Fréttablaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 6
22. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 SAMFÉLAG Meðal niðurstaðna í skýrslu um aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum, sem Norm ráðgjöf vann fyrir Ferðamála- stofu, er að gerð handbókar sé lík- legasta leiðin að svo stöddu til að skila bestum árangri í því að bæta aðgengi fatlaðs fólks að ferða- mannastöðum hér á landi. Í skýrslunni var sjónum beint að lagalegri umgjörð aðgengismála fatlaðs fólks að ferðamannastöð- um en réttur til aðgengis til jafns við ófatlað fólk er eitt af megin- áhersluatriðum samnings Samein- uðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Aðrar tillögur voru einnig sett- ar fram í skýrslunni. Meðal ann- ars að Ferðamálastofa hafi for- göngu um að aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum verði sett á dagskrá og að athygli stjórnvalda á þessum mikilvæga málaflokki verði vakin. Þá var sú tillaga einnig sett fram að Ferðamálastofa beiti sér fyrir því að fyrirtæki í ferða- þjónustu fái verkfæri í hendur til að bæta aðgengi fatlaðs fólks að þeirri þjónustu sem í boði er. - ngy Skýrsla um aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum kom út síðastliðinn júní: Bæta aðgengismál fatlaðs fólks BRUNI Dagana 13. til 19. júlí var þrisvar tilkynnt um bruna á Suður- landi. Þann 14. júlí kom upp minni- háttar eldur í bifreið skammt vestan við Selfoss. Þann 18. júlí brann sumarbú- staður skammt frá Seljavöllum í Rangárþingi eystra. Tveir menn voru í bústaðnum og brenndist annar þeirra lítillega. Talið er líklegt að gasleki hafi orsakað brunann. Þann 19. júlí var tilkynnt um laus- an eld í ruslatunnu á Selfossi. Lög- regla slökkti eldinn. - ngy Bústaður brann til grunna: Brenndist í eldi í sumarbústað 1. Hver sturtaði seðlum yfi r Sepp Blatter, forseta FIFA? 2. Í hvaða landi keypti Creditinfo fyrirtæki? 3. Hvaða söngkona söng fyrir farþega skemmtiferðaskipsins Sea Princess? SVÖR: 1. Lee Nelson. 2. Marokkó. 3. Jóhanna Guð- rún Jónsdóttir. AÐGENGI Ferðamálastofa lét Norm ráð- gjöf vinna fyrir sig skýrslu um aðgengi fatlaðs fólks á ferðamannastöðum. HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðis- ráðherra, landlæknir og for- stjóri Landspítalans voru boðað- ir á aukafund velferðarnefndar Alþingis til að ræða viðbrögð stjórnvalda vegna uppsagna heil- brigðisstarfsfólks og kjaramála heilbrigðisstétta í gær. Um 260 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum og samtals yfir 310 starfsmenn. Á fundinum sagðist Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráð- herra munu berjast gegn frekari niðurskurði í heilbrigðisþjónust- unni. Kristján Þór sagðist von- ast til þess að með skipan gerðar- dóms myndi nást fram sátt milli deiluaðila en það væri hlutverk gerðardóms samkvæmt lögum að ná fram samtali á milli deilu- aðila, þau efni sem ekki næst sátt um fari í úrskurð. Valgerður Bjarnadóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, spurði hvort verið væri að íhuga að ráða hjúkrunarfræðinga frá útlöndum. Hún sagði það vera ákveðna veruleikafirringu því almennt væru lægri laun hér á landi en annars staðar og auk þess dýrara að lifa. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði nauðsynlegt að fjölga starfsmönnum á spítal- anum. Yrði það gert með því að fá starfsfólk úr starfsmannaleig- um eða starfsfólk frá útlöndum væri það ekki langtímalausn. Nauðsynlegast í stöðunni væri að samningar næðust. - bo, fbj Ráðherra mætti á fund velferðarnefndar og ræddi stöðu heilbrigðiskerfisins: Mun berjast gegn niðurskurði ÁHYGGJUR Á fundinn voru boðaðir forstjóri Landspítalans, heilbrigðisráðherra og landlæknir. FRÉTTABLAÐIÐ/BIRGIR OLGEIRSSON EFNAHAGSMÁL Byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölg- að um fimmtán á milli ára. Fjöldi krana hefur hingað til þótt gefa ákveðnar upplýsingar um efna- hagsástand lands og hefur oft verið nefndur kranavísitala. „Það er bara alveg fjarstæðu- kennt að tala um einhverja bólu- myndun. Við erum með bransa sem dróst saman á árunum 2009 og 2010 og var enn að dragast saman árið 2012 um 50, 60 og 70 prósent,“ segir Bjarni Már Gylfason, hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann bendir á að bygginga- bransinn sé margfalt minni en hann var fyrir hrun. „Fjárfesting- arstigið allt saman er enn frekar lágt. Og í raun þyrfti það að vera miklu hærra.