Fréttablaðið - 22.07.2015, Page 10
22. júlí 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Að minnsta kosti 32 létu lífið og fleiri en
100 særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð
var á menningarmiðstöð í tyrkneska
bænum Suruc, við landamæri Sýrlands,
á mánudag. Um 300 ungmenni, þeirra
á meðal ungmenni á vegum samtaka
ungra sósíalista, voru saman komin í
menningarmiðstöðinni þegar árásin átti
sér stað.
Árásin hefur því miður fengið litla
umfjöllun í fjölmiðlum hér á landi en
árásin hefur víða vakið mikla reiði því
augljóst er að árásin beindist sérstak-
lega gegn ungmennunum sem höfðu
unnið sér það til saka að vera á leiðinni
til bæjarins Kobane í Sýrlandi, með
leikföng að vopni. Þau voru á leiðinni
til bæjarins til þess að aðstoða við upp-
byggingu bæjarins, sem hefur verið
helsti vígvöllur hermanna Íslamska
ríkisins og kúrdískra uppreisnarmanna
undanfarna mánuði og þarfnast nú mik-
illar uppbyggingar ef möguleiki á að
vera á að búa þar til framtíðar.
Auk þess sem árásin beindist sérstak-
lega að ungu fólki beindist hún einnig
gegn friði og uppbyggingu í Mið-Aust-
urlöndum, gegn lýðræði og mannrétt-
indum og gegn frelsi einstaklingsins.
Árásin minnir óheyrilega á voðaverkin
í Útey þar sem 68 ungmenni létu lífið
í skotárás á sumardvalarstað ungliða-
hreyfingar norska Verkamannaflokks-
ins, en í dag minnumst við þess að
fjögur ár eru liðin frá fjöldamorðunum
í Útey.
Það er sorglegt að horfa aftur upp
á ungt fólk vera myrt vegna hugsjóna
sinna og vegna þess að þau vilja láta
gott af sér leiða. Það er dapurlegt að
sjá alþjóðasamfélagið standa ráðalaust
frammi fyrir ógn sem drepur börn og
gegn hugmyndafræði sem réttlætir
slíkar árásir.
Friður verður aldrei áunninn með
átökum heldur með frekari jöfnuði,
frelsi og réttlæti. Við munum aldrei
hætta að berjast fyrir friðsælli heimi
og látum hryðjuverkamenn ekki stoppa
okkur eða hræða. En ljóst er að friður-
inn mun kosta okkur mikið.
Hvað mun friðurinn kosta?
UTANRÍKISMÁL
Sema Erla Serdar
Ungur jafnaðar-
maður
➜ Það er dapurlegt að sjá alþjóða-
samfélagið standa ráðalaust frammi
fyrir ógn sem drepur börn og gegn
hugmyndafræði sem réttlætir slíkar
árásir.
Framboð og eftirspörð
Ummæli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur
ferðamálaráðherra, í Fréttablaðinu í
gær um óstýrilátar hægðir ferðamanna
hafa vakið athygli. „Það sem vekur
athygli mína við þessar fréttir er að
þær koma frá stöðum þar sem þessi
mál eru bara alveg í lagi. Þetta er þá
bara eitthvert hegðunarvandamál sem
ég bara veit ekki hvernig á að leysa
og það eru ferðaþjónustuaðilar sem
þurfa að taka á þessu máli með sínum
gestum. Þetta er bara meira eins og
uppeldismál.“ Ummælin þykja
heldur óheppileg en afar
ólíklegt þykir að skyndilega
hafi hér tekið að streyma
inn ferðamenn sem aldrei
hafa komist í snertingu
við siðmenningu áður.
Vandinn er augljóslega
heimabruggaður en salernisaðstaðan
mætir greinilega ekki eftirspurn.
Sagan endalausa
Hvernig taka eigi á ferðamanna-
straumnum virðist gordíonshnútur
íslenskra stjórnmála. Straumurinn
hófst fyrir nokkrum árum og hvert ár
toppar það sem áður kom sem metár
hvað fjölda ferðamanna varðar, hvað
fjölda útleigðra gistirýma varðar og
hve marga lundabangsa við fluttum
inn frá þrælaverksmiðjum í Kína.
Stjórnmálamenn eru færir um að
aflétta fjármagnshöftum, leiðrétta
húsnæðisskuldir, rétta við efnahag
landsins og koma á hallalausum
fjárlögum en þeim virðist vera
líffræðilega ómögulegt að
koma böndum á ferða-
mannaiðnaðinn.
