Morgunblaðið - 24.06.2015, Page 36

Morgunblaðið - 24.06.2015, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 175. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Nafn veiðimannsins sem lést 2. Maður sem féll í Þingvallavatn látinn 3. Nýtt 60 herbergja hótel 4. WOW þarf að ráða 200 manns »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hjörtur Pálsson þýðandi hlýtur norræn þýðingaverðlaun Letter- stedtska félagsins úr nyhlénsku gjöf- inni fyrir árið 2015, sem er fjórða árið sem verðlaununum er úthlutað. Verð- launafé er 50.000 sænskar krónur og verða verðlaunin afhent síðar á árinu. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir þýðingar milli norrænu málanna á bókmennta- eða ritverkum eða á verkum þýðandans yfirleitt, að því er fram kemur í tilkynningu, og til kom- in vegna gjafafjár sem Letter- stedtska félagið hlaut frá fyrrverandi lektor í þýsku við Stokkhólms- háskóla, Lars-Olof Nyhlén, og eigin- konu hans Marthe. Í greinargerð stjórnar segir m.a. að Hjörtur hafi þá sérstöðu að hafa þýtt á íslensku úr öllum norrænu málunum nema græn- lensku og samísku. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hjörtur hlýtur nor- ræn þýðingaverðlaun  Leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson hlaut á mánudaginn hin kan- adísku Dora Mava Moore-verðlaun fyrir sviðsmyndina í verkinu The Heart of Robin Hood. Gísli Örn Garð- arsson leikstýrði verkinu og var hann einnig tilnefndur í flokki leikstjóra til verðlaunanna. Viðurkenningin er ekki sú fyrsta sem Börkur hlýtur en hann vann til að mynda til verðlauna á Reumert-hátíðinni í Danmörku árið 2013. Þess má geta að verkið verður sett upp í Þjóðleikhús- inu í vetur í uppfærslu Vesturports, en frum- sýning verður 12. sept- ember. Leikstjórn verð- ur í höndum Gísla Arn- ar Garðarssonar og Selmu Björnsdóttur. Verðlaunaður fyrir bestu sviðsmynd ársins Á fimmtudag Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum en skýjað að mestu sunnan- og austanlands. Hiti 7 til 18 stig, sval- ast fyrir austan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg austlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum vestra og nyrðra. Skýjað syðra og eystra og sums staðar smáskúrir eða þoka. Hiti frá 7 stigum austast, upp í 18 stig vestra. VEÐUR Breiðablik jók forskot sitt í fjögur stig á toppi Pepsi- deildar kvenna í knatt- spyrnu með baráttusigri á Selfossi í gær í toppslag deildarinnar. Það þurfti vítaspyrnu til þess að skilja liðin að þar sem Blikar höfðu betur 1:0. Stjarnan jafnaði Selfoss að stigum með sigri á ÍBV en liðin eru nú jöfn í 2. sætinu. »4 Breiðablik komið í vænlega stöðu Flest bendir til þess að Kolbeinn Sig- þórsson sé á leið til franska félagsins Nantes frá Ajax í Hollandi. Nantes er eitt af sigursælustu félögum í frönsku knattspyrnunni en hefur átt erfitt upp- dráttar undanfarinn áratug. Ef af samningum verður er Kolbeinn fyrsti Íslend- ingurinn í fimm ár sem spilar í efstu deild í franska fót- boltanum. » 1 Sigursælt félag sem hefur verið í basli „Ég er mjög ánægð með hvar við end- uðum. Fyrri dagurinn var mjög góður en á seinni deginum urðum við fyrir talsverðum skakkaföllum hjá stúlk- unum. Við vorum mjög ánægð með að ná 6. sæti miðað við það og vitum að við eigum enn meira inni seinna meir,“ sagði Ragnheiður Ólafsdóttir, annar yfirþjálfara íslenska landsliðs- ins í frjálsum íþróttum sem náði sín- um besta árangri frá upphafi í Evr- ópubikarnum í Búlgaríu. »2 Vitum að við eigum enn meira