Fréttablaðið - 22.07.2015, Side 24

Fréttablaðið - 22.07.2015, Side 24
 | 6 22. júlí 2015 | miðvikudagur Ég þoooooooli ekki leið- inleg fyrirtæki! Það er ekki nokkur einasta afsök- un fyrir því að reka leiðin- legt fyrirtæki. Ekki misskilja mig – það þurfa ekki öll fyrir- tæki að vera rosa skemmtileg og fyndin (þótt það sé ekki verra) – en öll fyrirtæki eiga að vera áhugaverð. Af hverju í ósköpunum eigum við að skipta við fólk og fyrirtæki sem eru ekki áhugaverð? Sem hafa ekki eitt- hvað til málanna að leggja? Sem gera ekki heiminn betri á einhvern hátt? Það er ástæða til að skipta við áhuga- verð fyrirtæki og ég mun alltaf kjósa að skipta við þau frekar en önnur. Af hverju? Í frábærum TEDx-fyrirlestri talar Simon Sinek um að leyndarmálið á bak við öfluga leiðtoga sé að vera með á hreinu af hverju. „Why?“ Af hverju gerir fyrirtækið það sem það gerir? Ekki bara hvað það gerir; ef við skiljum af hverju fyrirtæki gera það sem þau gera og ef það á samleið með okkur þá viljum við skipta við þau. Ef við höfum góða ástæðu fyrir því sem við gerum, ástæðu sem skiptir fólk máli, þá skiptum við fólk máli. Þá verðum við áhugaverð. Ef ástæðan er einfaldlega að græða peninga, þá skiptir sú ástæða aðra ekki máli – því það gerir ekkert fyrir aðra. Ef þú gerir það sem þú gerir til að gera heiminn betri á einhvern hátt – sama hversu lítinn – þá eru alltaf einhverjir sem vilja vera með þér því þeir vilja það sama og þú. Þínar ástæður eru þeirra ástæður. Tilfinningarnar ráða Með ástæðu kemur ástríða. Og ástríða er áhugaverð. Ástríða hríf- ur aðra með sér og laðar fólk að. Ástríða er tilfinning og vekur til- finningar og á endanum tökum við ákvörðun byggða á tilfinningu. Alveg sama hvað við gerum, tilfinningar ráða. Leiðinleg fyrirtæki vekja ekki jákvæðar tilfinningar og þar af leið- andi viljum við ekki skipta við þau – nema tilneydd. Að ekki sé talað um að vinna fyrir þau. Ef þú rekur fyrirtæki, hafðu það áhugavert, hafðu ástæðu og ástríðu fyrir því sem þú gerir. Það verður líka miklu meira gefandi. Ekki skipta við leiðinleg fyrirtæki. Gerðu kröfu um að fyrirtækin sem þú skiptir við hafi skýran tilgang umfram gróða. Með því móti getur buddan þín átt hlutdeild í að breyta heiminum til hins betra. Til fjandans með leiðinleg fyrirtæki! Franskir bændur mótmæla háu matarverði ÓSÁTTIR BÆNDUR Það voru mótmæli við A84-veginn nærri franska þorpinu Breteville-sur-Odon, sem er skammt frá bænum Caen, í gær. Bændur eru ósáttir við hátt verð í stórverslunum og í gær lokuðu þeir fjórum aðalæðunum inn í Caen. Þeir kröfðust þess að ná tali af landbúnaðarráðherra. Einn þeirra gaf sér tíma til að kíkja á símann sinn á meðan á mótmælunum stóð. NORDICPHOTOS/AFP Þóranna K. Jónsdóttir MBA Hin hliðin E f löggjafinn klárar ekki lagabreytingar til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar strax í haust gætum við horft fram á óbætanlegt tjón í mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Í skýrslu greiningar Íslandsbanka um ferða- þjónustuna, sem kom út í mars á þessu ári, kemur fram að greining bankans áætli að þriðjung hagvaxtar á Íslandi frá 2010 megi rekja til ferðaþjónustunnar. Árið 2014 var ferðaþjónustan öfl ugasta útfl utningsgrein þjóðarinnar (útfl utningur í formi seldrar þjónustu) annað árið