“ Helstu vankantarnir á fram- kvæmdum nú séu að það vantar litlar og meðalstórar íbúðir. „Það vantar réttu hvatana til að mæta þeirri eftirspurn sem við vitum að er fyrir hendi. Það er ekki brjáluð eftirspurn eftir dýrum og stórum íbúðum,“ segir Bjarni. Þeir sem hafa áhyggjur af þenslumyndun benda jafnan á að iðnaðarmenn vanti til að manna þær framkvæmdir sem eru á teikniborðinu. Bjarni segir að skorturinn sé vissulega til staðar. „Þá erum við ekki að taka tillit til þess að starfandi í þessari grein er bara um það bil helmingur af þeim sem voru starfandi hér árið 2007.“ Hann telur að enn sé töluvert svigrúm eftir í framkvæmdum áður en hægt sé að tala um bólu- myndun. „Alveg klárlega. Það verður að taka tillit til þess að greinin meira en helmingaðist á árunum eftir hrun.“ Finnbjörn A. Hermannsson, for- maður Byggiðnar, félags bygg- ingarmanna, hefur áhyggjur af þenslumyndun hér á landi. „Það er verið að ræða um töluvert mikið af verkefnum sem eru fram undan. Áður en við lendum í ein- hverri bólu þá vil ég að við setj- umst niður og skoðum hvort það er ekki hægt að stýra þessu með ein- hverjum hætti þannig að við séum ekki að lenda í að vera með allt of mikið undir í einu.“ Hann er þeirrar skoðunar að skortur á iðnaðarmönnum bendi til ofþenslu. Aðspurður hvort félag byggingarmanna hafi ekki ríka hagsmuni af því að hér sé fram- kvæmt mikið segir Finnbjörn: „Jú, mikil ósköp, en það verður að vera einhver smá einhver hugsun í því. Við erum búin að upplifa það að það verður algjört þensluástand og svo atvinnuleysi á eftir. Við viljum frekar hafa þetta svolítið jafnara.“ Guðjón Emilsson, hagfræðing- ur hjá Seðlabanka Íslands, hefur í gegnum árin fylgst með krana- vísitölunni. „Það er merkilegt hvað þessar tölur hafa lýst íbúða- fjárfestingu vel. Þetta er ekki að ná þessum hæðum eins og 2007. Í mínum huga erum við ekki á sama þensluskeiði og þá.“ Hann segir að vöxtur í íbúðar- fjárfestingu hafi verið neikvæð- ur á fyrsta ársfjórðungi. „Eins og staðan er virðist þetta vera í jafn- vægi. Vísitölurnar sýna ákveðið jafnvægi.“ snaeros@frettabladid.is Fjarstæða að hér sé bólumyndun Kranavísitalan svokallaða sýnir litla fjölgun byggingakrana á milli ára. Fjöldi byggingakrana á höfuðborgarsvæðinu er helmingur þess sem hann var árið 2007. Enn hefur eftirspurn eftir litlu og meðalstóru húsnæði ekki verið svarað. Fáir iðnaðarmenn eftir til að byggja hér upp. * Þar af 24 í notkun Skv. talningu Fréttablaðsins ➜ Byggingakranar á höfuðborgarsvæðinu 2007 2010 2014 2015 320 70* 144 161 FRAMKVÆMDIR Mikill fjöldi byggingakrana er í Urriðaholti í Garðabæ. Þar rís nýtt hverfi við Urriðavatn og allt stefnir í að grunnskólar, leikskólar og atvinnuhúsnæði verði í hverfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ BJARNI MÁR GYLFASON GUÐJÓN EMILSSON VEISTU SVARIÐ? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Niðurföll Renna, verð pr. meter kr. 3.900 Einnig fáanlegt með Pottjárn-rist 150x150x50mm 1.890 kr. 100x100x50mm 1.290 kr. 100x100x50mm 1.390 kr. Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ RYÐFRÍAR RISTAR 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 2 -7 6 E C 1 7 5 2 -7 5 B 0 1 7 5 2 -7 4 7 4 1 7 5 2 -7 3 3 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.