Fréttablaðið - 22.07.2015, Side 4
22. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Innanríkisráðherrar Evrópusam-
bandsins komust að samkomulagi
á fundi sínum í Brussel á mánu-
daginn að taka við 32 þúsund
flóttamönnum og koma þeim fyrir
í álfunni.
Fundur ráð-
herranna þótti
þó ekki hafa
heppnast nægi-
lega vel. Upphaf-
lega var áætlað
að taka á móti 40
þúsund flótta-
mönnum en ekki
náðist full sam-
staða um móttöku þeirra. Því
munu nokkur Evrópuríki leggja
sitt af mörkum en önnur sitja hjá.
Fyrstu flóttamönnunum verður
komið fyrir í október í ár.
Dimitris Avramopoulos, fram-
kvæmdastjóri flóttamannamála
innan Evrópusambandsins, sagð-
ist vonsvikinn með niðurstöðuna
en þó segir hann að ákvörðunin
hafi verið stórt skref fram á við.
Ákveðið var að þeir átta þúsund
flóttamenn sem eftir eru hljóti
móttöku í lok árs.
Þjóðverjar taka á móti flestum
Þýskaland og Frakkland taka á
móti flestum flóttamönnum en
Þýskaland mun taka við 12.100
manns og Frakkland 9.127.
Danmörk, Bretland og Írland
búa við undanþágur frá málefnum
af þessum toga innan Evrópusam-
bandsins en kusu þó að taka að ein-
hverju leyti þátt. Bretland tekur á
móti 2.200 manns, Danmörk tekur
á móti 1.000 manns og Írland 1.120.
Þrátt fyrir miklar skuldbind-
ingar nokkurra ríkja var ekki full
samstaða um móttöku flóttafólks.
Ungverjaland og Austurríki lögð-
ust meðal annars hart gegn sam-
komulaginu en hvorugt ríkið mun
taka á móti flóttamönnum.
Nokkur ríki utan Evrópusam-
bandsins munu einnig taka við
flóttamönnum en það eru Ísland,
Sviss, Liechtenstein og Noregur.
Athygli vekur að Noregur ákvað
að taka á móti 3.500 flóttamönn-
um, sem er hlutfallslega langmest
miðað við önnur ríki.
Ísland hlutfallslega öflugt
Þá stendur Ísland sig nokkuð vel í
þeim efnum en sá fjöldi sem Ísland
mun taka við á næstu tveimur
árum er hlutfallslega svipaður og
skuldbindingar Þýskalands.
Eygló Harðardóttir félagsmála-
ráðherra segir að Ísland sé hátt
skrifað hjá Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna.
„Það var ánægjulegt þegar
við fengum heimsókn frá Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóð-
anna þar sem þau sögðu að hvernig
við höfum tekið á móti kvótaflótta-
mönnum hefur verið til fyrirmynd-
ar,“ segir hún.
Eygló segist ekki vita hvenær
hægt verði að taka á móti fólkinu
en það muni skýrast í haust. Hóp-
arnir sem þau horfa til eru ein-
stæðar mæður, hinsegin fólk og
fólk sem þarfnast aðhlynningar.
„Við þurfum að gera okkar.
Þarna er mikill vandi. Þetta er
okkar framlag í að taka á þess-
ari neyð en ég held að við vitum
það öll að við leysum þetta ekki
bara með þessum hætti heldur
liggja lausnirnar í friði í viðkom-
andi löndum auk uppbyggingar.
Þar kemur til annars konar þróun-
araðstoð sem mun skipta verulega
miklu máli.“
32 þúsund manna fólksflutningar
Ísland mun taka við 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum sem gerir Ísland að hlutfallslegum jafningja Þýskalands og Frakklands í þeim
efnum. Félagsmálaráðherra segir Íslendinga hátt skrifaða hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hvað móttöku flóttafólks varðar.
