Fréttablaðið - 22.07.2015, Page 14

Fréttablaðið - 22.07.2015, Page 14
22. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR KALMAN Grandavegi 47, Reykjavík. Martha María, Sigríður Helga, Bergur, Hildur, Þórdís, Björn, Ásdís, Páll Einar og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MAGÐALENU AXELSDÓTTUR MADDÝ frá Læk, Skagaströnd, Vallarbraut 5, Seltjarnarnesi. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til Karitas og starfsfólks göngudeildar Landspítalans við Hringbraut á 11g og 11b. Þorbjörn Einar Jónsson Sandra Þorbjörnsdóttir Jónas Helgason Jón Arnar Þorbjörnsson Berglind Bragadóttir og barnabörn. Gróðrarstöðin og veitingastaðurinn Eden í Hveragerði bókstaflega fuðraði upp á nokkrum mínútum þennan dag árið 2011. Slökkviliðsmenn komu fljótt á vettvang en þakið á Eden var allt úr plasti svo strax var ljóst að ekki væri hægt að ráða við eldinn fyrr en það væri brunnið. Eldurinn var ofsafenginn, kolsvartur reykurinn steig hundruð metra upp í loftið, logarnir stóðu upp úr þakinu og sprengingar heyrðust af og til. Logn var í Hveragerði þegar Eden brann og bensínstöð og önnur mannvirki í nágrenninu voru ekki í hættu. Eden hafði verið afar vinsæll viðkomu- staður um áratuga skeið og alsiða var að skreppa þangað í sunnudagsbíltúr af höfuðborgarsvæðinu. ÞETTA GERÐIST: 22. JÚLÍ 2011 Eden í Hveragerði brann til kaldra kola „Eftir að hafa leiðbeint nemendum í Háskóla Íslands um námsaðferðir í nær tuttugu ár sá ég hvernig aðlaga mætti aðferðirnar nútímaaðstæðum, því tölvur og vefur voru að verða stór þáttur í lífi nemenda. Ég er síðan búin að vinna í tíu ár að forriti sem hjálp- ar nemendum að bæta verklag sitt og árangur og nú er það loks tilbúið fyrir markað. Það nefnist Nemanet,“ segir Ásta Kristrún Ragnarsdóttir náms- ráðgjafi og bendir á að í seinni tíð hafi snjallsímar komið sterkir inn, sem enn auki á notagildi forritsins. Ásta segir Nemanet jafnvígt á náms- greinar og vera lipurt í notkun. Nema- net varðveiti alla námsvinnu notenda sinna eftir önnum og tímabilum, á AmazonCloud. Með tímanum verði til heildstæður, persónulegur þekk- ingarbanki auk þess sem árangurs- ríkt vinnulag verði notendum tamt til frambúðar. „Grunnurinn að nýja Nemanet- inu byggir á reynslu af tveimur beta- útgáfum sem ég gerði og voru prófað- ar í skólum á höfuðborgarsvæðinu, á öllum skólastigum,“ upplýsir Ásta og segir Nemanetið fyrstu netlausn sinn- ar tegundar á heimsvísu. Vegna nýnæmis og sérstöðu hafi verkefnið notið styrks Tækniþróunar- sjóðs Rannís. Reykjavíkurborg hafi einnig styrkt hana til að starfrækja heimanámsstofu í einn vetur og þangað hafi grunn- og framhaldsskóla nemar sótt, sumir með foreldrum sínum. „Þátttaka og áhugi foreldra eru mikil- væg atriði fyrir árangur í námi,“ bend- ir hún á. Nemanet verður selt til einstak- linga. „Ég tel að það skipti máli að frumkvæði og áhugi komi frá notand- anum. Þá er hann orðinn gerandi,“ segir Ásta og sálfræðingurinn kemur upp í henni. „Innri umbun kemur í kjölfar árangurs og hún er síðan hvat- inn til að ná lengra og læra meira. Gildi ytri umbunar telur vissulegra líka þegar vel gengur, í formi góðra einkunna og jákvæðra umsagna í skól- anum og heima. Nemanet byggir á við- gangi innri umbunar og leiðir til auk- innar námsánægju,“ segir hún. Ásta kveðst líta svo á að nám sé eins og hvert annað starf. Því þurfi náms- fólk nútímalegt tæki eins og annað vinnandi fólk, enda sé sér hæfðan hug- búnað að finna í nánast hverri starfs- grein í atvinnulífinu. „Sérhæfður námsbúnaður þarf að taka mið af virkni heilans og notandi þarf að læra á sinn eigin heila eins og hvern annan hugbúnað,“ segir Ásta og bætir við: „Heimanám er einmanaleg iðja og afraksturinn er oft huglægur fremur en áþreifanlegur en Nemanet gerir námið markvissara og eflir lesskiln- ing, skipulag og minni.