í röð. Grein- ingin áætlar að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar verði 342 milljarðar króna á þessu ári, sem er tæplega þriðjungur af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins vegna seldrar vöru og þjónustu. Frá 2010 hefur störfum í íslensku hagkerfi fjölg- að um 10.300 og eru 4.600 þeirra sem sinna þessum störf- um starfandi í fl utningum með fl ugi, á ferðaskrifstofum og í rekstri gisti- og veitingastaða. Það má því rekja um 45 prósent af fjölgun starfa beint til vaxtar í ferðaþjónustu á tímabilinu. Eins og ég hef áður fært rök fyrir á þessum vettvangi eru of fáir ferðamenn á Íslandi og mikil tækifæri til að fjölga þeim. Ísland er stórt land og það getur tekið við miklu fl eiri ferðamönnum. Ef spár ganga eftir mun fjöldi ferðamanna nema tveimur milljónum árið 2020. Það mun þýða 100 milljarða króna tekjur fyrir ríkissjóð í formi skatta og þjónustugjalda. Vandamálið við þennan vöxt er að stjórn- völd hafa ekki skapað tekjuöfl unarleiðir til efl ingar innviða til að mæta honum með uppbyggingu á ferðamannastöðum svo hægt sé að taka við þessum fjölda. Ein- staka styrkir ríkisstjórnarinnar hér og þar til að bjarga sér fyrir horn, til dæmis með 850 milljóna króna framlagi í maí, duga ekki til. Það þarf stöðuga tekjustofna í formi skatta. Það hvaða leið er farin til að afl a tekna til uppbyggingar skiptir ekki máli. Lykilatriðið er að fi nna tekjuöfl unarleið og nota hana. Það veldur mér áhyggjum að ekki hafi tekist að ljúka frumvarpi um náttúrupassa á síðasta þingi. Ég veit ekki hversu vel meðvitaðir þingmenn eru um mikilvægi þessarar atvinnugreinar fyrir þjóðarbúið eða hversu mikilvægt það er að tryggja fjármögnun fyrir innviðauppbyggingu á vinsælum ferðamannastöðum. Ég ber virðingu fyrir þingmönnum og það er leiðinlegt að berja á þeim en það er eins og hluti þing- fl okks Sjálfstæðisfl okksins hafi týnt sér í einhverri frjáls- hyggju í stað þess að hugsa um heildarhagsmunina, hagsmuni þjóðarbúsins, í málinu. Það er í raun óskiljanlegt að þing- fl okkurinn hafi ekki fylkt sér að baki ráðherra málafl okksins í stuðningi við frumvarpið um náttúrupassann. Á sama tíma undirstrikar lítill stuðningur við frumvarpið pólitískan van- mátt ráðherrans, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Og það hlýt- ur að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir hana. Það þarf líka að fjölga iðnlærðum í þjónustugreinum til að mæta þörfum og eftirspurn vegna vaxtar ferðaþjónustunnar. Þetta hafa stjórnendur stærstu fyrirtækja í hótelgeiranum ítrekað bent á. Ráðherra menntamála þarf að hafa þetta hug- fast. Ef stjórnvöld fara ekki að forgangsraða í þágu ferðaþjónust- unnar er hætt við því að orðspor ferðaþjónustunnar erlendis verði fyrir óbætanlegum skaða með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Ef það verður niðurstaðan verður mannasaur á Þingvöllum ekki helsta áhyggjuefnið okkar, langt því frá. Látum það ekki gerast. Uppbygging innviða í ferðaþjónustu er mikilvægasta verkefni stjórnvalda: Ekki sofna á verðinum Ísland er stórt land og það getur tekið á móti miklu fleiri ferðamönnum. Markaðshornið Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@stod2.is Aldrei meira fjármagn til uppbyggingar Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra