því að sýna mynd- ina fyrst í Imax og „premium large- format“ kvikmyndahúsum 18. sept- ember vilji framleiðendur vekja umtal um hana áður en almennar sýningar hefjast. Hættuför Stilla úr kvikmyndinni Everest sem er byggð á sannsögulegum atburði, þegar átta fjallgöngumenn fórust í aftakaveðri á Everest árið 1996. Almennum sýningum seinkað um viku Skólafélagarnir SnævarSölvason og Logi Ingi-marsson úr Kvikmynda-skóla Íslands tóku höndum saman og létu draum sinn um að gera frásagnarkvikmynd í fullri lengd verða að veruleika. Með vilj- ann að vopni fengu þeir vini og vandamenn úr átthögum Snævars í Bolungarvík til að sjá um leik og aðstoð við tökur en segja má að bæjarfélagið í heild hafi skotið skjólshúsi yfir teymið meðan á tök- um stóð. Myndin var tekin upp á hálfum mánuði sumarið 2013 en eftirvinnslu hennar, sem var að hluta fjármögnuð í gegnum hóp- fjármögnunarsíðu Karolina Fund, lauk fyrir skemmstu. Albatross segir af Tomma (Ævar Örn) sem stendur hálfáttavilltur á krossgötum í lífinu. Hann hefur lokið grunnnámi í háskóla en er engu nær um hvað hann vill gera í framtíðinni. Í limbói áræðir hann að elta unnustu sína (Birna Hjaltalín) vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Vinnufélagarnir Kiddi (Gunnar Kristinsson) og Finni (Finnbogi Dagur) eru vægast sagt kynlegir kvistir og yfirmað- urinn Kjartan (Pálmi Gestsson) er ekki síður skrautlegur. Ástin er hverful og fyrr en varir er Tommi orðinn einmana strandaglópur í framandi samfélagi. Glórulaus um staðhætti og formgerð þess verður hann að leiksoppi í átökum stríð- andi aðliggjandi sveitarfélaga sem kýta með tilheyrandi heima- mannastolti og þvermóðskufullum kaupstaðaríg um hvort stórmót í golfi skuli háð í Bolungarvík eða á Ísafirði. Inn í þessar kostulegu drýgindaerjur blandar sér einnig róttækur náttúruverndarsinni (Ár- sæll Níelsson) í trássi við allt og alla nema kannski verpandi kríurn- ar. Einlæg framsetning og eftir- tektarvert fumleysi frásagnarinnar er hrífandi. Kvikmyndagerðar- teymið hafði vaðið fyrir neðan sig og sinnti handritsundirbúningi og forvinnu sjónrænnar útfærslu þess vel. Sagan er í grunninn háðsk samfélagsrýni í anda Oscars Wildes þar sem einföld frásagnarfléttan snýst um ærslafengið uppþot sem er undirskipað afar hnyttnum sam- tölum og krassandi mannlífslýs- ingum. Tækjakostur teymisins var greinilega ekki alltaf sá mesti eða besti eins og sést til að mynda þeg- ar tökuvélin skimar yfir sögusviðið í stórbrotnum landslagsfjarmyndum og við það tapast myndskerpa, dýpt og stöðugleiki nokkuð. Slíkir ann- markar koma ótrúlega lítið að sök því ástríða og eldmóður skín úr hverjum ramma. Myndin kallast einnig greinilega á við spaghetti-vestra Sergios Leones, The Good, the Bad and the Ugly, þar sem söguhetjan fer í „villta“ vestrið og ratar inn í átök stríðandi fylkinga. Kænska, kald- hæðni, hrekkir og prettir takast á og leiða til uppgjörs. Bandalög per- sóna eru óstöðug, ryskingarnar ærslafullar og húmorinn fremur lágkúrulegur. Aðalpersónunum þremur, Tomma, Kidda og Finna, er til að mynda fátt meira hugleikið en kúkur og klósettpappír. Þeir eru ekki fræknir kappar í anda klass- ískra kúreka heldur fremur sein- heppnar andhetjur. Í átakasenum er stuðst við klippingar milli skim- andi fjarmynda og ýktra nærmynda af andlitsdráttum í anda stílbragða meistara Leones. Þannig birtast stórbrotnar senur af hrjóstrugri há- sléttunni á Bolafjalli og Bolungar- vík sjálfri, nánast umluktri háum, bröttum og skriðurunnum fjöllum, innskotnar þröngum skotum af gneistandi hatursfullu augnatilliti, skelmislegu augntenntu glotti og hnefum sem kreppast um úðabrúsa og sinnepsflöskur í stað hulstraðra skotvopna. Frumsamin undirleiks- tónlist og gott titillag myndarinnar magna enn fremur stílfærð áhrif sem og úthugsuð og rímandi notk- un leikmuna á borð við Mustang- kagga og sláttuvéla-„fák“. Albatrossar hafa löngum talist goðsagnakenndir í vestrænni menn- ingu og ímynd þeirra er oft notuð sem myndhvörf fyrir sálræna fjötra eða bölvun. Segja má að allar per- sónur myndarinnar séu eins konar albatrossar í útrýmingarhættu, hvort sem þeir skarta ljósu hári og þöndum brjóstkassa eða geta spilað golfvöll á þremur höggum undir pari. Þær eru allar fastar í viðjum vanans eða fjötraðar af átthögum sínum og aðstæðum. Boðskapur myndarinnar gæti því verið sá að fólk ætti ekki að láta dilkadraga sig í lífinu heldur fremur hefja sig til flugs eins og stoltur albatross, steypa sér fram af hengifluginu og elta drauma sína. Þegar upp er staðið fylgja bæði persónur mynd- arinnar og aðstandendur hennar þessum boðskap og hann gæti jafn- vel blásið áhorfendum byr undir eigin vængi til að fylgja þeirra for- dæmi. Það er mikil kúnst að fá þéttsetinn bíósal til að hlæja í kór en Albatross-teyminu tekst það og sannar þar með að flest er hægt með eldmóðsins vilja að vopni. Kúnst „Það er mikil kúnst að fá þéttsetinn bíósal til að hlæja í kór en Albatross-teyminu tekst það og sannar þar með að flest er hægt með eldmóðsins vilja að vopni,“ segir í niðurlagi gagnrýni um kvikmyndina Albatross. Með eldmóðsins vilja að vopni Háskólabíó, Smárabíó, Borg- arbíó, Sambíó Keflavík, Króks- bíó, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Bíóhöllin Akranesi Albatross bbbmn Leikstjórn og handrit: Snævar Sölva- son. Kvikmyndataka og klipping: Logi Ingimarsson. Aðalhlutverk: Ævar Örn Jóhannsson, Finnbogi Dagur Sigurðs- son, Gunnar Kristinsson, Pálmi Gests- son, Birna Hjaltalín Pálmadóttir og Ár- sæll Níelsson. 100 mín. Ísland, 2015. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.