“ Hún bendir á að mikil umræða sé um brottfall úr skólum, hnignandi lesskiln- ing, slæma útkomu íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburði og inntöku- próf, en fullyrðir að Nemanet sé tæki sem geti mætt þörfum nemenda og snúið vörn í sókn. „Valgeir, eiginmaður minn og samstarfsmaður, var einmitt að búa til einkunnarorðin Nema net lætur verkin tala,“ segir hún glaðlega. „Við viljum nefnilega öll vinna vel, það liggur í eðli mannsins að skila góðu dagsverki.“ gun@frettabladid.is Að skila góðu dagsverki liggur í eðli mannsins Nemanet er nýr sérhæfður hugbúnaður, hannaður fyrir nemendur á öllum aldri. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir námsráðgjafi er höfundur aðferðarinnar sem hann grundvallast á. NÁMSRÁÐGJAFINN Ásta kveðst líta svo á að nám sé eins og hvert annað starf. Því þurfi námsfólk nútímalegt tæki eins og annað vinnandi fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR EYJÓLFSSON Áður en Nemanetið fer í almenna sölu verða haldin innihaldsrík námskeið á Eyrarbakka fyrir fámenna hópa 10. bekkinga, að sögn Ástu Kristrúnar. Við taka síðan fjarnámskeið fyrir öll skólastig og námskeið fyrir foreldra sem vilja vera virkir og fylgjast með námsvinnu barna sinna. Kerfið býður þó líka innbyggða leiðsögn sem gerir notendum kleift að taka Nemanet í notkun upp á eigin spýtur. Kynningarefni er aðgengilegt á heimasíðunni nemanet.net. Næstu skref „Ég er einmitt að velja ljóð og var að lesa Skógar- hindina þegar þú hringdir,“ segir Valgerður H. Bjarna- dóttir, húsfreyja í Davíðs- húsi á Akureyri, þegar hún svarar í símann. Valgerður sér um dag- skrá tengda ljóðum Davíðs í húsinu á hverjum fimmtu- degi klukkan þrjú og tekur eitthvað visst fyrir hverju sinni. Síðast var það Ítalíu- ferðin en á morgun ætlar hún að fjalla um ástina og sorgina. „Langflest þess- ara viðkvæmu og til- finningaþrungnu ljóða Davíðs eru í fyrstu bók- unum. Þau fá á sig öðru- vísi blæ í seinni bók- unum, þá yrkir hann meira um þjóðina og landið,“ segir Valgerður en bætir við að inn á m i l l i birtist þó alltaf hið blæðandi hjarta skáldsins. „Þannig er ljóðið Skógar- hindin, sem hefst svona: Langt inn í skóginn leitar hindin særð … það er í bók sem kom út 1960, bara fjór- um árum áður en hann dó. Davíð notar dýr mikið sem táknmyndir og hvort hann er þarna að tala um sjálfan sig eða aðra manneskju … eða ljóðin sín, það veit eng- inn. Kannski er hann sjálf- ur farinn að horfast í augu við dauðann.“ Davíðshús er opið frá 13 til 17. Við burðir þar í sumar eru hluti af Listasumri á Akureyri. Aðgangur að húsinu kostar 1.200 krónur en 600 krón- u r fy r i r eldri borg- ara og frítt er fyrir börn. - gun Hin ljóðræna þjáning Ástin og sorgin í ljóðum Davíðs Stefáns- sonar er efni dagskrár í Davíðshúsi. HÚSFREYJAN Í DAVÍÐSHÚSI Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá nefnist dagskráin sem hún er með á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 2 -1 9 1 C 1 7 5 2 -1 7 E 0 1 7 5 2 -1 6 A 4 1 7 5 2 -1 5 6 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.