Fréttablaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 20
FÓLK|FERÐIR
Langþráð ævintýraferð Örvars Steinbach um Suður-Ameríku hófst í Mexíkó í
febrúar en þangað hélt hann
ásamt Aroni Má Ólafssyni, vini
sínum. „Ég ákvað að taka pásu
frá námi eftir stúdentinn og það
kom ekki annað til greina en
að ferðast almennilega áður en
ég byrjaði nám í háskóla. Mig
langaði að gera eitthvað nýtt
sem ekki margir væru búnir að
gera og ég sé alls ekki eftir þeirri
ákvörðun. Við fórum til Mexíkó,
Kúbu, Kólumbíu, Panama, Kosta-
ríka, Perú, Bólivíu, Argentínu,
Brasilíu og enduðum þetta svo á
tónlistarhátíð fyrir utan Boston
og svo loks New York,“ segir
Örvar.
PÝRAMÍDAR OG AMAZON
Félagarnir prófuðu ýmislegt á
ferðalaginu og Örvar á erfitt með
að velja eitthvað eitt sem stóð
upp úr. Fimm daga fjallganga á
Inkaveginum í Perú sem endaði
í Machu Picchu var þó klárlega
einn af hápunktunum. „Það var
rosaleg ferð, við sáum þar um
tuttugu mismunandi Inkabygg-
ingar og oft og tíðum vorum við
bara eini hópurinn á svæðinu,
sextán manns. Svo gerðum við
að sjálfsögðu þetta klassíska líka,
fórum í köfunarskóla á Bocas del
Toro í Panama og í brimbretta-
skóla í Santa Teresa á Kostaríka.
Ég gæti vel ímyndað mér að eyða
einu ári í Santa Teresa á brim-
bretti, það er algjör paradís og
öldur alla daga allt árið. Pýramíd-
arnir í Mexíkó voru svakaleg
sjón líka. Einnig fórum við í níu
daga inn í Amazon-frumskóginn
og það var erfitt en stórkostlegt.
Ég hugsa að ég hafi farið í bestu
sturtu ævi minnar eftir þá ferð,“
segir hann og brosir.
SAUÐ UPP ÚR Á FÓTBOLTALEIK
Í Buenos Aires í Argentínu fóru
félagarnir á fótboltaleik þar sem
erkifjendurnir Boca Juniors og
River Plate mættust. Mikill hiti er
oftast í stuðningsmönnum beggja
liða og þá sérstaklega þegar
þessi leikur fer fram. „Seinni
hálfleikur náði aldrei að byrja
vegna þess að stuðningsmenn
Boca spreyjuðu piparúða á fimm
leikmenn River Plate þegar þeir
voru á leið inn í klefa og allt varð
brjálað. Þetta gerðist svona tíu
metrum frá því þar sem ég stóð
og það var kallað á óeirðalög-
regluna og þyrlur til að reyna að
ná stjórn á svæðinu. Við stóðum
inni á leikvanginum í einn og
hálfan klukkutíma eftir hálfleik
þangað til að leikurinn var loks
flautaður af. Ég viðurkenni að ég
datt aðeins inn í þessa múgæs-
ingu, þar sem ég var klæddur í
Boca-treyju og var á aðalsvæðinu
þar sem mestu lætin fóru fram.
Þetta var svakaleg lífsreynsla!“
GISTINGARLAUS UM MIÐJA
NÓTT Í EYÐIMÖRK
Á ferðalaginu lagði Örvar upp
með að vera ekki búinn að kanna
staðina sem hann heimsótti áður
en hann mætti. „Það var mjög
skemmtilegt að mæta á staði sem
ég vissi ekki einu sinni að væru
til og ég kynnti mér þá bara þeg-
ar ég var mættur þangað. Mér
brá smávegis þegar ég mætti til
Huacachina í Perú eftir tólf tíma
rútuferðalag og var staddur í
miðri eyðimörk um miðja nótt
og ekki búinn að redda gistingu.
En það voru samt frábærir dagar
sem við eyddum þar við að leika
okkur á dune buggy-bílum í sand-
hólunum og fórum á snjóbretti
niður, ég bjóst engan veginn við
að enda á svona stað í þessari
ferð,“ lýsir Örvar.
ALLIR KYNNTU SIG MEÐ NAFNI
Beðinn um góða ferðasögu lætur
Örvar þessa flakka. „Á Kúbu
lærði ég að það eru 2.500 svartir
Suður-Afríkubúar í læknisfræði á
eyjunni. Við hittum fimm þeirra
og fórum með þeim í partí í
hverfinu þeirra sem endaði á
klúbbi þar sem við Aron voru
einu hvítu mennirnir í öllu hverf-
inu. Hver einasta manneskja inni
í klúbbnum kom og kynnti sig
með nafni og allir vildu virkilega
fá að kynnast okkur. Þetta var
heljarinnar partí sem endaði
með brotinni rúðu á klúbbnum
en það var bara saklaust slys.
Þegar dyraverðirnir reyndu að
rukka okkur fyrir rúðuna stóð all-
ur klúbburinn við bakið á okkur
og neitaði þeim um að við borg-
uðum. Þá tóku nokkrir strákar
sig til og fundu bíl fyrir okkur svo
við gætum við farið heim, þeir
borguðu farið fyrir fram ásamt
því að borga rúðuna líka. Dag-
inn eftir mættu nokkrir þeirra til
okkar upp á hótel og keyrðum
við á Chrysler ‘55 árgerð um
Havana með þeim og eyddum
öllum deginum saman. Þegar
við fórum aftur út á lífið næstu
helgi og hittum þá var okkur
tekið eins og kóngum. Það kvöld
brotnaði önnur rúða og enn og
aftur borguðum við ekki. Ég get
svo svarið það, rúðurnar á Kúbu
eru greinilega mjög viðkvæmar!“
segir Örvar og hlær.
EINS OG KÓNGAR Á KÚBU
ÆVINTÝRAFERÐ Örvar Steinbach lenti í ýmsum ævintýrum í fjögurra mánaða reisu sinni um Suður-Ameríku. Meðal annars sá
hann pýramída og Machu Picchu, fór í köfunarskóla og baðaði sig í ám Amazon-frumskógarins.
Á INKASLÓÐUM Í Perú fór Örvar í fimm daga fjallgöngu sem endaði í Machu Picchu.
MYNDIR ÚR EINKASAFNI
Í EYÐIMÖRKINNI Síðasta mánuðinn
slóst Hildur Skúladóttir, kærasta Arons, í
hópinn. Þau léku sér á dune buggy-bílum í
sandhólunum í Perú.
MAGNAÐ ÚTSÝNI Félagarnir fóru til
Bogotá í Kólumbíu og voru hrifnir af
útsýninu sem var stórfenglegt.
MEÐ FÓTBOLTAAÐDÁENDUM Örvar fór á leik Boca Juniors og River Plate. Allt sauð
upp úr á vellinum og var seinni hálfleikur flautaður af.
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100www.rekstrarland.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
1
-E
2
C
C
1
7
5
1
-E
1
9
0
1
7
5
1
-E
0
5
4
1
7
5
1
-D
F
1
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
0
s
_
2
1
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K