➜ Móttaka flóttamanna frá 1996 til 2014
Ár Móttökusveitarfélag Heimaland Fjöldi
1996 Ísafjörður Krajina (Króatía) 30
1997 Hornafjörður Krajina (Króatía) 17
1998 Blönduós Krajina (Króatía) 23
1999 Hafnarfjörður, Fjallabyggð, Dalvík Kósóvó 75
2000 Siglufjörður Krajina (Króatía) 24
2001 Reykjanesbær Krajina (Króatía) 23
2003 Akureyri Krajina (Króatía) 24
2005 Reykjavík Kósóvó 7
2005 Reykjavík Kólumbía 24
2007 Reykjavík Kólumbía 30
2008 Akranes Palestínumenn frá Írak 29
2010 Reykjavík Kólumbía 6
2012 Reykjavík Afganistan 9
2014 Hafnarfjörður Afganistan 6
2014 Reykjavík Sýrland 13
2014 Reykjavík Simbabve, Kamerún, Úganda 5
EYGLÓ
HARÐARDÓTTIR
Stefán Rafn
Sigurbjörnsson
stefanrafn@frettabladid.is Ísland
50 0,015%
Írland
1.120 0,017% Þýskaland
12.100 0,014%
Frakkland
9.127 0,013%
Spánn
1.300 0,002%
Pólland
1.100 0,002%
Grikkland
350 0,003%
Ítalía
2.000 0,003%
Noregur
3.500 0,06%
■ Fjöldi flóttamanna sem tekið er við.
■ Fjöldi flóttamanna sem hlutfall
af heildarfólksfjölda.
* Ýmist er um að ræða kvótaflóttamenn
og/eða hælisleitendur.
➜ Fjöldinn sem Ísland tekur
við á næstu tveimur árum er
hlutfallslega álíka og skuldbind-
ingar Þýskalands og Frakklands.
MÓTTAKA FLÓTTAMANNA Í EVRÓPU*
VIÐSKIPTI Bæjarráð Vestmanna-
eyja vill að hluthafar í Lands-
bankanum fundi vegna áforma
bankans um að byggja nýjar höf-
uðstöðvar við Hörpu. Þar verði
óskað eftir frekari rökstuðningi
um hvers vegna nýjar höfuðstöðv-
ar skuli rísa í miðbæ Reykjavíkur.
„Bæjarráð Vestmannaeyja telur
að því fari fjarri að hluthöfum
hafi verið sýnt fram á að mesta
hagræði skapist fyrir Lands-
bankann, hluthafa hans og við-
skiptavini, með því að reisa nýja
glæsibyggingu á verðmætustu lóð
landsins,“ segir í ályktun bæjar-
ráðs.
Vestmannaeyjabær varð nýlega
hluthafi í Landsbankanum eftir að
bankinn tók yfir Sparisjóð Vest-
mannaeyja.
Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar
vill að óháð mat fari fram á því
hvaða staðsetning sé hagkvæm-
ust fyrir Landsbanka Íslands þar
sem horft verði til fleiri staða en
Reykjavíkur. „Þá hefur nýlega
verið bent á að heppilegar lóðir
til framkvæmda á höfuðborgar-
svæðinu séu í Hvassahrauni,“
segir í ályktuninni. - ih
Vestmannaeyingar vilja að hluthafar fundi um nýja byggingu Landbankans:
Vilja svör frá Landsbankanum
VIÐ HÖRPU Landsbankinn vill reisa nýjar höfuðstöðvar á þessari lóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Snjallara heyrnartæki
HEYRNARSTÖ‹IN
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð)
með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004
153.000
fl óttamenn hafa komið til
Evrópu það sem af er ári.
aukning frá 2014.
Alls Ítalía Grikkland Spánn og Malta
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
49.500
105.000
42.000
55.500
6.500
48.000
1.000 1.500
■ janúar til maí 2014 ■ janúar til maí 2015
➜ Flóttamenn í Evrópu
149%
32.000
1.800
Samkomulag hefur náðst um
fl óttamenn.
Talið er að
fl óttamenn hafi látið lífi ð á
hafi úti það sem af er ári.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
1
-B
1
6
C
1
7
5
1
-B
0
3
0
1
7
5
1
-A
E
F
4
1
7
5
1
-A
D
B
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
0
s
_
2
1
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K