inni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Óskar Einarsson tónlistarstjóri fór fyrir tólf manna hópi, átta söngv- urum Gospelkompanísins og fjög- urra manna hljómsveit, á Hásumar- hátíð Franklins Graham í Þórshöfn í Færeyjum á sunnudaginn var. Húsfyllir var á báðum samkomum Grahams í íþróttahöllinni á Hálsi. Lauslega áætlað komu 4.000-4.500 manns á viðburðina, sem verður að teljast gott miðað við að íbúafjöldi í Færeyjum er um 50.000. Tólfti hver Færeyingur, um það bil, var því við- staddur tónleikana. Óskar var að vonum ánægður með ferðina, en hún var skipulögð með skömmum fyrirvara. Óskar tók ásamt kór þátt í Hátíð vonar árið 2013, sem einnig var á vegum Franklins Graham. Graham og sam- starfsmenn hans hafi þá heillast af þeim krafti sem var í íslenska gospeltónlistarfólkinu og sagst vilja fá þau aftur. Ekki hafi þó heyrst frá þeim fyrr en fyrir um mánuði þegar skyndilega hafi verið haft samband við þau og þau fengin til þess að taka þátt í hátíðinni í Færeyjum. Mikið utanumhald fylgir við- burðum Franklins Graham, en dag- inn fyrir hátíðina í Færeyjum hélt hann viðburð fyrir 35 þúsund manns í Úkraínu. Þar taldi kórinn einn og sér 2.800 manns. Óskar og föruneyti voru sótt í einkaflugi frá Reykjavík til Þórs- hafnar, þar sem biðröðin fyrir utan höllina var um kílómetri. Færeyskir miðlar kunnu ekki önnur dæmi það- an um að menn biðu í röðum eftir að fá að heyra guðs orð. Einhverjir höfðu reyndar á orði eftir á að biðin fyrir utan í kuldanum hefði verið helsti lösturinn á annars góðri dag- skrá. Fullt var út úr dyrum en sett var upp tjald fyrir framan íþrótta- húsið þar sem dagskránni á sviðinu var varpað á skjá. Sungu með stórstjörnu Óskar var mjög ánægður með viðtökurnar í Færeyjum, góð stemning hafi verið í höllinni og Færeyingar tekið þeim vel. Á hátíð- inni sungu þau með bandaríska gospeltónlistarmanninum Michael W. Smith, sem hefur selt nærri 20 milljónir hljómplatna og þrisvar hlotið Grammy-verðlaunin fyrir tón- list sína. Michael W. Smith kom einnig fram á Hátíð vonar í Laugardalshöllinni haustið 2013. Eftir sýningarnar hefur Óskar fengið nokkur tilboð um frekara tónleikahald í Færeyjum auk tækifæris til þess að taka frekari þátt í uppákomum Franklins Gra- ham í haust í Bandaríkjunum. Það sé þó ófrágengið enn og á viðræðustigi. Gospelkór í útrás í Færeyjum  Sungið fyrir meira en fjögur þúsund manns Ljósmynd/Jens Kristian Vang Innlifun Bandaríski Grammy-verðlaunahafinn Michael W. Smith syngur ásamt íslenskum söngkonum, þeim (f.v.) Þóru Gísladóttur, Írisi Lind Verudóttur og Hrönn Svansdóttur, sem eru í Gospelkompaníinu. Franklin Graham varð flestum Íslendingum kunnur þegar hann hélt sam- bærilegan viðburð í Laugardalshöll árið 2013 undir nafninu Hátíð vonar. Hana sóttu alls um 6.000 manns. Hugsanlega hefði hún liðið hljóðlega hjá eins og flestar aðrar trúarsamkomur nema fyrir hávær mótmæli sem spruttu upp í kringum afstöðu Grahams gagnvart samkynhneigð, sem hann telur vera synd. Franklin er sonur Billys Graham, afar áhrifamikils bandarísks evang- elísks kennimanns sem hefur talað til hundraða milljóna áheyr- enda í gegnum útvarp, sjónvarp og á fjölda- samkomum víða um heim. Þá hefur hann haft greiðan aðgang að forsetum þar í landi frá lok- um seinna stríðs. Billy Graham, sem nú er 96 ára, hætti störf- um fyrir aldurs sakir og af heilsufarsástæð- um fyrir um áratug og hefur Franklin tekið við veldi föður síns. Graham áður komið til Íslands SJÓNVARPSPRÉDIKARAR Óskar Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.