Uppbygging á ferðamanna- stöðum er eitt af brýnustu verk- efnum sem við stöndum frammi fyrir. Um þetta viðfangsefni hefur mikið verið fjallað á und- anförnum árum sem kemur ekki á óvart, enda höfum við séð þref- öldun í komu ferðamanna hingað til lands á síðastliðnum áratug og ekki náð að byggja upp innviði í takt við fjölgunina. Framkvæmdasjóður ferða- mannastaða hefur starfað frá árinu 2011 og hefur unnið að fjölmörgum verkefnum. Frá upphafi hefur sjóðurinn úthlut- að 2.300 milljónum króna, þar af tæpum 1.700 milljónum á tveim- ur síðustu árum. Til viðbótar við tekjur af gistináttagjaldi, sem ætlað var að standa undir þessari fjármögnun, hefur rík- isstjórnin sett aukalega 1.230 milljónir til þessa mikilvæga málaflokks á síðustu tveimur árum. Mun meira en nokkru sinni fyrr. Vandinn sem við blasir er margþættur og einskorðast ekki eingöngu við salernismál, sem nú eru mikið til umræðu. Úrbóta er víða þörf til að tryggja vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna og nauðsynlega innviði til að þjónusta þann mikla fjölda sem sækir landið heim. Frumvarpi um náttúrupassa var ætlað að leysa heildstætt þetta margþætta viðfangsefni sem snýr ekki ein- göngu að innviðauppbyggingu heldur að öðrum þáttum eins og öryggismálum. Ljóst er að málið er á ábyrgð margra aðilaf, ríkis, sveitarfé- laga, landeigenda og ferðaþjón- ustunnar sjálfrar. Því er brýnt að allir vinni saman að lausn þessara mála. Á undanförnum mánuðum hefur ráðuneyti mitt í samstarfi við Samtök ferðaþjón- ustunnar, Ferðamálastofu og fleiri unnið að langtíma stefnu- mótun fyrir greinina í heild. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu og kynna í næsta mánuði. Vel hefur verið til vandað, litið til fordæma erlendis frá og sam- ráð haft við hagsmunaaðila og aðra áhugasama um land allt. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og tel hana nauðsynlega til þess að styðja við áframhaldandi vöxt og framfarir ferðaþjónust- unnar. Ferðaþjónustan er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi í þeirri mynd sem við þekkjum og glímir því kannski við ýmsa vaxtarverki. Salernismálin eru bara einn angi þeirra. Stjórn- völd eru vel meðvituð um það verkefni og því hefur auknu fjármagni verið varið til slíkra verkefna. Má geta þess að yfir 100 milljónum verður varið í að bæta salernisaðstöðu um allt land á þessu ári. Reyndar er það svo að fleira tefur uppbyggingu en skortur á fjármagni og má þar nefna skipulagsmál og annan undir- búning. Sem dæmi má nefna að af þeim 380 milljónum sem Framkvæmdasjóðurinn úthlutaði sérstaklega vorið 2014, án mót- framlags, liggja tæpar 200 millj- ónir enn óhreyfðar vegna þess að verkefnunum er ekki lokið. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein. Verk- efnin eru ærin og til þess að ljúka þeim þurfum við samstillt átak. Með öflugri stefnumótun, framtíðarsýn og samvinnu er ég sannfærð um að okkur takist vel til eins og alltaf þegar við stönd- um saman. Vandinn sem við blasir er margþættur og einskorðast ekki eingöngu við sal- ernismál, sem nú eru mikið til umræðu. 03-1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 2 -C A D C 1 7 5 2 -C 9 A 0 1 7 5 2 -C 8 6 4 1 7 5 2 -C 7 2 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.