Hlutfallslega frábær
Í Fréttablaðinu í dag kom fram að
innanríkisráðherrar Evrópusambands-
ins hafi ekki náð markmiði sínu um að
taka á móti 40 þúsund flóttamönnum
til að létta undir með Suður-Evrópu-
ríkjum. Það eru mjög leiðar fréttir en
lyfta þarf grettistaki í málefnum flótta-
manna. Þó bárust afar ánægjulegar
fréttir úr sama málaflokki í gær en
íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka
á móti 50 flóttamönnum sem þýðir að
Ísland leggur hlutfallslega meira til
málaflokksins en Þýskaland. Vinna
er þegar hafin í félagsmálaráðu-
neytinu. Ráðherrann, Eygló
Harðardóttir, og aðrir sem koma
að málefnum flóttamanna eiga
mikið hrós skilið fyrir þessar
skuldbindingar.
stefanrafn@frettabladid.is
ef keypt eru 10 stk.
– annars 50 kr. stk.
40
Veldu einhverja 10 ávexti á ávaxtamarkaði
Krónunnar og þú borgar...
S
tjórnvöld tilkynntu í gær að ákveðið hafi verið að
taka á móti 50 flóttamönnum til að létta á miklum
straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Flótta-
fólkið sem um ræðir kemur frá Sýrlandi, Erítreu,
Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir komu
þess þegar hafinn. Áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á
tveggja ára tímabili; frá og með október næstkomandi.
Alls hafa ráðherrar Evrópusambandsríkjanna ákveðið
flutning rúmlega 32 þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikk-
landi til annarra Evrópu-
sambandsríkja í október.
Löndin tvö munu vera komin
að þolmörkum og var því
lögð fram áætlun til að létta
á vanda þeirra í apríl en
Ísland var ekki hluti af þeirri
áætlun. Upphaflega hafði
framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins lagt til að 40 þúsund flóttamönnum yrði veitt
hæli í Evrópu en sú áætlun lagðist víst ekki vel í alla.
Yfir 150 þúsund manns hafa flúið heimili sín til Evrópu
á þessu ári vegna stríðs og fátæktar. Bróðurpartur þeirra
hefur leitað til Grikklands eða Ítalíu. Þetta er hins vegar
einungis brot af vandamálinu; alls eru um 38 milljónir íbúa
heimsins á vergangi vegna átaka og ofbeldis í heimalandi
þeirra. Um er að ræða svipaðan fjölda og býr samanlagt í
London, New York og Peking.
Ísland hefur almennt verið hlutfallslega lélegt í móttöku
flóttamanna. Í úttekt Fréttablaðsins í dag kemur fram að
í fyrra hafi alls komið hingað 24 flóttamenn, enginn árið
þar á undan og níu árið 2012. Enginn árið 2011, sex árið
2010 og enginn 2009. Svona er okkar saga í þessum efnum.
Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð,
sem við viljum oft og tíðum gjarnan bera okkur saman við,
ættu Íslendingar að taka á móti 1.500 flóttamönnum árlega.
Athugast skal að hér er ekki átt við hælisleitendur, sem eru
mun fjölmennari hópur.
Það er þó gleðilegt að sjá að landið okkar stendur sig
nokkuð vel í samanburði um þessar mundir. Móttaka þess-
ara fimmtíu einstaklinga er hlutfallslega á við fjöldann sem
Þýskaland og Frakkland taka á sínar herðar.
Daglega berast okkur fréttir af hörmulegu ástandi víðs
vegar um heiminn. Aðstæður þessa fólks eru slíkar að við
hér á okkar einangraða Íslandi getum illa gert okkur það í
hugarlund.
Hér á Íslandi má vissulega margt betur fara. Við þurfum
að gæta að innviðunum og því að gleyma ekki okkar eigin
minnsta bróður. Það er hins vegar útilokað að bera saman
aðstæður þeirra sem verst hafa það hér og þeirra sem
Evrópuráðherrar og ríkisstjórnir ræða nú um að veita
hjálparhönd. Það er engin mótsögn í því fólgin að telja rétt
að opna faðminn fyrir fleira fólki sem á um sárt að binda
vegna stríðs, hors og vosbúðar eða óásættanlegra aðstæðna
almennt, og að vilja halda áfram að gera betur við tekju-
lægsta hópinn hérlendis.
Íslendingar búa við velmegun; ofgnótt miðað við þá sem
verst hafa það. Í því ljósi eru 50 flóttamenn – 0,015 prósent
af heildarfólksfjölda, eða réttara sagt 25 á ári, afar fáir.
Fimmtíu eru fáir
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
1
-8
0
0
C
1
7
5
1
-7
E
D
0
1
7
5
1
-7
D
9
4
1
7
5
1
-7
C
5
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
0
s
_
2
1
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K